Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýja Moisture Surge Extra eða Light frá Clinique fyrir andlit og Moisture Surge Eye Gel fyrir augu gefur húðinni heilbrigðara og frísklegra útlit. Rakastig húðarinnar hækkar óðfluga. Rakatap af völdum sólar og umhverfis- áhrifa er bætt. Húðin fær allan þann raka sem hún þarfnast. Moisture Surge sefar, sléttar, mýkir og deyfir fíngerðar þurrklínur. Eins og vænn sopi af vatni fyrir þann sem þyrstir. Nýjar vörur sem slökkva þorstann Moisture Surge Extra 30 ml. kr. 2.725 Moisture Surge Extra 50 ml. kr. 3.840 Moisture surge Light 30 ml. kr. 2.725 Moisture surge Light 50 ml. kr. 3.840 Moisture Surge Eye Gel 15 ml. kr. 3.100 Clinique 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Hjálp til handa þyrstri húð 100% ilmefnalaust Kringlunni, snyrtivörudeild, sími 568 9300. Vikuna 7.-14. mars verða ráðgjafar Clinique í Hagkaup Kringlunni frá 12-18 og veita þér fría húðgreiningu og ráðgjöf um förðun. FRAMKVÆMDIR við end- urnýjun neðri hluta Skóla- vörðustígs og hluta Banka- strætis hefjast í næstu viku. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir standi til septem- berloka og er áætlaður heild- arkostnaður vegna þeirra á bilinu 190–200 milljónir króna. Breytingarnar hannaði Kjartan Mogensen fyrir gatnamálastjóra. Að sögn Jó- hannesar Kjarval, hverfis- stjóra hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur- borgar, felast þær í því að endurnýja yfirborð Skóla- vörðustígsins frá Týsgötu/ Klapparstíg og niður Banka- stræti að Ingólfsstræti. „Það er fyrst og síðast þrengt að aksturssvæðum til að auka gangstéttir og það er aðal- breytingin í þessu. Þá eru tekin út bílastæðin norðan megin á neðsta hluta Skóla- vörðustígs milli Bergstaða- strætis og Laugavegar og gangstéttin víkkuð út. Eins er komið fyrir götugöngum, trjám og öðru slíku.“ Breytingar við Hegningarhúsið Jóhannes segir nokkrar breytingar fyrirhugaðar við Hegningarhúsið í þessu sam- bandi. „Veggurinn beggja vegna við Hegningarhúsið verður rifinn að Skólavörðu- stíg en bakgarðurinn sem er umtalsvert stór verður áfram við lýði. Þannig skapast þarna heilmikið torg við Skólavörðustíginn hjá Hegn- ingarhúsinu og við munum sjá allt húsið sem miklu meiri heild en verið hefur nánast frá því að húsið var byggt.“ Hann segir að búast megi við talsverðri röskun á um- ferð á meðan á framkvæmd- unum stendur. „Það er þarna eins og í Austurstrætinu og annars staðar sem þetta hef- ur verið gert að þetta er veruleg áþján fyrir þá sem búa og reka fyrirtæki á svæð- inu. Hins vegar er mjög stór þáttur í verkinu einmitt að gera mönnum kleift að reka starfsemi sína nánast óáreitt- ir. Þannig að akandi umferð truflast á tímabilum en það verður reynt að greiða fyrir gangandi umferð.“ Byrjað í Bankastrætinu Sigurður I. Skarphéðins- son gatnamálastjóri segir að stefnt sé að því að hefja framkvæmdir í næstu viku. „Við byrjum í Bankastrætinu rétt ofan við Ingólfsstræti og fikrum okkur þaðan upp að þeim hluta Laugavegar sem var endurnýjaður fyrir nokk- uð mörgum árum. Síðan er farið upp Skólavörðustíginn að Klapparstíg/Týsgötu.“ Hann segir að lokað verði fyrir akandi umferð á við- komandi kafla meðan á fram- kvæmdum stendur. Hann segir þetta þó heldur minni framkvæmd en um var að ræða í Austurstræti, Póst- hússtræti og á Ingólfstorgi í fyrra. „Við eigum aðeins eftir að gera okkur grein fyrir um- fanginu en þetta er nokkrum milljónatugum ódýrari fram- kvæmd en sú í fyrra.“ Borgarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka tilboði Háfells ehf. í framkvæmdirnar en það hljóðaði upp á tæpar 98 millj- ónir króna. Sigurður segir það þó ekki segja alla söguna um kostnað vegna endurnýj- unarinnar því að þá sé óreiknaður kostnaður við hönnun og eftirlit auk tals- verðs efniskostnaðar. Er að hans sögn reiknað með að heildarkostnaðurinn verði á bilinu 190–200 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmd- um verði lokið í september- lok. Hönnun/Kjartan Mogensen Hér sést hluti Skólavörðustígs við Bergstaðastræti þar sem Hegningarhúsið er en það mun fá nýjan svip eftir að veggur, beggja vegna við það, verður rifinn. Skólavörðu- stígur end- urnýjaður Miðborg UM 300 íbúar við Eiðisgranda og Ánanaust og í næsta nágrenni skrif- uðu undir mótmæli vegna tillögu um 40 hektara landfyllingu við Eiðis- granda sem gert er ráð fyrir í tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024. Frestur til að skila at- hugasemdum vegna skipulagstillög- unnar rann út í gær. „Undirskriftunum var safnað á tveimur dögum og á takmörkuðu svæði,“ segir Þorbjörg Jónsdóttir, íbúi á svæðinu, sem tók þátt í að safna undirskriftunum. „Við erum því mjög ánægð með þessi skjótu viðbrögð íbú- anna sem sýna eindreginn vilja þeirra.“ Í greinargerð sem fylgir skipulags- tillögunni og samkvæmt upplýsingum frá aðalskipulagsdeild skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur er gert ráð fyrir 900 íbúðum á landfyllingunni auk atvinnusvæðis og ef af verði hefj- ist framkvæmdir í fyrsta lagi 2012. Þéttleiki þessa nýja hverfis yrði tals- verður en byggðin þó lágreist. Íbúarnir 300 skrifuðu undir eftir- farandi mótmæli: „Við undirrituð fögnum því hversu vel borgaryfirvöld hafa staðið að uppbyggingu strand- lengjunnar við Eiðisgranda á undan- förnum árum. Þar er nú ósnortin fjara og vinsæl útivistarparadís fyrir íbúa á Grandanum og hvaðanæva úr Reykjavík. Við mótmælum þess vegna harð- lega áformum um landfyllingu við Grandann, þar sem m.a. er fyrirhug- að að reisa 900 íbúðir á einungis 40 hekturum. Við viljum vernda þær ör- fáu náttúruperlur sem enn finnast í borgarlandinu og sjáum enga knýj- andi þörf fyrir að þróa byggðina á haf út. Þá bendum við á að umferðaræðar frá hverfinu til miðborgarinnar og út úr borginni, anna engan veginn þeirri umferð sem fyrir er, hvað þá aukinni umferð. Það gæti orðið afdrifaríkt, ef rýma þyrfti þennan borgarhluta af öryggisástæðum.“ Samkvæmt tillögunni er um að ræða heilt skólahverfi og segir m.a. í greinargerðinni að á landfyllingunni megi gera ráð fyrir framhaldsskóla og hjúkrunarheimili ef af verður. Samkvæmt upplýsingum frá aðal- skipulagsdeild verða áform um land- fyllingu eins og þau eru sett fram í til- lögunni endurskoðuð með tilliti til athugasemda sem berast. Morgunblaðið/Sverrir Undirskriftarlistinn var afhentur í gær. Við honum tóku fyrir hönd skipulags- og byggingarsviðs Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, deildarstjóri aðalskipulagsdeildar, Salvör Jónsdóttir sviðstjóri og Helga Bragadótt- ir, deildarstjóri deiliskipulagsdeildar, úr hendi Þorbjargar Jónsdóttur og Guðmundar E. Finnssonar, fulltrúa íbúa. Tillögum um land- fyllingu mótmælt Eiðisgrandi BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur heimilað stækkun leik- skólanna Hvamms og Smára- lundar en samkvæmt sam- þykkt ráðsins verður fullnaðarhönnun á stækkun leikskólanna sett af stað og útboð heimilað. Að sögn Heiðrúnar Sverr- isdóttur leikskólafulltrúa er fyrst og fremst um stækkun á starfsmannaaðstöðu að ræða í báðum skólunum. „Það er verið að breyta og bæta starfsmannaaðstöðu í báðum skólunum en það er samt svo- lítið ólíkt á milli skólanna. Þannig erum við að byggja sal í Smáralundi en á Hvammi þarf að bæta eldhúsaðstöð- una,“ segir hún og bætir við að einnig sé verið að huga að bættum brunavörnum í skól- unum. Að hennar sögn ekki er áætlað að börnum fjölgi á leikskólunum við stækkunina nema þá að óverulegu leyti. Heiðrún segir að leikskól- unum verði lokað í júlí og á framkvæmdum að vera lokið þegar þeir verða opnaðir aft- ur. Aðstaða bætt í tveimur leikskólum Hafnarfjörður ÁTTA arkitektar eða teikni- stofur hafa sótt gögn vegna hugmyndasamkeppni um miðbæ Garðabæjar, fyrir ut- an þá fjóra aðila sem sérstak- lega voru valdir til að taka þátt í keppninni samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ. Tillögum á að skila í síðasta lagi 25. mars. Í keppnislýsingunni segir að óskað sé eftir hugmyndum að heildaruppbyggingu svæð- isins. Felur það í sér fyrir- komulag og stærð bygginga, torgmyndanir, stígakerfi, bílastæði og annað sem máli skiptir til að mynda heild- stæðan og aðlaðandi miðbæj- arkjarna. Tólf skoða miðbæjar- samkeppni Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.