Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SJÁLFKJÖRIÐ verður í bankaráð Íslandsbanka á aðalfundi félagsins á mánudaginn nk. þar sem Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norð- urljósa, dró í gær framboð sitt til baka en hann hafði boðið sig fram að áeggj- an fulltrúa hluthafa í bankanum, sem töldu að framboð hans gæti skapað málamiðlun milli fylkinga í hluthafa- hópi bankans. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér síðdegis í gær segir: „Ég hef ákveðið að draga framboð mitt til bankaráðs Íslandsbanka til baka. Að- dragandi málsins var sá, að til mín leituðu fulltrúar hluthafa í bankanum, sem töldu að framboð mitt gæti skap- að málamiðlun milli fylkinga í hlut- hafahópi bankans. Forsendur fyrir þessari málamiðlun brustu þegar nafn mitt var ranglega tengt einum hluthafahópnum. Þetta var gert án minnar vitneskju og án míns sam- þykkis.“ Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi vildi Hreggviður ekki tjá sig frekar um málið en segir í tilkynning- unni. LSR seldi Kaupþingi 2% Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bauð Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, fram lista yfir fulltrúa Orca-hópsins í bankaráðið á þriðjudag en frestur til að skila inn framboðum rann út kl. 14 þann dag. Á listanum var nafn Hreggviðs Jóns- sonar ásamt nafni Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más Baldvinssonar, for- stjóra Samherja. Var listinn boðinn fram án vitundar Hreggviðs. Þeir sem munu skipa bankaráð Ís- landsbanka eru Kristján Ragnarsson, Víglundur Þorsteinsson, Einar Sveinsson, Helgi Magnússon, Gunnar Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Mikil viðskipti voru með bréf Ís- landsbanka á Verðbréfaþingi Íslands í gær eða fyrir rúmlega 1.363 þúsund krónur og var lokaverð bréfanna í gær 4,88. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins (LSR) seldi Kaupþingi 2% af 3,8% hlut sínum í Íslandsbanka í gær. Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar LSR, segir LSR hafa fengið tilboð í 2% hlut lífeyrissjóðsins í Íslandsbanka á genginu 5,50. Tilboð- ið hafi verið um 12% hærra en síðasta viðskiptaverð, 4,90, á Verðbréfaþingi Íslands á þriðjudag og segir Albert að eftir nákvæma skoðun á tilboðinu hafi lífeyrissjóðurinn tekið ákvörðun um sölu í ljósi þess að um hagstætt verð var að ræða og viðunandi ávöxtun fyrir umbjóðendur sjóðsins sem eru sjóðsfélagar og launagreiðendur. Albert vill eigi að síður taka fram að lífeyrissjóðurinn telur Íslands- banka góðan fjárfestingarkost en seg- ir að mjög hækkandi verð að undan- förnu hafi skapað tækifæri til að innleysa töluverðan hagnað af fjár- festingunni. „Lífeyrissjóðurinn hefur með reglulegum kaupum fjárfest í Ís- landsbanka síðastliðna fimm mánuði, þó mest þegar gengið var á bilinu 3,7– 3,9.“ Albert leggur áherslu á að lífeyr- issjóðurinn hafi það meginmarkmið að ávaxta fjármuni umbjóðenda sinna á sem bestan hátt og því talið skyn- samlegt að selja nú þó að mjög líklegt sé að hann auki hlut sinn í bankanum ef verð hlutabréfanna verður hag- stætt. Hreggviður Jónsson dregur framboð í bankaráð Íslandsbanka til baka Núverandi meirihluti bankaráðsins heldur velli  Skák og mát/C2 STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði á Alþingi í gær í um- ræðu um tillögu Samfylkingarinnar um skipan rannsóknarnefndar til að skoða málefni Landssíma Íslands, að í ljósi þess að einkavæðingu Símans hefði seinkað og vegna þess að fram- undan væru miklar breytingar á fjarskiptasviðinu kæmi til greina að fjármálaráðherra tæki við eignar- hlut ríkisins í Símanum og færi með hann á meðan ríkið væri hluthafi í fyrirtækinu. Í dag fer samgönguráð- herra með þennan hlut. „Þar með verði undirstrikaður sá skýri vilji stjórnvalda að ekki ríki tortryggni annarra fjarskiptafyrirtækja vegna eignar ríkisins í Landssímanum. Ráðuneytið móti stefnu Hlutverk samgönguráðuneytis verði enn sem fyrr að móta stefnu og skapa framtíðarlausnir á sviði fjar- skipta og upplýsingatækni,“ sagði Sturla. Þingsályktunartillaga Samfylk- ingarinnar um skipun rannsóknar- nefndar er lögð fram með vísan í 39. gr. stjórnarskrárinnar. Jóhanna Sig- urðardóttir mælti fyrir tillögunni og gagnrýndi harðlega hvernig haldið hefði verið á málefnum Símans. Sturla hafnaði tillögu Samfylking- arinnar um skipan rannsóknar- nefndar og lagði áherslu á að Rík- isendurskoðun færi yfir þau álitamál sem rakin eru í tillögunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um Símann Fjármálaráðherra fari með hlut ríkisins  Deilt um/10 GRÍÐARLEGUR fjöldi snjótittlinga flýgur lóða á milli á Blönduósi og þiggur veitingar sem fram eru bornar því að hart er í ári. Fjöldinn er svo mikill að talað er um að það dragi fyrir sólu og dimmi í lofti þegar fuglarnir mæta í mat. Ákaf- inn er svo mikill eða réttara sagt sulturinn svo sár að fólk er varla búið að dreifa fuglakorninu þegar fuglarnir eru komnir. Skógar- þrestir og hrafnar hafa líka leitað ásjár hjá mannfólkinu og eru hrifn- ari af feitmeti hvers konar en fugla- korninu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hart í ári á köldum vetri FISKSALAR merkja samdrátt í neyslu almennings á fiski vegna verðhækkana sem orðið hafa undan- farin misseri. Kílóverð á lúðu hefur farið upp í 2.000 krónur í sumum til- vikum og þá hefur ýsa hækkað um- talsvert í verði. Meðalverð á þorsk- hrognum á fiskmarkaði hefur þre- faldast frá því í febrúar 2000. Meðalverð á fiski út úr fiskbúð hækkaði um 26% milli ára sam- kvæmt nýrri könnun Samkeppnis- stofnunar og segir Eiríkur Auðunn Auðunsson, einn þeirra sem reka Fiskbúðina Vör, að hækkandi fisk- verð hafi leitt til minni fiskneyslu heimilanna. Kristófer Ásmundsson, fiskiðnað- armaður í Gallerý Fiski, segir að við- skiptavinir séu kröfuharðari en áður. „Fyrir fáeinum árum kom fólk og bað um þrjú flök af tilteknum fiski án þess að velta þyngdinni fyrir sér. Nú biður það til að mynda um 1.200 grömm og ekkert umfram það. Fólk er hætt að safna í plokkfisk,“ segir hann. Fólk hætt að „safna í plokkfisk“  Dýrara í fiskbúðum/18 UNGUR maður var stunginn með hnífi í gærkvöld og er hann með alvar- lega áverka. Atburðurinn átti sér stað í húsi við Grettisgötu í Reykjavík um kl. 21.30. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Lögreglan handtók konu í íbúðinni sem er grunuð um verknaðinn og var hún yfirheyrð í gærkvöld. Vitni voru að atburðinum og létu þau lögreglu strax vita. Samkvæmt upplýsingum frá slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss er maðurinn með alvarlega áverka. Góðar líkur voru þó taldar á að hægt yrði að bjarga lífi hans. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík er með málið til rannsókn- ar. Maður stunginn með hnífi ÓVENJULEGA margir jarðskjálft- ar hafa komið fram á mælum í Mýr- dalsjökli síðustu vikurnar. Það sem af er þessu ári hafa verið skráðir um 600 jarðskjálftar í Mýrdalsjökuls- öskjunni, en í fyrra komu um 180 jarðskjálftar fram þar á mælum á fyrstu tíu vikum ársins. Erik Stur- kell, jarðskjálftafræðingur á Veður- stofu Íslands, segir að þetta þurfi ekki að merkja neitt sérstakt. Venjulega hefjist óróleiki á jarð- skjálftamælum við Mýrdalsjökul á haustin en síðan dragi úr honum í janúar eða byrjun febrúar. Að þessu sinni hafi óróleikinn haldið áfram og margir skjálftar komið fram á mæl- um í febrúar og mars. Að vísu hafi verið mun minna um jarðskjálfta í Mýrdalsjökli í þessari viku en í þeirri síðustu. Hugsanlega sé því að kom- ast meiri ró á jarðskorpuna undir jöklinum. Erik segir að margir jarð- skjálftar þurfi ekki að merkja neitt sérstakt. Margir skjálftar í Mýrdalsjökli ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.