Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 15 BALDVIN Þorsteinsson EA, frystitog- ari Samherja, kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir rúm- lega mánaðar- túr og er afla- verðmæti skipsins rétt rúmar 100 milljónir króna. Skipið var á karfaveiðum út af Reykja- nesi. Þetta er önnur veiðiferð skipsins á árinu og er aflaverð- mætið samtals um 200 milljónir króna. Eins og fram hefur komið hefur Baldvin Þorsteinsson EA verið seldur til útgerðarfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union, DFFU, í Cuxhaven í Þýskalandi og stóð til að afhenda skipið nýjum eigendum í síðasta mánuði. Skipið fer hins vegar eina veiðiferð til við- bótar á vegum Samherja en verður afhent nýjum eigend- um í kjölfarið. Í staðinn hefur Samherji keypt frysti- skipið Hann- over (gömlu Guðbjörgina ÍS) af DFFU. Hannover er í Riga í Lett- landi, þar sem unnið er við gagn- gerar breytingar á skipinu. Skipið verður lengt um 18 metra og því breytt í fjölveiðiskip. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 400 milljónir króna. Eftir breyting- ar verður Hannover 85 metrar að lengd og frystilestir skipsins um 1.600 rúmmetrar að stærð. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar útgerðar- stjóra Samherja munu breyting- arnar á Hannover standa yfir fram í byrjun júní nk. Baldvin Þorsteinsson EA landar í Reykjavík Á leið í sína síð- ustu veiðiferð KVENNAKÓR Akureyrar heldur tónleika í Glerárkirkju á laug- ardag, 9. mars, og hefjast þeir kl. 15. Stjórnandi er Björn Leifsson, undirleikari er Arnór Vilbergsson og einsöngvari er Alda Ingibergs- dóttir og sér Sólveig Anna Jóns- dóttir um undirleik í einsöngs- lögum. Efnisskráin verður fjölbreytt, íslensk og erlend lög af ýmsu tagi auk þess sem flutt verður svo- nefnd Ingimarssyrpa, úrval laga sem nutu vinsælda með Hljóm- sveit Ingimars Eydal í eina tíð. Kvennakór Akureyrar var stofnaður fyrir um einu ári og eru kórfélagar 73 talsins. Konurnar ætla að taka lagið fyrir framan verslun Nettó á Glerártorgi kl. 18 á föstudag, 8. mars, og gefa vænt- anlegum tónleikagestum for- smekkinn af því sem í vændum er. Kvennakór Akureyrar heldur tónleika í Glerárkirkju á laugardag. Kvennakór Ak- ureyrar syngur í Glerárkirkju TVÍTUGUR karlmaður hefur ver- ið dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna umferðarlagabrots, en hann var ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis um Strand- götu á Akureyri. Hann hafði ekki ökuréttindi er atburðinn varð. Maðurinn var sviptur ökurétti ævi- langt og gert að greiða sakar- kostnað. Maðurinn játaði brot og er játn- ing hans í samræmi við niðurstöðu alkóhólrannsóknar þannig að brot hans teljast nægilega sönnuð. Maðurinn hefur þrívegis á ár- unum 1999 og 2000 verið dæmdur til greiðslu sektar og verið sviptur ökurétti og þótti með vísan til brotaferils hans hæfilegt að dæma hann nú í eins mánaðar fangelsi, svipta hann ökurétti ævilangt auk þess sem honum var gert að greiða sakarkostnað. Héraðsdómur Norðurlands eystra Fangelsi í mánuð vegna ölvunaraksturs LEIKFÉLAG Hörgdæla frum- sýnir Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, fimmtudags- kvöldið 7. mars í leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Verkið hefur fengið góðar viðtökur þar sem það hef- ur verið sýnt, m.a. hjá Þjóðleik- húsinu og eins í Færeyjum. Með helstu hlutverk hjá Hörgdæling- um fara Guðmundur Steindórs- son, Ívar Björnsson, Fanney Valsdóttir, Inga Berglind Birg- isdóttir og Gunnhildur Vala Valsdóttir. Hátt í 20 manns koma fram í sýningunni og er annar eins fjöldi að tjaldabaki við ýmis verkefni. Gylfi Jónsson sér um tónlist en Anna Breiðfjörð hefur haft umsjón með dansi. Leikritið verður sýnt á Melum á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Leikfélag Hörgdæla Þrek og tár á Melum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.