Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARÍA Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, varði dokt- orsritgerð sína við Linköpings Universitet í Svíþjóð 31. maí síðastliðinn. Rit- gerðin heitir Dementia and Mental Dis- orders among Elderly in Prim- ary Care. Ritgerðin byggist á rann- sóknum hennar á hópi sjúklinga heilsugæslu, 70 ára og eldri. Athuguð var tíðni og greining geðsjúkdóma og heilabil- unar meðal hópsins með skoðun og viðtali við 350 einstaklinga og aðstendendur þeirra. Einnig voru könnuð tengsl við félagslegar aðstæður, sjúkdóma og lyfjameðferð. Í öðrum hluta rann- sóknar var svo sendur spurn- ingalisti til heilsugæslulækna og könnuð viðhorf þeirra og mögu- leika til umsýslu sjúklinga með heilabilun. „Í ljós kom að rúmlega þriðj- ungur hópsins hafði heilabilun eða geðsjúkdóm (þunglyndi, kvíða). Enn fleiri höfðu ýmis geðræn ein- kenni sem höfðu áhrif á heilsu þeirra og líðan. Borið saman við sjúkraskrá heilsugæslunnar höfðu fæstir þessara sjúklinga verið greindir með þessa sjúkdóma áður og því ekki heldur hlotið viðhlít- andi meðferð. Það er alvarlegt þar sem eldra fólk svarar vel t.d. hefðbundnum meðferðum við þunglyndi. Mikil- vægi þess að greina heilabilun hefur aukist með tilkomu nýrra lyfja sem beita má gegn Alzheim- er-sjúkdómi. Sjúklingar með heilabilun reyndust taka fleiri lyf og fá fleiri sjúkdómsgreiningar en hinir sem ekki höfðu heilabilun eða geð- sjúkdóm, og sjúklingar með geð- sjúkdóm komu oftar til læknis vegna ýmissa kvartana. Mikilvægt er að leita þessara sjúkdóma, t.d. með spurn- ingalistum og minnisprófum þar sem einkenni leynast oft. Viðhorf almennings og fordómar eru algeng hindrun þess að ein- kenni heilabilunar séu rædd og að viðeigandi hjálpar sé leitað. Það sem oft reynist flókið við umsýslu sjúklinga með heilabilun í heilsu- gæslu er hið mikilvæga samstarf við alla fagaðila og stofnanir t.d. félagsþjónustu. Rannsóknin gaf ýmsar vísbend- ingar hvernig auka megi snemm- greiningu þessara sjúkdóma, nokkuð sem talið er æ mikilvæg- ara bæði fyrir sjúklinga og að- standendur svo og til að minnka gífurlegan samfélagskostnað sem þessir sjúkdómar valda. Heilsugæslan ætti að gegna lyk- ilhlutverki í frumgreiningu, með- ferð og eftirfylgni eldri sjúklinga með heilabilun og geðræn ein- kenni,“ segir í fréttatilkynningu. María Ólafsdóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1980 og útskrifaðist frá lækna- deild Háskóla Íslands 1986. Stundaði sérnám í heimilislækn- ingum í Linköping 1990–1994. Hún er heilsugæslulæknir og kennslustjóri við Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja (mariao- @hss.is). Foreldrar Maríu eru Ólafur Tómasson, fv. póst- og síma- málastjóri, og Stefanía María Pét- ursdóttir. Sambýlismaður Maríu er Jón Freyr Jóhannsson, lektor í Háskólanum í Reykjavík, og börn hennar eru Einar Búi Magnússon og Una Björg Magnúsdóttir. Doktors- ritgerð í læknis- fræði María Ólafsdóttir KENNARAR þurfa að koma meira að skipulagi náms og undirbúningi nýrra námsbrauta og námskráa fyrir starfsnám í framhaldsskólum. Kenn- arar eiga engan fulltrúa í starfsgrein- aráðum sem starfað hafa í fjögur ár samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá árinu 1996. Starfsgreinaráðin, sem eru fjórtán talsins, hafa það hlutverk að gera til- lögur um uppbyggingu starfsnáms, námskrá í sérgreinum, tilhögun námsmats, sveinspróf og eftirlit með gæðum kennslu og námsefnis. Þá þyrftu atvinnulífið og skólarnir að geta gert breytingar á námi án að- komu menntamálaráðuneytisins, svo lengi sem það hefur ekki aukinn kostnað í för með sér. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Félag íslenskra framhaldsskóla boðaði til á mánudag í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Iðnmennt. Yfirskrift fundarins var „samstarf atvinnulífs og skóla. Standa skólarnir sig illa eða veit at- vinnulífið ekki hvað það vill?“ Skólar hafa engan beinan aðgang að skipulagningu náms Í máli Baldurs Gíslasonar, skóla- meistara Iðnskólans í Reykjavík, sem var einn framsögumanna á fundinum, kom fram að eftir 1996 hafa skólar engan beinan aðgang að skipulagn- ingu eða innihaldi náms og lítið er um að atvinnulífið æski eftir samstarfi við skóla. Þá taldi hann þarft að skólar stuðluðu að þróun bóknáms og verk- náms samhliða og að þeir byggðu upp styttri námsbrautir í samráði við starfsgreinaráðin. „Fjölgun starfsnámsbrauta stuðlar að auknum samskiptum skóla og at- vinnulífs og samstarfs þessara aðila við mótun námskrafna bætir sam- skipti þeirra,“ sagði Baldur. Hann sagði starfsnám í dag byggjast að mestu á hefðbundnum iðngreinum og þróun nýrra námsbrauta væri ekki mikil. Taldi hann afrakstur starfs- greinaráðanna rýran og tryggja þyrfti beina aðkomu skólanna að skipulagningu iðn- og starfsnáms. Nauðsynlegt væri að þeir sem ættu að framkvæma breytingarnar tækju þátt í að móta þær. Hver aðili ætti að gera þar sem hann kann best; atvinnulífið að skil- greina þörfina, menntamálaráðuneyt- ið skilgreini rammann og leggi til fjár- magn og skólarnir útfæri námið. Taldi hann nauðsynlegt að aðilar at- vinnulífsins og skólarnir vinni saman að markaðssetningu iðn- og starfs- náms. Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri fræðsluráðs hótel- og matvælagreina, ræddi einnig um starfsgreinaráðin í sínu erindi og sagði að svigrúm skóla og vinnustaða til að útfæra námskrá ætti að vera meira og augljósara. Þá taldi hann væntingar atvinnulífs til náms og kennslu ólíkar, þar sem at- vinnulífið væri ekki skipulagsleg eða efnisleg heild. Þá væri togstreita inn- an starfsgreinaráðanna. Þörfin fyrir starfsfólk í iðnaði getur breyst hratt í takt við efnahagssveifl- ur í þjóðfélaginu. Framhaldsskólar geta þjónað fyrirtækjum betur með því að leitast við að endurspegla vinnufyrirkomulag fyrirtækja í starf- semi sinni. Þetta kom fram í erindi Árna Inga Stefánssonar starfs- mannastjóra Íslenskra aðalverktaka en hann velti fyrir sér spurningunni „hvað vilja fyrirtækin að skólarnir kenni?“. „Unga fólkið okkar má ekki fá þá tilfinningu að vinna sé bara óhjá- kvæmileg leiðindi til þess eins að hafa ofan í sig og á heldur gera sér grein fyrir því að vinnan er einnig lífsfyll- ing,“ sagði Árni Ingi. Hann sagði það bæði sanngjarnt og skynsamlegt að skólakerfið mæti starfsreynslu fólks til námseininga ekki síður en ýmsa aðra iðju sem þannig er metin. Nefndi hann sem dæmi að í nágrannalöndum okkar, Noregi og Finnlandi, væri búið að leggja mikla vinnu í að skilgreina þá menntun sem menn afla sér með þátttöku í atvinnulífinu. Þá taldi hann að skilgreining á námskröfum og námskrám þyrfti að vera sveigjan- legri. „Það tekur tíma að byggja upp nýja starfsnámsbraut. Meðan verið er að kanna þarfir fyrir námsbrautina, skil- greina námskröfur hennar, hefja kennslu í henni og skila fyrstu nem- um út til fyrirtækja hefur efnahags- lífið gengið í gegnum hæð og lægð,“ sagði Árni Ingi. Því sagði hann menntakerfið illa fært til að útvega fagfólk til að uppfylla tímabundnar þarfir vinnumarkaðarins. Árni Ingi sagði mikilvægt að kennarar í iðn- greinum heimsæktu fyrirtæki og tækju þannig púlsinn á atvinnulífinu, þar sem vald kennara væri mikið og ábyrgð þeirra einnig. „Ég held að færa megi skólunum sjálfum miklu meira vald til að ákvarða rekstur sinn og þjónustu. Menntamálaráðuneytið á aðeins að leggja höfuðlínur í starf- semi skóla en hvetja skal til þess að skólastofnanir séu reknar sem hluta- félög eða sjálfseignarstofnanir. Það þarf meiri samkeppnishugsun í skóla- kerfið.“ Á atvinnulífið að kosta nám? Eftir ræður framsögumanna skap- aðist umræða um tengsl atvinnulífs og skóla á fundinum. Bent var á að at- vinnulífið kæmi að menntun með ýmsum ætti, t.d. kostaði ÍSAL stór- iðjuskólann í Borgarholtsskóla í Graf- arvogi og sömuleiðis væru námskeið og svokölluð vinnustaðakennsla um- talsverð. Var þeirri spurningu velt upp hvort æskilegt væri yfirhöfuð að atvinnulífið fjármagnaði nýjar náms- brautir að fullu. Þá kom fram að samkvæmt könn- un, sem Samtök iðnaðarins létu gera fyrir ári, greiddi atvinnulífið 264 millj- ónir króna á ársgrundvelli til vinnu- staðakennslu. Baldur Gíslason sagði að lokum að samkeppni þyrfti að ríkja milli fram- haldsskóla um nemendur og nýta bæri mun betur þann tækjakost og mannafla sem til væri í framhalds- skólunum í samstarfi við atvinnulífið. Framhaldsskólar héldu fund um samstarf atvinnulífs og skóla Þörf á meiri samkeppnis- hugsun í skólakerfinu Morgunblaðið/Ásdís Á fundinn mættu fulltrúar atvinnulífsins, framhaldsskólanna og menntamálaráðuneytis. RÍKISSJÓÐUR veitti tæpa 5,4 milljarða króna af fjárlögum til sjö skóla á háskólastigi á síðasta ári og þar af fóru 3,3 milljarðar til Háskóla Íslands. Næstmest fór til Kenn- araháskólans, eða 715 milljónir. Ár- ið 1998 var framlag ríkisins til há- skóla, sem þá voru fimm, tæpir 3,8 milljarðar. Aukningin á þessum ár- um nemur 42%. Á síðasta ári voru nærri 10.500 manns skráðir í há- skólanám sem er 26% aukning frá árinu 1998. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr svari menntamálaráð- herra við fyrirspurn Svanfríðar Jón- asdóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, um fjárveitingar til háskóla. Óskaði hún eftir upplýsingum yfir þau fjögur fjárlagaár síðan lög um háskóla frá árinu 1997 tóku gildi. Langmest fjármagn á hvern nemanda í Listaháskólanum Svanfríður óskaði eftir svari um heildarfjölda nemenda við hvern skóla og heildarfjárveitingu úr rík- issjóði á hverju ári frá 1998–2001. Bráðabirgðatölur gefa til kynna að á síðasta ári hafi 10.480 nemendur stundað háskólanám, þar af 6.673 í Háskóla Íslands, 1.250 í Kennarahá- skólanum, 775 í Tækniskóla Íslands, 710 í Háskólanum á Akureyri, 650 manns í Háskólanum í Reykjavík, 220 í Listaháskóla Íslands og 202 í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hafði nokkuð stöðug fjölgun nem- enda átt sér stað í langflestum skól- anna. Árið 1998 var fjöldi nemenda 8.313 en aðeins Listaháskólinn var þá ekki starfandi. Fjárveitingar á síðasta ári til Há- skóla Íslands og Kennaraháskólans hafa verið nefndar en þar á eftir fóru 408 milljónir til Háskólans á Akureyri, 298 milljónir til Tækni- skólans, 279 milljónir til Háskólans í Reykjavík, 276 milljónir til Listahá- skólans og rúmar 60 milljónir á Bif- röst. Þingmaðurinn spurði einnig um fjárveitingar til kennslu miðað við hvern nemanda í skólunum umrædd ár. Í svari ráðherra er miðað við upplýsingar frá Hagstofunni um nemendafjölda í skólunum og sam- kvæmt því eru hæstar fjárveitingar á hvern nemanda í Listaháskólan- um, eða 1,2 milljónir á síðasta ári og 673 þús.kr. árið 2000. Aðrir skólar eru með 300–600 þúsund kr. á hvern nemanda, lægst á Bifröst en hæst (575 þ.) í Háskólanum á Akureyri. Þessar tölur hafa haldist svipaðar á tímabilinu nema hvað að fjárveit- ingar á hvern nemanda hafa minnk- að nokkuð í Tækniskólanum og á Bifröst. 2,5 milljarðar af fjárlögum í rannsóknar- og þróunarstarf Þá spurði Svanfríður hve miklu fé hefði verið varið úr ríkissjóði til rannsókna við hvern skóla. Í svarinu koma aðeins fram upplýs- ingar um árin 1997 og 1999 en Tækniskóli Íslands er þar ekki með- talinn. Alls var tæpum 2,5 milljörð- um króna af fjárlögum eða með ann- arri opinberri fjármögnun varið til rannsóknar- og þróunarstarfs árið 1999, þar af fyrir 2,1 milljarð í Há- skóla Íslands. Það er sama fjárhæð og skólarnir sex ráðstöfuðu af op- inberu fé í rannsóknir sínar árið 1997 en þá fóru um 1,9 milljarðar í sambærileg verkefni hjá Háskóla Íslands. Framlög úr ríkissjóði af fjárlögum til háskólanna í landinu Aukning er um 42% frá árinu 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.