Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 18
NEYTENDUR 18 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fiskfars 199kr. kg FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1, sími 587 5070. Fyrir vandláta! MEÐALVERÐ á fiski á fiskmörkuð- um hefur hækkað um 31% á síðast- liðnum tveimur árum, samkvæmt upplýsingum frá Fiskifréttum. Þar kemur fram að meðalverð á öllum fiski á innlendum fiskmörkuðum hafi verið 118 krónur árið 2000 en 154 krónur árið 2001. Fram kemur í nýrri könnun Sam- keppnisstofnunar á verði á fiski í fisk- búðum og stórmörkuðum að meðal- verð á fiski hafi hækkað um 26% frá febrúar 2001 til febrúar 2002. Hækkanir á fiskverði, bæði á fisk- mörkuðum og í smásölu, helgast meðal annars af aukinni samkeppni fiskbúða við fyrirtæki í útflutningi á ferskum fiski og hefur meðalverð á þorskhrognum til að mynda þrefald- ast á fiskmörkuðum frá febrúar 2000 til febrúar 2002, úr 202 krónum kílóið í 604 krónur, samkvæmt upplýsing- um frá Íslandsmarkaði. Miklar hækkanir hafa líka orðið á meðalverði lúðu á sama tímabili og eru dæmi þess að kíló af lúðu fari vel yfir 1.000 krónur á fiskmarkaði. Með- alverð á lúðu hefur hækkað úr 529 krónum í 640 krónur frá því í febrúar árið 2000. Eiríkur Auðunn Auðunsson rekur Fiskbúðina Vör í félagi við fleiri og segir hækkandi fiskverð hafa leitt til minni fiskneyslu heimilanna, sem sé „sorglegt hjá fiskveiðiþjóð“. Ástæðuna segir hann aukna sam- keppni fiskverslana við fyrirtæki í út- flutningi á ferskum fiski. Lúða á 2.000 krónur kílóið „Verð á lúðu hefur verið hátt síðan í fyrra og fyrir hefur komið að við höfum þurft að selja hana á 2.000 krónur kílóið, bara til þess að hafa upp í kostnað,“ segir hann. Allt að 97% verðmunur var á sum- um fisktegundum milli fiskbúða í könnun Samkeppnisstofnunar og segir Eiríkur misjafnt hvers konar hráefni sé á ferðinni. „Við kaupum til að mynda ávallt línulúðu, sem getur kostað helmingi meira en lúða úr botnvörpu eða neti. Hér er alls ekki um sambærilega vöru að ræða. Línu- lúðan er hvítari og fallegri, ekki mar- in, hryggbrotin eða blóðsprengd, eins og hin lúðan getur verið,“ segir hann. Verslanirnar kaupa ýmist slægðan eða óslægðan fisk af mörkuðunum og segir Ei- ríkur að nýtingin sé 43–46% eftir flökun. Fyrir komi að vanti í körin þegar í búðirn- ar kemur og einnig þurfi að taka til greina flutnings- kostnað, afgreiðslu- og þjónustugjöld sem og kostnað við fullvinnslu. „Ef vantar í körin hækkar út- söluverðið strax um 10%. Þetta er lottó upp á hvern einasta dag,“ segir hann. Sem dæmi um verðmynd- un nefnir hann ýsu, sem gæti kostað 300 krónur kíló- ið á fiskmarkaði. „Miðað við 43% nýtingu, fyrrgreindan kostnað, afföll og rekstrarkostnað er útsöluverðið komið upp í 690 krónur. Almennt talið er álagningin 30–35% hjá fiskbúðunum,“ segir hann. Eiríkur segir margar fiskverslanir leitast við að hafa ferskan fisk á boð- stólum en fyrir komi að fiskurinn sé 3–4 daga gamall. Þeir sem vilji glæ- nýjan fiski greiði hann hærra verði. „Fiskur sem er 4–8 daga gamall fer síðan til stórmarkaðanna,“ segir hann. Skortur á hráefni erlendis Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja, segir að meðalhækkun á öllum fiski, slægðum og óslægðum, sem far- ið hafi gegnum markaðinn í fyrra hafi verið 27%. „Meðalverð á öllum teg- undum hjá okkur var 114 krónur kíló- ið árið 2000 og er nú 156 krónur. Meðalverð á ýsu hefur til að mynda hækkað úr rúmum 160 krónum í jan- úar 2000 í 224 krónur í janúar árið 2002. Til samanburðar má geta þess að í janúar árið 1996 var meðalverð á kílói af allri ýsu á Fiskmarkaði Suð- urnesja tæpar 98 krónur,“ segir hann. Mestar hafa verðbreytingarnar verið frá árinu 2000 og segir Ragnar að miklar hækkanir á verði á þorsk- hrognum hafi orðið til að mynda vegna skorts á hrognum á erlendum mörkuðum. Annar áhrifavaldur er gengisþróun, að hans sögn, þar sem greitt er fyrir ferskan fiskútflutning í bandaríkjadölum og pundum. Fleiri ástæður aukinnar sam- keppni útflutningsfyrirtækja og inn- lendra fisksala um hráefni eru slæm- ar gæftir fram á haustið, biðstaða hjá smábátaeigendum, sem til að mynda hafi haft mikil áhrif á framboð á ýsu og mikil vöntun á ferskum fiski í Evr- ópu. „Verð á fiskmörkuðum hér heima er að færast nær verði á fisk- mörkuðum erlendis. Fisksalarnir hafa þurft að mæta grimmri sam- keppni um hráefnið og hafa takmark- að þanþol,“ segir hann. Ragnar segir að þrátt fyrir þessa þróun hafi útflutningur á fiski „ekki endilega aukist“ og að 600 tonn vanti upp á söluna á Fiskmarkaði Suðurnesja nú miðað við sama tímabil í fyrra. Fólk er hætt að „safna í plokkfisk“ Kristófer Ásmundsson fisk- iðnaðarmaður í Gallerý Fiski segir greinilegt að neysla al- mennings á fiski hafi dregist saman og breyst. „Fólk er orðið mun kröfuharðara en áður, bæði hvað varðar gæði vörunnar og magn. Fyrir nokkrum árum kom fólk og bað um 3 flök af tilteknum fiski án þess að velta þyngd- inni nákvæmlega fyrir sér. Nú biður það um 1.200 eða 1.500 grömm og ekkert um- fram það. Það vill ekki eiga af- gang og er hætt að safna í plokkfisk, eins og var algengt hér áður. Þeir sem vanir voru að borða fisk reglu- lega, okkar fastakúnnar, koma líka sjaldnar,“ segir hann. Kristófer segir ekki um „stórkost- legan samdrátt“ að ræða, en merkj- anlegan, og segir ennfremur að „grimm samkeppni“ fiskbúða og fyr- irtækja í útflutningi á ferskum fiski hafi byrjað þegar frumvarp um kvóta á smábátaeigendur stóð fyrir dyrum. „Samkeppnin harðnaði gríðarlega þegar kvótanum var komið á og ég myndi segja að frumvarpið sé einn mesti áhrifavaldurinn um núverandi fiskverð. Þegar það var til umræðu hækkaði bókstaflega allur fiskur,“ segir hann. Áhrifa þessa hafi til að mynda gætt mikið í verði á ýsu. Loks segir hann ekki óeðlilegt að breyttar aðstæður hafi leitt til hækkandi fiskverðs. „Fyrirtæki í útflutningi á ferskum fiski borga það sem upp er sett á fisk- mörkuðum. Hinir fylgja svo á eftir,“ segir hann að lokum. $  % &   &     & &  & '   ( ) *+&   & & ,+ -                                             !  "!# $#%  &'% ()% % * +* ', *                Dýrara í fisk- búðum vegna „grimmrar samkeppni“ Fiskur í fiskbúðum hefur hækkað um 26% á einu ári og dregið hefur nokkuð úr neyslu í kjölfarið. Morgunblaðið/Kristinn ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. mars nú kr. áður kr. mælie. Nóa kúlur, 100 g ................................... 79 100 790 kg Góa, Prins, 40 g .................................... 55 650 1.380 kg Góa, Bingókúlur, 100 g .......................... 79 100 790 kg Góa, hraunbitar, stór, 220 g ................... 239 265 1.090 kg MS létt Cappuccino, 330 ml................... 99 115 300 ltr MS létt kakó, 330 ml ............................. 99 115 300 ltr 11–11-búðirnar Gildir 7.–13. mars nú kr. áður kr. mælie. Goða kindabjúgu, 20% afsl. á kassa ....... 576 720 576 kg Eðalgrís gordon bleu, 20% afsl. á kassa .. 1.014 1.268 1.014 kg Eðalgrís vínarsnitsel, 20% afsl. á kassa ... 934 1.168 934 kg Rauð epli .............................................. 159 219 159 kg Gul epli ................................................ 159 229 159 kg Græn epli ............................................. 159 229 159 kg Jónagold............................................... 139 199 139 kg Epli, machintosh ................................... 169 259 169 pk. FJARÐARKAUP Gildir 7.–9. mars nú kr. áður kr. mælie. Vínber, allir litir ...................................... 395 445 395 kg Appelsínur ............................................ 149 169 149 kg Pascual jógúrt, 10 teg. ........................... 175 198 350 ltr KS súrmjólk, ½ lítri ................................ 109 125 218 ltr Lambalæri ............................................ 798 898 798 kg Lambahryggur ....................................... 798 898 798 kg Rauðvínsbógsteik frá SS ........................ 934 1.098 934 kg HAGKAUP Danskir dagar 7.–17. mars nú kr. áður kr. mælie. Ferskar kjötvörur, svína hamborg- arhryggur .............................................. 799 1.398 799 kg Ferskar kjötvörur, svína rifjasteik ............. 299 589 299 kg Hverdag franskar kartöflur, rifflaðar, 750 g.......................................................... 149 nýtt 199 kg Svínabógur/svínalæri í kjötborði ............. 399 599 399 kg Hatting pítubrauð, fín, 6 st...................... 139 169 Paaske Pölsebröd, 6 st........................... 199 nýtt Hverdag hvítlauksbrauð, 2 st. ................. 179 nýtt Dan Cake, 300 g ................................... 198 nýtt 660 kg KRÓNAN Gildir 7.–13. mars nú kr. áður kr. mælie. Gæða grís bayonneskinka, 25% afsl. á kassa ................................................ 974 1.299 974 kg Svínahnakki, jurtakryddaður, beinlaus, 20% afsl. á kassa.................................. 1.196 1.495 1.196 kg Krónubrauð........................................... 89 89 st. Gourmet-læri, 25% afsl. á kassa............. 1.096 1.461 1.096 kg Hversdagslax, reyktur, 30% afsl. á kassa . 1.047 1.494 1.047 kg Hversdagslax, grafinn, 30% afsl. á kassa . 1.047 1.494 1.047 kg Möndlukaka.......................................... 169 389 169 st. Brazzi, 2 ltr, appelsínu............................ 189 259 94 ltr SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 7.–11. mars nú kr. áður kr. mælie. Appelsínur ............................................ 95 190 95 kg Kell. Rice Krispies, 600 g + CD ............... 356 419 593 kg Kellog. Coco Pops, 600 g + CD............... 390 459 650 kg Kellog. Frosties, 500 g + CD................... 299 353 598 kg Nói, púkar, 2 pakk. 3 teg........................ 119 149 SELECT-verslanir Gildir 28. feb.– 20. mars nú kr. áður mælie. Júmbó langlokur.................................... 219 280 ½ ltr Pepsi/Diet/Max............................. 109 140 218 ltr Hersheys kossar .................................... 309 378 Hersheys súkkulaði, 3 teg. ..................... 95 118 Hersheys cookie bar .............................. 99 125 Risa tópas venjul. og saltlakkrís .............. 89 115 Risa tópas m/xylitol............................... 99 130 Remi súkkulaðikex................................. 135 170 10–11-búðirnar Gildir 8.–10. mars nú kr. áður kr. mælie. Kexsmiðjan snúðar, 400 g, 4 teg............. 189 299 Kjarnafæði, rauðvínslegnar svínakótilettur 989 1.487 989 kg Óðals nautahakk ................................... 998 799 998 kg Herseys rally, 62,5 g .............................. 95 119 Herseys Reeses Peanut Cup ................... 103 129 Hersheys súkkulaði, 150 g, 4 teg. ........... 319 399 Hersheys Cookie n’ Cream, 43 g ............. 103 129 Hersheys Reese Stick, 42 g .................... 95 119 Hersheys Cookie Bar, 43 g ..................... 103 129 Hersheys Almond Joy, 50 g ..................... 95 119 Knorr bollasúpur, 3 í pk., 14 teg. ............. 139 179 Rolo kex, 105 g..................................... 179 239 UPPGRIP-verslanir OLÍS Mars tilboð nú kr áður kr. mælie. Freyju staur........................................... 65 80 Lion Bar................................................ 89 105 Kit Kat Chunky ...................................... 89 105 Pepsi Max, 0,5 ltr .................................. 119 140 238 ltr ÞÍN VERSLUN Gildir 7.–13. mars nú kr. áður kr. mælie Londonlamb ......................................... 942 1.178 942 kg 1944 Tikka Masala kjúklingur................. 415 488 415 pk. 1944 Kjöt í karríi ................................... 382 449 382 pk. Toro pastaréttir, 130 g............................ 149 167 1.132 kg Toro skyndiréttir ..................................... 119 138 1.904 kg Bisca ostakex, 300 g ............................. 139 178 457 kg Bisca ískex, 100 g ................................. 59 72 590 kg Fructis sjampó, 250 ml .......................... 298 325 1.192 ltr Fructis hárnæring, 200 ml ...................... 298 325 1.490 ltr Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Vínber með afslætti, tilboð á Dönskum dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.