Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 37 Er brúðkaup framundan? Bjóðum upp á faglega ráðgjöf í förðun og vali á ilmum dagana 7., 8. og 9. mars. Tímapantanir í síma 554 3960. Verið velkomin Hygea Smáralind, sími 554 3960 Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Visa & Euro raðgreiðslur Býður upp á hagstæð starfsmenntalán. Skrifstofu og tölvunám Tilvalið námskeið fyrir fólk á leiðinni út á vinnumarkaðinn eða þá sem vilja styrkja stöðu sína með aukinni menntun. Námið er 258 stundir. Morgunnámskeið hefst 14. mars. Tímastjórnun Windows Word og Excel Power Point Internetið frá A-Ö Lokaverkefni Bókhald - Tölvubókhald Verslunarreikningur Sölutækni og þjónusta Mannleg samskipti Framkoma og framsögn Almennt um tölvur Helstu námsgreinar Síðastliðið haust ákvað ég að fara í Skrifstofu- og tölvunám hjá NTV í Hafnar- firði. Ég hafði heyrt vel látið af þessu námskeiði og það uppfyllti sannarlega þær væntingar sem ég hafði. Námske ið ið var mjög hnitmiðað, kennslan góð og það skemmtilegt í alla staði. Strax að náminu loknu fékk ég vinnu hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Libra fjármála- lausnir. Eygló Svava Gunnarsdóttir Upplýsingar og innritun í síma 555 4980 eða á ntv.is n t v . is nt v. is n tv .i s HALLDÓR Gunn- arsson bóndi og sóknar- prestur ritar grein í Morgunblaðið miðviku- daginn 6. mars sem hann kallar „Forsjár- hyggja sauðfjársamn- ings“. Í greininni kemur fram mikill misskilning- ur en svo er Guði fyrir að þakka að mikill meirihluti sauðfjár- bænda hefur annan og réttari skilning á því framfaraspori sem nýr sauðfjársamningur er. En vegna gagnrýni Halldórs er rétt að ítreka eftirfarandi atriði. Ákvæði í nýjum sauðfjársamningi brjóta ekki skuldbindingar Íslands í alþjóðasamningum. Í samningi við sauðfjárbændur frá árinu 1995 voru takmarkanir á fram- leiðslu sauðfjárafurða aflagðar en í staðinn tekin upp regla um sameig- inlega ábyrgð á útflutningi. Þetta var gert til að betri nýting fengist á fram- leiðsluaðstæður á hverjum bæ. Þeir sem ekki vildu taka þátt í útflutningi gátu tekið upp svokallaða 0,7 reglu. Allt tal um að komið hafi verið aftan að bændum í nýjum samningi er því rangt. Jöfnunargreiðslur til þeirra sem aukið hafa framleiðslu sína eða haft miklar afurðir af sínum gripum er því rökrétt framhald breytinga frá 1995. Vildi Halldór kannski einungis semja fyrir handhafa greiðslumarks en ekki alla sauðfjárbændur? Mjög lítil ef nokkur breyting hefur orðið á ráðstöfun þjónustu- og þróun- arkostnaðar sem í fyrri samningum hét vaxta- og geymslugjald. Hvaða fræjum efasemda er sóknarprestur- inn að sá? Þær 245 milljónir sem varið er til fagmennsku í sauðfjárrækt á samn- ingstímabilinu munu nýtast henni vel til lengri tíma litið. Enginn hefur haldið því fram að þær séu hluti nið- urgreiðslna til neytenda eins og Hall- dór heldur fram. Hins vegar er aug- ljóst að öll sú vitneskja og þekking sem til verður vegna þessa fjármagns mun nýtast bæði bændum og neyt- endum í lægra vöruverði og betri af- urðum. Allir bændur njóta jafnt álags- greiðslna árin 2001 og 2002. Það verð- ur ekki fyrr en árið 2003 sem álags- greiðslur renna einungis til bænda sem vinna samkvæmt gæðastýrðu framleiðsluferli. Versta rangtúlkun þeirra sem gagnrýna nú sauðfjársamning er að hluti greiðslna sé færður á milli bænda „eftir gæðum þeirra“. Á einum af fyrstu fundum samn- inganefnda ríkis og bænda um nýjan sauð- fjársamning spurðu fulltrúar ríkisins bænd- ur eftir því hvernig þeir sæju sauðfjárræktina þróast á næstu árum og hvernig nýr sauðfjár- samningur væri trygg- ing fyrir því að sauð- fjárræktin myndi eflast á ný. Þessari spurningu ríkisins svöruðu bænd- ur með fyrstu hugmynd að gæðastýrðu framleiðsluferli í sauð- fjárrækt. Sú hugmynd var þróuð áfram og varð ein meginforsenda nýs samnings sem 66% bænda sam- þykktu í almennri atkvæðagreiðslu. Frá upphafi var viðurkennt að þetta ferli fæli í sér vinnu og fyrir það ákvað ríkið að greiða. Þátttaka í ferlinu var frjáls en það er ánægjulegt til að vita hversu margir bændur ætla sér að vera með. Í stað þess að greiðslur rík- isins til sauðfjárræktar minnki og vatnshalli væri á stuðningi, ákvað rík- isstjórnin að styðja þetta framtak sauðfjárbænda og minnka ekki stuðn- ing til ársins 2007 en breyta forsend- um. Í stað þess að minnka stuðning- inn eru 12,5% stuðningsins árið 2003 og hækkandi í 22,5% árið 2007 greidd fyrir þetta framtak. Þessir fjármunir hefðu ekki komið frá ríkinu nema fyr- ir þetta gæðastýrða framleiðsluferli og því sjálfsagt að þeir renni til þátt- takenda í því. Það er því ekkert frá neinum tekið heldur vinna bændur sér hlut í þessum greiðslum. Gæðastýring í sauðfjárrækt nær yfir gæðastýrt framleiðsluferli. Til- gangurinn er að efla sauðfjárbúskap og tryggja þróun hans til lengri tíma. Engin bein markaðstenging var í samningnum en kröfur um merking- ar, aðbúnað og skráð framleiðsluferli eru bein neytendavernd. Um allan hinn vestræna heim vaxa nú kröfur um rekjanleika afurða og þeirri þróun verðum við að fylgja og helst vera í fararbroddi eins og oft áður. Sú hugs- un kallar á markaðssjónarmið sem sláturleyfishafar munu sinna enn frekar að kröfu innlendra neytenda svo ekki sé talað um kröfur hrjáðra neytenda í viðskiptalöndum okkar. Nýr sauðfjársamningur býður bændum ótal kosti sem enginn þarf að taka þátt í nema sjálfviljugur. Flest atriði hins gæðastýrða fram- leiðsluferils eru hins vegar sjálfsögð hjálpartæki þess bónda sem vill standa sig í framtíðinni. Í samning- unum felst ekki forsjárhyggja heldur útrétt hönd til þeirra sem vilja stunda sauðfjárrækt á nýrri öld. Framtíð sauðfjárræktar Guðni Ágústsson Sauðfjársamningur Versta rangtúlkunin, segir Guðni Ágústsson, er að hluti greiðslna sé færður á milli bænda „eftir gæðum þeirra“. Höfundur er landbúnaðarráðherra. Í PÓLITÍSKRI um- ræðu um málefni Reykjavíkur hefur flutningur Marels frá Reykjavík í Garðabæ borið á góma. Marel er boðið velkomið í Garða- bæinn, en um leið vona ég að forsvarsmenn fyrirtækisins geri sér grein fyrir þeim ann- mörkum sem starfsem- inni eru settar á nýja staðnum í Moldu- hrauni. Iðnaðarhverfið í Molduhrauni í Garða- bæ hefur nefnilega dá- litla sérstöðu. Þar er engin fráveita, öll fyrirtæk- in eru tengd við rotþró og siturlögn, sem út af fyrir sig er ákjósanlegur hreinsunarmáti skólps. Hins vegar er það svo að iðnaðarhverfið í Molduhrauni er byggt á gljúpu hrauni. Undir því er nánast vatns- þétt grágrýtisklöpp. Ekkert frá- rennsli er úr hverfinu annað en það sem náttúrulegt getur talist. Er þá átt við það sem sitrar úr hrauninu, einkanlega til Hraunsholtslækjar, en hann rennur til sjávar í Arnarnes- vog. Nú er svo komið að rennsli úr rotþróm ásamt öðru ofanvatni er á góðri leið með að fylla allar glufur í hrauninu, þannig að niðurföll hafa ekki undan og pollar og „stíflur“ sjást æ oftar yfir opnum niðurföllum í hverfinu. Rotþrær við húsin voru hugsaðar til bráðabirgða og hol- ræsalögn var lögð í hverfinu um leið og gatnagerð átti sér stað. Sú lögn liggur þó neð- anjarðar ónotuð og ótengd við húsin í hverfinu. Lögnin ein og sér stoðar lítt þar sem frárennslisveita er ekki til staðar. Annað iðnað- arhverfi liggur að Molduhrauni. Það til- heyrir Hafnarfirði og er að sjálfsögðu tengt fráveitu. Ef að vilji beggja er til staðar ætti að vera hægur vandi að ná samn- ingum milli Garðabæjar og Hafnar- fjarðarum fráveitu til Hafnarfjarðar. Tenging í Garðabæjarfráveituna er aftur á móti ekki einföld framkvæmd þar sem langt er í næstu stofnlögn. Ég hef rætt þessi mál í bæjar- stjórn Garðabæjar við litlar undir- tektir. Á meðan eykst vandinn í Molduhrauni og skiljanlega vex óánægja húseigenda í réttu hlutfalli við „grunnvatnshæðina“ í hrauninu. Á fasteignir í iðnaðarhverfinu í Molduhrauni eru lögð sömu hol- ræsagjöld og á aðrar fasteignir í bænum. Fráveitumálin í Moldu- hrauni eru í ólestri og það er skylda bæjarins að bæta þar úr. Þegar Marel flytur starfsemina í sitt stóra og glæsilega hús eykst vandinn til muna, þar sem salernin þar munu ein og sér að jafnaði skila 10 tonnum af vatni hvern virkan dag út í hraun- ið ofan á það sem fyrir er. Úrbóta er þörf, strax! Einar Sveinbjörnsson Frárennsli Hægur vandi á að vera, segir Einar Svein- björnsson, að ná samn- ingum um fráveitu til Hafnarfjarðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ. Molduhraun er meingallað SÍÐASTLIÐINN þriðjudag birtist eftir mig grein hér í Morg- unblaðinu þar sem ég held því fram að veiðigjaldið sem frumvarp sjáv- arútvegsráðherra kveður á um valdi sams konar óhagkvæmni og tekju- skattar. Þetta reynist ekki vera rétt. Ég taldi að gjaldið sem hverju fyr- irtæki er ætlað að greiða samkvæmt frumvarpinu væri tengt við afkomu þess fyrirtækis. Hið rétta er að gjaldið er tengt við afkomu grein- arinnar í heild. Þar sem ákvarðanir hvers fyrirtækis fyrir sig hafa óveruleg áhrif á afkomu greinarinn- ar í heild mun afkomutenging af þessu tagi ekki valda þeirri óhag- kvæmni sem ég taldi hana valda. Önnur rök sem koma fram í greininni, svo sem þau að fyrning aflaheimilda auki hagkvæmni með því að skapa virkari markað með aflaheimildir og að stjórnmálamenn séu illa til þess fallnir að taka upp- lýsta ákvörðun um upphæð gjalds- ins, standa hins vegar óbreytt. Fyrning aflaheimilda hefur því eftir sem áður mikilvæga kosti fram yfir veiðigjald. Jón Steinsson Misskilningur Höfundur nemur hagfræði við Harvard-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.