Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 49
Ókind er sveit úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Liðsmenn hennar eru þeir Ólafur Freyr Frímannsson trommuleikari, Birgir Örn Árnason bassaleik- ari, Steingrímur Karl Teague söngvari og hljómborðsleikari og Ingi Einar Jóhannesson gítarleikari. Allir eru þeir fæddir 1983 og leika „bara eitthvað rokk“ eins og þeir komust að orði. Soap Factory heitir pönkrokksveit úr Kópavoginum. Sveitin er skipuð þeim Ellert Sigurðarsyni gítarleikara og söngvara, Helga R. Ingvarssyni söngv- ara, Haraldi Ágústssyni gítarleikara, Pálma Hjaltasyni bassaleikara og Sigurði J. Sigurðssyni trommuleikara. Meðalaldur liðsmanna Soap Factory er hálft átjánda ár, en þeir segja pönk sitt ekki af hörðustu sort. Yngstu sveitarmenn þetta fyrsta tilraunakvöld eru þeir Kári Helgason og Hrafnkell Orri og Guðmundur Örn Sigurðssynir í hljómsveitinni Nuggets, á fjórtánda árinu. Kári syngur, Hrafn- kell leikur á bassa og Guðmundur á gítar, en þeir leika að sögn venjulegt rokk. MÚSÍKTILRAUNIR,hljómsveitakeppni fé-lagsmiðstöðvarinnarTónabæjar, hefjast í kvöld í Tónabæ. Þetta verða tutt- ugustu tilraunirnar frá því þær voru fyrst haldnar 1982, en fjöru- tíu hljómsveitir keppa að þessu sinni um hljóðverstíma og fjölda aukaverðlauna frá ýmsum aðilum. Margar hljómsveitir hafa stigið sín fyrstu skref á sviði í Tónabæ, en um sjö hundruð hljómsveitir hafa spreytt sig til þessa. Áhuginn fyrir tilraununum virðist og hafa aukist og fyrir nokkrum árum var tilraunakvöldunum til að mynda fjölgað um eitt til að sem flestar sveitir kæmust að. Þær hljómsveit- ir og þeir tónlistarmenn sem best hafa á haldið hafa nýtt þátttökuna vel til að koma sér á framfæri, gef- ið út plötur og sumar náð árangri erlendis. Fyrsta tilraunakvöldið verður í kvöld, annað tilraunakvöldið fimmtudaginn 14. mars næstkom- andi, þriðja föstudaginn 15. og fjórða og síðasta tilraunakvöldið verður fimmtudaginn 21. mars. Úrslitakvöld Músíktilrauna 2002 verður síðan föstudaginn 22. mars. Sigursveit síðasta árs var harð- kjarnasveitin Andlát, en harð- kjarninn var áberandi það ár og reyndar árið á undan líka en þá sigraði þó rappsveit, 110 Rott- weilerhundar, sem tóku sér síðar nafnið XXX Rottweilerhundar. Annars eru sigursveitir þessar: 1982 sigraði Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, 1983 Dúkkulísur, 1985 Gipsy, 1986 Greifarnir, 1987 Stuðkompaníið, Jójó 1988, Laglausir 1989, Nabbla- strengir 1990, Infusoria (Sor- oricide) 1991, Kolrassa krókríðandi 1992, Yukatan 1993, Maus 1994, Botnleðja 1995, Stjörnukisi 1996, Soðin fiðla 1997, Stæner 1998 og Mínus 1999. Fyrir sigur í Músíktilraunum 2002 fást 28 hljóðverstímar í Stúd- íói Sýrlandi sem Skífan gefur. Fyr- ir annað sæti fást 28 tímar í Grjót- námunni sem Spor gefur. Þriðju verðlaun eru 28 hljóðverstímar í Stúdíói Geimsteini, sem Geim- steinn gefur. Sveitirnar sem lenda í þremur efstu sætunum fá einnig geisladiska frá Skífunni að launum. Athyglisverðasta hljómsveit Músíktilrauna 2002 fær Sennheis- er Evolution E-835-hljóðnema frá Pfaff með standi og snúru og af- slátt í Pfaff næsta árið. Besti söngvarinn fær Shure Beta-hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn gjafabréf frá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti hljómborðsleikarinn sömu- leiðis, besti trommuleikarinn vöru- úttekt frá Samspili, besti gítarleik- arinn gjafabréf frá Rín og einnig gjafabréf frá Tónastöðinni, besti rapparinn fær Cad-hljóðnema frá Tónastöðinni og loks fær besti tölvarinn hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tónastöðinni. Rás 2 sendir út úrslitakvöldið og leggur til kynni öll kvöldin, Ólaf Pál Gunnarsson. Jón „Skuggi“ Steinþórsson sér um hljóm á til- raununum. Styrktaraðilar Músík- tilrauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Víf- ilfell – Sprite, Domino’s Pizza, Edda – miðlun/útgáfa og Hljóð- kerfisleiga Marteins Péturssonar. Jafnan leika gestasveitir fyrir tilraunagesti áður en keppni hefst hvert kvöld og á meðan atkvæði eru talin. Í kvöld byrjar Stafrænn Hákon leikinn og í lokin leikur Trabant fyrir gesti. Frá Stykkishólmi, Snæfellsbæ og úr Reykjavík koma þeir Helgi Axel Svavarsson gítarleikari, Leifur Björnsson söngvari, Vil- helm Grétar Ólafsson trommuleikari, Ágúst Benediktsson bassaleikari og Atli Sævar Guðmundsson gítarleikari. Þeir skipa hljómsveitina Core Blooming og leika rokk. Meðalaldur liðsmanna er rétt rúm 22 ár. Þriðja tölvusveitin þetta fyrsta tilraunakvöld er Tha Skream- erz sem er úr Reykjavík og Hafnarfirði. Sveitina skipa Elvar Grétarsson og Oddur Smári Rafnsson sem sjá um forritun, en þeir segjast leika blöndu af trans og breakbeat. Elvar er tutt- ugu og tveggja en Oddur átján. Tuttugustu tilraunirnar Liðsmenn Gizmo, sem koma úr ýmsum áttum, eru Gunnar Jakobsson söngvari og gítarleikari, Andreas Boysen trommuleikari, Eyþór Rúnar Ei- ríksson og Óttar Guðbjörn Birgisson gítarleikarar og Hlynur Hallgrímsson bassaleikari. Þeir eru allir á átjánda árinu utan Hlynur sem verður nítján í sumar. Gizmo leikur rokk, ekki of hart eða of laust að því þeir segja sjálfir. Lime er einsmannssveit Emils Hjörvars Petersens sem leikur tilrauna- kennda raftónlist á tölvur og hljómborð. Emil er á átjánda árinu en þess má geta að hann tók einnig þátt í síðustu Músíktilraunum. Reykjavíkurtríóið Noise tók einnig þátt í síðustu Músíktilraunum og komst þá í úrslit. Það er skipað sömu og þá, Einari Vilberg Einars- syni gítarleikara og söngvara, Stef- áni Vilberg Einarssyni bassaleikara og Hálfdáni Helga Harðarsyni trommuleikara. Þeir eru á átjánda árinu og leika „bara rokk“. Soap Factory Noise Ókind Lime Tha SkreamerzNuggets Core Blooming Gizmo Arnar Jónsson og Harpa H. Har- aldsdóttir skipa tvíeykið Heila- skaða. Þau leika framsækið tölvupopp, en Harpa syngur og Arnar sér um tölvur og syngur. Arnar er á tuttugasta og fimmta árinu en Harpa tuttugu og eins. Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, hefjast í kvöld. Árni Matthíasson segir frá tilraununum, sem eru nú haldnar í tuttugasta sinn. Hljómsveitin Tómarúm er úr Stykkishólmi og leikur „metalrokk“. Hana skipa Sveinn Arnar Davíðsson gítarleikari og söngvari, Sveinbjörn I. Pálsson bassaleikari, Eyjólfur Fannar Scheving gítar- leikari og Bjarki Hjörleifs- son trommuleikari. Meðal- aldur þeirra félaga er fimmtán ár. Tómarúm Heilaskaði Morgunblaðið/SverrirMorgunblaðið/Sverrir MÚSÍKTILRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.