Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.2002, Blaðsíða 1
56. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 8. MARS 2002 STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta kynnti í gær drög að reglum sem auka eiga persónulega ábyrgð stjórnenda í fyrirtækjum og tryggja hluthöfum betri upplýsingar um stöðu rekstrarins. „Ráðamenn í fyrirtækjum ættu ekki að hafa leyfi til að eiga leynileg viðskipti með hlutabréf í fyrirtækjum sínum,“ sagði forsetinn. Bush leggur til að reglur verði skýrari og refsingar við brotum á þeim hertar og vill að stjórnendur verði látnir endurgreiða fé sem þeir hafa fengið vegna samn- inga um afkomutengdar auka- greiðslur ef í ljós komi að greiðsl- urnar hafi byggst á villandi upp- lýsingum þeirra um afkomuna. Forsetinn hyggst, að sögn Harvey Pitts, yfirmanns bandaríska fjár- málaeftirlitsins (SEC), sjá til þess að ráðamenn fyrirtækja taki sjálfir á sig ábyrgð á því að upplýsingar sem veittar eru um fjármálalega stöðu fyrirtækisins séu sannleikanum samkvæmar. Ef hugmyndirnar verða samþykktar verður stjórnend- um gert skylt að skýra fjármálaeft- irlitinu frá kaupum á hlutafé í eigin fyrirtækjum „til að hagnast sjálfir“ ekki síðar en tveim dögum eftir að þau eru gerð en fresturinn er nú 40 dagar. Forsetinn vill að ráðamenn sem „augljóst er að hafa misnotað“ valdastöðu sína í fyrirtæki fái ekki oftar að gegna slíku starfi. Ekki er ljóst hvort nýju reglurnar myndu hafa áhrif á mál stjórnenda orkufyrirtækisins Enron en gjald- þrot þess fyrir skömmu er hið stærsta í sögu landsins. Ráðamenn Enron fengu samanlagt hundruð milljóna dollara í aukagreiðslur í fyrra en fyrirtækið hrundi í desem- ber. Stjórn Bush fékk á sínum tíma ráðgjöf hjá ráðamönnum Enron við að móta stefnu sína í orkumálum en neitar að birta opinberlega upplýs- ingar um viðræðurnar. „Kröfur samviskunnar“ Um er að ræða áætlun í tíu liðum og meðal annars kveðið á um að sett verði á laggirnar sérstök stofnun undir yfirstjórn SEC til að þróa staðla um fagleg vinnubrögð í við- skiptum, skilgreina verksvið og refsa þeim sem brjóta gegn siðareglum. Reglur um endurskoðendur verða hertar og heimild þeirra til að sjá um endurskoðun og annast ráðgjöf hjá sama fyrirtæki takmarkaðar. „Öll hugmyndin að baki frjálsu markaðshagkerfi byggist á því að frjálsir menn taki ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Bush. „Kaupsýslu- menn mega ekki einvörðungu láta kröfur markaðarins eða eigin hags- muni ráða heldur einnig kröfur sam- viskunnar.“ Bush vill auka ábyrgð forstjóra Washington. AP, AFP. Stjórnendur endurgreiði illa fengnar aukagreiðslur FIMMTÁN ára gamall Palest- ínudrengur, Saed Speih, sem ísr- aelskir hermenn skutu til bana í þorpinu Al Khader skammt frá Betlehem í vikunni, var jarðsettur í gær. Sést líkfylgdin hér við sund- urskotnar stöðvar öryggissveita Palestínustjórnar í Betlehem. Að minnsta kosti 13 Palest- ínumenn féllu í átökum við Ísraela í gær og hafa nú alls tæplega 1.400 manns, aðallega Palestínumenn, fallið síðan uppreisnin hófst haustið 2000. George W. Bush Bandaríkja- forseti ákvað í gærkvöldi að senda sáttasemjara sinn, Anthony Zinni, á ný til Miðausturlanda í næstu viku til að reyna að stöðva ofbeldið og koma á friðarviðræðum. Forsetinn skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og voru þeir Dick Cheney varaforseti og Colin Powell utanríkisráðherra með hon- um á fundinum. Reuters Líkfylgd í Betlehem ÍRAR höfnuðu naumlega í þjóðarat- kvæðagreiðslu breytingu á stjórnar- skrá sem falið hefði í sér hertar regl- ur um fóstureyðingar. 50,42% kjós- enda voru breytingunni andsnúin en 49,58 henni hlynnt. Kosningaþátt- taka var aðeins 43%. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, lýsti í gær vonbrigðum sín- um með úrslitin en efnt var til at- kvæðagreiðslunnar á miðvikudag að frumkvæði stjórnar hans. „Ég er vonsvikinn en ég er lýð- ræðissinni. Þetta er niðurstaða þjóð- arinnar,“ sagði Ahern við blaðamenn í Dublin. Athygli vakti að mikill mun- ur var á afstöðu í þéttbýli og dreif- býli en íbúar Dublin og nágranna- sveita – sem eru um þriðjungur íbúa Írlands – voru eindregið á móti breytingunni. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti ræt- ur að rekja til umdeilds hæstarétt- ardóms sem féll árið 1992. Þar heim- ilaði dómstóllinn 14 ára gamalli stúlku, sem nefnd var X, að ferðast til Englands í því skyni að fara í fóst- ureyðingu en hætta var talin á því að hún myndi ella fremja sjálfsmorð. Varð X þunguð eftir að hafa verið nauðgað af vini fjölskyldunnar. Stjórnarskrárbreytingin, sem nú var lögð til, fól í sér að úrskurði hæstaréttar frá 1992 hefði í raun verið hnekkt, þ.e. sjálfsmorðshug- leiðingar móður hefðu ekki talist við- unandi réttlæting fóstureyðingar. Fóstureyðingar Írar höfnuðu hertri löggjöf Dublin. AP, AFP. FRAMLEIÐNI í bandarískum fyrirtækjum jókst um 5,2% á síð- asta fjórðungi liðins árs. Kemur það fram í endurskoðuðum hagtöl- um, sem birtar voru í gær. Aukn- ingin er sú mesta í hálft annað ár og verulega meiri en spáð var. Með framleiðni er átt við framleiðslu á hverja unna stund. Aukningin var 1,2% en vinnu- stundum fækkaði hins vegar um 3,8%. Þá minnkaði vinnuaflskostn- aður um 2,3%. Alan Greenspan seðlabanka- stjóri sagði að allt benti til, að nýtt hagvaxtarskeið væri að hefjast, og hefur hann ekki verið jafn bjart- sýnn á framvinduna um alllangt skeið. Hann varaði þó við óraun- hæfum vonum og sagði almenning ekki hafa mikið svigrúm til að auka neysluna frá því, sem nú væri. Vaxtarskeið á ný? Washington. AFP. NEFND, sem skipuð var af ríkis- stjórninni og þjóðkirkjunni í Nor- egi, hefur lagt til, að ríki og kirkja verði aðskilin. Til þess þarf að breyta stjórnarskrá og staðfesta breytinguna. Af aðskilnaði gæti því í fyrsta lagi orðið eftir nokkur ár. Sextán af 17 mönnum í svokall- aðri Bakkevig-nefnd lögðu til, að ríki og kirkja, sem hafa verið í einni sæng frá árinu 1537, yrðu aðskilin og þjóðkirkjunni ekki gert hærra undir höfði en öðrum trúfélögum. Í áliti nefndarinnar segir, að fjár- útvegun og allar ákvarðanir innan kirkjunnar og annarra trúfélaga eigi að vera í höndum safnaðarins en á síðustu árum hefur stundum slegið í brýnu milli kirkjunnar og ríkisvaldsins. Það hefur borið allan kostnað af rekstrinum og hefur haft síðasta orðið um embættaveit- ingar. Fyrir tveimur árum gekk ríkisstjórnin til dæmis í berhögg við vilja kirkjunnar og veitti samkyn- hneigðum manni prestsembætti. Ríki og kirkja verði aðskilin í Noregi Ósló. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.