Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 49 ✝ Margeir Jóhann-es Gestsson fæddist í Giljum í Hálsasveit 22. ágúst 1936. Hann andaðist á heimili sínu laug- ardaginn 2. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gestur Jó- hannesson bóndi, f. 21 september 1893, d. 1959, og kona hans Þóra Jóhannes- dóttir, f. 19. desem- ber 1899, d. 1978. Systkini Margeirs eru: 1) Jóhannes, f. 23. maí 1928. 2) María Elísabet, f. 31. maí 1931, d. 2001. Hún var gift Geir Jónssyni, f. 15. febrúar 1930, d. 1990. Áttu fimm börn. 3) Ragnhildur, f. 21. júlí 1934, gift Helga Magnússyni, f. 4. febrúar 1929. Þau eiga fjögur börn. Margeir átti heima í Giljum alla ævi. Eftir lát föður síns bjó hann fé- lagsbúi með móður sinni og bróður þar til hún lést, en síð- an hafa bræðurnir búið saman. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti veturna 1952–53 og 1953– 54. Hann vann alla tíð mikið utan heimilisins, bæði til sjávar og sveita, og starfaði meðal annars á árunum 1956–58 hjá Vélasjóði við skurð- gröft. Útför Margeirs fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Stóra-Ásskirkjugarði. Það voru slæmar fréttir sem Helgi á Snældubeinsstöðum flutti mér að morgni 3. mars sl. Vinur minn Mar- geir Gestsson í Giljum hafði látist daginn áður. Sykursýkin hafði loks lagt hann að velli eftir hetjulega bar- áttu við þann erfiða sjúkdóm í yfir 30 ár. Oft hafði áður munað litlu, en fram að þessu hafði hann staðið veik- ina af sér. Sífellt hefur þó hallað undan fæti. Vinskapur okkar hefur staðið óslitið síðan árið 1956. Ég var þá nemandi við Héraðsskólann í Reyk- holti. Einn daginn var kominn mað- ur í smáherbergiskompu á svokall- aðri neðri vist. Þarna var Geiri í Giljum kominn til að smíða sér hús- gögn undir leiðsögn okkar kæra smíðakennara, Magnúsar Jakobs- sonar á Snældubeinsstöðum. Mikið öfundaði ég þig, Geiri minn, að geta verið alla daga úti í smíða- húsinu hjá Magnúsi, en ég fékk ein- ungis að vera þar tvær kennslu- stundir í viku. Næstu samverustundir okkar voru svo þegar við urðum samstarfs- menn við sláturhúsið að Hurðarbaki. Þar unnum við saman mörg haust með frábærum vinnufélögum undir stjórn eins mesta öðlings sem ég hef kynnst, Péturs Jónssonar í Geirs- hlíð. Næstráðandi Péturs á þessum vinnustað var okkar góði félagi, Sig- mundur Einarsson í Gróf, sem fyrst- ur kvaddi þennan heim af okkar ágæta samstarfsfólki. Þeir eru nú orðnir býsna margir, sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Þetta fyrsta haust fengum við báðir að komast í hóp flánings- manna, ásamt fleiri nýliðum. Það töldum við mikla upphefð og settum við okkur það markmið að nálgast afköst þeirra Helga á Snældu og Gunnars á Grjóti. Það markmið náð- ist þó aldrei, því enginn hafði við þeim í akkorðsrispunum, sem teknar voru. Ýmislegt var brallað í matar- og kaffitímum og á kvöldin, sem ekki verður sett á blað. Einnig var spilað á spil þegar færi gafst og voru áköf- ustu spilamennirnir þeir Sigurður í Stafholtsey og Einar á Sleggjulæk. Í ágúst mánuði árið 1964 fórum við saman í skógræktarferð til Nor- egs. Þar var hópnum skipt í tvennt. Annar hópurinn fór fyrst norður fyr- ir Þrándheimsfjörð, en hinn í Guð- brandsdal. Hóparnir voru eina viku á hvorum stað. Við vorum mjög ósáttir við að lenda ekki í sama hópnum, þú lentir í hópi með Ísleifi Sumarliðasyni, en ég með Sigurði Blöndal. Hóparnir hittust svo aftur í Ósló, og þar eyddum við tveim dög- um saman til að skoða þá merku borg. Í september árið 1973 vorum við svo aftur saman og nú á Mallorka í tvær vikur á vegum Ferðaskrifstof- unnar Sunnu. Við Jóhanna vorum í brúðkaupsferðinni okkar en þú varst einn úr stórum hópi Borgfirðinga. Á Mallorka fórum við saman í allar þær skoðunarferðir sem í boði voru og geyma myndirnar sem við tókum minningarnar frá dvölinni þar. Á sjöunda áratugnum tókum við báðir þátt í stofnun Björgunarsveit- arinnar Oks undir farsælli stjórn hins gamla og góða kennara okkar beggja, Jóns Þórissonar í Reykholti, en hann lést í desember á síðasta ári. Kæri vinur. Að leiðarlokum viljum við gamlir vinnufélagar þínir þakka þér kærlega fyrir samfylgdina, traustið og vináttuna. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það grunaði mig síst, þegar við ræddumst við fyrir nokkrum dögum, að svona skömmu síðar ætti ég eftir að setjast niður til að skrifa kveðju- orð til þín. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Davíð Pétursson. Í dag verður til moldar borinn frá Reykholtskirkju Margeir Gestsson frá Giljum í Hálsasveit. Margeir hafði fyrir mörgum árum kennt þess sjúkdóms sem að lokum dró hann til dauða, borið sinn kross með miklu æðruleysi og karl- mennsku allt þar til yfir lauk. Langt er nú um liðið síðan okkar kynni hófust en það mun hafa verið við gömlu sundlaugina í Stóra-Ási á sundnámskeiði. Við höfum varla ver- ið meira en 9 eða 10 ára. Á þeim tíma var fólk á hverjum bæ hér í byggð- um Borgarfjarðar og mun meira mannlíf en nú er. Þá var Ungmenna- félagið Brúin starfandi með tals- verðum blóma, og stóð meðal annars fyrir sundnámskeiðum á hverju ári. Og sóttu það allir sem vettlingi gátu valdið á aldrinum 9 til 14 ára að því er mig minnir. Ennfremur hélt UMF Brúin uppi íþróttaæfingum, sem við vitanlega sóttum báðir af kappi, auk dansleikja sem voru haldnir, þegar best lét annað hvert laugardagskvöld. Þessar samkomur sóttu öll ungmenni, sem áttu heim- angengt, unga fólkið kynntist og lærði að umgangast hvert annað í leikjum og starfi. Þess utan bar það stundum við að við Margeir heimsóttum hvor annan. Minnist ég einnar heimsóknar minn- ar að Giljum sérstaklega. Það var að vetrarlagi, líklega á miðjum útmán- uðum, að ég tók skíðin mín á öxlina og labbaði með þau fram að ferjunni við Bjarnastaði, reri þar yfir og gekk svo beinustu leið suður að Giljum. Það var nefnilega svo afskaplega fal- legur skafl í eystri Giljahnúknum, sem náði alveg ofan af brún og næst- um niður að Giljatúninu. Þarna átt- um við góðan dag, og ég man ekki betur en að þriðji skíðamaðurinn bættist í hópinn áður en við létum leik lokið. Ekki man ég hvort það var í það skiptið eða við eitthvert annað tæki- færi, sem við ákváðum að sækja um vist í Reykholtsskóla, en þar áttum við samleið næstu tvo vetur. Þar var samankomið til náms fólk nánast af öllum landsins hornum, ef svo mætti segja, og kynntumst við þar öðru fólki og öðrum viðhorfum. Í fyrstu viðkynningu var Geiri fremur hlé- drægur, og hæglátur en er hann kynntist betur, þá fundu vinir hans að þar fór góður drengur og hlýr, sem hvarvetna kom fram til góðs. Hann var góður húmoristi og máttu þeir sem meiri voru fyrir sér í munni, oft vara sig á hnittnum til- svörum og sérlegum athugasemdum hans, sem komu óvænt úr þeirri átt sem síst var von. Oft á seinni árum, þegar fundum okkar bar saman þá ræddum við þessa vetur okkar í Reykholtsskóla, um skólasystkini okkar og hvert leiðir hefðu legið, okkur kom saman um að aldrei hefð- um við átt betri vetur, né eftirminni- legri vist. Svo var það eitthvert sinn er þetta bar á góma að við fórum að rifja upp hve margir af þessum fé- lögum væru horfnir yfir móðuna miklu, okkur furðaði á því hve marg- ir væru ekki lengur á meðal vor, en svona er þetta nú, enginn veit hverj- um klukkan glymur, í dag þér, á morgun mér, eins og þar stendur. Við fylgdum báðir þeirri gömlu „tradisjón“, að setjast að búi for- eldra okkar, þegar þeirra kraftar þrutu og ganga veg erfðavenjunnar, ekki er þó fyrir að synja að hugur okkar hefðu ekki staðið til einhvers annars, ef kostir hefðu gefist. Eins drengskaparbragðs Geira er mér bæði ljúft og skylt að minnast. Þannig háttaði til að vorið og sum- arið fyrir 11 árum var óvenju þurrt og hlýtt. Þar sem túnin hér á Kirkju- bóli eru ekki öll á djúpum jarðvegi, þá brann af, eins og það er kallað, þar sem grænn gróður skyldi standa voru bara gulir flekkir. Einn góðan veðurdag í sláttarbyrjun birtist svo Geiri, kímileitur að vanda og hefur á orði að líklega fái ég nú ekki nóg gras af túnunum þetta árið. Þá var erindið það að bjóða mér að slá tún hjá þeim bræðrunum í Giljum, sem þeir höfðu ekki þörf fyrir að nýta. Þetta kom sér afar vel fyrir mig og bjargaði mínum heyskaparmálum. Nú þegar leiðir skiljast, þá langar mig að þakka góð kynni, og ævilanga vináttu og segja samúð mína eftirlif- andi systkinum þínum, þeim Jó- hannesi og Ragnheiði, svo og öllum þeim vinum og kunningjum, sem nú mega á bak þér sjá. Sigurður Guðmundsson á Kirkjubóli. MARGEIR JÓHANNES GESTSSON    3        3          )      + 5+ +A+! - .7 $ '.4     3    3        ,     -40      5'     +  # +D     .)0 : 4 6   3   %    3  7      7                    2,22!& 5!!6 )" EC , (  :)(4 # 2   )  !/ -  .     4    3        3  7         7          %           & 5  +4++ !!6+ /     !" /0 4  (.$   %4&(  B & &(  2 -4%   &(    &(  &( &   &(  !/)01     24&(  %  1    &( 4&(  7  .  7 &(   (.$B :  : &(   $ &  7&(  !/)0 0"  / /0 4 Elsku Bogga, nú ertu búin að kveðja þennan heim. Þú gladdir margan mann- inn á þinni lífsleið með nærveru þinni. Svo ekki sé minnst á hve myndarleg, dugleg og hress þú varst, sama hvað gekk á. Móður- hlutverkinu skilaðir þú með miklum sóma eins og öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. En aldrei kom til mála að gefast upp, kjarkurinn, vilj- inn og kímnin voru allsráðandi. Það var af því að þú kunnir að leyfa barninu sem í okkur öllum býr að vera til. Pabbi sagði að það hefðu verið ófá sporin sem þú áttir þegar þú starfaðir á Hressó eins og hann var kallaður. Þar var víst oft glatt á hjalla í gamla daga. Mér varð oft hugsað til þín þessi stuttu kynni okkar, því miður að þau urðu ekki lengri. En ég varðveiti þau í mínu hjarta. Þú varst svo yndisleg mann- eskja. Þannig komstu fram við mig. Það var ekki hægt annað en vera kátur og hress í nærveru þinni. Þú reyttir af þér brandarana, fræddir mann og sagðir svo skemmtilega frá. Ég gleymi ekki þegar ég kom í uppáhaldsrétt drengjanna þinna, buffið, það var lostæti. Gestrisni þín var þvílík og ekki fór maður tóm- SIGURBORG HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR ✝ Sigurborg Hólm-fríður Helgadótt- ir fæddist á Hvíta- nesi í Ísafjarðardjúpi 7. október 1920. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 21. janúar síðastliðinn og var hún jarðsung- in frá Bústaðakirkju 5. febrúar. hentur frá þér, drekk- hlaðinn af rabarbar- asultu, fjölærum jurtum allt upp í aspir og runna úr garðinum þínum yndislega sem við settum svo niður austur að Minni-Völl- um. Elsku Bogga, við vitum að það verður fallegt þar sem þú munt koma til með að dvelja, blómlegt, hlýtt og fagurt, því þú hafð- ir svo gott hjarta. Við vottum fyrrver- andi eiginmanni, Guðmundi, drengjunum ykkar og nánasta skyldfólki dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Í brennandi glóð bjarma sólarlags blikar stjarna silfurskær. Geislafingur gagnsær grípur streng og slær fölbláan tón á hörpu deyjandi dags. Hljóðlát – dul í djúpi sálar dvelur nótt – kolblá. Mánagull á mar sjá munablómin smá er hún í svefni minning sína málar. (Steingerður Guðm.) Ásdís S. Gunnarsdóttir, Gunnar S. Magnússon. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.