Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 41 skilyrði og spjalla við bændur. Ýms- ir þurftu að tala við manninn sem þessum verkum stýrði og hver í kapp við annan kölluðu þeir á hann í gegnum brak, bresti og nefmæltan hljóm talstöðvarinnar: Lárus fjórir átján, Lárus fjórir átján. Hann var kóngur í sínu ríki. Stefán móðurbróðir minn var maður landsins. Hann nam búfræði og starfaði alla sína tíð við störf tengd fósturjörðinni. Hjá Landnámi ríkisins, Landgræðslu ríkisins og heykögglaverksmiðjunni í Gunnars- holti var landið, fósturjörðin, í for- grunni. Stefán sinnti ýmsum og ólík- um störfum hjá þessum fyrirtækjum, en ekkert held ég að hafi verið honum kærara en að stýra áburðarflugi Landgræðslunnar með landgræðsluflugvélinni Páli Sveins- syni. Annars vegar átti það við hann að starfa með svo beinum hætti að uppgræðslu landsins; með hætti sem greinlega hafði áhrif og skildi eftir sig græn spor um örfoka heiðar og sanda. Hins vegar, og kannski ekki síður, var það eðli Stefáns að takast á við framkvæmdir, skipuleggja hluti og leysa mál, eiga samskipti við fjölda manns og ferðast um landið. Stefán var kannski ekki vísindamað- ur, en hann var athafnaskáld og sannur vinur landsins. Stefáni var ekki bara landið hug- leikið, heldur líka fólkið sem það byggir. Hann starfaði alla tíð á vinstri væng stjórnmálanna, lengst af innan raða Alþýðubandalagsins. Hags- munir lítilmagnans, sjónarmið jafn- aðar og réttlætis voru Stefáni ofar- lega í huga, en þær hugsjónir hafði hann tekið í arf frá föður sínum, Sig- fúsi Sigurhjartarsyni alþingismanni. Stefán sat í stjórn minningarsjóðs föður síns, en sá sjóður hélt að miklu leyti utan um húsnæðismál Alþýðu- bandalagsins. Þau voru því mörg símtölin við fasteignasala og margar ferðirnar að skoða húseignir fyrir hönd sjóðsins. Ég veit að Stefáni voru þessi verk afar kær og hann vann þau af samviskusemi, gleði og stolti. Stjórnmálaþátturinn í starfs- ævi Stefáns sýnir aftur að honum féll vel að eiga viðskipti og semja við fólk. Þessara tveggja hliða á starfsævi Stefáns, Landgræðslunnar og Al- þýðubandalagsins munu eflaust margir minnast. Þeir eru færri sem þekkja þriðju hliðina; fjölskyldu- manninn Stefán. Hann var dætrum sínum góður faðir, en ekki síður ómetanlegur afi fyrir barnabörnin. Sjálfum er mér ofarlega í huga mikið og náið vináttusamband Stefáns og Sigrúnar konu hans við foreldra mína, ekki síður en óvenjulega hlý- leg og skemmtileg framkoma hans við dætur mínar þrjár, en hennar veit ég að þær munu minnast um ókomna tíð. Stefán gat verið gagn- rýninn á bæði menn og málefni og því gladdi það mig að finna að hann fylgdist með mínum eigin störfum með velþóknun. Aldrei stóð á hjálp Stefáns ef fjöl- skyldumeðlimir þurftu aðstoð við eitthvað smálegt. Hann naut þess nefnilega að koma öðrum til hjálpar, ekki síður en að skipuleggja áburð- ardreifingu, framleiða heyköggla og höndla með fasteignir. Stefán var maður vinmargur og vel metinn, þótt hann væri kannski ekki alveg allra, ekki frekar en aðrir sem hafa skap og þora að hafa skoðanir. Það er komið að leiðarlokum. Æðrulausri baráttu við erfiðan sjúk- dóm er skyndilega lokið og ég kveð minn kæra frænda. Við frændurnir sláum víst ekki saman í sumarhús við Geysi í þessu lífi, en koma tímar, koma ráð. Ég veit að minnsta kosti hvert ég get kallað þegar mig vantar hjálp við eitthvað stórt eða smátt í óvissunni hinum megin: Lárus fjórir átján, Lárus fjórir átján. Sigurður Flosason. Í þau tæpu 30 ár sem ég hef tekið þátt í stjórnmálum hef ég kynnst mörgu og ólíku fólki. Í stórum hópi samherja bindast menn missterkum böndum eins og gengur í mannleg- um samskiptum. Sumum er maður bara með í liði, öðrum vinnur maður náið með og deilir með öllum helstu skoðunum. Svo er það þriðji og fá- mennasti hópurinn. Í honum eru þeir sem maður tengist ekki einung- is pólitískum böndum heldur bindur við vinskap sem sem er sterkari en nokkur stjórnmál. Kynni okkar Stefáns Sigfússonar hófust fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna. Þá var ég að stíga mín fyrstu skref í pólitískum trún- aðarstörfum sem oddviti á Stokks- eyri en hann vann hjá Landgræðslu ríkisins eins og hann gerði til dauða- dags. Fyrst þegar við kynntumst fór ekki hjá því að hann væri fyrst og fremst frægur í mínum huga fyrir að vera bróðir systur sinnar, Öddu Báru, sem við yngra fólkið í Alþýðu- bandalaginu bárum óendanlega virð- ingu fyrir. Nafn föður þeirra þekkt- um við að sjálfsöðu, enda var hann einn af burðarstólpum hreyfingar vinstrimanna í landinu. Strax við fyrstu kynni varð ég vör við þá persónueiginleika sem helst prýddu Stefán. Hann var maður hógværðarinnar og látleysisins en þrátt fyrir það fór ekki á milli mála að pólitískar skoðanir hans áttu sér djúpar rætur. Hann var baráttu- maður fyrir hag alþýðunnar, hinna vinnandi stétta. Faðir hans var ein- lægur sameinigar- eða samfylking- arsinni og þá skoðun erfðu þau systkinin eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Stefán stóð aldrei fremst á hinu pólitíska sviði. Honum féll betur að vinna í skugga þeirra sem gengu fram sviðið og báru málstaðin út á torg. Hann var í hópi þeirra sem lögðu ómældan tíma í að styrkja hreyfingu okkar. Einn af þeim sem aldrei sagði nei þegar taka þurfti til hendinni og vinna hin raunverulegu verk sem halda hverri hreyfingu lif- andi. Við kynntumst betur þegar leiðir okkar lágu saman í stjórn Sigfús- arsjóðs, minningarsjóði um föður hans Sigfús Sigurhjartarson. Þá var ég gjaldkeri Alþýðubandalagsins, sat í stjórn sjóðsins og var þar af leiðandi í nánum samskiptum við Stefán og marga aðra góða menn og konur. Á þessum árum þróaðist með okkur náin samvinna. Við þurftum sjaldan að skýra út meiningar okkar og skoðanir. Markmið okkar virtist alla tíð vera hið sama. Seinna höguðu örlögin því þannig til að ég varð formaður Alþýðu- bandalagsins. Það var á miklum ólgutímum í flokknum og stjórnmál- um á vinstri væng stjórnmálanna al- mennt. Í þeim ólgusjó var gott að vita af og finna fyrir vináttu og póli- tískum stuðningi Stefáns og nokk- urra annarra náinna samstarfs- manna. Þegar hávaðinn og skarkalinn í þeim sem töldu sig breiðasta og mest ómissandi var að yfirgnæfa alla skynsemi, vissi ég að hægt var að reiða sig á að Stefán gæfi mér jarðsamband. Trú hans og Öddu Báru sem nú kveður bæði vin og bróður, á samtakamátt vinstri- manna sem gæti orðið sterkari en nokkru sinni áður ef okkur lánaðist að standa saman, bilaði aldrei. Og það var fyrir einarðan vilja karla og kvenna eins og Stefáns og Öddu Báru, sem deildu draumnum um stóra hreyfingu félagshyggjufólks með ungu kynslóðinni, sem ég og mitt samstarfsfólk hélt óhikað áfram við að skapa Samfylkinguna. Nýjan sameiningarflokk félagshyggjufólks á Íslandi. Fyrir nokkrum vikum kvöddum við Sigurjón Pétursson sem var ná- inn vinur og pólitískur samherji Stefáns í áratugi. Fráfall Sigurjóns var óvænt og fékk mjög á Stefán. Sjálfur hafði hann glímt við erfiðan sjúkdóm um allnokkurt skeið en það var hins vegar eftir honum að vera ekki að flíka þeirri baráttu. Að lok- um fór það svo að maðurinn með ljá- inn hafði betur og vann sinn sigur, eins og hann á eftir að vinna á okkur öllum. En í veikindum sínum sýndi Stefán okkur samferðamönnum sín- um eina ferðina enn hvaða mann hann hafði að geyma. Fram á síðustu stundu var hann að vinna fyrir aðra. Það var honum mikilvægara að treysta hag síns fólks en sinn eigin. Þannig var allt hans lífshlaup. Fé- lagshyggjumaður fram á síðustu stundu. Á tímum erfiðleika innan Alþýðu- bandalagsins stóð Stefán ævinlega eins og klettur. Hann var ekki einn af þeim sem sá í iljarnar á þegar hlutirnir gengu ekki eins vel fyrir sig og hann hefði helst kosið. Það er fyrir óbilandi traust og trúnað fólks eins og Stefáns sem við höldum ótrauð áfram í þeirri vissu að sam- einuð getum við sem vinnum á vinstri væng stjórnmálanna skapað betra þjóðfélag. Það er fólk eins og hann sem er hinir raunverulegu póli- tísku hershöfðingjar, hreyfiaflið í stjórnmálasögunni. Þeir sem unna Samfylkingunni og hugsjóninni um sameiningu félagshyggjufólks eiga Stefáni mikið að þakka. Þeir eiga honum raunar ævistarf að þakka. Fyrir þetta ævistarf, persónulega vináttu og trúnað færi ég honum og öllu hans fólki mínar einlægustu þakkir. Fjölskyldu Stefáns og öllum þeim fjölmörgu sem nú eiga um sárt að binda við fráfall hans sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Við sem unnum náið með Stefáni síðustu árin á skrifstofu Alþýðubandlagsins drjúpum höfði með virðingu fyrir einlægum jafnaðarmanni, sönnum sósíalista. Margrét Frímannsdóttir. Minningarsjóður íslenskrar al- þýðu um Sigfús Sigurhjartarson heitir hann og hefur heitið frá upp- hafi. Snemma á fimmta áratugnum var þessi sjóður stofnaður til minn- ingar um Sigfús Sigurhjartarson. Hver var hann? Sigfús hafði verið leiðtogi íslenskra sósíalista, fremst- ur í þeim ranni ásamt Einari Ol- geirssyni frá því að Héðinn Valdi- marsson yfirgaf Sósíalistaflokkinn. Sigfús var kominn úr Alþýðuflokkn- um eins og Héðinn en sat af sér stórátök innan flokksins og Sósíal- istaflokkurinn varð barn hans og Einars. Sigfús varð í persónu sinni sönnunarmerki þess að Sósíalista- flokkurinn væri í raun Sameining- arflokkur alþýðu eins og hann hét líka. Þegar Sigfús féll frá var stofn- aður sjóður til þes að minnast hans en líka til þess að leysa húsnæðismál Hreyfingarinnar með stórum staf og greini. Hreyfingin, sem hafði verið á hrakhólum með verustaði, náði nú að safna í minningu Sigfúsar svo mikl- um upphæðum að dugði til að koma sér fyrir í þeim parti af Tjarnargöt- unni þar sem ráðsettari hluti Reyk- víkinga kom sér gjarnan fyrir. Eftir það varð Tjarnargatan verustaður margra og uppeldisstaður; þar á meðal undirritaðs sem með þessum fáum línum kveður frá Stokkhólmi hinn góða vin í áratugi, Stefán Sig- fússon. Stefán var sonur Sigfúsar Sigurhjartarsonar og hann varð síð- ar einn af stjórnendum Sigfúsar- sjóðs lengi og var ekki alltaf þakkað fyrir það sem skyldi. Þegar hreyf- ingin flutti sig úr Tjarnargötunni var því sem eftir var af sjóðnum bjargað í húseignina á Grettisgötu 3; þaðan í Hverfisgötu 105 og svo það- an niður á Laugaveg 3 og svo þaðan í Austurstræti yfir „ríkinu“. Auk þess kom sjóðurinn við í Síðumúla og kannski víðar án þess að ég viti það. Til þess að ávaxta svona sjóð þurfti heiðarlega félaga, ráðdeildarsama og glögga fjármálamenn, allt í senn. Það síðastnefnda var ekki alltaf haft í heiðri í Hreyfingunni. Var vand- siglt fyrir þá félaga, sem höfðu með fjármálin að gera af þessum ástæð- um. Fremst í flokki þeirra manna fóru þeir oftast Guðmundur Hjart- arson og Ingi R. Helgason. Báðir áttu bíl; það þótti okkur í öreigaæsk- unni reyndar heldur grunsamlegt. Síðustu 20 ár Sigfúsarsjóðs voru það aðallega tveir menn sem gættu sjóðsins. Það voru vinirnir og sam- starfsmennirnir Sigurjón Pétursson og Stefán Sigfússon. Þeir nutu glöggra manna allan tímann, en þeg- ar Alþýðubandalagið steig til hliðar af vettvangi sögunnar reyndist þessi sjóður sterkefnaður. Það kom sér vel. Mikið var þá rætt um skulda- vanda Alþýðubandalagsins og til að takast á við þann vanda var sjóð- urinn kallaður til á lokasprettinum. Ég veit ekki betur en að þessi sjóður sé enn við lýði og eigi aura einhvers staðar án þess að ég þekki til þar á bæ núorðið. Eitt af síðustu verkum Stefáns var að ræða um það við rétta aðila hver ætti að fylla sæti Sigur- jóns Péturssonar. Nú þarf að skipa tvö sæti. En hvað á þetta raus um sjóð að þýða í minningargrein um Stefán Sigfússon? Það að hann var einn fjöldamargra félaga sem lögðu sig alla fram um að gera það sem þeim var falið til þess að treysta undirstöðurnar og til þess að efla veg hreyfingarinnar almennt. Þegar þeir falla nú frá báðir óvænt á góð- um aldri, Stefán og Sigurjón, er vert að minnast þess að þeir skiluðu fjár- hagslega góðu búi eftir mikil átök og sviptingar öll þessi ár. Því í svipting- unum innan Alþýðubandalagsins var jafnvel reynt að gera þessa öðling- smenn tortryggilega oft á tíðum; rökin voru fátækleg og því stóðu þeir flest af sér. Stundum var farið í vopnabúr andstæðinganna til að gera þessum félögum erfitt fyrir; þeir voru kallaðir gullkistuverðir og var það orð sótt í Staksteina Morg- unblaðsins sem dundu á okkur á hverjum degi á þessum áratugum sem hér er talað um. En þeim tókst og félögum þeirra að verja sjóðinn og það kom sér vel að lokum þegar skuldamál flokksins voru gerð upp. En var þetta ekki flokkurinn sem fékk rúblurnar? Ekki urðum við vör við það en rúblutalið höfðum við í flimtingum. Hreyfingin og einstakir félagar sveittust blóðinu til þess að halda rekstrinum gangandi; blaða- menn Þjóðviljans voru á sultarlaun- um alltaf að ekki sé talað um starfs- menn flokksins. Það tíðkaðist lengi að þingmennirnir borguðu flokknum launin sín en síðan fengu þeir verka- mannakaup frá flokknum til að lifa af. Félagarnir gáfu hreyfingunni að borða með sér; okkur er ekki vand- ara um en öðrum að lifa við knappari kost, var sagt. Hreyfingin lifði af því að félagarnir vildu það. Þannig var það. Og nú falla þeir svona óvænt hlið við hlið Sigurjón og Stefán Sigfús- son. Stefán skilaði góðu dagsverki; traustur og alltaf mættur á staðinn. Til að taka þátt í stefnumótunar- vinnu, til dæmis í landbúnaði þar sem sérþekking hans kom að glögg- um notum. Til að vera í félagsstjórn- um. Til að keyra á kjördag en Stefán var með allra flinkustu bílstjórunum því það þurfti oft glögga menn til að skila atkvæðunum á staðinn. Til að vinna sjálfboðavinnu í Þjóðviljahús- unum eða í Fylkingarskálanum. Hvar sem var. Alltaf. Stefán Sigfússon stýrði lengi mál- efnum Landgræðslunnar á Suður- landi og var oft ekki sáttur við hvernig þau mál þróuðust. Því miður gátum við ekki stutt við bakið á hon- um sem skyldi. Síðasta verkið sem við unnum saman var reyndar í Kína; þar vor- um við eins og hverjir aðrir ferða- langar þar sem ég opnaði íslenska grafíklistasýningu. Það voru skemmtilegir dagar. Fyrir þá og allt annað gamalt og gott, en ekki gleymt, er hér með þakkað fyrir mína hönd og konu minnar Guðrún- ar. Sigrúnu og afkomendum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Minnst var í upphafi á Minning- arsjóðinn um Sigfús Sigurhjartar- son. Nýir tímar eru gengnir í garð; spurt verður um verkefni þessa sjóðs og viðfangsefni andspænis nýj- um tímum. Það er af mörgu að taka; eitt er það að rannsaka og skrifa um þá sögu sem hér er tæpt á lauslega í minningargrein. Sanna, trúverðuga heiðarlega lýsingu veruleikans; kalla til þess allt það unga fólk sem nú rís upp frjálst til fræðiverka laust úr ánauð liðinna áratuga. Ómeitt fólk. Fá verkefni væru betur við hæfi þeim sjóði, sem enn heitir því göfuga nafni Minningarsjóður íslenskrar al- þýðu um Sigfús Sigurhjartarson en að halda utan um minningu þess fólks sem skapaði þennan sjóð. Þeirri hugmynd er hér með komið á framfæri í minningargrein um Stef- án Sigfússon. Svavar Gestsson. Góður vinur okkar, samstarfs- maður og félagi er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls Stefáns H. Sigfússon- ar. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérhlífna og trúa starfsmenn. Þar hefur verið að verki sú fram- varðasveit sem ótrauð axlaði erfiði og lagði grunn að betra og fegurra Íslandi. Í þessum hópi var Stefán í rúm 30 ár. Kynni okkar Stefáns hófust er hann varð starfsmaður Landnáms ríkisins árið 1960 og síðar fram- kvæmdastjóri Fóður- og fræfram- leiðslunnar í Gunnarsholti. Undirrit- aður var þá verkstjóri á sumrin í Gunnarsholti og það var gaman að starfa með honum við að breyta söndunum í iðjagræn tún og akra. Stefán réðst svo í hlutastarf hjá Landgræðslu ríkisins 1971 og til fullra starfa sem fulltrúi land- græðslustjóra árið 1973. Er ég tók við starfi landgræðslustjóra árið 1972 reyndist hann mér afar vel. Stefán var boðinn og búinn að kynna mér innviði stjórnsýslunnar þar sem hann þekkti vel til og liðsinnti mér í margs konar embættisfærslum. Stefán var gjörkunnugur mönnum og málefnum um allt land, þekkti vel staðhætti víðs vegar um landið og hafði ríkan skilning á viðbrögðum og viðhorfum fólks. Hann hafði umsjón með fyrirhleðslum til varnar land- broti af völdum fallvatna víða á land- inu. Hann tók þátt í mörgum rann- sóknaverkefnum og hafði m.a. umsjón með tilraunum á eldi hold- anautakálfa í Gunnarsholti. Á löngum starfsferli lagði Stefán áherslu á að hafa allt í röð og reglu, jafnt á skrifstofu sem annars staðar, og var einstakt snyrtimenni. Árið 1972 gaf Flugfélag Íslands Landgræðslunni Douglas-flugvélina Pál Sveinsson til landgræðslustarfa. Stefán tók við umsjón landgræðslu- flugsins vorið 1973 og sinnti því verkefni af lífi og sál, allt til dauða- dags. Landgræðsluflugið hefur skapað sér merkan sess í sögu land- græðslu og endurheimtar landgæða hér á landi og Stefán á þar stóran hlut að máli. Þetta var mjög um- fangsmikið starf og vinnudagarnir oft langir, en góður árangur gladdi þá sem þátt tóku og glæstar land- bætur víða um land eru fagur vitn- isburður um þetta mikla þjóðþrifast- arf. Á síðari árum átti Stefán við lang- vinn veikindi að stríða. Hann tók þeim af miklu æðruleysi og lét engan bilbug á sér finna. Á þessum erfiðu tímum dáðumst við að atorku og um- hyggju Sigrúnar sem studdi hann og efldi alla tíð. Að leiðarlokum er okkur efst í huga virðing og þakklæti fyrir ára- langt samstarf og samskipti. Við minnumst Stefáns fyrir einbeitni hans, hugsjónir og óþrjótandi áhuga á ræktun landsins. Fjölskyldu hans, ættingjum og vinum biðjum við Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Sveinn Runólfsson og starfsfólk Landgræðslunnar. Það var fyrir um það bil 26 árum að ég kynntist Stefáni og Sigrúnu að einhverju marki. Þá fór ég að taka landgræðslumenn í fæði og gistingu, sem ég gerði í nokkuð mörg ár. Þeir voru eins og vorboðar, komu fyrri hluta sumars og voru í 10–14 daga. Stefán hélt vel utan um sína menn, en var alltaf léttur og skemmtilegur. Hann kallaði strák- ana alltaf úlfana sína. Sigrún kom oftast síðustu dagana og dvaldi með okkur. Tilhlökkun var alltaf í okkar huga þegar von var á þeim hjónum. Þá fórum við í ýmsar ferðir til fjalla. Dóttursonur okkar, Stefán, sakn- ar nú nafna síns sem hann fagnaði alltaf með að þjóta upp í fangið á honum og hrópa: „Nafni er kominn.“ Hann á erfitt núna og grætur nafna sinn. Hugur minn er með ykkur öll- um. Ég vildi svo gjarnan fylgja þér síðustu sporin, en ég er alltof langt í burtu. Guð blessi minningu Stefáns H. Sigfússonar. Sigrún mín og allir aðr- ir aðstandendur, hugur minn er hjá ykkur. Guð veri með ykkur. Sigríður Hermóðs.  Fleiri minningargreinar um Stefán Hilmar Sigfússon bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.