Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í útilegunum í gamla daga lögðu pabbi og mamma ofuráherslu á það við okkur krakkaskarann að skilja aldrei neitt rusl eftir okkur. Þetta gilti svosem ekki eingöngu um guðsgræna náttúruna heldur malbikið líka og skilaboðin voru klár og skýr: Það eru bara örgustu sóðar sem kasta frá sér rusli á götu eða græna fold. Eitthvað virðist þessi innræt- ing hafa skilað sér því í hvert sinn sem ég sé pappírssnifsi, tyggjó- klessu eða pizzukassa fjúka í al- faraleið tekur hjartað í mér svo- lítinn kipp og ég fyllist sárum vonbrigðum yfir subbuskap sam- borgara minna. Hefur á stundum kveðið svo rammt að ruslinu að engu er líkara en að um hreinustu hjartabilun sé að ræða. Þess vegna gladdist ég ósegj- anlega mikið eitt sinn þegar ég varð vitni að því að hreinlátur borgari tók málin í sínar hendur. Þannig var að ég var stödd á rauðu ljósi einhvers staðar á Miklubrautinni þegar skyndilega kom kókdós fljúgandi út um framgluggann bílstjóramegin á sportbílnum sem beið fremstur í röðinni. Skipti þá engum togum að kona nokkur í bílnum fyrir aft- an vippaði sér snarlega út úr bíl sínum, greip dósarskömmina traustataki, þreif upp hurðina hjá ökumanni sportbílsins og kastaði henni inn. Jú, lexía númer tvö frá æskudögunum reyndist enn í fullu gildi: Finni maður eitthvað á förnum vegi skal maður skila því til réttmætra eigenda sé þess nokkur kostur! Nú er það svo að ég hef reynt að halda í heiðri boðorð foreldra minna gagnvart mínu eigin barni og verð því æði mislit í framan standi ég þann stutta að því að henda rusli eitthvert annað en í þar til gerð ílát. Hann er líka löngu búinn að skilja sneiðina og gagnrýnir óspart ókunnuga verði hann vitni að því að þeir hendi frá sér rusli á stræti og torg: „Ojjj, mamma sjáðu bara. Þarna er sko SÓÓÓÐI!“ segir hann þá gjarnan með svo hvellum og hneyksl- unarfullum róm að það er ekki laust við að foreldrar hans blikni gagnvart sökudólginum. Ég hef hins vegar löngu gert mér grein fyrir að ekki dugir að láta við sitja að fetta fingur út í ruslarahátt á götum úti heldur verður innrætingin að ná yfir hverskonar sóðaskap gagnvart umhverfinu. Samviskusamlega sátum við þessi fjögurra ára og fylgdumst með afdrifum geim- skipsins Jarðar í þáttunum Spíral sem voru á dagskrá sjónvarpsins fyrir jól. Við fræddumst um orku- sparnað, mengun ökutækja, þvottaefni og annað sem áhrif hefur á jarðkringluna og tókum undir þegar skipverjar á geim- skipinu sungu einkennislag sitt. Og litla pjakknum fannst geim- skipið það flottasta í heimi. Reyndar er ógn og skelfing skemmtilegt að fylgjast með um- hverfisvakningu landsmanna um þessar mundir. Fólk flokkar dag- blöð, fernur og gosílát eins og það eigi lífið að leysa og nú á að inn- leiða nýtt sorphirðukerfi í höf- uðborginni sem krefst þess að íbúarnir séu vakandi fyrir því hversu mikið rusl þeir láta frá sér. Menn útvega sér sérstakar jarðgerðartunnur í stórum stíl til að minnka heimilissorpið um þau 30 prósent sem lífrænn úrgangur er í ruslbókhaldi fjölskyldunnar. Æ fleiri velja sér umhverfisvæna ferðamáta á borð við hjólreiðar og göngu eða taka meðvitað þá afstöðu að láta einn heimilisbíl nægja. Og svei mér þá ef úrvalið af umhverfismerktum hreinlæt- isvörum er ekki að aukast í hill- um stórmarkaðanna. Þetta er góð byrjun. En ein- ungis byrjun því miklu meira þarf til. Það er nefnilega bara eitt sem getur forðað afkomendum okkar frá því að ösla skítinn upp undir eyru og það er að hvert og eitt okkar taki ábyrgð á afleiðingum neyslu sjálfs sín. Mér skilst af fólki sem þekkir til í Bandaríkjunum að þar séu menn langt því frá á þessum bux- unum heldur eyði þeir milljörðum á milljarða ofan í að reyna að finna upp aðferðir við að losa sig við neysluúrgangsfjallið án þess að þurfa að breyta lífsháttunum á nokkurn hátt. Vissulega væri miklu þægilegra að geta sturtað dágóðu hlassi af töfradufti yfir sóðaskapinn og hann hyrfi hók- uspókus. En staðreyndin er sú að við búum ekki í Undralandi og á meðan við döðrum við ímyndaðar töfralausnir af þessum toga stækkar fjallið ört. Þegar ég var lítil sá ég stund- um myndir í sjónvarpinu frá aust- antjaldslöndunum þáverandi þar sem sýnd voru þykk og gul meng- unarský sem lágu yfir borg og bý. Mér er sérstaklega minnisstæð ein frétt þar sem sjá mátti fólk á ferli í einhverri stórborginni með vasaklúta fyrir vitum. Oftar en ekki fylgdi sögu að neysluvatn borgarinnar væri heilsuspillandi og síðar reyndi ég af eigin raun hvað kranavatn erlendis getur verið bragðvont. Mikið vorkenndi ég veslings fólkinu í útlöndunum og mikið prísaði ég mig sæla fyrir hlíðina mína fríðu með loftið tært og vatnið svo hreint. Síðan eru liðin nokkur ár. Vatnið í útlöndunum er ennþá miklu verra en hér heima en það er langt síðan ég hef séð svona ljótar myndir í sjónvarpinu. Hins vegar þarf maður ekki annað en að líta út um gluggan á góðum degi til að sjá mengunarslikju, keimlíka þeirri á skjánum forðum daga. Einhverra hluta vegna finnst mér pjakkurinn minn litli eiga þá kröfu á hendur okkur fullorðna fólkinu að hann þurfi ekki að vopnast öndunargrímu við dag- legt líf og störf í fjarlægri framtíð eða kaupa sér drykkjarvatn úti í búð. Þetta kallast sjálfbær þróun og snýst um að skila jörðinni til barnanna okkar eins góðri eða betri og við tókum við henni. Og við getum það alveg. Umhverfið á oddinn „Það er nefnilega bara eitt sem getur forðað afkomendum okkar frá því að ösla skítinn upp undir eyru og það er að hvert og eitt okkar taki ábyrgð á afleiðingum neyslu okkar sjálfra.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is UM ÞESSAR mundir er að ljúka átakinu „Ís- land án eiturlyfja 2002“. Forsvarsmenn þess berja sér á brjóst og mæra stjórnvöld fyrir stefnumörkun (sem raunar var og er mjög tvíbent) og foreldra fyrir að góður árangur hafi náðst, færri börn hafi notað ólögleg fíkniefni og færri hafi orðið ölvuð af hinu löglega fíkniefni, áfengi, á árinu 2000 en nokkrum árum fyrr. Ekki er árangurinn þó betri en svo að ýmsum alþingismönnum hefur ekki enn skilist samhengið á milli að- gengis að fíkniefnum og notkunar þeirra. Því meiri og almennari sem neyslan er, því meiri skaða veldur hún. Því greiðara aðgengi því meiri notkun. Rannsóknir hafa sýnt að draga má úr áfengisnotkun og áfengistengdum vandamálum með: 1) Takmörkun á aðgengi, framboði, fjölda útsölustaða, opnunartíma og hverjum megi selja eða veita áfengi (aldurslágmark) og 2) háu verðlagi. Fræðsla er gagnleg með þessum aðgerðum, svo að fólk skilji betur nauðsyn þeirra, sérstaklega þing- menn, fjölmiðlamenn og forsvars- menn almannasamtaka. Harðsnúið lið innflytjenda Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak flutt af og nyt- sömum sakleysingjum fulltrúum hins harðsnúna liðs innflytjenda áfengis og kaupmanna, sem vilja græða meira. Starfsmaður þessa liðs er auð- vitað fyrsti flutningsmaður og segir spekingslega í greinargerð: „Sjálf- sagt mun neysla áfengis eitthvað aukast, en aukningin mun væntan- lega koma fram hjá þeim sem neyta áfengis í hófi. Þeir sem ofnota áfengi hafa ekki látið takmarkaðan aðgang aftra sér við neysluna hingað til þann- ig að lítil breyting verður á högum þeirra.“ Og meðflutn- ingsmaður hafði eftir einum áfengisvitringi: ,,Það ætti í rauninni að setja yndisauka í stað virðisauka á áfengi.“ Þessar tilvitnanir lýsa sorglegri fáfræði, sem því miður kom einnig fram hjá formanni neytendasamtakanna í sjónvarpsfréttum. Virðist ekki vera van- þörf á sérstöku fræðsluátaki fyrir þingmenn og forsvars- menn almannasam- taka um vímuefni, sérstaklega áfengi. Áfengisneysla hefur farið sívaxandi síðan áfengisbanninu var aflétt. Með- an neyslan var lítil á fyrri hluta síð- ustu aldar mátti gera ráð fyrir að nærri 10% karla hér á landi yrðu áfengissjúklingar og tæpt 1% kvenna. Á síðasta fjórðungi aldarinnar þegar áfengisneyslan komst upp í 6,1 lítra á mann 15 ára og eldri voru líkur karla til að verða alkóhólistar nærri 23 % og líkur kvenna nærri 10%. Síðustu 30 ár hefur verið fylgni á milli ráðstöfunartekna og skráðrar áfengissölu, framan af var salan minni en búast hefði mátt við en seinni árin heldur meiri. Sérstaklega eru áberandi frávik þar sem áfeng- issala hefur aukist meira en kaup- mátturinn þegar dregið hefur úr að- haldsstefnunni. Þegar áfenga ölið var leyft jókst salan töluvert meira en svaraði til rástöfunartekna, en minnkaði aftur þar til verð á innlend- um bjór var lækkað. Og eftir að um- boðsmenn áfengisframleiðenda fengu í árslok 1995 leyfi til að flytja beint inn og selja sjálfir veitingahúsum og ÁTVR hefur áfengissalan aukist meira en ráðstöfunartekjurnar. Ætti þetta að vera býsna skýr ábending um hver þróunin geti orðið ef farið verður að leyfa hverjum sem er að selja áfengi. Stjórn ÁTVR, sem skipuð er af fjármálaráðherra, hefur undanfarin fimm ár unnið að undirbúningi einka- væðingar áfengissölunnar, en þó lík- lega ekki með sama hætti og annarra ríkisfyrirtækja. Í framtíðarsýn stjórnarinnar er gert ráð fyrir lengri opnunartíma, fjölgun útsölustaða, út- boði verslanareksturs og afnámi einkasölunnar. Enn hefur þó ekki heyrst að ÁTVR yrði gerð að hluta- félagi og seld kjölfestufjárfestum. Hætt er við að kjölfestan yrði ekki næg til að koma í veg fyrir velting. Í þessari framtíðasýn er ekkert mark tekið á rannsóknum sem hafa sýnt hvaða forvarnaraðgerðir eru virkast- ar og ekki er tekið tillit til stefnu rík- isstjónarinnar í fíkniefna-, áfengis-, og tóbaksvörnum eða heilbrigðisáætl- unar. Nú hefur framkvæmdastjóra Verslunarráðsins og meðflutnings- menn hans þrotið þolinmæði og þurft að láta framtíðarsýn stjórnarinnar rætast. Vonandi tekst öðrum þing- mönnum að hafa vit fyrir þeim og fella frumvarp þeirra enda er það andstætt heilbrigðishagsmunum þjóðarinnar. Draga verður úr framboði og tak- marka aðgengi að hvers kyns fíkni- efnum, m.a. með því að viðhalda rík- iseinkasölu á áfengi og hefta einkagróða af áfengissölu, -fram- leiðslu og -innflutningi. Forvarna- stefna í fíkniefnamálum, sem ekki leggur aðaláherslu á að draga úr eða koma í veg fyrir notkun algengasta efnisins, áfengis, er dæmd til að mis- takast. Meiri áfengisneysla – meiri vandamál Tómas Helgason Áfengi Ýmsum alþingismönn- um hefur ekki enn skil- ist samhengið, segir Tómas Helgason, á milli aðgengis að fíkniefnum og notkunar þeirra. Höfundur er prófessor, dr. med. MIKIL lifandis ósköp hefir það komið sér vel fyrir íslenzka valdhafa hversu kjós- andinn er fljótur að gleyma. Fyrir því er það t.d. óhjákvæmilegt að rifja upp sögu ,,sáttaleiðar“ núverandi ríkisstjórnar í fiskveiði- málum, enda þótt frum- sýningin fyrir kosning- ar 1999 ætti að vera flestum í fersku minni. Skoðanakannanir höfðu sýnt um langa hríð að þrír fjórðu hlut- ar þjóðarinnar voru andvígir fiskveiðilaga- kerfinu og framkvæmd þess. Þess- vegna bar nauðsyn til að slá ryki í augu kjósenda, og vefurinn var færð- ur upp – lygavefurinn, sem síðan hef- ir verið ofinn af mikilli kostgæfni, enda undir því mest að menn upp- götvi ekki blekkinguna fyrr en þá um seinan, þegar auðvaldið hefir náð að leggjast tryggilega á ránsfeng sinn. Á vordögum 1999 gaf Sjálfstæðis- flokkurinn út þá yfirlýsingu að hann myndi beita sér fyrir sáttum í fisk- veiðideilunni. Morgunblaðið lofaði strax Guð og kvað vandamálið þar með leyst. Fleiri tóku í þann streng að málinu væri fundinn farvegur, sem farsællega myndi ráða því til lykta – til heilla fyrir land og þjóð. M.a.s. for- maður Vinstri-grænna taldi málið ekki dagskrárefni. Lögðust enda flestir á þá sveif og tókst með því móti að skjóta málinu undan dómi kjós- enda, sem sáu ekki við blekkingunni. Raunar hefði menn átt að gruna svikin, þar sem foringjar ríkis- stjórnarflokkanna tæptu á því, að þeir vildu ekki breyta kerf- inu í grundvallaratrið- um, en slíks var auðvit- að þörf ef minnsta von átti að vera um sættir. Nú blasir það hins- vegar við öllum, að ekki var ætlunin að breyta kerfinu í einu né neinu, en herða þrælatökin frekar en hitt. Þrátt fyrir ýmsar slaufur, sem hjú stjórn- arherranna hafa hnýtt á vegferðinni, hefir í raun aldrei verið hvikað hið minnsta frá upphaflegu markmiði: Óbreyttu þjófakerfi við stjórn fisk- veiða við Íslandsstrendur. Í gegnum Auðlindanefnd var kerf- inu siglt og haldið galopinni leið rík- isstjórnarinnar þótt ýmsu öðru væri tjaldað þar til málamynda. Að sjálf- sögðu einnig í gegnum Endurskoð- unarnefndina, þótt utanveltubesefar skræktu þar þríraddað. Og nú hefir LÍÚ og viðhengi þeirra gengið frá lagafrumvarpi, sem festir allan ósómann endanlega í sessi. Það er hægt að hlæja að því með öllum kjaftinum þegar LÍÚ-menn þykjast óánægðir með frumvarpið. Allir, sem vita vilja, vita með fullri vissu að aldr- ei hefði lagafrumvarp verið flutt af núverandi valdhöfum nema með leyfi og fullu samþykki útgerðarauðvalds- ins í LÍÚ. Og áfram verður lygavefurinn sleginn. Fullyrt verður áfram að kerfið verji fiskstofnana fyrir ofveiði; að kerfið sjái um vöxt og viðgang þeirra. Hiklaust verður því haldið fram að kerfið orsaki ekki brottkast afla sem neinu nemur. Þeirri skyttu verður skotið í vefn- um að kerfið sé byggðavænt; að það efli og styrki búsetuna í landinu. Þá mun ekki gleymast að prísa kerfið fyrir hagkvæmni; hina stórkostlegu hagræðingu, þótt staðreyndir sýni ógnarlega aukningu skulda sjávarút- vegsins og þyrfti raunar að hríðfella krónuna til að hann færi ekki alveg á hliðina. Og ekki gleymist að hæla stefnumiði kerfisins að minnka fiski- skipaflotann, þótt ný skip sigli frá Kína til landsins á færibandi, og vél- arafl flotans þrefaldast. Vefarinn mikli í Valhöll verður ekki í neinum vandræðum með að slá vefinn settlega; og færa upp nýja vefi, eins og dæmin sanna í símamálinu. Og þjóðmenningin mun vaxa í sálar- lundum Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn sleginn Sverrir Hermannsson Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins. Gleymska LÍÚ og viðhengi þeirra, segir Sverrir Her- mannsson, hafa gengið frá frumvarpi, sem festir ósómann í sessi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.