Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Allt til fermingar sími 462 2900 Blómin í bænum OPNIR dagar hafa staðið yfir í Verkmenntaskólanum á Akureyri síðustu daga, en slíkir dagar eru ár- legur viðburður í skólalífinu og jafn- an mikið um að vera. Á opnu dög- unum er brotin upp hin hefðbundna kennsla og áhersla lögð á að efla fé- lagslífið. Nemendum gafst færi á að hlýða á ýmsa fyrirlestra um marg- vísleg málefni og þá komu góðir gestir í skólann og kynntu nem- endum þá starfsemi sem þeir eru í forsvari fyrir. Rekin var kaffistofa og þá var m.a. boðið upp á námskeið í förðun og matreiðslu, afródönsum og áhugasamir gátu fræðst um húð- flúr svo eitthvað sé nefnt. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á að kynna listnámsbraut skól- ans, en hún tók til starfa haustið 2000 og þar eru nú þegar um 80 nemendur. Áður var myndlista- og handíðabraut við skólann, sem var þriggja ára nám, en nú gefst nem- endum kostur á að ljúka stúdents- prófi af listnámsbraut. Á listnáms- braut er lagður grunnur að frekara námi í listgreinum í sérskólum eða skólum á háskólastigi. Boðið er upp á þrjú kjörsvið; hönnunar- og text- ílkjörsvið, myndlistarkjörsvið og tónlistarkjörsvið. Opnir dagar í VMA Fannar Hólm, nemandi í VMA, skoðar verk eftir nemendur. á sjúklingum. Mun valinn hópur inn- lendra og erlendra tannlækna fá búnaðinn til prófunar áður en fram- leiðslan hefst. Markaðssetning á að- ferð og tækjabúnaði er svo ráðgerð seinni hluta ársins 2003, eða þegar fyrstu klínísku tilraunum er lokið. Kostnaður við smíðina 50 milljónir króna „Danska fyrirtækið metur kostn- að við smíðina upp á 50 milljónir króna. Fyrirtækið ætlar sjálft að leggja út fyrir þessum kostnaði og það fær ekkert greitt nema vel gangi. Það eru vissulega meðmæli með hugmyndinni. Einnig hefur verksmiðja í Gauta- borg í Svíþjóð, sem framleiðir tól og tæki til postulínsgerðar, verið skoð- uð. Það hafa þó engar viðræður um kaup á tækjabúnaði farið fram enn sem komið er. Fyrst munum við ein- beita okkur að þróun tækisins,“ sagði Egill. Tugir starfa gætu skapast í kring- GLOBODENT, fyrirtæki Egils Jónssonar tannlæknis á Akureyri, er að ganga frá samningi við danskt fyrirtæki, Pinol A/S, um smíði á tæki sem tannlæknar þurfa að nota við vinnu með postulínsfyllingar sem Globodent hyggst hefja fram- leiðslu á. Globodent hefur sótt um einkaleyfi á tækinu. Sem kunnugt er fékk Egill verðlaun Nýsköpunar- sjóðs árið 2000, fyrir viðskiptaáætl- un sína um framleiðslu og sölu á fjöldaframleiddum postulínsfylling- um. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að koma verkefninu í fram- kvæmd.Frá upphafi hefur Egill unn- ið náið með Iðntæknistofnun að þró- un hugmyndarinnar og á þeim tíma hafa fjölmargir sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, verið kallaðir til. Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir vilja til að koma að málinu og samþykkt að styðja verkefnið í gegnum framkvæmdasjóð gegn ákveðnum skilyrðum. Ásgeir Magn- ússon, formaður bæjarráðs, sagði það sína von að verkefnið verði til þess að efla nýsköpun í atvinnulífinu í bænum. Egill sagði að ákvörðun bæjaryfirvalda um aðkomu að fyr- irtækinu væri mjög jákvæð. „Breið samstaða bæjarráðs er mikill stuðn- ingur við mig og mína samstarfs- menn.“ Framleiðsla hefst á næsta ári Pinol A/S, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun á örsmáum íhlutum fyrir rafeinda- og fjar- skiptaiðnaðinn og búnað til lækn- inga og tannlækninga, ráðgerir að framleiðsla geti hafist fyrri hluta ársins 2003. Samningar standa enn yfir við danska fyrirtækið, en sam- starfi þessu hefur verið hrint út vör á grundvelli viljayfirlýsingar Pinol A/S. Meðan á undirbúningi fram- leiðslu stendur, verða smíðaðar framleiðslufrumgerðir sem hægt verður að nota til klínískra prófana um starfsemi Globodent á Akureyri á næsta áratug og sagði Egill að flestir kæmu starfsmennirnir að markaðs- og þróunarvinnu en ekki væri gert ráð fyrir miklum fjölda starfsmanna í sjálfri postulínsverk- smiðjunni. „Þetta verða fyrst og fremst tæknistörf en hversu mörg þau verða ræðst af því hversu vel tekst til með uppbygginguna hér á Akureyri. Því þarf að vinna vel að samstarfi hér á norðurslóðum.“ Unnið að því að afla fleiri einkaleyfa Egill sagði verkefnið falla vel að hinni nýju byggðaáætlun ríkisins. Hann sagði að unnið væri að því að afla fleiri einkaleyfa á einstökum at- riðum tengdum tækinu og fylling- unum, en það að hafa einkaleyfin gefur fyrirtækinu möguleika á að selja framleiðsluréttinn í aðrar heimsálfur. „Það er ekkert verra að fá hingað til lands tekjur sem aðrir eru að skapa úti í heimi.“ Samið við danskt fyrirtæki um smíði tannlæknatækis fyrir postulínsfyllingar Tugir starfa gætu skapast í kringum fyrirtækið á Akureyri Afar óvenjulegt er að refir séu að þvælast í mannabyggð en talið er að sá sem týndi lífi á Akureyri hafi sloppið úr refabúi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru allar líkur á að rebbi verði stopp- aður upp. Á myndinni er Gunnar Knutsen með refinn. LÖGREGLAN skaut ref inni í miðri íbúðarbyggð í fyrrinótt. Lögreglumenn á eftirlitsferð urðu refsins varir í Skarðshlíð í Gler- árþorpi um kl. 5. Refurinn reynd- ist hreint ótrúlega gæfur og því þurftu lögreglumennirnir ekki að hafa mikið fyrir því að fella dýrið. Morgunblaðið/Kristján Lögreglan skaut ref í Skarðshlíð MIKIÐ vatn flæddi upp á yfirborðið og rann um Hvannavelli síðdegis í gær, en leiðsla undir götunni hafði af einhverjum ástæðum farið í sund- ur. Franz Árnason, for- stjóri Norðurorku, sagði að nokkur vinna yrði við að loka leiðsl- unni og dæla vatni upp. Malbik fór í sundur of- an við leiðsluna, en vatnið náði að þvo und- an malbikinu með þeim afleiðingum að nokkurt tjón varð á bíl þegar hann féll ofan í holu sem grófst undan mal- bikinu. Franz sagði að sem betur fer hefði annað tjón ekki orðið í kjölfar þessa óhapps. Vatnselgur eftir að leiðsla fór í sundur Morgunblaðið/Kristján Loka þurfti Hvannavöllum að hluta eftir að vatnsleiðsla fór í sundur í götunni í gær. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall- að að fjölbýlishúsi við Skarðshlíð um miðjan dag í gær, en eldur kom upp í potti á eldavél í einni íbúð í húsinu. Íslenskt lambakjöt sem í pottinum var brann upp til agna en nágrannar fundu mikla brunalykt leggja frá íbúðinni. Vöktu þeir húsráðanda, sem hafði sofnað, og var hann kom- inn út þegar slökkvilið kom að, en var fluttur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar vegna gruns um reykeitrun. Mikil brunalykt var í íbúðinni að sögn varðstjóra hjá slökkviliði en annað tjón varð ekki. Lambakjötið brann upp til agna STOFNFUNDUR Góðvina Háskól- ans á Akureyri verður haldinn á Hót- el KEA á sunnudag, 10. mars og hefst hann kl. 15. Hópur áhugamanna hefur að und- anförnu unnið að stofnun samtak- anna, en þau hafa að markmiði að stuðla að eflingu Háskólans á Akur- eyri. Um 50 félagar mættu á und- irbúningsfund vegna stofnunar sam- takanna sem haldinn var í janúarmánuði og skráðu sig þá sem stofnfélaga. Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn en vilja gerast stofnfélagar geta haft samband við Jónu Jónsdóttur í Háskólanum á Ak- ureyri eða skráð sig á unak.is heima- síðu háskólans. Stofnfundur Góðvina háskólans KIRKJUVIKU lýkur í Akur- eyrarkirkju á morgun, sunnu- dag, með hátíðarmessu. Í messunni mun sr. Hannes Örn Blandon prófastur setja Ing- unni Björk Jónsdóttur djákna inn í embætti. Kór Akureyr- arkirkju syngur og er Sigrún Arna Arngrímsdóttir for- söngvari. Í messunni verður m.a. fjallað um Jóhann Ó. Haraldsson tónskáld og hans minnst en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Eftir Jóhann liggur mikið magn tónsmíða af ýmsu tagi og hafa mörg laga hans notið vinsælda víða um land. Í hátíðarmessunni verð- ur m.a. flutt lag hans við sálm Matthíasar Jochumssonar „Upp þúsund ára þjóð“ og einnig orgelverk. Kirkjuviku lýkur SÖNGTÓNLEIKAR Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða sunnudaginn 10. mars, kl. 15 í Laugarborg. Fram koma lengra komnir nemendur sem flytja fjölbreytta efnisskrá í tengslum við stigspróf. Píanóleikar- ar verða Dóróthea Dagný Tómas- dóttir og söngkennararnir Erla Þór- ólfsdóttir og Þuríður Baldursdóttir. Söngtónleikar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.