Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 39 ER KR betra félag en Fram? Valur betra félag en Víkingur? Fylkir betri en ÍR? Þróttur betri en Fjöln- ir? Hvaða mælistiku á að leggja til grundvall- ar? Er merkilegra að búa í Vesturbænum en Grafarvogi, Árbæ en Breiðholti, Hlíðunum en Fossvogi eða inn við Sund? Eða á að spyrja að titlum? Frá 1980 hafa Fram, Víkingur og Valur þrívegis orðið Ís- landsmeistarar í knatt- spyrnu, KR tvisvar. Í handknattleik hafa á sama tímabili einungis Víkingur og Valur hampað Íslandstitli í hand- knattleik af Reykjavíkurfélögunum, Valur átta sinnum, Víkingur sex. Í körfubolta hafa Valur tvívegis og KR tvívegis hampað Íslandsmeistaratitli frá 1980. Ber að leggja slíka mæli- stiku á félögin – á hverfi borgarinn- ar? Auðvitað eiga íþróttafélögin í Reykjavík að njóta sannmælis, auð- vitað eiga íbúar Reykjavíkur að geta treyst því að jafnræði ríki þegar að- staða til íþróttaiðkunar er byggð upp í höfuðborginni. Þá gildir einu hvort í Vesturbænum er eða Grafarvogi, Breiðholti, Árbæ, Smáíbúðahverfi, Bústaðahverfi og Fossvogi eða Hlíð- unum. Jafnræði á að ríkja. Íþrótta- félögum innan Íþróttabandalags Reykjavíkur eru raðað upp í flokka eftir íþróttagreinum. Hverfafélögin eru Fram, Fjölnir, Fylkir, ÍR, KR, Valur, Víkingur og Þróttur. Og er þá von að spurt sé: Njóta fé- lögin í Reykjavík jafnræðis gagnvart borgaryfirvöldum? Getur fólk í Breiðholti treyst því að fá sambæri- lega aðstöðu og fólk í Vesturbænum? Svo virðist ekki vera, ef ráðið er í skrif Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur, formanns Íþrótta- og tómstundaráðs, í Morg- unblaðinu síðastliðinn föstudag. Það ber að harma. Ég vil eindregið hvetja formanninn til þess að endurskoða stefnu sína í þessum efnum og láta jafnt yfir alla ganga. Við höfum séð skemmtilega stemningu skapast á leikjum Þróttar eftir að félagið fékk stúku í Laugardal. Þegar KR- stúkan var reist fyrir rúmum áratug þá markaði hún þáttaskil. Vesturbæing- ar voru frumkvöðlar í að skapa skemmtilega aðstöðu og stemningu á knattspyrnuleikjum á Íslandi. Þús- undir hafa átt góðar stundir við Frostaskjól við holla tómstundaiðju. Þar hefur mátt sjá borgarstjórann, Ingibjörgu Sólrúnu, brosa breitt og fagna vel. Það vill til að hún býr í Vesturbæn- um. Væri ekki sjálfsagt að hún ætti kost á að fara á völlinn óhult fyrir roki og rigningu ef hún byggi í Graf- arvogi eða Breiðholti, Árbæ eða Hlíð- unum, Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi eða inn við Sund? Fólk hlýtur að njóta sama réttar. Formað- ur ÍTR lýsir því að þrjú félög – Vík- ingur, ÍR og Fylkir hafi fengið 10 milljónir króna til þess að byggja upp áhorfendaaðstöðu. Það er gott og gilt en er því miður ekki vitnisburður um metnaðarfulla stefnumótun – raunar alls enga stefnumótun. Ég lýsi eftir stefnu borgaryfir- valda, metnaði. Formaður ÍTR segist ekki liggja á skoðun sinni að ekki sé forsvaranlegt að koma upp fullkom- inni áhorfendaaðstöðu allra félag- anna í Reykjavík. Hvað þýðir það? Hver er dómari í þeim leik? Er Valur settur til hliðar? Eða Fram, Víking- ur, Fylkir, Fjölnir, Þróttur, ÍR, KR? Á að fara eftir unnum titlum? Fram, Valur, Víkingur og KR myndu fagna því, en hvað þá um hin félögin? Raunar er málið flóknara en svo að það ráðist einvörðungu á borði borg- aryfirvalda. Knattspyrnusamband Evrópu mótar nú reglur um aðstöðu áhorfenda í Evrópumótum. Þau félög ein skulu hafa þátttökurétt í Evrópu- mótum sem hafa yfir að ráða aðstöðu fyrir 3.000 áhorfendur. Ef reglugerð- in væri í gildi væru öll Reykjavík- urfélögin útilokuð frá Evrópumótum, utan líklega Fram sem hefur samn- ing við borgina um að leika í Laug- ardal. KSÍ freistar þess að ná tölunni niður. Kjarni málsins er að auknar kröfur kalla á ný vinnubrögð og ég þykist þess fullviss að borgaryfirvöld hafi ekki í hyggju að útiloka félögin frá Evrópuævintýri með vanhugs- aðri stefnu. Kjarni málsins er að í Reykjavík eru sjö hverfafélög. Ég lýsi eftir metnaðarfullri stefnu borgaryfir- valda til þess að búa þeim aðstöðu og íbúar í Reykjavík geti treyst því að jafnræði ríki meðal þegnanna. Þegar KR-stúkan var reist, var skapað for- dæmi. Reykvíkingar verða að geta treyst því að jafnræði en ekki ger- ræði ríki, í þessum efnum sem öðr- um. Er KR betra félag en Fram? Hallur Hallsson Borgarmál Ég, segir Hallur Hallsson, lýsi eftir metnaðarfullri stefnu borgaryfirvalda. Höfundur er fyrrverandi formaður Víkings. LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lög- um um stjórn fiskveiða. Ég hef hingað til verið talsmaður þess að reynt skuli að ná sátt um stjórn fiskveiða, en er nú að færast á þá skoðun að það sé ekki gerlegt. Því miður er víða svo mikil þröngsýni ríkjandi og ólíkir sérhagsmunir sem að baki búa að menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Auðvitað er það hagur allra landsmanna að sjávarútvegsfyr- irtækin gangi vel. Um 200 þúsund Ís- lendingar eiga beinna hagsmuna að gæta varðandi gengi sjávarútvegsfyr- irtækja og eiga þar hlut í gegnum líf- eyrissjóði, hlutabréfasjóði eða á ann- an hátt. Það er margt búið að reyna til að ná sátt í þessum málum en það er orðin stór spurning í mínum huga hvort raunverulegur vilji til sátta sé fyrir hendi. Formaður Samfylkingar, Öss- ur Skarphéðinsson, kallar þetta frum- varp óskadraum útgerðarmanna og stjórnarandstaðan hefur lýst því yfir að frumvarpið sé stríðsyfirlýsing úr smiðju LÍÚ. Ég skil ekki hvernig hægt er að koma fram með slíka firru þegar hér er á ferðinni frumvarp til laga sem kveður á um að lagður sé aukaskattur á útgerðina auk hinna hefðbundnu skatta og gjalda. Miðað við þær tekjur sem útgerðir landsins höfðu á síðastliðnu ári, næmi það gjald sem útgerðin þyrfti að borga um 2,1 milljarði króna á ári og er gjaldið á hvert úthlutað þorskígild- iskíló 5,4 krónur en gjöld sem aflögð yrðu á móti 1,5 kr. á kíló, svo það sér hver sem sjá það vill að þarna er um verulega aukna gjaldtöku að ræða. Gjaldaaukning Í Morgunpunktum Kaupþings hinn 27. febrúar síðastliðinn komu fram út- reikningar um hvernig þetta gjald, sem hér um ræðir, kemur út fyrir nokkur útgerðarfélög og ættu þeir út- reikningar að geta gefið raunhæfa mynd af því sem koma skal miðað við að þessi umtalaði liður frumvarpsins verði að lögum. Þar kom t.d. fram að Samherji, sem nú er að greiða rúm- lega 56 milljónir í gjöld árlega, fengi á sig gjaldaaukningu upp á 127 millj- ónir króna. Á ÚA er gjaldaaukningin tæpar 93 milljónir og á Þormóð Ramma rúmar 67 milljónir króna. Það er eðlilegt að sjávarútvegurinn fjármagni þann kostnað sem að hon- um snýr, líkt og hann hefur verið að gera. Ég vildi þó helst ekki leggja neinn auðlindaskatt eða veiðigjald á sjávarútvegsfyrirtækin heldur leyfa þeim að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í landinu. Þó er skárri kost- ur að fara þessa leið en þá leið sem stjórnarandstaðan vill, þ.e.a.s. með fyrningu eða innköllun veiðiheimilda. Og ég spyr hvort vert sé að taka þá áhættu að gera samkeppnisstöðu sjávarútvegsins verri í alþjóðlegri samkeppni með því að láta hann einan bera auðlindagjald – nokkuð sem er óþekkt í samkeppnislöndum okkar. Skattlagning Það er staðreynd að ýmsir áróðurs- meistarar hafa náð að sá frjóu sæði meðal almennings um að útgerðin sé að nýta auðlindirnar á kostnað okkar hinna. Þannig hefur sú krafa verið að magnast að útgerðinni beri að borga hærra gjald til þjóðarinnar fyrir af- notin af auðlindum hafsins, enda fólk gjarnan til í styðja auknar álögur ef það þarf ekki sjálft að standa undir þeim. Ætlunin er að auka skattlagn- ingu á eina atvinnugrein á sama tíma og verið er að draga úr álagningu skatta á aðra atvinnustarfsemi í land- inu. Auka á álögur á þá atvinnugrein sem nánast heldur flestum byggðar- lögum á landsbyggðinni gangandi. Ég tel þessa kröfu um auknar álögur hafa átt lítinn hljómgrunn meðal þorra sjálfstæðismanna en hér sé verið að láta undan þrýstingi. Afkoma flestra sjáv- arútvegsfyrirtækja var mjög góð á síðasta ári og það eru miklir peningar í greininni. En ekki þarf að horfa mörg ár aftur í tímann til að sjá hið gagn- stæða og finna afleit ár hvað afkomu greinar- innar varðar enda er hún í eðli sínu sveiflu- kennd grein. Þó það veiðigjald sem hér um ræðir sé í sjálfu sér slæmt, þar sem um auknar álögur er að ræða, er þó bót í máli að það tekur að hluta mið af af- komu greinarinnar á hverjum tíma. Standa þarf vörð um að þetta gjald hækki ekki á komandi árum því sjáv- arútvegurinn er slíkur drifkraftur í landinu að ef hann er þurrmjólkaður með ofsköttun er ljóst að bresta mun harkalega í öllu okkar hagkerfi. Stöðugleikinn Sjávarútvegurinn þarf á stöðug- leika að halda. Öll óvissa gerir það að verkum að ákvarðanataka og framtíð- aruppbygging verður ómarkvissari. Ef löggjafinn getur veitt sjávarútveg- inum stöðugleika, lög til margra ára, mun það án efa hafa góð áhrif á þjóð- arbúið í heild. Sem dæmi má nefna að vegna góðrar afkomu sjávarútvegs- fyrirtækjanna nú og vegna þeirrar óvissu sem ríkir varðandi lagalega framtíð þeirra, þá hafa þau verið að borga skuldir sínar hratt niður því stjórnendur þeirra telja sig þurfa að vera við öllu búnir. Á meðan sjávarút- vegsfyrirtækin borga skuldir sínar svo hratt niður eru þau ekki að endurfjárfesta eða byggja upp. Ef þau borguðu skuldir sínar niður á t.d. 15 árum í stað 5 til 10 ára, þá yrði minni eftirspurn eftir gjaldeyri og fjármagnið færi í end- urfjárfestingar og í ný- sköpun úti í byggðarlög- unum og það væri í raun besta byggðastefnan. Þannig hefði verið skyn- samlegra að ýta undir að sjávarútvegurinn fjár- festi og færði út kvíarnar í stað þess að leggja á hann auknar álögur. Í þessu samhengi finnst mér dálítið skondið að á sama tíma og sumir stjórnarandstöðuþingmenn hafa í einu orði verið að kalla eftir hærri álögum á sjávarútveginn tala þeir í öðru um möguleika á einhvers konar skattfríðindum fyrir lands- byggðina en um 92% kvótans eru á landsbyggðinni? Þarna er því verið að tala um álögur sem að mestu leyti munu lenda á landsbyggðinni. Einnig þarf að hafa í huga að um 40% af inn- komu útgerða fer í laun og launa- tengd gjöld og sjávarútvegsfyrirtæk- in verða að reyna að lækka kostnað á móti auknum álögum. Það þarf að búa svo um hnútana að sjávarútvegsfyrirtækin verði á ný eft- irsóttur fjárfestingarkostur. Það verður að skapa sjávarútveginum þann stöðugleika og það starfsum- hverfi að hægt sé að horfa til langs tíma og fjárfesta í nýsköpun og þró- un. Auðlindagjald slæmt, fyrningarleið verri Sigríður Ingvarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sjávarútvegur Það þarf að búa svo um hnútana, segir Sigríður Ingvarsdóttir, að sjáv- arútvegsfyrirtækin verði á ný eftirsóttur fjárfestingarkostur. Járn + C vítamín fyrirbyggir járnskort. C-vítamínið eykur nýtingu járns. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.