Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ 410 MANNS, langmest konur, leit- uðu til Stígamóta í fyrra vegna kyn- ferðisofbeldis og hefur aðsókn stöð- ugt aukist síðastliðin þrjú ár. 1.734 viðtöl voru tekin við þolendur en þess má geta að af þeim 410 manns sem leituðu sér aðstoðar í fyrra voru 225 að koma í fyrsta skipti. Til sam- anburðar leituðu 380 manns til Stígamóta árið 2000. Í nýrri ársskýrslu Stígamóta kemur fram að aðsókn hefur aukist um 26,4% síðan 1999. „Við getum ekki hugsað okkur að túlka þetta sem aukið ofbeldi og höf- um heldur engar forsendur til þess,“ sagði Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta, á blaðamannafundi í gær þar sem árs- skýrslan var kynnt. „Við getum von- að að tölurnar séu hærri en áður vegna þess að það hafi orðið ákveðin vitundarvakning í samfélaginu. Það stemmir heldur ekki almennilega því ef vitundarvakning hefði orðið, hefði hún líka átt að virka á þá sem beita ofbeldinu og það hefur hún greinilega ekki gert. En það er ánægjulegt að fjölgunin er fyrst og fremst á meðal ungs fólks sem getur þýtt að færri burðast einir með leyndarmálin áratugum saman eins og verið hefur hingað til.“ 14 komu vegna nauðgana á útihátíðum Komum vegna nauðgana fjölgaði á milli áranna 2000 og 2001 úr 84 í 90. Þar af leituðu 14 stúlkur stuðn- ings vegna nauðgana á útihátíðum en voru 9 árið 2000. Afdrif þeirra mála sem bárust Stígamótum 2001 eru þann veg að ekki var kært í 88,3% tilvika. Fang- elsisdómar voru kveðnir upp í 2% mála. 5,9% mála eru í vinnslu og 1,6% þeirra voru felld niður. Stígamót eru að hefja átaksverk- efni til þess að bæta þann stuðning sem samtökin veita konun í kynlífs- iðnaði. Í ársskýrslunni kemur fram að Stígamótakonum hafi orðið æ ljósari tengslin á milli kynferðisof- beldis og vændis. „Vændi er mjög falin starfsemi á Íslandi og margar konur og nokkir karlar sem leitað hafa til Stígamóta vegna kynferðis- ofbeldis hafa skýrt frá störfum í kynlífsiðnaðinum,“ segir í skýrsl- unni. „Nær allt þetta fólk á sameig- inlegt að hafa verið beitt kynferðis- ofbeldi í æsku, hafa síðan leiðst út í fíkniefnaneyslu og síðar fjármagnað hana með vændi. Skömm þeirra vegna þessarar iðju er nær óbærileg og flest eiga þau það sameinglegt að þeim finnst þau hafa misst alla stjórn á aðstæðum sínum, þannig að þau hafi ekki haft val um hver seldi þau, hverjum, eða hvers konar kyn- lífsathöfnum þau þurftu að taka þátt í.“ Á þessu ári verður ráðist í marg- þætt verkefni til þess að bæta stuðn- ing við konur í vændi. Opnuð verður símalína fyrir þær sem óska eftir stuðningi en treysta sér ekki til að koma í viðtal. Símtalið er ókeypis og númerið verður 800-5353. Sérstakur gestur Stígamóta er Doris Otzen, forseti International Abolitionist Federetion, alþjóðlegra samtaka sem beita sér gegn vændi. Mun hún halda erindi í málstofu sem Stígamót standa fyrir í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 11–14. Þolendur kynferðisofbeldis sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru 410 talsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Stígamótakonur munu opna ókeypis símalínu fyrir konur í vændi sem óska eftir stuðningi en treysta sér ekki í viðtal. Aðsókn eykst þriðja árið í röð RANNSÓKNIN á flugatvikinu við Gardermoen-flugvöll í Osló 22. janúar síðastliðinn þegar Flug- leiðavél hætti skyndilega við lend- ingu er í gangi á vegum norskra flugmálayfirvalda, en talsvert er í að niðurstöður hennar liggi fyrir þar sem gagnaöflun stendur enn yfir. Arne Østby Wik, sem fer með forræði rannsóknarinnar fyrir hönd norskra flugmálayfirvalda, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði fengið skýrslu flugstjórans vegna atviksins og einnig skýrslur nokkurra farþega. Þá hefði verið óskað eftir upplýs- ingum úr flugrita vélarinnar og þær upplýsingar væru á leið til þeirra. Á þessu stigi máls gæti hann því ekki lagt mat á hversu al- varlegt þetta flugatvik hefði verið. Hann sagði aðspurður að þegar slík atvik ættu sér stað rannsök- uðu þeir allar hliðar málsins og alla þætti sem gætu haft áhrif í þessum efnum. Þeir hefðu einnig upplýsingar úr flugturninum á Gardermoen. Þeir myndu fara yf- ir allar þessar upplýsingar og nið- urstaðan koma fram í skýrslu um atvikið. Hann bætti því við að gerð skýrslunnar ætti ekki að taka mjög langan tíma, en þegar skýrslan væri tilbúin yrði hún send viðkomandi aðilum, svo sem flugfélaginu, flugmönnunum og fleirum, til skoðunar, og vegna þess að um alþjóðlegt flugatvik væri að ræða tæki sú meðferð sex- tíu daga. Gagnaöflun stendur enn yfir Fulltrúi norskra flugmálayfirvalda um flugatvikið við Gardermoen LAXNESSHÁTÍÐ verður haldin í Stokkhólmi 21. mars en á henni verður sérstök sýning með tilvitn- unum í verk skáldsins. Sýningin er á sænsku en Kaupþing í Stokkhólmi kostar hana. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að þeir Hall- dór Guðmundsson, forstjóri Eddu- Miðlunar, og dr. Lars Lönnroth, sérfræðingur í íslensku, muni fjalla um skáldið og verk hans í menning- arhúsinu, „Kulturhuset“, í Stokk- hólmi. Þar verður einnig flutt tón- list auk þess sem kvikmyndin Úngfrúin góða og húsið eftir Guð- nýju Halldórsdóttur verður sýnd. Vináttufélag Svíþjóðar og Íslands í Stokkhólmi stendur fyrir dag- skránni í „Kulturhuset“ í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð auk fleiri aðila. Síðar á árinu verður efnt til Lax- nesshátíða í Gautaborg, Örebro, Umeå, Husquarna, Jönköbing, Málmey og Lundi. Laxnesshá- tíð í Stokk- hólmi EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur ákært mann fyrir skattsvik upp á 13,6 milljónir króna á síðasta áratug með því að hafa sem fram- kvæmdastjóri einkahluta- félags, sem úrskurðað var gjaldþrota árið 2000, ekki stað- ið skil á virðisaukaskatts- skýrslum, skilað röngum skýrslum og ekki staðið toll- stjóranum í Reykjavík skil á innheimtum virðisaukaskatti félagsins. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og er krafist refsingar yfir ákærða, sem neitar sök. Efnahagsbrotadeildin hefur ennfremur ákært annan mann fyrir brot á lögum um virðis- aukaskatt, þar sem svikin eru talin nema tæpum 2,3 milljón- um króna. Meint brot áttu sér stað frá 1996 til 2000 og krefst efnahagsbrotadeild refsingar yfir ákærða sem hefur tekið sér frest til að tjá sig um ákæruna. Ákærður fyrir 13,6 milljóna króna skattsvik RÆKJUBÁTURINN Bára ÍS-66 sökk við bryggju í Súðavík í gær- morgun. Neyðarkall barst frá bátn- um í gegnum Tilkynningarskylduna og voru lögregla og björgunarsveit kölluð út. Báturinn var mannlaus og er talið að sjálfvirkur neyðarsendir hafi farið í gang þegar báturinn sökk. Ekki er vitað um ástæðu óhappsins en gott veður var í Súða- vík í gærmorgun. Bára er 25 tonna eikarbátur og er í eigu Hraðfrysti- hússins Gunnvarar hf. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði barst neyðarkallið um klukkan hálf- sex í gærmorgun. Þá fór lögregla strax á vettvang og sá bátinn liggja á botninum við bryggjuna í Súðavík. Báturinn var á rækjuveiðum í Ísa- fjarðardjúpi í fyrradag og gengu sjó- mennirnir frá bátnum við bryggjuna á Súðavík um klukkan 21 í fyrra- kvöld.Unnið var að því að ná bátnum upp í gær og var stefnt að því að koma honum í slipp til Ísafjarðar samdægurs. Lögreglan á Ísafirði sagði að ekki hefðu skapast vanda- mál vegna olíuleka úr bátnum í höfn- inni. Bára ÍS sökk í Súðavík- urhöfn Ljósmynd/Haukur Magnússon Stefnt var að því að ná Báru, sem hér marar í hálfu kafi, á þurrt í gær og koma henni í slipp á Ísafirði. FLENSUFARALDURINN virðist hafa náð hámarki eða vera jafnvel í rénun en að sögn Haralds Briem sótt- varnarlæknis hafa verið talsverð veik- indi á meðal starfsmanna í heilbrigð- isgeiranum að undanförnu. „Ég hef verið að skoða tölur um þetta sem hafa verið að koma inn og mér sýnist þetta þó ekki vera neitt óvenjulegt ástand á flensutíma en sennilega hef- ur hún náð toppi síðustu vikurnar.“ Haraldur segir að heilbrigðisstéttir séu hvattar til þess að láta bólusetja sig gegn flensunni. „Ástæðan er sú að við viljum helst að starfsfólk sé varið og það dregur þá líka verulega úr lík- unum á því að það beri flensuna til sjúklinga. Það hefur sýnt sig í rann- sóknum erlendis að það er betra að bólusetja starfsfólk en gamla fólkið, þótt auðvitað sé reynt að bólusetja það líka; það virkar þó síður á eldra fólk þar sem ónæmiskerfið er orðið slappara ef svo má segja. Almennt má segja að það sé góð aðferðafræði að bólusetja starfsmenn í heilbrigðis- geiranum.“ Haraldur segir að bóluefnið sem notað er verki á þá veiru sem nú er að ganga. „En þrátt fyrir allt er ekki nema 70 til 80 prósent vörn í bólusetn- ingum þannig að það eru margir, ekki síst þeir eldri, sem hafa látið bólusetja sig, en fá samt flensuna. En auðvitað dregur bólusetning á heildina litið mjög úr faraldrinum. Síðan er alltaf talsvert um það að fólki vill ekki láta bólusetja sig eða finnst það ekki við hæfi. Mér finnst hins vegar,“ segir Haraldur, „bólusetning vera ákaflega mikilvæg til þess að vernda sjálfan si- g.En það skiptir ekki síður máli að menn eru einnig að vernda aðra með því að láta bólusetja sig og axla sam- félagslega ábyrgð og faraldurinn verður vægari fyrir vikið.“ Flensan er sögð hafa náð hámarki Handteknir vegna innbrots LÖGREGLAN í Reykjavík handtók þrjá pilta í fyrrinótt fyrir innbrot í bifreið við Æsu- fell. Skömmu eftir að innbrotið var framið voru piltarnir teknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Þeir eru allir innan við tvítugt. EINN var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á mótum Jaðarsels og Holtasels í Reykjavík skömmu eftir klukk- an 13 í gær. Hinn slasaði mun hafa fengið höfuðhögg og van- kast við það. Taka þurfti aðra bifreiðina með kranabifreið af vettvangi. Árekstur við Jaðarsel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.