Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna fóru fram umræð- ur um jafnréttismál kynjanna á Al- þingi í gær. Páll Pétursson félagsmálaráðherra fylgdi umræð- unum úr hlaði með munnlegri skýrslu sinni um stöðu jafnréttis- mála á Íslandi. Hann vék í upphafi að kynbundnum launamun og sagði það markmið stjórnvalda að koma í veg fyrir slíkan launamun. „Eins og kunnugt er binda stjórnvöld mikla vonir við að fæðingar- og foreldra- orlofslög dragi úr kynbundnum launamun en þau koma að fullu til framkvæmda um næstu áramót,“ sagði ráðherra en um áramótin öðl- ast feður þriggja mánaða sjálf- tstæðan rétt á fæðingarorlofi. Auk þess eiga mæður þriggja mánaða sjálfstæðan rétt og foreldrar þar fyrir utan sameiginlegan rétt á þremur mánuðum sem annað for- eldrið getur tekið í heild eða for- eldrar skipt með sér. Ráðherra sagði að lögin um fæð- ingarorlof væru til þess fallin að „jafna foreldraábyrgð og þá um leið að jafna stöðu foreldra á vinnu- markaði“. Síðan sagði hann: „Það er ánægjulegt að geta upplýst ykkur um að flestir nýbakaðir feður tóku mánuðinn sinn á árinu 2001 og svo virðist sem þeir sem von eiga á barni á þessu ári muni nýta sér rétt sinn.“ Páll Pétursson vék einnig að of- beldi gegn konum og sagði slíkt of- beldi margþætt vandamál sem ætti sér djúpar rætur í samsetningu samfélaga. „Reynslan hefur sýnt að afleiðingar ofbeldis gegn konum eru mjög kostnaðarsamar fyrir samfélagið. Værum við betur sett ef unnt væri að verja þeim fjármunum í forvarnir og annað uppbygging- arstarf konum til handa. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðist verði í markvissar forvarnaraðgerðir þar sem m.a. borgararnir eru gerðir sér meðvitandi um tilvist ofbeldis gegn konum. Enn fremur þarf að efla fræðslu um ofbeldi gegn konum á öllum skólastigum. Þar sem vanda- málið er til staðar verður ekki hjá því komist að bregðast við því. Er mikilvægt að tryggja þolendum við- eigandi aðstoð og umönnun frá lög- reglu, starfsfólki heilbrigðisstétta og félagsþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Þá þurfa dómarar, sækjend- ur og verjendur að vera sér meðvit- andi um sérstöðu þessara mála. Gerendur ofbeldis gegn konum þurfa oft einnig á aðstoð að halda.“ Sagði ráðherra að síðustu að til þess að stjórnvöld næðu sem best- um árangri í baráttunni gegn of- beldi á konum myndi hann beita sér fyrir stofnun samráðsnefndar fé- lagsmálaráðuneytis, heilbrigðis- ráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfé- laga svo unnt yrði að styrkja þver- faglega samvinnu aðila á þessum sviðum. „Þegar litið er heildstætt á ofbeldi gegn konum liggur ljóst fyr- ir að margir ólíkir aðilar koma að þessum málum, bæði opinberir og einkaaðilar,“ sagði hann. „Til þess að stjórnvöld nái sem mestum ár- angri í baráttunni verður að telja nauðsynlegt að samhæfa aðgerðir þeirra á ólíkum fagsviðum.“ Kjör kvenna hafa breyst Hlutfall kvenna á þingi er nú 36,5% en var 25% á síðasta kjör- tímabili. Þá er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum landsins 28,2%. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti auk þess á að í fimmtán sveitarfélögum á landinu væri engin kona í sveitar- stjórn. „Nú er tækifæri þegar verið er að stilla upp lista eða kjósa til sveitarstjórna í vor að bæta þar verulega úr. Enginn listi ætti að koma fram án þess að þar sé kona á lista nema það sé engin kona í sveit- arfélaginu. Síðan sagði hún: „Það er því miður orðið æ erfiðara að fá fólk til að sinna þessum störfum, bæði konur og karla.“ Sagði hún að verk- efnin væru orðin viðameiri og að „launin væru ekki há fyrir þá vinnu.“ Drífa benti ennfremur á að í upphafi aldarinnar hefðu konur barist fyrir hærri launum, bættum aðbúnaði á vinnustöðum og kosn- ingarétti. „Kjör kvenna á Vestur- löndum hafa mikið breyst síðan þá en samt sem áður hafa konur ekki náð sömu launum og karlar.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fór einnig inn á launamun kynjanna í ræðu sinni og kom fram í máli hennar að hún væri ekki bjartsýn á að þeim mun yrði útrýmt á næstunni. Þá fjallaði hún um stöðu mæðra á vinnumarkaðn- um. „Með því að ala barn í þennan heim og annast það…hafa mögu- leikar hennar til frekari starfs- frama verið skertir verulega. Vinnukraftur hennar hefur verið gengisfelldur og allar tilraunir hennar til að ná því að vera jafngóð fyrirvinna og maðurinn hennar er eru dæmdar til að mistakast.“ Allir kraftar nýttir Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði að af hlutfalli kynjanna í stjórnmál- um mætti ráða að enn frekar þyrfti að vinna að jafnri þátttöku kynjanna í stjórnmálum og Magnús Stefánsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, sagði að Íslendingar þyrftu að taka sig verulega á til að ná fram „þeim sjálfsögðu markmið- um sem felast í launajafnrétti kynjanna“. Þar, sagði hann, verða allir að leggjast á eitt. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, vék eins og aðrir þingmenn einnig að kyn- bundnum launamun í ræðu sinni. „Enn hreyfist barátta kvenna fyrir sömu laun fyrir sömu störf með hraða snigilsins í íslensku sam- félagi,“ sagði hún. „Sporslurnar, bílastyrkirnir, óunnin yfirvinna og þess háttar fara að stærstum hluta til karla. Launaleynd á vinnumark- aði kemur körlum helst til góða. Þeir hafa forskotið, þeir bera sig saman, þeirra laun eru ekki leynd- armál þeirra á milli. Niðurstaðan er þeim í hag. Gamaldags viðhorf til kvenna á vinnumarkaði eru því mið- ur enn ríkjandi og goðsagnirnar lifa góðu lífi samanber þá að konur séu meira frá vinnu vegna veikinda barna. Vonir hafa verið bundnar við ný fæðingarorlofslög. Nú er það svo að karlmenn eru að verða „jafnóstabíll vinnukraftur“ eins og það hefur stundum verið orðað, og konur. Og það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni þegar at- vinnurekendur verða áþreifanlega varir við þá staðreynd að karlmenn eru í barneign svo að segja allt sitt líf.“ Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði m.a. að því hvers vegna við vildum jafnrétti kynjanna. Svaraði hann því á eft- irfarandi hátt: „Það er í fyrsta lagi réttlætismál. Við karlmenn viljum að mæður okkar, konur, systur og dætur séu ekki meðhöndlaðar eins og annars flokks fólk. En við viljum líka nýta alla krafta.“ Sagði hann að jafnréttismál væri ekki bara rétt- lætismál. Þau væru líka efnahags- mál. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði það ljóst að konur væru mun háðari fjölbreyttu og þróuðu velferðarkerfi en karlar. „Ástæðan er tvíþætt; í fyrsta lagi er góð félagsleg þjónusta forsenda þess að stúlkur og konur geti sótt menntun, stundað launavinnu og verið efnalega sjálfstæðar; í öðru lagi er hið opinbera velferðarkerfi stærsti vinnuveitandi kvenna…“ Sagði Jón síðan að allar aðgerðir stjórnvalda til að rýra hlut og stöðu velferðarkerfisins væru skref aftur- ábak. „Einkavæðingu velferðar- kerfisins verður að stöðva því hún er ein mesta ógn kvenfrelsis á Ís- landi. Í máli Rannveigar Guðmunds- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, kom m.a. fram að jafnrétt- isbarátta nýrrar aldar ætti að vera án landamæra. „Mismunur kynjanna í fátækari löndum er gíf- urlegur og stuðningur við sjálfstæði kvenna þar er mikilvægur í öllu uppbyggingarstarfi,“ sagði hún. Helga Guðrún Jónasdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, benti á að kynbundinn launamunur hefði á undanförnum áratug mælst á bilinu 11 til 18% körlum í vil og „að hlutur kvenna í efstu stjórnlögum væri hvarvetna grátlega lítill“. Þá sagði hún að hin hefðbundnu kynhlut- verkaskipti blöstu við nánast hvert sem litið væri. „Má þar nefna sem dæmi: verkaskipting á heimili, námsval ungs fólks og skiptingu vinnumarkaðarins í annars vegar karlagreinar og hins vegar kvenna- greinar.“ Vakti hún athygli á því að lykillinn að varanlegum árangri í jafnréttisbaráttunni fælist í því að við beindum sjónum okkar í enn ríkari mæli að „hinni huglægu birt- ingarmynd misréttisins sem endur- speglast hvað skýrast í hefðbundnu kynhlutverkaskiptingunni.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók síðastur til máls í þessari umræðu. Staðnæmdist hann m.a. við jafnrétti í stjórnmálum og sagði: „Það hefur verið vakin at- hygli á því að það hafi nokkuð þok- ast hér í þessum sal.“ Benti hann á að hlutur kvenna á þingi hefði auk- ist eftir síðust alþingiskosningar. Þar þyrfti þó að gera enn betur til að rétta hlut kvenna og það sama ætti við um sveitarstjónarmál. Þingmenn ræða jafnrétti kynjanna í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna Þingmönnum varð tíðrætt um launamun kynjanna í umræðum um jafnréttismál á Alþingi í gær. Arna Schram fylgdist með umræðunum. Vonir bundnar við nýju fæðingar- orlofslögin Morgunblaðið/Golli Þingkonur ræða hér málin en á Alþingi í gær fór fram umræða um jafn- réttismál kynjanna í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. HÉR er ég mætt aftur til að skrá niður fréttir af þinginu. Fyrsta þingvikan liðin. Og engin stórkost- leg pólitísk tíðindi hafa litið dagsins ljós. Heldur rólegt. Á yfirborðinu að minnsta kosti. Kjör bænda voru rædd í vikunni og sömuleiðis Síma- málið svokallaða. Þá var komið inn á einkavæðingu heilsugæslustöðva og jafnréttismál kynjanna. Hér er með öðrum orðum rætt um allt milli himins og jarðar. Ekkert er þingmönnum óviðkomandi. Í þingsalnum skiptast menn í flokka; í stjórn og stjórnarand- stöðu. Og þar berjast menn með orðum; beina spjótum sínum að andstæðingunum, þeim sem eru í hinu liðinu. En á kaffistofunni eru sverðin slíðrur. Þingmennirnir, hvar svo sem þeir staðsetja sig í stjórnmálum, setjast hlið við hlið og ræða saman. Um hvað? Jú, allt milli himins og jarðar. Þar fara um- ræðurnar fram í mestu vinsemd. Ólíkt því sem gjarnan gerist í þing- salnum. Að þessu leyti er þingið óvenju- legur vinnustaður; þingsalurinn er eins og leiksvið en kaffistofan og gangar þingsins eru vettvangur þess sem gerist að tjaldabaki. Menn, sem hafa háð harða orrustu úr ræðustól Alþingis, stíga niður af sviðinu, mætast á göngum þingsins, klappa hverjir öðrum á axlirnar og gera jafnvel grín að því sem sagt var í hita leiksins. Mig rekur t.d. minni til þess að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, hafi í einhverri orrahríðinni kallað Davíð Oddsson, formann Sjálfstæð- isflokksins, „hannyrðakonu“ mikla. Ef ég man rétt var það í grafalvar- legum og snörpum umræðum um bankamál hér um árið. Eftir lætin í þingsalnum hittust þeir á göngum þingsins, Steingrímur og Davíð, og skiptust á vinsamlegum orðum um hannyrðakonuna og það sem hún hefði verið að „handhekla“, fyrr um daginn. En þótt venjan sé sú að stjórn- arþingmenn og stjórnarandstæð- ingar skipi sér í tvo flokka er stundum brugðið út af vananum. Það gerðist í þessari viku. Þing- menn Framsóknarflokksins „fóru sínar eigin leiðir“, ef svo má að orði komast í títtnefndu Símamáli. Í máli Jónínu Bjartmarz, þingmanns flokksins og fulltrúa hans í stjórn Símans, kom m.a. fram að hún væri ekki sátt við það viðhorf forsætis- ráðherra að það „að hreinsa út alla stjórn Símans sé helst og best til þess fallið að byggja upp aftur“, eins og hún orðaðið það tiltrú á fyr- irtækið. „Störf þeirrar stjórnar og þeirra sem þar sitja er auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni en meiri- hluti stjórnarinnar hefur ekkert það sér til sakar eða vansa unnið að fá frá hæstvirtum forsætisráðherra þessa kveðju,“ sagði hún og bætti við að margar lykilákvarðanir hefðu á hinn bóginn verið teknar framhjá stjórninni, m.a. samningur um greiðslur til stjórnarformanns Símans og starfskjör fyrrverandi forstjóra félagsins. Þessi orð Jón- ínu eru í anda ummæla Kristins H. Gunnarssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sagði ekki nóg að hreinsa út stjórn Símans. Sumum finnst e.t.v. eðlilegt að Jónína sem stjórnarmaður í Síman- um svari gagnrýni forsætisráð- herra á stjórn Símans en aðrir telja þetta merki um það sem koma skal; að þingflokkur Framsóknarflokks- ins eigi á næstunni eftir að gera meira af því að „fara sínar eigin leiðir.“ En talandi um framsóknarmenn. Ég er ekki frá því að þeir hafi verið ögn brosmildari í vikunni en ella. Skv. skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna sem birt var í vikunni bættu þeir við sig rúmum átta pró- sentustigum frá sambærilegri könnun í október sl. Að sama skapi misstu Vinstri grænir ríflega átta prósentustig frá því í október. Af þessu mætti ætla að fylgi væri að færast frá Vinstri grænum yfir á framsóknarmenn. Margir hafa a.m.k. ályktað sem svo. Um það hins vegar hvort Evrópuumræða formannsins hafi eitthvað hjálpað til skal ósagt látið, en eitt er víst að Evrópusinnana er varla að finna hjá VG.      Lognið á undan storminum? EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.