Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 47 upp á fræðslustundir og trún- aðarsamtöl og margvíslegt helgi- hald í Skálholtsdómkirkju. Jafn- framt gefst mikill tími til útiveru og að sjálfsögðu ráða þátttakendur hversu mikið þeir fylgja dagskránni. Skrifstofa Skálholtsskóla veitir nánari upplýsingar og tekur við skráningu þátttakenda, en mikið er þegar bókað á þessa kyrrðardaga. Tónleikar í safnaðar- heimilinu í Sandgerði TÓNLEIKAR verða í safnaðarheim- ilinu í Sandgerði í kvöld, fimmtu- dagskvöld 7. mars, kl. 20.30. Páll Rósinkrans og Óskar Ein- arsson flytja tónlist úr ýmsum áttum meðal annars af geisladiskum Páls „No turning back“ og „Your song“ ásamt þekktum gospel-smellum. Óskar og Páll hafa farið víða um land og flutt tónlist sína við frábær- ar undirtektir. Enginn tónlistarunnandi ætti að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Tvær síðustu plötur Páls voru met- söluplötur á Íslandi og seldust í yfir AÐ venju er boðið til kyrrðardaga í Skálholti í dymbilviku, vikunni fyrir páska. Sigurbjörn biskup Einarsson flyt- ur hugleiðingar, sr. Jón Bjarman, áður sjúkrahúsprestur, annast sál- gæsluviðtöl en rektorshjón Skál- holtsskóla, sr. Bernharður Guð- mundsson og Rannveig Sigur- björnsdóttir, leiða Kyrrðardagana. Skráning er í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang; skoli@skal- holt.is. Þátttakendur koma austur til Skálholts á miðvikudagskvöld 27. mars og hefst samveran með kvöld- bænum kl. 18 en lýkur eftir hádegi á laugardaginn fyrir páska 30. mars. Þátttaka í kyrrðardögum felur í sér að hverfa frá erli og amstri, að draga sig í hlé til þess að njóta friðar og hvíldar í þögn, – finna þá kyrrð hugans sem er laus við órólegar og þjakandi hugsanir. Þessir dagar eru ætlaðir til bæna og íhugunar og er þar í raun farið að fordæmi Krists. Víða í guðspjöllunum er þess getið að Jesú fór úr miklum önnum og dró sig í hlé einn eða með lærisvein- unum í bæn og hvíld. Á kyrrð- ardögum ríkir hin hlýja þögn sem veitir tækifæri til að vera í fullkom- inni ró, ekki aðeins sem ein- staklingar heldur einnig sem hluti af heild sem biður og tilbiður frammi fyrir augliti Guðs. Dagskrá kyrrðardaganna um bænadagana markast að sjálfsögðu af þeim atburðum Píslarsögu Krists sem þá er minnst. Sigurbjörn biskup mun flytja íhuganir sínar bundnar þeim kvölds og morgna, boðið er 15 þúsund eintökum. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Sóknarprestur. Kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju Á HVERJUM fimmtudegi er kyrrð- arstund í hádeginu frá 12–12.30. Í dag munu Guðrún Sigríður Birg- isdóttir flautuleikari og Hörður Ás- kelsson organisti leika saman á hljóðfæri sín nokkur ljúf lög. Þá verður hugvekja í umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Eftir stund- ina í kirkjunni er gefinn kostur á léttum hádegisverði á vægu verði í safnaðarsalnum. Ný dögun – opið hús NÝ DÖGUN stendur fyrir opnu húsi í safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, fimmtudaginn 7. mars, kl. 20. Samtal, umræðuhópar og einfaldar slökunaræfingar. Sr. María Ágústs- dóttir leiðir fundinn. Allir velkomn- ir. Ókeypis aðgangur, frjáls fram- lög. Kyrrðardagar í Skálholti um bænadagana Skálholt Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und- ir stjórn organista. Fræðslukvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Fjallað um bók Esekíel spámanns og upphaf gyðingdóms. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björnsdótt- ir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Upplestur, söngstund, kaffi- spjall. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgel- tónlist í kirkjunni kl. 12–12.10. Að stund- inni lokinni er málsverður í safnaðarheimili. Alfanámskeið kl. 19–22. Kennarar Ragnar Snær Karlsson, Nína Dóra Pétursdóttir og sr. Bjarni Karlsson. Neskirkja. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Sveinn og Þorvaldur. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 9. mars kl. 14. Farið í heim- sókn í Ömmu kaffi, Austurstræti. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir kynnir miðbæjarstarfið. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22. Námskeið á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Á námskeiðinu verður leitast við að draga fram nokkra áhersluþætti í siðfræðiboð- skap Jesú sem þessar hugmyndir höfða bæði réttilega til og annað sem er rangtúlk- að. Farið verður í valda texta úr Nt og m.a. tekin fyrir stef úr fjallræðunni og dæmisög- um Jesú. Fyrirlesari er dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra. Á eftir fyrirlestrinum er boðið upp á umræður yfir kaffibolla. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Fjallað verður um söngnám barna. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttur hádegisverður eftir stundina. Alfa- námskeið kl. 19. Kvöldverður, fræðsla, um- ræðuhópur. Fræðsluefni: Hvernig get ég staðið gegn hinu illa? Kennari sr. Magnús B. Björnsson. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og biblíu- lestur í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir og ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Alfanámskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgurum í dag kl. 14.30–16.30 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM-fundur fyrir stráka á aldr- inum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Biblíulestrarnir sem verið hafa kl. 20 falla niður en bent er á Alfanámskeiðið á miðvikudögum. Prest- arnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10 foreldramorgunn. Keflavíkurkirkja. Lokaæfing fyrir fermingar- börn 10. mars. Þau sem fermast kl. 10.30 (hópur I, 8.A) mæti kl. 16. Þau sem fermast kl. 14 (hópur II, 8.B) mæti kl. 17. Hvalsneskirkja. Tónleikar með Páli Rósin- krans og Óskari Einarssyni í safnaðarheim- ilinu í Sandgerði kl. 20.30. Kletturinn. Kl. 19 Alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er hægt að kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheimili. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15 í safnaðarheim- ili. Ræðumaður: Gunnar Eyjólfsson leikari. Tónlistarflutningur: Jón Árni Sigfússon og hópur ungs fólks. Sr. Svavar A. Jónsson flyt- ur bænarorð. Kaffiveitingar. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Allir eru velkomnir. KFUM, Holtavegi. Sameiginlegur fundur AD KFUM og AD KFUK í kvöld kl. 20. Fund- urinn verður haldinn í Neskirkju og hefst kl. 20. Stundin verður í umsjá safnaðarins. All- ir velkomnir, konur og karlar. Munið árshá- tíðina laugardag. Safnaðarstarf JÓHANN Hjartarson hefur teflt af miklu öryggi á minningarmótinu um Dan Hansson og er nú kominn í undanúrslit mótsins. Hann hefur unnið allar skákir sínar fram til þessa fyrir utan jafntefli við Ingólf Gíslason í seinni atskák þeirra í fyrstu umferð. Í úrslitunum, sem tefld voru í gærkvöldi, mætti hann þeim skákmanni sem hefur komið mest á óvart í mótinu, tékkneska stórmeistaranum Jan Votava. Hann er með 2.515 Elo-stig og er stiga- lægsti keppandinn í undanúrslitun- um. Ivan Sokolov (2.659), sem er næststigahæsti keppandinn í mótinu, náði einnig í undanúrslit og mætir þar landa Votava, stórmeist- aranum Tomas Oral (2.542). Í þriðju umferð mótsins, sextán manna úrslitum, vakti viðureign þeirra Hannesar Hlífars (2.604) og Jaan Ehlvest (2.589) einna mesta at- hygli. Hannes sigraði í fyrri atskák- inni, en Ehlvest svaraði fyrir sig í þeirri seinni og mátaði Hannes. Þeir þurftu því að tefla tveggja skáka hraðskákeinvígi. Ehlvest hafði svart í fyrri skákinni, en náði engu að síður mjög vænlegri stöðu. Hannes varðist hins vegar vel og hafði auk þess betri tíma. Mótstaða Hannesar varð svo að lokum þess valdandi að Ehlvest lék af sér og Hannes sigraði nokkr- um leikjum síðar. Í seinni hraðskák- inni jafnaði Hannes taflið fljótlega og tryggði sér sigur af öryggi. Sigur Jans Votava á stigahæsta keppand- anum, Loek van Wely (2.698), vakti einnig óskipta athygli áhorfenda í þriðju umferð. Votava gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði van Wely 2–0. Í fjórðu umferð, átta manna úrslitum, beindist at- hyglin aftur að Hannesi. Að þessu sinni voru heilladísirn- ar hins vegar ekki hans meg- in og hann tapaði fyrri skák- inni fyrir Jan Votava. Í síðari skákinni virtist Hannesi hins vegar takast að skapa sér vinningsmöguleika í enda- tafli, en hann varð þó að lok- um að sætta sig við jafntefli og var þar með úr leik á mótinu. Mótið hefur verið bráð- skemmtilegt fyrir áhorfendur og mjög skemmtilega hefur raðast í umferðir. Þannig hafa íslensku skák- mennirnir alltaf raðast á móti er- lendum skákmönnum eftir fyrstu umferð, með einni undantekningu í annarri umferð þegar Jóhann tefldi við Braga Þorfinnsson. XX Reykjavíkur- skákmótið 2002 Skákveislan heldur áfram og dag- ana 7.–15. mars munu Skáksamband Íslands og Taflfélag Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir XX Alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu. Mótið hefur um árabil verið djásnið í krúnu íslensks skákmótahalds og laðar í hvert sinn fjölda erlendra skákmanna til lands- ins. Að þessu sinni er reiknað með þátttöku hátt í áttatíu keppenda, þar af tæplega tuttugu stórmeistara og fimmtán alþjóðlegra meistara, auk þess sem ríflega helmingur kepp- enda verður með meira 2.300 Elo- stig. Það stefnir því í hörkumót sem býður upp á góða möguleika á al- þjóðlegum áföngum fyrir okkar skákmenn. Íslensku stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grét- arsson, Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson eru allir meðal þátttak- enda, en stigahæstu keppendurnir eru Hannes Hlífar (2.604) og Jaan Ehlvest (2.589) frá Eistlandi. Það sem gerir XX Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið frábrugðið fyrri mótum, og mun koma því á spjöld íslenskrar skáksögu, er sú góða þátttaka kvenna sem allt stefn- ir í. Þegar hafa ellefu skákkonur skráð sig til leiks, sex frá öðrum löndum og fimm búsettar á Íslandi. Meðal þeirra erlendu kvenna sem hingað koma eru búlgarski kvenna- stórmeistarinn Antoaneta Stefanova (2.451) og alþjóðlegi kvennameistar- inn Jennifer Shahade (2.302) sem er nýkrýnd Bandaríkjameistari kvenna. Aldrei fyrr hefur þátttaka kvenna í alþjóðlegu móti verið jafn glæsileg hér á landi, en er vonandi merki þess sem koma skal. XX Alþjóðlega Reykjavíkurmótið fer fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Beinar útsendingar verða frá efstu borðum á ICC (www.chessclub.com) en auk þess má fylgjast með gangi mótsins á heimasíðu þess (www.skak.is/si/ reykjavik2002) eða fréttasíðu ís- lenskra skákmanna (www.skak.is). Umferðirnar hefjast klukkan 17 en boðið verður upp á skákskýringar upp úr klukkan 19. Áhorfendur eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Frekari upplýsingar um mótið veitir Hrannar Björn Arnarsson, forseti SÍ (sími 897-0503). Jóhann Hjartarson komst í undanúrslit SKÁK MINNINGARMÓTIÐ UM DAN HANSSON 4.–6. mars 2002 Daði Örn Jónsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Ivan Sokolov sigraði Aldísi Rúnu Lárusdóttur í fyrstu umferð en mætir Tomas Oral í undanúrslitum atskákkeppninnar. Ráðhús Reykjavíkur Þriðja umferð Atskákir Hrað. Loek van Wely - Jan Votava 0-1 0-1 Henrik Danielsen - Ivan Sokolov ½-½ 0-1 Vladimir Malakhov - Helgi Áss Grétarsson ½-½ 1-0 Luke McShane - Jóhann Hjartarson 0-1 0-1 Konstantin Landa - Nick de Firmian 0-1 ½-½ Jan Timman - Tiger Hillarp Persson 1-0 1-0 Jaan Ehlvest - Hannes Hlífar Stefánsson 0-1 1-0 0-2 Tomas Oral - Jón Viktor Gunnarsson 1-0 ½-½ Fjórða umferð Atskákir Hrað. Ivan Sokolov - Jan Timman ½-½ 1-0 Tomas Oral - Vladimir Malakhov 1-0 ½-½ Jóhann Hjartarson - Nick de Firmian 1-0 1-0 Hannes Hlífar Stefánsson - Jan Votava 0-1 ½-½ Bridsfélag Reykjavíkur Föstudaginn 1. mars var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur með þátttöku 20 para. Úrslit urðu þessi: Í norður-suður áttirnar Þórir Sigursteinsson – Hrólfur Hjaltason 43 Leifur Aðalsteinsson – Torfi Ásgeirsson 40 Bjarni Guðnas. – Guðmundur K. Steinb. 23 Torfi Axelsson – Geirlaug Magnúsdóttir 11 Í austur-vestur áttirnar Alfreð Kristjánss. – Jóhannes Guðm. 34 Bjarni Einarsson – Pétur Pétursson 33 Gísli Steingrímsson – Sigurður Steingr. 26 Bogi Sigurbjörnsson – Birkir Jónsson 24 Eftir að tvímenningum lauk var spiluð miðnætursveitakeppni með þátttöku 4 sveita. Spilaðir eru eins kvölds tvímenn- ingar á föstudögum og hefst spila- mennska kl. 19. Aðstoðað er við myndun para. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 26. febrúar mættu 25 pör í tvímenninginn og var hart barist. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Bryjna Dýrborgard. - Þorleifur Þórarinss.87 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 387 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 355 Hæsta skor í A/V: Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 388 Aðalbjörg Benediktsd. - Kári Sigurjónss.351 Ingibjörg Halldórsd. - Kristín Karlsd. 343 Sl. föstudag mættu 20 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 248 Eysteinn Einarss. - Jón Stefánss. 247 Einar Einarss. - Hörður Davíðs. 241 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 262 Hannes Ingibergss. - Friðrik Hermanns .256 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 249 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. Undankeppni Íslandsmótsins í Borgarnesi Undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni verða spiluð á Hótel Borgarnesi 8.–10. mars nk. 40 sveitir af öllu landinu taka þátt í mótinu og berjast um réttinn til að spila í úrslit- um mótsins um páskana. Dagskrá: Föstudagur 8. mars kl. 14.00 fyrirliðafundur 1. umferð föstud. 8. mars kl. 15.00–18.20 2. umferð föstud. 8. mars kl. 19.30–22.50 3. umferð laugard. 9. mars kl. 11.00–14.20 4. umferð laugard. 9. mars kl. 15.00–18.20 5. umferð laugard. 9. mars kl. 19.40–23.00 6. umferð sunnud. 10. mars kl. 11.00–14.20 7. umferð sunnud. 10. mars kl. 15.00–18.20 Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Bridgesambands- ins: www.bridge.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning í Hraunseli Flata- hrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudög- um og föstudögum. Mæting kl. 13:30. Spilað var 26. febrúar. Þá urðu úr- slit þessi: Sævar Magnúss. - Árni Bjarnas. 148 Sigurlína Ágústsd. - Guðm. Guðmundss. 140 Sveinn Jónsson - Jóna Kristinsd. 138 Maddý Guðmundsd. - Guðm. Árnas. 135 1. mars. Sigurlína Ágústsd.- Guðm. Guðmundss. 55 Jón Ó. Bjarnas. - Jón R. Guðmunds. 53 Sveinn Jónss. - Jóna Kristinsd. 53 Maddý Guðmundsd. - Guðmundur Árnas. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.