Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 17 BIOTHERM Aqua Sport býr þig undir daginn, losar þig við þreytu eftir annasaman dag og færir þér orku til að halda áfram. Við minnum á aðrar virkar líkamsvörur sem móta, grenna, styrkja og vinna á appelsínuhúð, t.d. Draine Minceur, Celluli-Zone og Profil Up. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf Þegar keypt er fyrir 4.000 kr. fylgir skeiðklukka með í kaupum, flott í sportið. Líkamslína sem býður upp á sturtugel, húðmjólk, húðkrem, kælandi hlaup fyrir fótleggi, mýkjandi fótakrem, nuddkrem og líkamsúða. www. biotherm.com Kynning í dag, fimmtudag Kringlan kl. 13-17 sími 568 9970 Kynning á morgun, föstudag Mjódd kl. 13-17 sími 557 3390 Heimilisdagar hreinlætistæki JOTAPROFF innanhússmálning 10 ltr, gljástig 07 með 25 cm rúllu Verð áður 945 kr. Verð 495 kr. 25% afsláttur. Sími 525 3000 • www.husa.is gólfefni málning ljós Ver› á›ur 6.990 kr. Verð 4.990 kr. Málningarbakki Onetime sparsl 10-40% afsláttur KIWANISKLÚBBURINN Smyrill og Sinawik í Borgarnesi afhentu Dvalarheimili aldraðra 200.000 krónur sem renna í sjóð sem stofn- aður hefur verið til bílakaupa fyrir aldraða og fatlaða. Söfnun til kaupa á sérbúinni bifreið til flutninga á fólki sem bundið er hjólastólum hófst í desember á síðasta ári og það voru starfsmenn Esso sem í upphafi söfnuðu og gáfu 50.000 krónur. Ýmsir fleiri hafa lagt mál- efninu lið m.a. íbúar á Dvalarheim- ilinu. Sjóðurinn er í vörslu Bún- aðarbankans sem tekið hefur að sér að leita eftir styrkjum frá fyr- irtækjum og stofnunum. Kiw- anisfólk vildi leggja sitt af mörkum og gekk í hús í janúar og seldi Borgnesingum harðfisk og hákarl. Allur ágóðinn rann óskiptur í sjóð- inn, sem stendur nú í um hálfri milljón. Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Dvalarheim- ilisins þakkaði þennan góða hug og sagðist bjartsýn á að takmarkið næðist fyrr en ella. Næsta skref væri að athuga með bíl, hvernig breytingar þyrfti að gera, og kostn- að, en miðað við þriggja milljón króna bíl væri þá 1/6 kominn í sjóð- inn. Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá vinstri: Sæmundur Jónsson, Guðmundur Logi Lárusson og Jón Heiðarsson. Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Dvalarheim- ilisins, veitir ávísuninni viðtöku. Með henni eru Sædís Björk Þórðardótt- ir, Sóley Björk Sigurþórsdóttir og Berghildur Reynisdóttir frá Sinawik. Kiwanis og Sinawik gefa 200 þúsund Borgarnes um hvar eiginlegur kjarni Austur- lands skyldi vera og hafa menn ýmist sett hann niður á Egilsstöðum eða í Neskaupstað. Má ætla að ályktun bæjarstjórnar Austur-Héraðs virki verulega hvetjandi á þá umræðu alla. hendi þær aðstæður, sem þörf er á til uppbyggingar öflugs kjarnasvæðis. Bæjarstjórn Austur-Héraðs mun þrýsta á um að í stefnumótandi áætl- un Alþingis um byggðamál fyrir árin 2002–2005 verði slíkt kjarnasvæði skilgreint og í því sambandi byggt á styrk Egilsstaða og nágrannabyggð- arlaga á Mið-Austurlandi.“ Um langt skeið hefur verið tekist á BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs fjallaði á fundi sínum hinn 20. febrúar sl. um skýrslu þá sem Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, kynnti fyrir skemmstu. Skýrslunni er sem kunnugt er ætlað að liggja til grundvallar þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um stefnu í byggðamálum. Bæjarstjórn sam- þykkti eftirfarandi ályktun um málið. „Á síðustu árum hafa Egilsstaðir verið að styrkjast sem miðstöð sam- gangna, verslunar, menntunar og þjónustu fyrir svæðið frá Djúpavogi til Bakkafjarðar. Bæjarstjórn Aust- ur-Héraðs telur nauðsynlegt að byggja upp öflugt kjarnasvæði á Austurlandi til að efla þjónustu og treysta byggð í fjórðungnum og jafn- framt að um það náist víðtæk sam- staða meðal sveitarfélaga á Austur- landi. Þéttbýlið við Lagarfljót hefur, á tímum samdráttar á landsbyggðinni, verið að eflast og fjölgað hefur bæði fólki og fyrirtækjum. Þessu til árétt- ingar er bent á skýrslu Byggðastofn- unar um byggðarlög í sókn og vörn frá október 2001, ásamt skoðana- könnun sem Gallup gerði um höfuð- staði landshluta, þar sem fram kom að mikill meirihluti landsmanna lítur á Egilsstaði sem höfuðstað Austur- lands. Það er því ljóst að hér eru fyrir Bæjarstjórn Austur-Héraðs ályktar um byggðaskýrslu Egilsstaðir höfuð- staður Austurlands Morgunblaðið/Steinunn Vetrarríki í höfuðstað Austurlands. Þeir félagar Lauritz og Þórarinn leika sér í himinháum sköflum. Egilsstaðir Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Vertu í góðum höndum! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.