Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 43 ✝ Heiðrún Ágústs-dóttir fæddist á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 1. október 1934. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Ásgríms- son, bóndi á Ásgríms- stöðum, f. 5.8.1888, d. 26.7. 1971, og kona hans Guðbjörg Alex- andersdóttir, f. 23.7.1891, d. 4.4. 1974. Heiðrún var yngst 10 systkina en þau eru: 1) Karl Ásgrímur, f. 7.12. 1910, d. 6.6. 1991, maki Þórhalla Steins- dóttir, f. 10.3. 1916, d. 14.5. 1999. 2) Helga Jóhanna, f. 15.5. 1912, d. 28.11. 1996, maki Ágúst Steinsson, f. 5.12. 1912, d. 21.12. 1998. 3) Vil- helmína Ingibjörg, f. 7.8. 1914, maki Ingólfur Siggeir Andrésson, f. 24.4. 1912, d. 26.4. 1957. 4) Sig- rún Halldóra, f. 1.6. 1917, d. 5.8. 1997, maki Óskar Rafn Magnús- son, f. 5.1. 1916, d. 16.11. 1985. 5) Björn Arnar, f. 21.12. 1918, d. 20.11. 2001, maki Þóra Einarsdótt- ir, f. 7.6. 1933. 6) Ragnar Halldór, f. 15.8. 1922, maki Brigitte Thieme Ágústsson, f. 11.5. 1923. 7) Guðjón Sverrir, f. 6.10. 1923, d. 3.2. 1973. 8) Guðgeir Ágústsson, f. 13.7. 1927, maki Sigríður Þorsteins- dóttir, f. 22.4. 1941. 9) Skúli Björg- vin, f. 29.10. 1929, d. 17.6. 1995, maki 1 Hallbjörg Guðmundsdóttir, f. 11.4. 1925, d. 4.12. 1972, maki 2 Ólína Steingrímsdóttir, f. 23.7. 1931, d. 4.2. 1994. Heiðrún ólst upp í föðurhúsum á Ásgrímsstöð- um allt þar til hún hinn 23.7. 1951 giftist eftirlifandi eiginmanni sín- um Einari Sigbjörnssyni, frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, f. 1.5. 1922. Börn þeirra eru: 1) Jór- unn Anna, f. 29.12. 1951, maki Skúli Magnússon, f. 5.10. 1944. Börn þeirra eru: a) Eyjólfur, f. 5.4. 1972, sambýliskona Jónína Elías- dóttir. Dóttir þeirra er Heiðrún Anna, f. 27.6. 2000. Dætur Jónínu eru Fanný Ósk, Poula Rós og Stef- anía Sandra. b) Ey- rún Heiða, f. 16.1. 1974. Börn hennar eru Saga Unnsteins- dóttir, f. 3.11. 1992, og Dagur Kjartans- son, f. 21.8. 1996. c) Jódís, sonur hennar er Alex Skúli Einars- son, f. 22.9. 1992. Sambýliskona Jódís- ar er Rósa Sigur- björnsdóttir. 2) Guð- björt Sigrún, f. 1.9. 1953, maki Sævar Benediktsson, f. 28.10. 1952. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Einar, f. 20.11. 1977, maki Þórlaug Ágústs- dóttir, f. 6.9. 1974. b) Oddný Ólafía, f. 21.6. 1983. c) Sævar Atli, f. 24.1. 1991. 3) Þórunn Inghildur, f. 6.10. 1958, maki Guðbrandur Elling Þorkelsson, f. 12.12. 1952. Dætur þeirra eru Rannveig Heið- rún, f. 20.4. 1977, og Sigríður Stella, f. 26.5. 1983. 4) Dagný Sif, f. 22.5. 1960, maki Sigvaldi Torfa- son, f. 3.1. 1957. Börn þeirra eru: a) Ágúst, f. 24.5. 1978, sambýlis- kona Bára Halldórsdóttir, f. 26.4. 1976, dóttir þeirra Ljósbrá Erlín, f. 2.11. 2001. b) Hildigunnur, f. 28.11. 1992. Heiðrún og Einar hófu búskap að Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá vorið 1951 og bjuggu þar til vors- ins 1961 en þá fluttu þau í Ás- grímsstaði í sömu sveit. Haustið 1963 flytja þau suður á land í Hveragerði fyrst og síðan á Sel- foss þar sem þau bjuggu til ársins 1969. Þá fluttu þau til Akureyrar þar sem þau bjuggu til ársins 1984 er þau fluttu í Egilsstaði og bjuggu þar síðan. Heiðrún vann ýmis störf, lengst af við afgreiðslu hjá Kaupfélögunum á þeim stöðum þar sem þau voru búsett á hverjum tíma. Um árabil starfaði hún sem matráðskona á Vistheimilinu Sól- borg á Akureyri. Útför Heiðrúnar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Látin er í Reykjavík Heiðrún Ágústsdóttir eftir stutt en erfitt sjúk- dómsstríð. Það hefur verið erfitt ást- vinum hennar og henni að finna að þrátt fyrir allt sem læknavísindin hafa yfir að ráða vissu menn að hverju dró. Þá hefur verið gott að hafa traustan sálarstyrk. Hann hafði tengdamóðir mín nógan. Ekki heyrði ég hana æðrast yfir ör- lögum sínum heldur reyndi hún að hugga þá sem eftir lifa. Ég kynntist Heiðrúnu fyrir um 25 árum þegar ég og Þórunn Inghildur, dóttir þeirra hjóna Heiðrúnar og Ein- ars, tókum saman. Mér er minnis- stætt hversu vel þau hjónin tóku mér og af hvílíkum rausnarskap allt var gert, enda var Heiðrún alla tíð mikill höfðingi heim að sækja og ósjaldan að hrist væru fram veisluföng þótt óvænt bæri gest að garði. Eftir að við hjónin fluttum síðan suður var gjarn- an stutt við okkur á ýmsan máta. Nutu dætur hennar og fjölskyldur þeirra einnig ávallt höfðingsskapar hennar. Mjög náið var milli hennar og dætra hennar og vakti hún yfir vel- ferð þeirra og styrkti þær svo sem hún mátti. Ekki lét hún sér síður þykja vænt um barnabörnin og síðar barna- barnabörn enda nokkur skírð í höf- uðið á henni. Hafa þau nú misst góða og kærleiksríka ömmu og langömmu. Þrátt fyrir að þau Einar hafi sjaldnast búið í nálægð við okkur hjónin hefur mikið verið heimsótt og þá höfum við mest verið þiggjendur. Verður nú mikil eftirsjá að því þar sem þetta voru miklar ánægjustundir með þeim og oft öllum dætrum þeirra og þeirra fjölskyldum. „Hótel mamma“ heyrir nú sögunni til. Heiðrún var mikil gæðakona sem féll öllum vel. Hún var vel að sér þrátt fyrir stutta skólagöngu á nútíma vísu. Unni góðum bókmenntum og kveð- skap af ýmsu tagi. Þau hjónin voru miklir bridsspilarar og unnu iðulega til verðlauna. Ég vil að lokum þakka Heiðrúnu tengdamóður minni samfylgdina í gegnum árin. Þetta hefur verið náin samfylgd, trúlega nánari en mann grunar, þótt vik hafi verið á milli. Söknuður kemur þyngri síðar. Missir okkar allra er mikill en mestur hjá tengdaföður mínum, Einari sem sér á bak lífsföru- naut sínum til 50 ára. Innilegar sam- úðarkveðjur til þín, dætranna, ömmu- barna og langömmubarna. Veit dánum ró en hinum líkn er lifa. Guðbrandur Þorkelsson. Elsku besta amma mín. Ég veit ekki hvað skal segja, æðri máttarvöld sigruðu. Fyrir mér ertu ekki dáin, það passar ekki. Mér finnst þú vera í eldhúsinu á Tjarnarbrautinni í fallega rauða húsinu með risastóra garðin- um, að baka kleinur. Það var svo gaman að koma í heimsókn til ykkar. Eftir átta tíma akstur þvert yfir land- ið sáum við loksins húsið, fallega rauða piparkökuhúsið með öllum blómunum og trjánum. Þar stóðuð þið afi í dyragættinni og veifuðuð, alltaf eins, það var það besta. Sama hvað á daga okkar hafði drifið, það var alltaf allt eins í rauða húsinu hjá ykkur afa. Það fyrsta sem ég gerði í hvert sinn sem ég kom var að fara inn í endaherbergið með öllum myndun- um af ættingjunum. Ég gat skoðað þær endalaust, þær sýndu mér af hverjum ég er komin og hvert fólkið mitt er. Þú vildir allt fyrir alla gera og varst besti og mesti gestgjafi í manna minnum. Mínar bestu minningar eru frá Tjarnarbrautinni. Þegar ég og Lóa gerðum leikþátt um jól, tjölduð- um í garðinum að sumri, fórum með þér og afa út í Rauðholt að vori og ógleymanlegu ættarmótin að hausti. Allan ársins hring mun ég eiga minn- ingar sem minna mig á þig og þær mun ég ætíð eiga, geyma og aldrei gleyma. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning, létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla frá Laugabóli.) Elsku amma, ég veit að þú vakir yf- ir okkur og passar upp á okkur öll. Elsku afi, mamma, Anna, Birta, Dadda og allir hinir. Stofninn í ætt- artrénu hefur rýrnað en ég veit að dag einn munum við öll sitja aftur við langborðið hjá ömmu og borða saman lambalæri. Guð veri með ykkur. Sigríður Stella. Í dag kveðjum við Heiðrúnu mág- konu mína, hana Lillu frá Ásgríms- stöðum. Já, Lillu-nafnið fylgdi henni allt til leiðarloka, þótt hún væri ekki lítil kona. Mér finnst það ákveðinn heiður að bera svo „ungt“ gælunafn þótt árin færist yfir. Ákveðin vís- bending líka, um að þeim sem það hlotnast hafi tekist öðrum betur að varðveita barnið í sjálfum sér. Enn er skarð fyrir skildi í hópi okk- ar Rauðholts-systkinanna sem fædd- umst á milli fyrra stríðs og kreppu, börnum Sigbjarnar og Önnu. Síðasta laugardag kvöddum við Ingu, ekkju Páls heitins bróður okkar, nú kveðj- um við konu næstelsta bróðurins Ein- ars, sem fæddist fyrir 80 árum, þótt hún væri 12 árum yngri en hann og 19 árum yngri en Inga. Af hverju? Ekki tjóar að dvelja við þá óræðu spurn- ingu. Systkinahópur Lillu hefur líka minkað hratt á síðustu árum, eru nú bara þrjú eftir. Þau voru 10 sem á legg komust og uxu úr grasi á sama tíma og við í sömu sveit. Þetta var far- skólakynslóðin, sem ólst upp við það að vera beinn þátttakandi í lífsbar- áttu foreldranna. Grunnskólinn var hluti af mannlífinu á sveitabæjunum, en ekki lokaður framandi heimur. Formleg skólavist, minna en einn fjórði af því sem nú er. Samt náði þetta fólk að tileinka sér þá grunn- menntun sem dugði því vel, til þess að taka að sér hin margvíslegustu störf eða þá sem undirstaða að frekara skólanámi. Kannski hefur þetta form á skóla- göngu stuðlað að því að átthagaræt- urnar urðu mjög traustar. Allir sem kynntust Lillu fundu fljótt að tengslin voru sterk, hvort sem var við æskustöðvarnar á Ás- grímsstöðum eða við Hjaltastað, þar sem þau Einar hófu búskap þegar hún var aðeins á 17. aldursári. Hún sleppti sem sé ekki hendinni af far- kennaranum sínum og hafði leitt hann í gegnum súrt og sætt í 50 ár, eins og minnst var á fallegan hátt á Hjaltastað í sumar, þegar þau héldu uppá gullbrúðkaup sitt þar. Frá búskaparbyrjun þeirra var að sjálfsögðu alltaf mikill samgangur og samstarf hér á milli heimilanna, ekki síst eftir að vélvæðing hófst í búskap og við feðgar fetuðum okkur af stað inní nýja öld með því að kaupa og reka vélar í félagi. Allt það samstarf gekk mjög farsællega. Ágreiningur eða skoðanamismun- ur var aldrei gerður að vandamáli, en allt sem krafðist sameiginlegrar úr- lausnar var leyst með samkomulagi hverju sinni. Atvikin höguðu því svo að þau þurftu að hverfa frá búskap rúmum áratug síðar. Það munu hafa verið þung spor fyrir það náttúrubarn sem mágkona mín var. Þá kom í ljós sem löngum endranær, hennar mikli að- lögunarhæfileiki, að taka því sem að höndum bar og varð að vera með léttri lund. Eftir að hafa dvalið í öðr- um landshlutum um tæplega 20 ára skeið og unnið margs konar störf, hlýddu þau kalli átthaganna og fluttu hér austur á Hérað aftur. Þá urðu þau líka að sjálfsögðu tíðir gestir hér. Ekki síst voru það eftir- minnilegar komur þegar þau tóku þátt í fjárragi á haustin. Ég þekki fáa sem njóta þess af meiri innlifun að virða fyrir sér fé, sem er að koma til réttar á haustdegi heldur en Lilla gerði. Hún drakk í sig þennan frjálsa þokka sem sindrar þá á hverju hári. Ekki þótti henni heldur spilla að hjörðin væri skreytt margvíslegum sauðalitum. Á Egilsstöðum naut Lilla þess að tengjast margs konar félags- og vin- áttuböndum, ekki síst þar sem spil voru höfð um hönd. Þar eins og jafnan áður, stóðu dyr að heimili þeirra ávallt opnar öllum sem þiggja vildu og öllum fagnað með hressileik og glettni, sem endurnærði okkur sem þess nutum. Þótt viðmótið væri fyrir mestu er skylt að minnast þess líka, að manni fannst það oft galdri líkast, hvernig þær veitingar heitar eða kaldar, sem best áttu við hverju sinni, voru dottnar á matborð- ið um leið og gesturinn var sestur. Kærar þakkir fyrir allt, mágkona mín góð. Ég trúi því að guð styrki þig, bróð- ir sæll, í gegnum þessa erfiðu tíma og dætur ykkar og þeirra fjölskyldur. Innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Sævar Sigbjarnarson. Lilla er farin, miklu fyrr en við væntum, við trúðum því alltaf að hún mundi sigra í þessari baráttu á sama hátt og áður, með léttu lundinni og glensinu sem hjálpuðu henni gegnum allt andstreymi. Þegar við systkinin vorum lítil var það jafnöruggt og koma sumarsins að Lilla og Einar kæmu í heimsókn frá Akureyri, það var alltaf tilhlökkunar- efni fyrir litlar manneskjur. Alltaf var einhverri gjöf gaukað að okkur krökkunum, þar fyrir utan mátti eiga von á sælgætismola frá Lillu í „tíma og ótíma“. Hún hafði líka sérstakt lag á að spjalla og glettast við okkur krakkana þannig að hver naut sín sem best. Þá var alltaf líf og fjör. Þótt Lilla og Einar hættu búskap og flyttu af Austurlandi, átti sveitin hennar Hjaltastaðaþingháin og sveitastörfin hug Lillu og hjarta. Þau komu oft í heimsókn og eftir að þau fluttu í Egilsstaði var Lillu sérstak- lega umhugað um að sækja samkom- ur í sinni gömlu heimasveit og ferð- irnar til að líta á eða taka þátt í búskapnum í Rauðholti voru ófáar. Þegar hleypa átti út nautgripum á vorin, var skylda að láta Lillu vita, og fréttist að það væru fædd falleg flekkótt lömb leið ekki á löngu þar til Lilla var mætt í fjárhúsin, í smala- mennskur og fjárrag lét hún sig ekki vanta. Eftir að þau fluttu í Egilsstaði, þá lá leið okkar oft á Tjarnarbrautina og það var sama hvenær komið var, allt- af var kominn veislumatur á borðið á örfáum mínútum. Þá var margt spjallað og börnin okkar nutu sama atlætis og við þegar við vorum yngri. Veislurnar hjá Lillu voru líka einstak- ar, hún hafði mikið yndi af því að bjóða til sín gestum og gera vel við þá. Stuðningur Lillu í veikindum mömmu var okkur mikils virði, bæði við hana og okkur. Upp í hugann koma líka minningar um Lillu að samfagna á gleðistundum í okkar lífi, eins og við fermingar og lok náms- áfanga, þá kom líka svo vel í ljós þessi eiginleiki að láta börn og unglinga finnast þau vera mikils virði. Lilla, við kjósum að geyma mynd af þér í huga okkar, frá einni af þessum stundum, með kærri þökk. Elsku Einar frændi, Anna, Birta, Inga, Dadda og fjölskyldur, við send- um ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur. Systkinin frá Rauðholti Líneik Anna, Hafliði, Helga, Sigbjörn Óli og Sindri Baldur. Heiðrún Ágústsdóttir, föðursystir mín, lést á mánudagsmorgun eftir erfiðan slag við veikindi, sem hún sagði okkur öllum að hún ætlaði sér að vinna. Heiðrún var reyndar aldrei kölluð annað en Lilla svo ég vissi til; ég var kominn talsvert fram á fullorðinsár áður en ég áttaði mig á að Lilla frænka héti Heiðrún og mun ég þess vegna í þessum stutta pistli halda uppteknum hætti og kalla hana Lillu. Lilla frænka var aldrei öðruvísi en hlæjandi. Allt hennar skap og fas var þannig að öll skapvonska fauk útí veður og vind og gleymdist eins og það hefði aldrei verið. Þó svo að einhverjar fyrstu bernskuminningar mínar séu frá heimili þeirra Lillu og Einars á Sel- fossi þá kynntist ég þeim lítið fyrr en á fullorðinsárum. Þau bjuggu alltaf úti á landi og það vill brenna við að það sé langt út á land fyrir okkur Reykvíkinga. En ég reyndi að bæta úr þegar ég fór sjálfur að ferðast um landið, bæði með fjölskyldunni og einn á ýmsum ferðum. Ég man sér- staklega eftir hafa misst af morgun- flugi frá Egilsstöðum, eftir að hafa átt erindi í Neskaupstað. Strandaglópur- inn settist auðvitað uppá frænku sína og Einar og átti þar frábæran dag í góðum félagsskap þar sem Lilla fræddi mig um skyldmennin sem ég þekki alltof lítið til. Þann dag var mik- ið spjallað og mikið hlegið, og ég fór frá Lillu talsvert fróðari um bæði menn og málefni og langt frá því að vera illa haldinn hvað mat snerti. Við fjölskyldan eyddum sumarfríi 1999 fyrir austan og fengu börnin mín þá fyrsta alvöru tækifærið til að kynnast frænku sinni. Síðan þá hefur sú spurningin „hvenær förum við aft- ur að heimsækja Lillu“ verið afar al- geng á mínu heimili og var Lillu vel fagnað þegar hún annaðhvort leit við hjá okkur eða fréttist af henni hjá afa og ömmu; þá sást undir iljar krakk- anna sem bara urðu að hitta Lillu. Ég er mjög þakklátur Lillu fyrir þær minningar sem börnin mín eiga um hana. Ég kom síðast til Lillu og Einars á Egilsstöðum í mars árið 2000 eftir slarksama jeppaferð norðan Vatna- jökuls. Eftir sund, fataskipti og hlaðið borð hjá Lillu kvaddi hún mig með orðunum „uppáhaldsfrændinn minn, kemur alltaf við hjá frænku sinni“. Mig grunar svo sem að Lilla hafi átt marga uppáhaldsfrændur en þessi orð hennar ætla ég samt að geyma með mér svo lengi sem mér endist minni. Að leiðarlokum þakka ég Lillu frænku fyrir samverustundir og spjall, en ekki síst fyrir börnin mín sem geyma minningar sem ég heyri að eru þeim mikils virði. Lilla ætlaði sér að vinna slaginn og ég tel að hún hafi gert það með þeim minningum sem hún skilur eftir og við sem þekkt- um hana geymum. Við fjölskyldan vottum Einari og dætrum þeirra Lillu okkar dýpstu samúð og biðjum guð að vera með þeim og okkur öll- um. Ólafur H. Guðgeirsson. HEIÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.