Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 29 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 3 nætur m.v. 2 í herbergi á góðu 3ja stjörnu hóteli, 21. mars, 4 nætur, flug, gisting, skattar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg og bjóða einstakt tilboð á síðustu sætunum þann 21. mars. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Það er engin tilviljun að þeir sem einu sinni fara til Prag, kjósa að fara þangað aftur og aftur, enda er borgin ógleymanleg þeim sem henni kynnast og engin borg Evrópu kemur ferðamanninum eins á óvart með fegurð sinni og einstöku andrúmlofti. Síðustu 11 sætin Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl Helgarferð til Prag 21. mars frá kr. 39.950 Dragtir - Kjólar - Blússur Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval VETRARHÁTÍÐIN í Reykjavík, ásamt Sænsk-íslenzka samstarfs- sjóðnum og Svenska rikskonserter, áttu hver sinn þátt í furðuvel sóttum slagverkstónleikum Jonasar Lars- sons á sunnudag. Eða svo mátti skilja af skærrauðu dagskrárblaði Norræna hússins, sem aftur á móti kunni frá engu um höfunda og verk að greina og fáu bitastæðu um sól- istann öðru en því að hann væri í þeim fámenna hópi túlkandi lista- manna sem ekki telja eftir sér hálfs árs vinnu við eitt og sama verkið ef þörf krefur. Hvaða verk hefði útheimt slíka fórn – hafi eitthvert gert það – fékkst ekki gefið upp. Hitt stóð þó eftir, að fátt var við hæfi meðal- skussa á tré, járn og húðir, enda hefur hljóðfæragreinin allt frá því snemma á nýliðinni öld staðið í far- arbroddi framsækinnar tónlistar. Athygli vakti að þrjú verkanna (eft- ir Österling og Smith, auk AURA eftir Áskel Másson) hlutu hér heimsfrumflutning, að Österling og Áskatli viðstöddum. „Having never written a note for percussion“ var heiti fyrsta verks, samið fyrir tam-tam og eftir James Tenney. Hvort því bæri að taka sem afsökun gagnvart lengra komnum kollegum í greininni eða ekki, þá mátti furðu gegna hvað tíminn flaug – jafnvel þótt nyti góðs af ósorfinni athygli hlustenda í upphafi tónleika – á rúmra sex mínútna tremólóferð tveggja mjúkra slegla um víðan koparflötinn. Verkið hófst og endaði á „engu“, þ.e.a.s. á löturhægu risi og hnigi í styrk, eða á músíkmáli dal ni- ente al niente. Haft er fyrir satt að hljóðveröld tam-tamsins sé meiri en halda mætti, enda kvað Stockhaus- en t.a.m. hafa varið einu sumri til að grafa upp öll leyndarmál þessa „tónlausa“ hljóðfæris heima í garði hjá sér. Verk Tenneys dró að vísu aðeins brotabrot af þeim möguleik- um upp úr hafsjónum, en var samt nokkuð minnisstætt fyrir stigmagn- aða „ofviðrislýsingu“ sína, þar sem blikurnar á lofti upphafsins gátu vakið ógnvænlegt hugboð um sprengjuflugvélager að nálgast við sjónarrönd. Prím, einleiksverk Áskels Más- sonar fyrir litla trommu með og án snerils, hefur farið víða á 18 ára ævi, jafnt sem konsert- stykki og kennsluefni á efstu stigum, og ver- ið flutt af sumum fremstu slagverks- mönnum heims. Ef minnið svíkur ekki mun strúktúr þess grundvallaður á prím- töluröð og gæti í fljótu bragði virzt verk af því tagi sem útheimtir „algjört tímaskyn“, sé slíkt þá til (sbr. algjöra heyrn um tónhæðir). Engu að síður tók flutning- ur Larssons rúmar 8 mínútur, þó að lengd verksins sé að- eins talin 7 (í heildarlista ITM frá 1996). Ekki var þó að heyra að furðuáleitinn sjarmi stykkisins biði tjón af ögn hægari og lotuskiptari túlkun Larssons, sem gældi við bæði form og blæ af stimamjúkri natni. „Slideshow“ (Skuggamyndasýn- ing) hins sænska Fredriks Öster- lings fór fram í skjóli myrkurs en að upplýstu tjaldabaki, þar sem mótaði fyrir hljómlistarmanninum við leik og störf. Í sjálfu sér skemmtilegt uppátæki sem að skaðlausu hefði mátt útfæra enn sjónrænna en gert var. Hjóðgjafaáhöfn verksins var naumt skömmtuð og heyrðist eink- um samanstanda úr meðalstórri tom-tom-trommu, tveim hofblökk- um og litlu gongi, sem afmarkaði sérhver kaflaskil með stöku lág- væru höggi. Þó var stundum umlað undir af munni fram, einu sinni í formi kvalaóps, og í lokin marraði lágt hindurvitnislegt korr úr ofur- gúmsypplingi nudduðum við trommuskinn. Verk Österlings var jafnspart á atburði og hljóðtól, en bauð samt af sér nokkurn austur- lenzkan þokka í anda zen-íhugunar, þrátt fyrir ríflega tímalengd. Mestu virtúósastykkin komu eftir hlé. Fyrst „Dads [eða Dad’s?] time had come“ eftir Stuart Saunders Smith fyrir tréspil (xýlofón), sem trúandi væri til að hafa kostað ómælda yfirlegu hjá flytjandanum, enda flókið með afbrigðum jafnt í takti og tónbilum sem í hraða- og styrkbreytingum. Verkið virtist feikivel flutt, þó að varla gætu aðrir en höfundur og túlkandinn greint aukatekna feilnótu. Leikið var með fjórum sleglum á allt upp í hundrað með miklum sviptingum, þrátt fyrir frekar gisið og punktakennt heild- aryfirbragð, með lágværum trem- ólóum inn á milli. Ekki gekk minna á í næsta atriði, „Di-Remption“ eftir Frank Cox fyrir 5 tom- tom, sneriltrommu og einar kongur. Sýndust víða sjö sleglar á lofti í senn, og þurfti spilar- inn að hafa sig nánast allan í frammi í heilar tíu mínútur. Að sönnu dolfellandi sjónarspil, en hvað framvindu varðar einkennilega kyrrstætt. Líkt og fyrra verkið minnti það svolítið á refsingu Sís- ýfosar í undirheimum – sem mörlandar nefndu fyrrum Kleppsvinnu, þótt sú hefði reyndar uppbyggilegri tilgang en hér var að heilsa. Öðru máli gegndi um AURA (Ára) eftir Áskel Másson sem Lars- son frumflutti í tónleikalok af fag- mennskri snilld. Það var skrifað fyr- ir málmspil (Glockenspiel) og fornklingjur („crotales“ eða „anti- que cymbals“; látúnsskífur með sveiflukenndan eftiróm). Grískt nafn verksins mun skylt orði yfir loft, og að sönnu virtist loftkenndur glithjúpur sveima yfir sindrandi blæ hljóðfæranna. Verkið var mark- visst upp byggt með skýrt að- greindri kaflaskiptingu og beitti m.a. ísórytmískum þrástefjum sem samtengjandi afl. Áhrifin voru óvart heillandi og leiddu hugann ýmist að vafurlogadýrð norðurljósa eða grýlukertaspili e.k. norrænnar ga- melansveitar í klakahöll Vetrar konungs við blásilfraðan kristals- ljóma. Í klakahöll Vetrar konungs TÓNLIST Norræna húsið Verk eftir James Tenney, Áskel Másson, Fredrik Österling, Stuart Saunders Smith og Frank Cox. Jonas Larsson, slagverk. Sunnudaginn 3. marz kl. 17. SLAGVERKSTÓNLEIKAR Jonas Larsson Ríkarður Ö. Pálsson SIÐFRÆÐISTOFNUN efnir til málþings í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20 um leikritið Gest- inn sem nú er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Á málþinginu tala prófessor- arnir Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og Pétur Pétursson, guðfræðingur. Þá mun Vilhjálmur Árnason, heimspekingur, halda stutt inn- gangserindi og leiða umræður. Einnig verða sýndir stuttir kaflar úr verkinu með leikurun- um Gunnari Eyjólfssyni og Ingvari Sigurðssyni. Málþing um Gestinn Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.