Morgunblaðið - 07.03.2002, Side 43

Morgunblaðið - 07.03.2002, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 43 ✝ Guðjón MarinóSigurgeirsson fæddist á Hliði í Grindavík 17. septem- ber 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 30. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Jóns- son, f. 17 júlí 1883, d. 21. júlí 1954, og Ráð- hildur Guðjónsdóttir, f. 25. janúar 1897, d. 8. febrúar 1979. Bræður Guðjóns eru Jón, f. 13. mars 1927, d. 22. nóvember 1979, kona hans Ursula Szalweski Sig- urgeirsson, f. 12. janúar 1937, og Gunnar, f. 13. júní 1928, kona hans Ólöf Sigurrós Benediktsdóttir, f. 3. október 1934. Guðjón kvæntist ár- ið 1954 Elínu Fanneyju Þorvalds- dóttur, f. 10. nóvember 1929. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Helga, f. 23. september 1954, d. 26. september 1954; 2) Sigurgeir Helgi, f. 19. júní 1957; 3) Ólína Þórey, f. 1. desem- ber 1959, sambýlismaður Ólafur Haukur Kárason, f. 6. júní 1958, synir þeirra Guðjón Marinó og Sig- urgeir Haukur; 4) Hulda Björk, f. 29. september 1964, sambýlismaður Ólaf- ur Guðmundur Ragnarsson, f. 15. maí 1963, börn þeirra Brynjar Rafn og Elín Fanney. Guðjón og Elín bjuggu öll sín hjú- skaparár í Grinda- vík. Guðjón hóf ung- ur sjómennsku, fyrst sem háseti og síðar skipstjóri. Hann rak útgerð ásamt Sigur- geir Guðjónssyni móðurbróður sín- um og áttu þeir bátana Skírni og Guðjón Einarsson. Þegar því sam- starfi lauk gekk hann til liðs við þá Óskar Gíslason og Sævar Óskars- son og gerðu þeir út m.b. Kára þar til Guðjón hætti til sjós og gerðist hafnarvörður í Grindavík allt til starfsloka. Guðjón starfaði einnig um margra ára skeið sem umboðs- maður fyrir tryggingafélagið Sjóvá-Almennar í Grindavík. Útför Guðjóns fór fram frá Grindavíkurkirkju 8. febrúar. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar góðu stundirnar. Megi guð geyma þig, elsku afi, hvílstu vel. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Brynjar Rafn og Elín Fanney. „Það ætti að setja á þig hljóðkút.“ Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég minnist afa míns Guð- jóns Marinós Sigurgeirssonar, sem lést nú nýverið. Afa og ömmu í Grindavík, eins og ég var vanur að kalla þau, var alltaf gaman heim að sækja, þau tóku allt- af á móti manni full af væntumþykju og hjá þeim leið manni vel. Afi var alveg einstakur maður, hann lá aldr- ei á skoðunum sínum og ef honum fannst hann hafa eitthvað til mál- anna að leggja þá sagði hann það. Bílarnir, amerísku, eru að mínu mati alveg óaðskiljanlegur hluti af honum. Ég man eins það hafi gerst í gær þegar við fórum í bíltúrana og ræddum málefni líðandi stundar, og ég með mínar endalausu spurning- ar, alveg að drepast úr forvitni, en alltaf hafðirðu svör á reiðum hönd- um, alveg sama um hvað ég spurði. Ég hafði og hef þann ávana að tala mikið og hátt og stundum fannst þér nóg komið og þá sagðirðu gjarnan (þó svo að þú hefðir ekki efni á því þar sem þú talaðir jafnmikið): „Hvað er þetta! Það ætti að setja á þig hljóðkút,“ og ég svaraði um hæl: „Afi, hvað er hljóðkútur?“ Þessar stundir eru mér alveg ómetanlegar, ég og þú á rúntinum, þú með vindil og ég með súkkulaði, ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég varð eldri hversu mikils virði þessar stundir voru. Margt af því, sem þú sagðir mér, hefur reynst mér gott veganesti út í lífið, það kveikti áhuga minn á hlutum í kringum mig. Afi, þú varst af þeirri kynslóð sem hefur upplifað mestu breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi. Þessarar kynslóðar verður seinna meir minnst sem kynslóðarinnar sem tók við „engu“ og skilaði „alls- nægtum“ til handa komandi kyn- slóð. Við, sem nú lifum, munum allt- af standa í þakkarskuld við þetta fólk, þó svo við mættum leggja okk- ur eilítið meira fram við að sýna það í verki. Eljusemi og dugnaður þinn og allra hinna færði okkur hinum margt af því sem við njótum í dag. Hugsunarháttur þinn einkenndist mikið af því hvað þú hafðir upplifað margt; kreppu, heimsstyrjöld og hinar miklu framfarir eftirstríðsár- anna. Þú varst sjálfstæður, fórst þínar eigin leiðir og umfram allt stoltur. Hver er að dómi æðsta góður, – hver er hér smár og hver er stór? – Í hverju strái er himingróður, í hverjum dropa reginsjór. (Einar Ben.) Núna er veru þinni hér á jörðinni lokið og með því hefur þú kvatt hinn jarðneska heim, en þú munt alltaf lifa áfram í hjörtum þeirra sem þekktu þig og sérstaklega mínu. Ég á eftir að sakna þín og þeirra stunda sem ég átti með þér. Guðjón Marinó Ólafsson. Ég lít í anda liðna tíð, sem lengi í hjarta geymi. Þessar ljóðlínur koma mér í huga þegar ég kveð frænda minn Guðjón Sigurgeirsson frá Vorhúsum. Guð- jón ólst upp í Grindavík og hóf ung- ur sjómennsku, sem var hans að- alstarf lengst af. Ég minnist minnar fyrstu sjóferðar, er ég sex eða sjö ára gamall fékk að fara í róður ásamt bróður mínum með Guðjóni og skipshöfn hans á mb. Skírni. Það var víst einhver veltingur, og Guðjón kom okkur bræðrunum fyrir í fiskikassa framan við stýrishúsið, þar sem hann gat fylgst með okkur. Lagði hann ríka áherslu á að við hreyfðum okkur ekki meðan á sjó- ferðinni stæði. Sú ferð gekk að ósk- um enda var Guðjón farsæll formað- ur og gerði lengi út sína eigin báta ásamt móðurbróður sínum og fleir- um. Með fjölskyldum okkar var ávallt góður kunningsskapur. Guðjón var gestrisinn og höfðingi heim að sækja. Hann hafði ákveðnar skoðanir og honum fylgdi hressileg- ur blær. Þegar Guðjón hætti sjó- mennsku starfaði hann sem hafn- arvörður við Grindavíkurhöfn um nokkurt skeið. Síðustu tvö árin dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég og fjölskylda mín sendum El- ínu, börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðjóns Sigur- geirssonar. Ólafur Rúnar. GUÐJÓN MARINÓ SIGURGEIRSSON hreinum meirihluta í bæjarstjórn 1926 og hélt honum óslitið í 7 kjör- tímabil. Stefán gerðist ungur ákveð- inn liðsmaður Alþýðuflokksins og hélt málstað hans ótrauður fram bæði í ræðu og riti, þegar tilefni gafst til. Hann fór þó ekki í framboð fyrir flokkinn fyrr en 1954, en þá skipaði hann sjötta sætið á lista við bæjarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í janúar. Sjálfstæðismenn gerðu sér góðar vonir fyrir þessar kosningar um að nú tækist þeim loks að koma meirihluta Alþýðuflokksins frá völdum. Sú bjartsýni var ekki út í bláinn, því að við alþingiskosningar árið áður hafi frambjóðandi sjálf- stæðisflokksins, Ingólfur Flygenr- ing, náð þingsæti kaupstaðarins af Emil Jónssyni. Svo fór líka að Sjálf- stæðisflokkurinn vann talsvert á í þessum kosningum, náði einum bæj- arfulltrúa af Alþýðuflokknum og þar með var meirihluti hans fallinn. Al- þýðuflokkurinn samdi þá við bæjar- fulltrúa Sósíalistaflokksins um meirihlutasamstarf og hélt þannig sjálfstæðismönnum áfram í minni- hluta. Þennan kosningavetur var Stefán Júlíusson settur skólastjóri barna- skólans. Guðjón Guðjónsson skóla- stjóri hafði fengið orlof og tók Stefán þá við starfinu um stundarsakir sem yfirkennari skólans. En svo fór að Guðjón kom ekki aftur og sagði starfinu lausu um vorið og var það þá auglýst laust til umsóknar. Stefán sótti um starfið og leit lengi vel út fyrir að enginn mundi verða til þess að sækja um það á móti honum. En þá fóru fræðsluráðsmenn minnihlut- ans á stúfana og tókst að finna mann sem féllst á að sækja um og munu þá hafa verið búnir að fá loforð mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir því að þeirra maður yrði ráðinn. Fræðsluráðið klofnaði í afstöðu sinni til umsækjendanna. Þrír fulltrúar meirihlutans mæltu með Stefáni en tveir minnihlutafulltrúar með hinum og menntamálaráðherra veitti stöð- una síðan eins og flokksbræður hans í fræðsluráðinu vildu. Um þessa ráðningu urðu talsverð blaðaskrif og bárust umræðurnar um það inn á Alþingi. En nýi skóla- stjórinn undi ekki við starfið nema einn vetur og sneri aftur til átthaga sinna, þar sem hann hafði áður starf- að sem kennari og skólastjóri. Starf- ið var þá auglýst á nýjan leik og þá endurtók sagan sig. Maður var feng- inn til að sækja á móti Stefáni og honum síðan veitt staðan. Stefán hafði gegnt yfirkennara- starfinu við hlið nýja skólastjórans veturinn 1954-55, en þegar honum var hafnað öðru sinni hafði hann ekki skap til að vera þar áfram. Hann flutti sig þá milli skóla í Hafnarfirði, fékk kennarastöðu við Flensborgar- skólann, en þá hafði vinur hans, Ólaf- ur Þ., verið settur þar skólastjóri í fjarveru Benedikts Tómassonar skólastjóra. Staða Ólafs þá var ná- kvæmlega eins og staða Stefáns í barnaskólanum tveimur árum áður. Framhaldið virtist líka ætla að verða eins. Benedikt sagði starfi sínu lausu um vorið, eins og Guðjón Guðjónsson hafði áður gert, Ólafur Þ. sótti um það og aftur var fundinn maður til að sækja á móti honum. En áður en frá þeirri ráðningu var hægt að ganga fóru fram alþingiskosningar og stjórnarskipti í kjölfar þeirra. Til- raunin til að ýta Ólafi til hliðar á sama hátt og Stefáni rann þar með út í sandinn, því að nýi ráðherrann fór eftir tillögum meirihluta fræðslu- ráðsins og veitti Ólafi starfið. Stefán starfaði við Flensborgar- skólann til 1963, en þá ákvað hann að breyta um starfsvettvang og var fyrst ráðinn forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins og síð- an bókafulltrúi ríkisins. Mér þykir líklegt að á þessum tíma hafi hann viljað losna við allan þann eril sem fylgir alltaf skólastarfi og fá þar með betra næði til ritstarfa, en áhugi hans á skáldsagnagerð virðist hafa vaxið með hverju árinu sem leið. Stefán lét af föstu starfi hjá ríkinu árið 1977, þá 62 ára gamall. Þá gerð- ist hann framkvæmdastjóri Hjarta- verndar í hálfu starfi og þar með hef- ur tími hans til ritstarfa enn aukist. Ungur varð hann þekktur fyrir vel skrifaðar barnabækur, þar sem bernskuslóðir hans í hrauninu vest- ast í bænum voru látnar vera sögu- sviðið. Síðar hóf hann að skrifa skáldsögur fyrir fullorðna lesendur og auk þess hefur hann gefið út end- urminningabækur og frásagnir af ýmsu tagi, sem of langt yrði upp að telja. Þó að fastir vinnustaðir Stefáns væru ekki lengur í Hafnarfirði hætti hann ekki að vera Hafnfirðingur. Hann tók af fullum krafti þátt í starfi fjölmargra félaga í bænum, sat í ýmsum nefndum á vegum bæjarins og var áfram talsvert virkur í pólitík. Eitt kjörtímabil var hann varaþing- maður fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjördæmi og tók þá tíma- bundið sæti á Alþingi. En hversu annríkt sem hann átti vanrækti hann þó ekki að byrja daginn á að fara í sund í gömlu sundlauginni við Herj- ólfsgötu. Það hefur sjálfsagt átt þátt í því hve vel hann hélt sér framundir hið síðasta. Kynni mín af Stefáni eru búin að vera af margvíslegum toga allt frá því að ég settist á skólabekk hjá hon- um 6 ára gamall og ég á margar góð- ar minningar frá samskiptum okkar fyrr og síðar. Meðan ég stjórnaði Flensborgarskólanum og hann heyrði ennþá undir fræðsluráð, síðar skólanefnd Hafnarfjarðar, hitti ég Stefán reglulega á fræðsluráðsfund- um og hann var í mörg ár prófaeft- irlitsmaður í skólanum, fyrst við landspróf og síðan samræmt grunn- skólapróf. Hann fylgdist vel með því sem gerðist í skólanum og var æv- inlega tilbúinn til gefa mér góð ráð, ef á þurfti að halda. Með Stefáni Júlíussyni er genginn mikill mannkostamaður, sem hefur sett sterkan svip á Hafnarfjarðar- kaupstað og komið þar við sögu á mörgum sviðum. Eins og kemur fram í ritum hans þótti honum vænt um heimabæ sinn, þekkti hann út og inn og vildi halda sögu hans og afrek- um á lofti. Hann lifði líka alltaf í sam- tíð sinni eins og hún var á hverjum tíma. Hann var hugsjónamaður og boðberi þess sem hann trúði á og snjall málafylgjumaður, ræðumaður með afbrigðum og naut sín vel á um- ræðufundum, sem oft hafa orðið býsna heitir í Hafnarfirði. Það er gott að hafa þekkt Stefán allan þenn- an tíma og fundið ávallt leggja frá honum hlýju og vinarþel. Huldu eiginkonu hans og Sigurði Birgi votta ég dýpstu samúð við frá- fall Stefáns og veit að þau geta hugg- að sig við, að það er gott að hafa not- ið í svo langan tíma samvista við drengskaparmann. Kristján Bersi Ólafsson. Látinn er Stefán Júlíusson, rithöf- undur. Minning hans lifir innan Rit- höfundasambands Íslands, enda starfaði hann mikið að rithöfunda- félagsmálum. Í félagatali RSÍ kemur fram að hann var kjörinn heiðurs- félagi þess árið 1996. Hann var og fé- lagi frá stofnun þess árið 1974 og er skráður þar í senn sem skáldsagna- höfundur, ævisagnahöfundur, barna- og unglingabókahöfundur og heimildarithöfundur. Ég minnist þess í æsku að hafa lit- ið í barnabók eftir hann. Þó vakti hann fyrst verulega athygli mína í maí árið 1969, en þá skrifaði hann grein um kjör rithöfunda í tímarit móður minnar heitinnar, Amalíu Líndal rithöfundar. Hét það tímarit 65 degrees; the readeŕs quarterly on Icelandic life and thought. Vil ég nú minnast þeirra beggja með því að þýða úr enskunni hluta af grein Stef- áns þar. Greinin ber titilinn: Vandi ís- lenskra rithöfunda. Hér á eftir fylgir brot sem verður enn að teljast op- inskátt varðandi kjör íslenskra rit- höfunda almennt: ,,... þó svo að það séu margir rit- höfundar á Íslandi og margar bækur séu gefnar út árlega og njóti mikillar dreifingar og lesturs er landið allt þó svo smátt samfélag í heild sinni, að varla getur talist að nokkur rithöf- undur nái að lifa af ritstörfum sínum einum saman. Flestir eru þeir rithöf- undar í hlutastarfi og sinna marg- víslegum störfum öðrum sér til meg- in viðurværis. Í mörgum tilfellum eru og ritstörf þeirra tómstundaiðja fremur en sérgrein. Mun ekki fjarri sanni að Nóbelsverðlaunahafinn, Halldór Laxness, sé einasti atvinnu- rithöfundurinn á íslenska tungu sem lifir algerlega af ritstörfum sínum og styðst hann þó mjög við útgáfur á verkum sínum erlendis í því viðfangi. Nokkrir aðrir freista þess reyndar að lifa af verkum sínum í bland við nokkurn stuðning frá ríkinu, en venjulega verða þeir þó að gefa sig i önnur störf annað veifið.“ Við þetta er helst að bæta að nú, rúmum þremur áratugum síðar, hef ég heyrt þá tölu nefnda innan Rit- höfundasambandsins, að um tveir tugir félagsmanna séu taldir geta lif- að af skrifum sínum einvörðungu. Þakka ég svo Stefáni Júlíussyni samfylgdina. Tryggvi V. Líndal. Sumir menn eru þannig að þú leggur lykkju á leið þína, til þess að að njóta samveru með þeim. Og end- urfundir án tilefnis vekja með þér ánægju og gleði. Stefán Júlíusson, sem nú er kvaddur, var þess háttar maður. Af honum geislaði vinátta, hlýja og viska sem allir gátu notið og ég og mitt fólk fengum að eiga ríkulegan hlut í. Vinátta Stefáns allar götur frá barnæsku var mér og mínum dýr- mæt gjöf. Strákhnokki í barnaskóla lagði ég lykkju á leið mína heim úr skólanum, ef ég sá kost á því að rölta nokkurn spöl með Stefáni. Leiðin í skólann var styst niður Suðurgötu og upp Lækjargötu en ef Stefán var á heim- leið um svipað leyti og ég, kleif ég glaður með honum Brekkugötuna upp að Bröttugötu til þess að „skeggræða“ við hann. Til þess hafði hann ávallt tóm og þolinmæði. Ekki man ég hvert var umræðuefnið, en hitt situr eftir að hann var uppalandi, mannræktunarmaður og heimsborg- ari. Himinklárt er að pilturinn ungi naut og nam af læriföðurnum á þess- um göngutúrum, sem gjarnan end- uðu á því að Stefán hjakkaði með stálbroddi regnhlífarstafsins utan með grjóthnullungi á nefndum gatnamótum, svona til áherslu orð- um sínum. Þannig voru hin fyrstu kynni. Stefán opnaði mörgum nýja heima. Skáldskapur hans og frá- sagnarlist voru ungum og öldnum uppspretta drauma. Menn fundu til með eða fundu sjálfa sig í persónum ritverka hans. Sú var tíð að Kári litli og hundurinn Lappi voru hluti af lif- andi tilveru allra uppvaxandi Íslend- inga. Aðrar persónur ritverkanna snertu marga með ýmsum hætti. En Stefán skóp ekki bara örlög í rit- verkum sínum, heldur líka í hinum harða heimi dagsstrits og raunveru- leika. Hann var eldheitur og óvæg- inn talsmaður lítilmagnans, róttæk- ur umbótarsinni og fjandmaður kúgunar og helsis, hvort sem það átti sér rætur í kapítalískum öfgum eða kommúnistískri blindutrú. Hann var lýðræðissinnaður húmanisti og jafn- aðarmaður. Óvæginn bardagamaður sinnar sannfæringar. Skeytin voru oft beitt og hinum særðu sveið stundum illa og létu skotmanninn stundum gjalda þess. Kannski var Stefán líka örlaga- valdur í lífi mínu. Hann gerði mig að leikara í einasta viðurkennda leik- hlutverki lífs míns, tólf ára gamlan, jaðarhlutverki með einni framsagn- arlínu en ógleymanlegri minningu. Síðar fékk Stefán mig í prófkjör rétt nýkominn úr háskólanámi, varla þrí- tugan. Af því varð síðar nokkur póli- tísk saga, en jafnframt reynsla, sem hefur gagnast víðar. Fundum okkar Stefáns og Huldu Sigurðardóttur eiginkonu hans bar oft saman með tilviljanakenndum hætti, bæði hér heima og erlendis, og alltaf nutum við samverustund- anna. Samveran var ávallt áreynslu- laus, eins og það væri jafnsjálfsagt að hittast þá frekar en fyrr eða síðar. Þau augnablik sem gáfust voru góð gjöf. Það eru forréttindi og unaður að hafa fengið að njóta leiðsagnar, sam- veru og vináttu svo gjöfuls og góðs manns sem Stefán Júlíusson var. Fyrir það er ég og mitt fólk þakklátt. Við Irma vottum Huldu, Sigurði og fjölskyldu innilegustu samúð. Kjartan Jóhannsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.