Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 45 Gunnar sneri aftur til Akureyrar og við tóku ýmis störf og fjölskyldulíf. Elsta barnið Steindór fæddist þeg- ar Hekla gaus 1947 en síðan komu þrjú til viðbótar, Sigbjörn, Kristín og Gunnar. Það var sennilega mesta gæfa Gunnars á lífsleiðinni að hitta Guðrúnu. Þótt þau væru í eðli sínu ólík varð úr mjög traust og gott hjónaband. Guðrún náði frá upphafi mjög góðu sambandi við tengdaforeldra sína og vini Gunn- ars og hann sýndi systkinum Guð- rúnar og fjölskyldum þeirra mikla ræktarsemi á móti. Gunnar starfaði um árabil sem slökkviliðsmaður á Akureyri, síðar sem eldvarnaeftirlitsmaður, þá sem umsjónamaður húseigna MA og síðustu starfsárin sem kennari við VMA. Hann kynntist fjölda fólks í störfum sínum og var mjög vel lát- inn af þeim sem þurftu að eiga samskipti við hann. Gunnar hafði létta lund og mikla frásagnargáfu. Gaman var að hlusta á hann segja frá ýmsum uppátækjum og ævintýrum strák- anna á Akureyri á æskuárum hans. Þá var hann sérstaklega greiðvik- inn við fólk og ætlaðist ekki til end- urgjalds. Börn Gunnars og Guðrúnar hafa öll haldið tryggð við Akureyri og samheldni ætíð verið mikil innan fjölskyldunnar. Gunnar var umvaf- inn börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og langafabörnum sem stöðugt glöddu hann með heimsóknum. Í þau fjölmörgu skipti sem ég leit inn til Gunnars og Guð- rúnar í áranna rás kom það afar sjaldan fyrir að ekki væru einhverj- ir afkomendur þeirra eða nákomnir ættingjar í heimsókn líka og alltaf var matur og kaffi á borðum, vel og ríkulega fram borið. Það er erfitt fyrir Guðrúnu, börnin og fjölskyldur þeirra að horfa á eftir elskulegum eiginmanni og fjölskylduföður. Veikindastríð Gunnars hefur reynt á þau. Því er nú lokið og þá er mér efst í huga minning um góðan fjölskylduföður og tryggan vin. Auk nánustu fjöl- skyldunnar er stór frændgarður og vinahópur sem saknar Gunnars. Ég bið Guðrúnu og fjölskyldunni allrar blessunar á erfiðum tíma. Sigfús Jónsson. Þegar ég minnist Gunnars Stein- dórssonar, vinar míns og velgjörða- manns, hvarflar hugurinn til baka rúm 40 ár. Þá var ég, sveitadreng- urinn alls óreyndur á mölinni, send- ur í skóla til Akureyrar. Skólafélag- arnir tóku mér vel og eignaðist ég fljótt marga góða vini. Þeirra á meðal og hvað nánastur var Stein- dór sonur Gunnars og varð heimili hans mitt annað á þessum árum. Gunnar og hans góða kona, Guð- rún, tóku mér strax sem sínum eig- in syni. Var ég m.a. kostgangari hjá þeim einn vetur og fæ ég seint þakkað vináttu þeirra og velgjörðir þá og æ síðan. Gunnar var á þess- um árum slökkviliðsmaður og staf- aði nokkrum ljóma af því starfi í huga mínum. Ekki minnkaði áhug- inn við að fá að heimsækja hann á stöðina og sjá öll herlegheitin. Þá var ekki ónýtt að heyra frásagnir hans af minnisstæðum eldsvoðum og mannraunum í því sambandi. Gunnar var sögumaður góður og kunni þá list að magna spennu frá- sagnarinnar og krydda söguna áheyrandanum til yndisauka. Sat ég margt kvöldið og hlustaði hug- fanginn á frásagnir hans. Flugsag- an var honum hugleikin, hafði enda unnið á þeim vettvangi af og til. Kunni hann margt eftirminnilegt af þeim málum að segja, ekki síst af ofurhugum flugsins í upphafi, en þá þekkti hann marga persónulega. Gunnar var mikill áhugamaður um öll ferðalög og kunni góð skil á landi og landshögum. Þá var hann vel að sér um menn og málefni og þetta allt tvinnaði hann saman í frásögn sem var fróðleg og alltaf skemmtileg því hann var gaman- samur í betra lagi. Pólitík var hon- um hugleikin. Hafði hann mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum og lá hreint ekki á þeim. Hann var Al- þýðuflokksmaður fram í fingur- góma. Vandaði hann andstæðingum sínum ekki kveðjurnar og mátti ég, „genetískur framsóknarmaðurinn“, oft sitja undir harðri ádeilu. Um alla hluti var Gunnar spurull og forvitinn. Rakti hann úr manni garnirnar um allt það sem honum þótti forvitnilegt. Það var því aldrei nein lognmolla yfir heimsóknunum til Gunnars og Guðrúnar og svo voru þau höfðingjar heim að sækja. Gunnar var ekki gallalaus maður fremur en við hin. Lífsnautnamaður var hann nokkur. Háði hann stund- um harða glímu við Bakkus konung og stórreykingamaður var hann um áratugaskeið. En á hvorutveggja sigraðist hann og sýnir það vel þann manndóm sem honum var gefinn. Mærðarfull eftirmæli voru Gunn- ari ekki að skapi. Ósk hans var sú að hann yrði kvaddur í kyrrþey. Ég vona að hann misvirði það ekki við mig þótt ég hafi hér að framan brugðið upp örlítilli mynd af honum eins og ég sé hann fyrir mér í minningunni. Ég kveð Gunnar með þakklæti í huga fyrir trausta vináttu hans og hjálpsemi við mig og mína og bið honum og öllum sem honum unna blessunar Guðs. Jón A. Baldvinsson. Ég vil minnast Gunnars Stein- dórssonar með örfáum orðum. Gunnar Steindórsson var einn af þeim mönnum sem settu svip á Ak- ureyri um áratuga skeið. Það var haustið 1976 sem kynni okkar hóf- ust. Ég var nýráðinn kennari við Akureyrardeild Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólann, sem þá starf- aði í Iðnskólahúsinu við Þórunn- arstræti. Gunnar Steindórsson kenndi þar einnig. Hann reyndist mér ákaflega vel þegar ég var að stíga mín fyrstu spor sem kennari á Akureyri, og er ég honum þakk- látur fyrir það og vináttu hans allar götur síðan. Það sem einkenndi Gunnar Steindórsson voru miklir og góðir mannkostir, fyrst og fremst hlýja, hjálpsemi og jákvæðni. Réttlætis- kennd hans var rík og tengdist trú hans á jafnaðarstefnuna í stjórn- málum. Félagslegt óréttlæti, þar sem fólki var mismunað vegna ætt- ar, uppruna eða annars, var um- ræðuefni sem stundum bar á góma þegar við hittumst. Gunnari var jafnaðarmennskan í blóð borin, hann var sannfærður um að á þeirri stefnu myndi þjóðfélag framtíðar- innar grundvallast, og hagur fjöldans yrði þannig best tryggður. Ég þekki engan mann, sem talað hefur af meiri sannfæringu um ágæti jafnaðarstefnunnar en Gunn- ar Steindórsson. Hann gat tekið ótal söguleg dæmi, gömul og ný, um það sem betur hefði mátt fara í stjórn landsins og þjóðarhag ef fylgt hefði verið hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Gunnar var mikill mannþekkjari. Hann var fordómlaus, og ávirðingar samferðamanna hafði hann ekki að umtalsefni. Hann vildi rétta þeim hjálparhönd sem hann gat, og munu margir hafa notið þess. Um sögu Akureyrar, bæði sögu byggðarlagsins og persónusögu, var Gunnar fróður, og naut ég þess að hlusta á frásagnir hans frá liðn- um tímum, en frásagnargáfu hafði hann einstaka. Ég á erfitt með að sætta mig við að eiga ekki eftir að mæta honum hressum á göngu í Hafnarstrætinu eða við Ráðhústorg á góðviðrismorgni. Það var einmitt á slíkum gönguferðum sem fundum okkar bar oftast saman síðari árin. Hlýlegt handaband og bros Gunn- ars geymist í minningunni um góð- an mann. Ég vil þakka Gunnari Steindórs- syni með þessum fáu orðum fyrir langvarandi vináttu og hlýjan hug í áranna rás til mín og fjölskyldu minnar. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð á þessari erfiðu stundu. Egill Héðinn Bragason og fjölskylda. Það eina sem maður getur gefið náunga sínum, er maður sjálfur ( – A. Munthe.) Það hefur aldrei horfið úr huga mér, hve vel Gunnar Steindórsson reyndist mér, þegar ég ásamt syni hans og öðrum góðum félögum í Al- þýðuflokknum, tók þátt í kosninga- baráttunni fyrir norðan, árið 1995. Gunnar og Guðrún, kona hans, buðu mér þá herbergi á heimili sínu og þar átti ég athvarf þegar komið var til Akureyrar, hvort heldur var í lengri eða skemmri tíma. Það reyndi mikið á Norðlendinga á þessum tíma, einn erfiðasti vetur í manna minnum og enn og aftur var fólk minnt á, hve mannfólkið er í raun áhrifalítið, þegar náttúruöflin vilja ráða ferð. Þær aðstæður sem ég persónulega var í, vegna póli- tískra sviptinga í Alþýðuflokknum, tóku líka mikið á mig ekki síður en aðra sem voru í forsvari barátt- unnar fyrir norðan. Það er mik- ilvægt að vera í jafnvægi og standa keikur þó á móti blási, en til þess að það takist, þurfa allir að fá tæki- færi til að slaka á og hlaða batt- eríin. Að eiga slíkt athvarf, sem heimili þeirra Gunnars og Guðrún- ar, þar sem manni leið alltaf eins og heima hjá sér, var á þessum tíma ómetanlegt og miklu meira virði en þau nokkurn tíma hafa gert sér grein fyrir. Í þeirra huga var það einfaldlega sjálfsagt mál að opna heimili sitt. Viðmót þeirra beggja var einstakt í minn garð og þarna byggðist upp sérstakt sam- band okkar á milli sem hefur verið mér og þeim hjónum mikils virði. Gunnar hafði mjög gaman að því að spjalla við fólk og við áttum saman margar góðar stundir, þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar. Frá árinu 1995 hef ég kíkt við á heimili Gunnars, Guðrúnar og Steindórs, eins oft og ég get, þegar leiðin hefur legið til Akureyrar. Á árlegum ökuferðum mínum á milli Garðabæjar og Húsavíkur hefur kaffisopinn í Hafnarstrætinu, þar sem horft er yfir fjölbreytt mann- lífið, verið ómissandi þáttur ferða- lagsins. Alltaf hefur ríkt þar sama við- mótið, hlýja, væntumþykja og gleði yfir heimsókninni. Elsku Guðrún. Mikið hefur verið lagt á fjölskyldu þína á síðustu mánuðum. Guð gefi ykkur öllum styrk og kraft til að halda áfram með ljós minninganna í veganesti. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldunni allri. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Gunnar Steindórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                     &@! 2& *2!!5 (8 (  8  " BC , (  7)(      7       "   #$$ 2 $  . 2  / &$  *7 $ . & &$  ! .8 ! / /0  / / / 4  )      )    ++2 &+%D 2:! - .8+      !      5         4    3   6   ,$$ &) %  9 2 $/ %E ( 2 $/ %  )8 *)  8 ,%  2 $/ (  % *  F&)  8  ( &)    % #  ?" 8     8 4 & ;  !- +:!!5 .85#  *(# /=G , (  7)(    1   (  & !)  /0  .)0 7 4                     :; !!5 * H0IG  7)"$    7 2    4      #  % !"   /0  /0 / /0 / / /0 4 % & )      )      !@ +&%-! - .  . .                 6/ ' &( ! )8 !   ! .  '! !&4)8  % ! 2 !! !" #"$)      / /0  / / /0 4       )      ! )  )    !&@;  +&9! - ?. J  7)"$        7 2    8)2   3   ,  + !)  % $ +  ! .8 2  !" +   *)0   +  !$!"    )  % $   / /0 4  )   2 @& ;  ! -          4     6+ '       4        "  #$$ 9)         3    3           '      4       *0  /0     / /0    0((/0 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.