Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2002 47 KRISTÍN Karólína Ólafsdóttir förðunarfræðingur hefur opnað snyrti- og sólbaðsstofu á neðri hæð í húsi sínu á Högnastíg 10 á Flúð- um. Einnig er boðið upp á svokall- aða leirvafninga. Um er að ræða nokkrar tegundir af leir úr Dauða- hafinu sem smurt er á fólk og heitir bakstrar settir á. Kristín segir þetta afar gott fyrir líkamann og þetta hreinsi húðina vel. Einnig er boðið upp á förðun og margskonar snyrtivörur sem og ilmvötn. Þá hef- ur Kristín til sölu ýmsar gerðir af skartgripum. Stofan er opin frá kl. 13 til 22 alla daga nema sunnudaga. Ný snyrti- og sólbaðs- stofa á Flúðum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sig. Sigmunds Kristín Karólína Ólafsdóttir í hinni nýju snyrti- og sólbaðsstofu á Flúðum. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ stendur fyrir UT2002 – ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi dag- ana 1. og 2. mars í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er þema hennar: Dreifmenntun fyrir alla – alls staðar. Fjallað verður um nýjungar í notkun upplýsingatækni á leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi. Yfir 130 sérfræðingar í upplýs- ingatækni í skólastarfi flytja fyrir- lestra sem veita yfirsýn og þekkingu á notkun hennar í skólastarfi. Menntagáttin, sem er vettvangur á Netinu, verður kynnt en verkefnið er hluti af verkefnaáætlun mennta- málaráðuneytisins í rafrænni mennt- un 2001-2003. Fyrirlesarar: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Wim Veen, yf- irmaður miðstöðvar um nýjungar og tækni í menntamálum við Delft-há- skólann í Hollandi, og Angela McFarlane, prófessor við Graduate School of Education í Bristol, og Øy- stein Johannessen frá norska menntamálaráðuneytinu. Auk fyrirlestra verða smiðjur þar sem ráðstefnugestum býðst að kynn- ast starfi nemenda, prófa nýjungar í kennsluhugbúnaði og skoða tækni- lausnir. Fyrirlesarar frá fjórum er- lendum stórfyrirtækjum munu halda fyrirlestra báða dagana og sérfræð- ingar í heildarlausnum fyrir skóla, varðandi tengingar og annan tækni- búnað, verða á staðnum til að veita upplýsingar ásamt notendum í skól- um þar sem búnaður er kominn upp. Mennt, samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla, sér um fram- kvæmd UT2002 ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar veitir Gyða Dröfn Tryggvadóttir á skrifstofu Menntar, Laugavegi 51, í síma eða í netfangi: gyda@mennt.is, segir í fréttatilkynningu. Ráðstefna um upplýs- ingatækni í skólastarfi GUNNAR Stefánsson, dósent við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudag- inn 28. febrúar, kl. 20:30. Fyrirlest- urinn fjallar um fiskveiðiráðgjöf með notkun líkana sem byggjast á hegð- un margra fiskistofna samtímis. „Á undanförnum áratugum hefur mikið verið unnið að þróun fjöl- stofnalíkana fyrir fiskistofna. Þessi líkön eiga að geta tekið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á þróun og sam- spil hinna ýmsu fiskistofna. Þannig er reynt að taka með í reikninginn göngur milli svæða, afrán, vöxt og hrygningu. Á Íslandi er þessi vinna hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverk- efni sem er styrkt af ESB. Að verk- efninu vinna 7 stofnanir í 5 löndum, en verkefnisstjórn er á Íslandi. Þótt verkefnið sé fræðilegt og ekki beint tengt ráðgjöf um nýtingu fiski- stofna benda fyrstu niðurstöður þessarar vinnu til þess að ýmsar for- sendur sem áður voru taldar lítil- vægar geti skipt talsverðu máli við fiskveiðiráðgjöf. Sérstaklega má nefna að í ljós hefur komið að mis- munandi tölfræðileg meðhöndlun gagna getur haft meiri áhrif á nið- urstöður um stofnmat en áður var talið og ljóst virðist að samspil stofna leiðir oftast til þess að enn brýnna er að draga úr sókn en áður var talið,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um fiskveiðiráð- gjöf með fjölstofnalíkönum FBA lagði 18 milljónir í @IPbell Í fréttaskýringu um einkavæðingu Landssímans, sem birtist í Morgun- blaðinu sl. sunnudag, var birt mynd af Frosta Bergssyni, stjórnarfor- manni Opinna kerfa, Þórarni V. Þór- arinssyni, þáverandi forstjóra Sím- ans, og Bjarna Ármannssyni, þáverandi forstjóra FBA. Í mynda- texta með myndinni sagði: „Myndin er tekin þegar tilkynnt var um kaup Landssímans, FBA og Opinna kerfa hf. í alþjóðlegu fjarskiptafyrirtæki, @IPbell. Sú fjárfesting endaði með ósköpum því allt hlutaféð tapaðist á skömmum tíma.“ Vegna þessarar myndbirtingar vill Morgunblaðið árétta að FBA lagði 18 milljónir í @IPbell og átti 1% hlutafjár í félaginu. Opin kerfi keyptu hlutafé í fyrirtækinu fyrir 90 milljónir og áttu 5% hlutafjár og Landssíminn keypti fyrir liðlega 250 milljónir og átti 14% hlut. Stefán Guðlaugsson Einn leikaranna í sýningu Frey- vangsleikhússins, Halló Akureyri, var rangfeðraður í umsögn í blaðinu í gær. Hann heitir Stefán og er Guð- laugsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Vitleysa í Viðhorfi Í Viðhorfi mínu; Sneið með slag- vefju, sem birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar sl., urðu mér á þau mis- tök að eigna Halldóri Halldórssyni ummæli Baldurs Jónssonar. Í Viðhorfinu vitnaði ég í afmælisrit Íslenskrar málnefndar, sem þeir Halldór og Baldur eru höfundar að. Fyrri tilvitnun mín var réttilega eignuð Halldóri, en sú síðari; um til- komu íðorðsins, sem ég eignaði Hall- dóri líka, var hins vegar tekin úr hluta Baldurs í ritinu. Biðst ég afsök- unar á þessum mistökum. Freysteinn Jóhannsson. LEIÐRÉTT EINS og undanfarin ár verður komu Góunnar fagnað í Gjábakka. Að þessu sinni er Góugleðin í dag, fimmtudag- inn 28. febrúar, og hefst kl. 14. Þema dagsins er: Þú ert það sem ofan í þig fer. Á dagskránni munu m.a. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Sváfnir Sigurðsson flytja nokkra dú- etta og dægurlagaperlur frá liðinni tíð og Anna Sigríður Guðmundsdóttir næringafræðingur flytur erindi í létt- um dúr um þema dagsins. Í tilefni dagsins verður grænmetis- og ávaxtakökuhlaðborð sem kostar kr. 600 fyrir manninn. Allir eru velkomnir á Góugleðina og eru dagskráratriði að vanda án endurgjalds. Góugleði í Gjábakka KJÖRDÆMISRÁÐ Samfylkingar- innar í Suðurkjördæmi heldur opna stjórnmálafundi á Suðurlandi laugardaginn 2. mars. Hádegisverðarfundur verður á Selfossi á Veitingahúsinu Laufási kl. 11 um sveitarstjórnakosning- Samfylkingin fundar á Suðurlandi arnar. Gestir fundarins: Össur Skarphéðinsson, Stefán Jón Haf- stein, form. framkvæmdastjórnar, Jóhann Geirdal, form. sveitar- stjórnarráðs, og Ásmundur Sverr- ir Pálsson, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Árborg. Fundarstjóri verður Margrét Frí- mannsdóttir, alþingismaður. Verð á hádegisverðarhlaðborði kr. 1.000. Á Hlíðarenda á Hvolsvelli verð- ur fundur kl. 14 um landbúnaðar- og byggðamál. Framsögumenn: Össur Skarphéðinsson, Stefán Jón Hafstein og Sigríður Jóhannes- dóttir. Fundarstjóri verður Mar- grét Frímannsdóttir, alþingismað- ur. Verð á kaffihlaðborði kr. 750. Allir eru velkomnir. TOURETTE-samtökin á Íslandi verða með fyrirlestur í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Hátúni 10a, 9. hæð. Haukur Pálmason sálfræð- ingur flytur erindi um rannsókn sína á Tourette-börnum sem var lokaverkefni hans í sálfræðinámi í Danmörku. Fyrirlestur hjá Tourette-sam- tökunum BSRB Um 1500 manns hafa þegar sótt námskeið tölvufræðslu BSRB Nú fer hver að verða síðastur til að fara á námskeið á vorönn. Námskeiðin eru greidd af starfsmenntasjóðum BSRB félaga samkvæmt réttindum þeirra. Tölvunámskeið : Morgunnámskeið : Síðdegisnámskeið : Kvöldnámskeið Nánari upplýsingar í síma 555-4980 eða 544-4500 Námskeið í boði á næstunni: Grunnnám – hægferð Námskeið hefjast: 2/4 4/4 13/4 og 22/4 Grunnnám 4/3 5/3 4/4 9/4 4/5 Tölvunám 2 6/3 13/4 22/4 Myndvinnsla með Photoshop 6 11/3 “aukanámskeið” Vefsíðugerð 1/3 15/4 Bókhaldsnám 4/3 Tölvubókhald með Navision 22/4 Access og PowerPoint 5/3 3/4 TÖK tölvunám 3/4 3/4 (60) (72) Námskeið hefjast: (60) Námskeið hefjast: (30) Námskeið hefjast: (60) Námskeið hefjast: (66) Námskeið hefjast: (60) Námskeið hefjast: (30) Námskeið hefjast: (90) Námskeið hefjast: KS M K M S M K K K S M S S S S S M K KSM Yfirlit og upplýsingar: www.ntv.is eða www.bsrb.is ( ) = fjöldi kennslustunda M Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 Ód ‡ra stir í sólina Ver›dæmi54.700kr. ...til Krítar Ver›dæmi49.700kr. ...til Portúgals Ver›dæmi39.900kr. ...til Mallorca Ver›dæmi46.600kr. ...til Benidorm á mann með SólarPlús 2. september. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur (ekki fyrirfram vitað um nafnið), ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Tropic Mar í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Skala í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.470 kr. fyrir fullorðna og 3.695 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Sol Dorio í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.455 kr. fyrir fullorðna og 3.680 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. Samanbur›ur á augl‡stu ver›i á sólarfer›um á vegum íslenskra fer›askrifstofa hefur leitt í ljós a› lægsta ver›i› á fer› fyrir fjóra (2 fullor›na og 2 börn, 2ja-11 ára) til tilgreindra áfangasta›a er hjá Plúsfer›um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.