Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 24
BÍLAR 24 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólinn í Kópavogi – Hótel- og matvælaskólinn – Ferðamálaskólinn – v/Digranesveg VERIÐ VELKOMIN!Opið hús laugardaginn 9. mars milli kl. 13.00 og 17.00 MEÐAL nýrra bíla á alþjóðlegubílasýningunni í Genf, sem stend-ur til 17. mars, eru Audi RS6,gjörbreyttur Opel Vectra, Suzuki Liana stallbakur, Citroën C8, Mazda 626, Mercedes Benz sportbíllinn CLK og Volvo CX90 svo nokkrir séu nefndir. Þá getur að líta nokkra hugmyndabíla, meðal annars frá Daih- atsu, Mazda, Toyota, Renault, Nissan og fleiri. Virðist sem hugmyndabílar séu í æ rík- ara mæli raunverulegir kostir sem brúk- unarbílar, undanfarar líflegra bíla fyrir þá sem kjósa bíl sem fellur að einhverjum ákveðnum lífsstíl. Alls eru kringum 100 nýjungar kynntar í Genf, þ.e. ýmist frumsýningar, bílar sem ekki hafa verið sýndir áður í Evrópu og nokkrir sem ekki hafa áður verið sýndir í Sviss. Er það eins og áður merki um að flestir bíla- framleiðendur líta á þessa sýningu sem hlut- lausa og hentuga til að kynna nýjungar. Síð- ustu ár hafa gestir verið yfir 700 þúsund og af þeim 44% frá nærri 100 öðrum löndum en Sviss, blaðamenn um fjögur þúsund frá 80 löndum og geta má þess að rúmur fjórðungur sýningargesta eru konur. Nokkuð einkennandi fyrir sýninguna að þessu sinni er fjöldi fjölnotabíla, þ.e. sport- legra ferðabíla sem duga í margs konar brúk- un. Bílar með dísilvélum eru nokkuð áberandi og hvers konar rafeindastjórnun við vélar, drifbúnað, hemla og öryggistæki fer sífellt vaxandi. Þá er ótalin fjölbreytnin í öðrum orkugjöfum en bensíni eða olíu og með sam- einingu og samvinnu framleiðenda verður sí- fellt meira um að bílar með ýmsum nöfnum og breytilegu útliti séu byggðir á sama ramma. Framleiðendur með stærstu básana eru til dæmis Daimler-Chrysler, Renault, Opel, Volkswagen, Peugeot og Toyota og á síðast- nefnda básnum fer mikið fyrir hinum nýja Toyota Corolla. Bogi Pálsson og Emil Gríms- son, tveir af aðalforráðamönnum Toyota voru þar á sveimi og bentu þeir m.a. á þá áherslu sem Toyota leggur um þessar mundir á leitina að öðrum orkugjöfum. Segja þeir umhverfis- og öryggisþættina ofarlega á blaði í öllu rann- sóknarstarfi Toyota. Fyrirtækið hefur lagt mikið í grunnrannsóknir á þessu sviði. Þar eru efnarafalar ofarlega á blaði en ólíklegt þykir þó að þeir verði almennir í einkabílum fyrr en eftir allmörg ár. Þangað til horfa Toyota- menn á tvinnbíla, þ.e. bíla sem nota bæði bensín og annan orkugjafa meðfram. Á blaðamannafundi hjá GM kom fram að síðasta ár hefði verið fyrirtækinu erfitt og að þetta ár yrði líka snúið. Rich Wagner, for- stjóri GM, sagði fyrirtækið þó standa mjög styrkum fótum. Á næstu fimm árum myndi nýjungum verða dembt á markað undir merkjum Opel, Vauxhall og Saab. Yrði á næstu árum þannig mesta hrina nýjunga í sögu fyrirtækisins. Porsche kynnti á blaðamannafundi Cayenne, öflugan aldrifssportjeppa með hrað- aksturseiginleikum. Bíllinn var þó aðeins sýnd veiði en ekki gefin því hann verður ekki kynntur almennilega fyrr en í haust. Bíllinn er búinn 340 hestafla vél og annarri með for- þjöppu sem er 450 hestöfl og er sá bíll aðeins 5,6 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrr- stöðu. Wendelin Wiederking, forstjóri Porsche, sagði fyrirtækið standa sterkt, salan hefði aukist um 1,2% á fyrri helmingi fjár- hagsársins frá ágúst til janúar á þessu ári, tekjur um 12% og pantanir um 29%. Hann segir fyrirtækið ætla sér mikið með Cayenne, mikil samkeppni væri milli bíla af þeirri gerð, en Porsche hefði sterk spil á hendi. Dýrir og ódýrir bílar Fleiri fulltrúa íslensku bílaumboðanna mátti sjá á sýningunni. Þannig minntu fulltrú- ar Heklu, sem hefur umboð fyrir Volkswagen- fyrirtækið, á Phaeton-lúxusvagninn en Sverrir Sigfússon telur afar ólíklegt að hann eigi eftir að vera fluttur inn þar sem markaður fyrir bíl á yfir 10 milljónir sé afar takmarkaður. Meiri áhugi gæti verið fyrir Skoda Superb og Audi kynnti RS6 sem er álitlegur vagn. Subaru kynnti nýjan Forrester og segir Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri Bílheima, það vera gjörbreyttan bíl yst sem innst. Hans er von til Íslands í byrjun næsta vetrar. Á bás Suzuki var nýr Alto sýndur en af þeim smábíl hafa selst milljónir og þar var einnig í boði stallbaksútgáfan af Liana. Framleiðendur merkja, sem þekktust eru hérlendis, bjóða því sem fyrr ódýra bíla og dýra og allt þar á milli. Í lokin má geta þess að í Sviss jókst bílasala örlítið frá 2000 til 2001 eða úr 315 þúsund bíl- um í 317 þúsund. Aukning varð í sölu bíla frá Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Kóreu um 2–4% en bílar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Ítalíu og Japan voru nokkuð á undanhaldi, um 7–18%. Alþjóðlega bílasýningin í Genf í Sviss stendur nú sem hæst og er fjölbreytt að vanda Opel sýndi hugmyndabílinn M í fyrsta sinn í Genf. Þetta er fjögurra manna smábíll með miklu innanrými og segir Opel bílinn breyta hugmyndum manna um fjölnotabíla. ReutersNý Mazda 6 SW er með 120 til 166 hestafla vélum. Um 100 nýjung- ar og hugmyndir að nýjum bílum Um 100 nýjar gerðir bíla og endurnýjaðar útgáfur get- ur að líta á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf sem nú er hafin og stendur til annars sunnudags. Jóhannes Tóm- asson fór þar um bása og nam ýmsan fróðleik. Kann- anir hafa sýnt að fjórðungur sýningargesta er konur. Skoda Tudor er hugmyndabíll sem á að sýna sköpunarkraft hönnuða hins tékkneska bíla- framleiðanda. Þetta er stór lúxusbíll en áður hefur Skoda kynnt Superb-lúxusbílinn. joto@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.