Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Látinn er í Hafnar- firði Stefán Júlíusson, rithöfundur, hátt á ní- ræðisaldri. Hér er horfinn fjölskylduvinur til áratuga, góður drengur, fróður með afbrigðum og einn af stærri pennum þjóðarinnar á síðari hluta síðustu aldar. Er ég dvaldi í foreldrahúsum bjó ég í tvo áratugi í næsta húsi við Stef- án og fjölskyldu hans. Samband milli fjölskyldnanna var mjög gott. Strax fór orð af honum sem mjög góðum kennara í Barnaskóla Hafnarfjarð- ar. Skólinn var stór á þess tíma mælikvarða. Ég lenti aldrei í bekk hjá honum, en kynntist honun enn betur sem nágranni, sem var ólatur að svara spurningum ungs drengs. Á sjötugsafmæli föður míns, sendi Stefán honum kveðju í Alþýðu- blaðinu undir fyrirsögninni: Kveðja yfir garðinn. Þar minnti Stefán hann á, að fljótlega eftir, að þeir gerðust nágrannar, hafi þeir sest á stein- vegginn á milli lóða þeirra og tekið tal saman ,og hefði faðir minn þá sagt við nágrannann: „Veistu, Stef- án, að ég á steingarðinn á milli lóða okkar, ég byggði hann, áður en hús þitt var byggt. Stefán svaraði þá að bragði. „Allt í lagi, Ásgeir, þú mátt taka hann í burtu, við þurfum engan garð á milli okkar. Hér þarf ekki á hinu gamla máltæki að halda, að garður sé grannasættir.“ Það er rétt, að öllu gamni fylgir einhver alvara. Stefán ólst upp í stórum systkina- hópi. Ekki var á heimili miklum ver- aldlegum auði til að dreifa en gáfur höfðu systkinin öðlast meiri heldur en gerist og gengur. Ég þekkti til Vilbergs, bróður Stefáns og skóla- stjóra í Garðabæ. Þeir bræður voru fróðleiksfúsir og leituðu utan til meira náms, sem var meira fyrirtæki í þá daga en nú. Báðir höfðu þeir lært til kennslu. og héldu utan til þess að auka enn þekkinguna, Vil- bergur til Englands og tók sér síðan far til Ástralíu með stóru farþega- skipi, og skrifaði bók um ferðina þegar heim kom. – Stefán hélt til Bandaríkjanna og lagði þar stund á nám í uppeldisfræðum, skólarekstri og bókmenntum. Stefán sagði mér eitt sinn frá því, að áður en hann hélt til baka til Íslands, tók hann sér ferð með Greyhound áætlunarbíl um Bandaríkin, þver og endilöng, til þess að kynnast þessu landi og þeirri þjóð sem þar bjó. Stefán kom vel undirbúinn undir störf í Barnaskóla Hafnarfjarðar að þessu námi loknu. Eru þeir ekki fáir, sem nutu kennslu hans og fræðslu á þessum árum. Flestum þótti því sjálfsagt, að hann tæki við skóla- stjórn Barnaskóla Hafnarfjarðar, þegar Guðjón Guðjónsson lét af því starfi. Pólitíkin var á þeim árum ennþá harðari en nú, veitingavaldið var í öðrum stjórnmálaflokki heldur en Stefán og var séð til þess, að hann hreppti ekki stöðuna. Má vera, að þegar allt kom til alls hafi þetta verið jákvætt fyrir hann. Hann gat því í auknum mæli snúið sér að öðrum málum, ritstörfum, félagsmálum og stjórnmálum. Ég minnist þess, að sumarið 1958 var ég staddur í Englandi og sótti þar sumarskóla í ensku. Hitti ég þá Stefán og Huldu, gekk með þeim um London, meðal annars niður Picca- dilly Circus, Trafalgar Square og fleiri staði. Hann benti mér á þessar og hinar persónurnar, blaðasalann, „porterinn“ við hótelin, verslunar- manninn svo og þulinn í útvarpinu. Hann ráðlagði mér að hlusta á áherslurnar hjá þessu fólki í enskri tungu. Í sumum tilfellum gæti ég gert mér grein fyrir því, hver mennt- STEFÁN JÚLÍUSSON ✝ Stefán Júlíussonfæddist í Þúfu- koti í Kjós 25. sept- ember 1915. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 1. mars. un þessa fólks væri og hvaðan það væri komið. Um leið og ég gæti það, ætti ég að verða orðinn góður enskumaður. Ég játti þessu en átti fullt í fangi með að skilja fólkið hvað þá að greina áherslurnar. Stefán var virðulegur á velli, alltaf mjög snyrtilegur til fara og ég gerði mér grein fyrir því, að ég var að þramma götur Lundúna með heims- manni. Á árunum 1987 til 1990 komu út hjá bókaforlaginu Ið- unni bókaflokkur sem nefndist Þeir settu svip á öldina. Stefán ritaði þætti um hafnfirska athafnamenn í þennan bókaflokk. Árið 1995 gaf hann sjálfur út bækling úr fyrri bókaflokknum undir heitinu Fimm athafnamenn í Hafnarfirði – Þættir úr sögu bæjarins. Þar ritaði hann um August Flygenring, Jóhannes J. Reykdal, Þórarinn B. Egilson, Ás- geir G. Stefánsson og Loft Bjarna- son. Hann þekkti persónulega til þessara aðila, til lífshlaups þeirra og þeirrar þróunar sem varð í atvinnu- málum á þeirra dögum. Þetta var ekki aðeins saga viðkomandi manna heldur ekki síður atvinnusaga Hafn- arfjarðar og jafnvel Íslands alls. Þarna kom mikill fróðleikur fram og eiga margir svo og bæjarfélagið allt Stefáni miklar þakkir að gjalda fyrir að setja allan þennan fróðleik á blað, sem ella hefði getað orðið hætta á að hefði týnst. Stefán var afkastamikill rithöf- undur og útvarpsmaður. Bækur hans urðu fljótt landskunnar og sumar voru þýddar á erlend mál. Í þessu samband má ekki gleyma hlut eiginkonu hans, Huldu Sigurðar- dóttur, sem vélritaði og festi textann á blað. Þessi verkaskipting minnir á sams konar verkaskiptingu hjá Auði og Halldóri Laxness. Stefán gerðist fljótlega jafnaðar- maður og samvinnumaður. Hann gegndi ýmsum þýðingarmiklum verkefnum fyrir flokk sinn, Alþýðu- flokkinn, og samvinnuhreyfinguna, var meðal annars á tímabili stjórn- arformaður Kaupfélags Hafnfirð- inga. Fyrir um það bil einum mánuði heimsótti ég Stefán á Sólvang, þar sem hann síðar lést. Hann var þar á 3. hæð, sem var nýendurinnréttuð og mjög glæsileg. Stefáni lá mjög lágt rómur, ég spurði hann, hvort honum liði ekki vel á Sólvangi, húsakynnin væru orðin svo glæsileg. Hann leit hægt upp og sneri sér til mín og brosti um leið og hann sagði: „Þú manst, að það var eitt af forgangs- verkefnum hans Guðmundar Gissur- arsonar að koma þessari stofnun á fót, síðan varð hann fyrsti forstjóri Sólvangs.“ Hann leit síðan aftur nið- ur. Ég sá þarna og heyrði, sem ég reyndar vissi, Stefán var alltaf sami Alþýðuflokksmaðurinn, allt fram í andlátið. Þau hjón Stefán Júlíusson og Hulda Sigurðardóttir voru alla tíð mjög samheldin hjón enda fóru áhugamál þeirra saman. Við hjónin sendum Huldu, Sigurði Birgi, Kristínu, sonum og tengda- dætrum okkar innilegustu samúðar- kveðjur, um leið og við kveðjum góð- an dreng. Hrafnkell Ásgeirsson. Einn útbreiddasti fjölmiðill okkar í dag tilkynnti fyrir nokkrum dögum að höfundur Kárabókanna, Stefán Júlíusson, væri látinn. Lítið var sagt um önnur verk hans, enda Stefán aldrei útgefinn af Máli og menningu né hans getið í bókmenntasögu Heimis Pálssonar. Eftir nám í kenn- araskóla og háskólum vestan hafs og austan gerðist Stefán vinsæll kenn- ari í sinni heimabyggð, Hafnarfirði. Hann var líka félagsmálamaður og starfaði mikið að málefnum rithöf- unda og var þar lengi í forystu. Við Stefán áttum langt og gott samstarf, þótt við værum ekki alltaf sammála. Um tíma var Stefán yfirmaður minn sem áhugasamur bókafulltrúi ríkis- ins. Þá lá leið okkar saman í Alþýðu- flokknum en fyrst og síðast verður mér Stefán minnisstæður sem góður rithöfundur. Við hliðina á Hjalta- bókunum eru Kára-bækurnar meðal vinælustu barnabóka á Íslandi. Trú- lega hafa þær verið gefnar út í 8 út- gáfum. 1950 kom út Leiðin lá til Vesturheims undir dulnefninu Sveinn Auðunn Sveinsson. Bókin vakti mikla athygli bæði meðal les- enda og gagnrýnenda. Kaupangur fylgdi á eftir. Augljóst var að höf- undurinn var vel heima í amerískum og evrópskum samtímabókmennt- um. Mér dettur einn höfundur í hug Sherwood Anderson og bók hans: Dimmur hlátur. Í báðum þessum bókum, Leiðin lá til Vesturheims og Kaupangi, var sögusviðið Ameríka en persónurnar flestar Íslendingar – nútíma Íslendingar – sumir mjög vel mótaðir eins og Þorlákur, Láki í Skúrnum í Kaupangi, aðrir óræðari eins og rithöfundurinn Áki í Leiðin lá til Vesturheims. Einnig margar vel gerðar kvenpersónur. Síðar komu unglingabækur: Sólarhringur og Haustferming með nærfærnum lýs- ingum ásta og afglapa. Á efri árum skrifar Stefán sínar bestu bækur: Grímumaðurinn, Ástir og örfok og Kanabarn. Fyrir tveimur árum héld- um við félagar í Leikfélagi Keflavík- ur kynningu á ritverkum Stefáns. Við lásum upp úr Sólarhring, Haust- fermingu, Kára litla, Kaupangi og Kanabarni. Sjálfur flutti ég stuttan inngang um höfundinn og klykkti út með fullyrðingu um ágæti Kana- barns, taldi hana eina bestu skáld- sögu sem Íslendingur hefði skrifað á síðari hluta 20. aldar. En forystu- menn fyndnu kynslóðarinnar kunnu ekki að meta Stefán né íslenskt há- skólafólk, því síður marxistar og Kiljans-trúboðar. En aldrei mun ég geta fyrirgefið forsvarsmönnum Samfylkingar að heiðra ekki Agnar Þórðarson, Gunnar Dal og Stefán Júlíusson þegar til þess gafst færi fyrir tveimur árum með heiðurslaun- um listamanna. Nú er þessi afkasta- mikli kennari, rithöfundur og þjóð- félagsgagnrýnandi horfinn. Sjálfur var hann bjartsýnn á framtíðina. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, Huldu Sigurðardóttur, og syni þeirra dýpstu samúð. Megi vonir Stefáns Júlíussonar um bjarta framtíð fyrir Íslendinga og annað fólk rætast. Hilmar Jónsson. Þar sem hugsunin er skýr, skiln- ingurinn skarpur, hjartað heitt, mannúðin máttug og réttlætistilfinn- ingin ríkjandi, þar er gott að vera. Þeir eru fáir mennirnir, sem sýna í orðum og athöfnum slíka eiginleika. Það er lífshamingja að njóta vináttu þeirra, forréttindi að njóta leiðsagn- ar þeirra, mannbætandi að deila með þeim geði. Stefán Júlíusson var einn þessara manna. Nú er hann horfinn af leiksviði jarðlífsins í hárri elli, með langan veg að baki, þar sem ótrúlega mörg verkin stór og smá lifa og lýsa genginn götuslóða. Í ljósi sæmdar og saknaðar er Stefán Júlíusson kvadd- ur. Það er svo óteljandi margt, sem kemur upp í hugann, á kveðjustund sem þessari. Myndirnar hrannast upp í huganum, það er af nógu að taka en erfitt úr að velja. Hér verður staldrað við hjá kennaranum, ræðu- manninum og jafnaðarmanninum. Stefán var afburðagóður kennari, sem eignaðist sterk ítök í mörgum nemenda sinna. Þeir sem nutu barnaskólakennslu hans tala um hana með ánægju og þökk. Í þeim kennslustundum urðu mörg ævin- týrin til. Eitt þeirra var Kári litli og Lappi, fyrsta sagan sem kom á prenti eftir Stefán Júlíusson. Síðan sigldu margar sögur í kjölfarið fyrir lesendur á öllum aldri. Og allar báru þær vitni um að þar fór höfundur sem kunni að halda á penna. Flensborgarskóli varð um tíma starfsvettvangur Stefáns. Þar kom glöggt í ljós skilningur hans á tilfinn- ingum og viðhorfum unglingsins og hæfileikinn til að kenna og rækta móðurmálið. Festa og reglusemi, miklir og farsælir skipulagshæfileik- ar voru honum góðir förunautar í starfi yfirkennara. Hlýja, glaðværð og kímni var gott innlegg á kenn- arastofunni. Hann var nemendum, kennurum og skólastjóra betri en enginn. Stefán Júlíusson var lifandi ræðu- maður, sem kunni að beita máli og röddu með þeim hætti að eftir var tekið. Oft var ræðan heit og þrungin tilfinningu, mörkuð réttlætistilfinn- ingu og rökfestu. Hann var fundvís á leiðir sem náðu til áheyrandans. Samherjar undu sér vel undir ræðu hans, andstæðingar miður. Það gat sviðið undan svipu hugsjónamanns- ins. Stefán Júlíusson ólst upp í mikilli fátækt. Með dugnaði og af einbeittni braust hann til mennta, enda náms- hæfileikar í besta lagi. Strax barn að aldri kynntist hann misskiptingu auðsins, misrétti samfélagsins, for- réttindum valdsmanna og varnar- leysi þeirra sem minnst máttu sín. Það var því engin furða þótt hann barnungur gerðist jafnaðarmaður af lífi og sál. Skynsemi hans og dóm- greind sögðu honum það – virðing hans fyrir manngildi einstaklingsins kallaði eftir því – og réttlætiskennd- in krafðist þess. Þess vegna var Stef- án Júlíusson einlægur jafnaðarmað- ur í þess orðs besta skilningi. Það var bæði gott og hollt fyrir Al- þýðuflokkinn að eiga Stefán að. Hann varð lifandi og viðkvæm kvika í samvisku flokksins. Það hvessti stundum í fulltrúaráðinu, þegar fjallað var um bæjarmál eða lands- mál. Það var tekist á meðal samherj- anna um stefnu líðandi stundar, hvort hugsjónaskútu jafnaðastefn- unnar væri rétt stýrt gegnum brim og boða í misvindasömu samfélagi nútímans. Stefáni var ekki gjarnt að lúta sjónarmiðum, sem að hans mati sveigðu of mikið frá kröfunni um frelsi, jafnrétti og bræðralag, þeim hugsjónum sem hann ungur sór trúnaðareiða. Þess galt hann stundum á vegin- um til valda og mannvirðinga innan flokksins. Á því er enginn vafi í mín- um huga. En drengskapur, skörp hugsun og dómgreind, hreinlyndi og heiðarleiki voru þess valdandi, að ekki varð gengið fram hjá Stefáni Júlíussyni í Alþýðuflokknum. Hann valdist til margra trúnaðarstarfa á þeim vett- vangi, bæði í bæjarmálum og lands- málum. Og það vissu allir sem til þekktu, að hverju því verki var vel borgið sem Stefán Júlíusson tók að sér. Forustustörf hans í bæjarmálum, liðsstyrkur hans í landsmálum, beitt- ur brandur hans á pólitíkum ritvelli hér heima eða á landsvísu, allt talaði þetta einu máli, máli hugsjóna- mannsins, máli eldhugans. Slík verk eru vel þegin og þökkuð. Stefáni var líka vel ljóst, að sam- vinnuhugsjónin, félagshyggja og samtakamáttur til að byggja upp betra þjóðfélag, var grein á meiði jafnaðarstefnunnar. Hann var ötull félagi í Kaupfélagi Hafnfirðinga og formaður þess um árabil. Í sam- vinnustefnunni sá hann leið frá ör- snauðu þjóðfélagi til framfara og framkvæmda. Bátnum miðar áfram, þegar margir leggjast samtaka á ár- arnar. Í samvinnufélögunum rættist margur draumurinn, þótt Sam- bandið að síðustu steytti á skeri. En það er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. Stefán varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast góða og mannvæna fjölskyldu. Hulda Sigurðardóttir kona hans, Sigurður sonur hans, tengdadóttir og sonarsynir, allt er þetta mikið mannkosta fólk, sem gott er að eiga að í blíðu og stríðu. Það vissi enginn betur en Stefán. Minningarnar um Stefán Júlí- usson lifa og vitna um góðan dreng. Við Ásthildur þökkum honum sam- fylgdina og samskipti öll og sendum fólkinu hans innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé ætíð minning hans. Hörður Zóphaníasson. Kveðja frá Rithöfunda- sambandi Íslands Stefán Júlíusson rithöfundur og þýðandi hefur kvatt þetta jarðlíf. Um langt árabil var hann ötull bar- áttumaður fyrir bættum kjörum ís- lenskra rithöfunda og lagði sitt af mörkum til að sameina rithöfunda í eitt félag. Hann var fyrsti varafor- maður Rithöfundasambands Íslands á árunum 1974–1976. Eftirminnileg er snaggaraleg fundarstjórn Stefáns á félagsfundum og oft haft á orði að það væri vart á annarra færi að stýra átakafundum þar sem skáld gátu orðið hávær og ekki alltaf málefna- leg. Reynsla Stefáns og skilningur á félagsmálum var ómetanleg og í tvo áratugi stjórnaði hann aðalfundum félagsins með einstökum hætti. Áður hafði hann verið formaður og ritari Félags íslenskra rithöfunda og for- maður og varaformaður Rithöfunda- sambandsins eldra um tíu ára skeið. Í embætti bókafulltrúa ríkisins vann hann ennfremur dyggilega að bók- menningu og var fyrsti formaður Rithöfundasjóðs. Stefán Júlíusson var einn af braut- ryðjenum íslenskra barnabók- mennta og átti vinsældum að fagna á því sviði. Einnig var hann á seinni ár- um afkastamikill þýðandi bóka fyrir yngstu lesendur. Árið 1996 var hann kjörinn heiðursfélagi Rithöfunda- sambands Íslands. Félagar í Rithöfundasambandinu kveðja aldinn heiðursmann með þökk fyrir samfylgdina. Eiginkonu og fjölskyldu sendum við samúðar- kveðjur. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Stefán Júlíusson hlýt ég að hafa séð fyrst talsvert áður en mig rekur minni til. Þegar ég fæddist í þennan heim var komin á góð vinátta með föður mínum, Ólafi Þ. Kristjánssyni, og honum. Stefán var því tíður gest- ur hjá Ólafi, nánast heimagangur. Þegar ég var nýorðinn 6 ára gamall var mér komið í Barnaskóla Hafn- arfjarðar á miðjum vetri, þó að ég hefði ekki aldur til að fara í skóla. Ég var settur í bekk sem Stefán kenndi. Flest árin eftir það í barnaskólanum var Stefán aðalkennari minn. Mér fannst þá og mér finnst enn að betri kennara hefði ég ekki getað fengið. Þá vissi ég ekki það sem ég hef síðar fengið að vita, að leið Stefáns að kennarastöðunni hafði verið þyrn- um stráð. Hann var næstelstur í stórum systkinahópi og foreldrarnir efnalitlir. Það var ekkert sjálfgefið við slíkar aðstæður að um fram- haldsnám gæti verið að ræða hjá börnum sem höfðu lokið skyldunámi, voru orðin 14 ára og fermd í kirkj- unni, – og þar með gjaldgeng til vinnu og gátu með því aðstoðað við tekjuöflun til heimilisins. Svo fór þó að Stefán komst í Flensborgarskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1932. Síðasta ár hans í skólanum kom Ólafur Þ. þang- að til starfa sem stundakennari í sögu, en hann fluttist til Hafnar- fjarðar 1929 þegar hann var ráðinn kennari við barnaskólann. Stefán var í efsta bekk þegar Ólafur hóf kennslu í Flensborg og milli nem- andans og kennarans tókst þá þegar vinátta sem varði meðan báðir lifðu. Þeir urðu samstarfsmenn og sam- herjar á fjölmörgum sviðum, þar á meðal í stjórnmálum og margvísleg- um öðrum félagsmálum. Nokkurt hlé varð á námsferli Stef- áns eftir gagnfræðaprófið. Hugur hans hefur eflaust þá staðið til menntaskóla og háskólanáms í fram- haldi af því, en fjárhagurinn leyfði ekki að hann færi í langskólanám. Skemmsta leiðin fyrir námfúsa menn til að fá einhver atvinnurétt- indi og von um sómasamlega stöðu var á þessum tíma sú að fara í Kenn- araskólann. Hann var þá þriggja ára skóli, en nemendur með góðan und- irbúning gátu sest þar inn í annan bekk og lokið náminu á tveimur vetr- um. Þann kost tók Stefán og lauk kennaraprófi vorið 1936. Sama ár var hann ráðinn kennari við Barna- skóla Hafnarfjarðar og þar starfaði hann í tæpa tvo áratugi og var lengst af yfirkennari. Ekki var starfstíminn þó alveg samfelldur, því að á stríðs- árunum fékk hann leyfi frá störfum í tvö ár til að stunda háskólanám í Bandaríkjunum, þar sem hann lauk BA-prófi í ensku og bókmenntum. Stjórnmálabaráttan var löngum hörð og óvægin í Hafnarfirði á tutt- ugustu öld. Alþýðuflokurinn náði þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.