Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 1
57. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. MARS 2002 ÍSRAELAR felldu að minnsta kosti 40 Palestínumenn í árásum á palest- ínsk þorp og flóttamannabúðir í gær, og Palestínumenn felldu sex Ísraela. Eru þetta mestu blóðsúthellingar er orðið hafa í Mið-Austurlöndum á einum sólarhring í hálft annað ár, eða síðan nýjasta lota uppreisnar Palestínumanna gegn hersetu Ísr- aela hófst í september 2000. Í þess- ari viku hafa 112 Palestínumenn og 36 Ísraelar fallið. Átök geisuðu á Gaza-svæðinu og í flóttamannabúðum á Vesturbakkan- um klukkutímum saman í gær. Beitti Ísraelsher skriðdrekum og þyrlum til árása á Palestínumenn. „Það rigndi byssukúlum af himnum úr öllum áttum,“ sagði bóndinn Hat- em Abu Teir þegar hann lýsti árás Ísraela á þorpið Khouza á Gaza, þar sem 16 Palestínumenn féllu. Í Atzmona, landnemabyggð gyð- inga, skaut palestínskur byssumað- ur fimm ísraelska táninga til bana þegar hann gekk berserksgang í um stundarfjórðung um miðnættið í fyrrinótt. Fjórir táninganna féllu þar sem þeir voru að lesa trúarrit. Ísraelskir hermenn felldu palest- ínska byssumanninn. Bandaríkjastjórn krafðist þess í gær að Ísraelar hættu tafarlaust árásum sínum. Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði að umfram allt skyldi óbreyttum borgurum hlíft og nefndi að í gær hefðu Ísraelar m.a. ráðist á palest- ínska sjúkraflutningamenn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hringdi í Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna, í gær. Sharon gaf í skyn að hann hefði fallið frá þeirri kröfu, sem hann hefur löngum staðið fastur á, að friðarviðræður yrðu ekki hafnar nema að vika liði án átaka. „Viðræður um vopnahlé munu fara fram í kúlnahríð,“ sagði hann í viðtali við ísraelska sjónvarp- ið. Arafat bað Powell þess lengstra orða að skerast í leikinn. „Arafat sagði við [Powell] að Bandaríkja- menn yrðu tafarlaust að hlutast til um að Ísraelar létu af hertum árás- um,“ sagði palestínski þingmaðurinn Saeb Erekat. Bardagar héldu áfram í gærkvöldi og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Sjónvarpsstöðin CNN sagði í gærkvöldi að 50 Palestínumenn hefðu fallið í gær. Anthony Zinni, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar, heldur til Mið- Austurlanda í næstu viku til þess að reyna að koma á friðarumleitunum. Ísraelska ríkisstjórnin kemur saman á morgun til þess að samþykkja formlega tvær tillögur Bandaríkja- manna að grundvelli fyrir vopnahlé og friðarviðræður. Tillögurnar voru samdar í fyrra, önnur af yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar, George Tenet, og hin af alþjóðlegri nefnd undir forystu Bandaríkja- mannsins George Mitchells. Á annað hundrað hefur fallið í átökum í Mið-Austurlöndum undanfarna viku Mesta mannfall á einum sólarhring í hálft annað ár Jerúsalem. AP, AFP.  Bush reynir/26 ÁKVEÐIÐ hefur verið, að engu teknetíni, sem er mjög geislavirkt efni, verði sleppt frá kjarnorkuend- urvinnslustöðinni í Sellafield á sumri komanda. Verður það gert í tilrauna- skyni en að því er fram kemur í norska blaðinu Aftenposten er ekki ólíklegt, að þar með verði alveg hætt að skola efninu út í sjóinn. Per Strand, deildarstjóri í Geisla- vörnum norska ríkisins, segir í við- tali við Bergens Tidende, að þetta sé mikið fagnaðarefni, þótt breska stjórnin eigi raunar enn eftir að leggja blessun sína yfir tilraunina. Er Strand í nefnd norskra geislasér- fræðinga og embættismanna, sem að undanförnu hefur átt viðræður við stjórnendur Sellafield-stöðvarinnar og bresk umhverfis- og heilbrigðis- yfirvöld. Nú er teknetíninu skolað út í Írska hafið og þaðan berst það með haf- straumum norður á bóginn, til Nor- egs og annarra landa við norðanvert Atlantshaf. Breska stjórnin og Brit- ish Nuclear Fuels, sem á og rekur Sellafield-stöðina, hafa hingað til haldið því fram, að ekki sé önnur leið til að losna við efnið. Børge Brende, umhverfisráðherra Noregs, segir, að með ákvörðun Sellafield-stöðvarinnar standi nú öll spjót á bresku stjórninni. Segir hann, að það yrði henni til skammar ef hún samþykkti ekki tilraunina. Á hinn bóginn sé við öllu að búast af henni þegar Sellafield er annars veg- ar. Ekkert teknetín frá Sella- field? SORIA Parkla, sem er einn af leið- togum afganskra kvenna í barátt- unni fyrir auknum mannréttindum, veifar til vinar síns og faðmar aðra konu í ráðuneyti málefna kvenna í Kabúl í gær. Alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna var haldinn hátíðleg- ur víða um heim í gær og í fyrsta sinn í 11 ár í Afganistan. AP Konur fagna BANDARÍSKIR hermenn sitja við Chinook-herþyrlur alþjóðaliðsins á flugvellinum í Bagram, skammt norður af Kabúl í Afganistan í gær. Liðinu, sem berst gegn harð- skeyttum eftirhreytum al-Qaeda- liðsins í fjallahéruðum Austur- Afganistan, berst nú liðsauki þar sem eru afganskir hermenn og vopn. Alls eiga um þúsund afgansk- ir hermenn að bætast í hópinn, en af þeim eru sex hundruð þegar komnir á bardagasvæðin. Óhag- stætt veður mun hafa að mestu komið í veg fyrir loftárásir í gær. Bandarískir embættismenn segja að fimm til sex hundruð al-Qaeda- liðar hafi verið felldir síðan aðgerð- in Anaconda hófst í síðustu viku. Er sú tala mun hærri en Bandaríkja- menn höfðu áætlað heildarfjölda þeirra al-Qaeda-manna sem enn væru undir vopnum í Afganistan. Þörfin fyrir liðsaukann varð brýn þegar í ljós kom hversu miklu fjöl- mennari andstæðingarnir voru en búist hafði verið við. Staðfest tala fallinna hermanna í alþjóðaliðinu var enn átta í gær. Haft var eftir bandarískum sveit- arforingjum, að hart hefði verið barist í gær, en alþjóðaliðið mætti ekki lengur fjölmennum hópum al- Qaeda-liða, heldur einungis fá- mennum flokkum, sem væru þó harðir í horn að taka. Mannfall í röðum al-Qaeda hefði verið mikið síðasta sólarhringinn, en sveit- arforingjarnir bandarísku nefndu engar tölur um það. Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði í Washington að hann vænti þess að draga myndi úr bardögum á næstunni. AP Fá liðsauka MÖRGUM til nokkurra von- brigða hefur komið í ljós, að al- heimurinn er ekki fölgrænn eins og haldið var fram fyrir skömmu, heldur bara hvers- dagslega ljósbrúnn. Misskiln- ingurinn stafar af villu í hugbún- aði tölvunnar, sem notuð var til að litgreina ljósadýrðina. Tveir stjarnfræðingar við Johns Hopkins-háskólann til- kynntu í janúar, að þeir hefðu fundið litarsamnefnara ljóssins frá 200.000 vetrarbrautum og ályktuðu út frá því, að væri hann greinanlegur mannlegu auga myndi alheimurinn birtast í föl- grænum lit. Þeir félagarnir, Karl Glaze- brook og Ivan Baldry, segja nú, að þetta sé ekki alveg rétt. Það megi rekja til þess, að vegna villu í hugbúnaði tölvunnar var ekki notast við hinn eina, sanna hvíta lit, heldur afbrigði af hon- um. Þegar því var blandað sam- an við önnur litbrigði kom út föl- græni liturinn. Engir stjórnmálamenn „Þetta er dálítið leiðinlegt en svona eru vísindin,“ sagði Glaze- brook. „Við erum hins vegar engir stjórnmálamenn, heldur vísindamenn og viðurkennum mistökin. Alheimurinn virðist ljósbrúnn, þótt ég sé ekki alveg viss um hvað eigi að kalla það.“ Þeir Glazebrook og Baldry segja, að litgreiningin þjóni í sjálfri sér engum vísindalegum tilgangi og aðallega til gamans gerð. Hins vegar hefði fréttin vakið mikla athygli og margir litasérfræðingar eða litaverk- fræðingar haft samband við þá og beðið um eintak af hugbún- aðinum. Það voru síðan þeir, sem komu auga á villuna. Alheim- urinn er ljósbrúnn Washington. AP. RÚSSNESKI skákmaðurinn Garrí Kasparov og Úkraínumaðurinn Ruslan Ponomariov, heimsmeistari FIDE í skák, eru efstir og jafnir á skákmótinu í Linares á Spáni, og mætast í næstsíðustu umferð móts- ins í dag. Ponomariov bar sigurorð af Spán- verjanum Francisco Vallejo í 12. um- ferð, sem fór fram í gær, og Kasp- arov gerði jafntefli við Englend- inginn Michael Adams. Kasparov mun stýra hvítu mönnunum í skák- inni í dag. Skák hans við Ponomariov í sjöttu umferð mótsins lauk með jafntefli. Kasparov og Ponom- ariov jafnir Linares. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.