Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFSFJÖRÐUR ervagga margra skíða-kappa í gegn um tíð-ina og Kristinn fædd-ist inn í mikla skíðafjölskyldu. Pabbi hans, Björn Þór Ólafsson, „var og er“ mikill skíðamaður eins og Kristinn kemst að orði, keppti í göngu, stökki og norrænni tvíkeppni, eldri bróðir hans Ólafur Hartwig Björnsson keppti í flestum helstu greinunum þar til hann fótbrotnaði þrettán ára gamall, hélt sig eftir það að mestu við göngu. Systir hans Íris keppti einnig lengi í alpagreinum og móðirin Margrét Toft átti það einnig til að reyra á sig skíðin. Kristinn man ekki hvenær hann fór fyrst á skíði, telur að hann hafi verið þriggja eða fjögurra ára. Hann man hins vegar vel eftir því þegar hann fékk sín fyrstu skíði. „Ég var fimm ára og fékk þau í jólagjöf og var ekki lengi út í skafl að prófa. Þó ég segi sjálfur frá, var ég strax mjög góður á skíðum. Eiginlega rosagóður. Ég fór snemma að keppa og var fimm eða sex ára þegar ég keppti á Kiw- anismóti heima á Ólafsfirði, nældi mér þá í brons í flokki 9 ára og yngri. Þeir sem voru á undan mér voru 9 ára gamlar tvíburasystur. Ég keppti svo alltaf á Andrés- arleikunum á Akureyri og fékk t.d. tvö brons þar sex ára gamall og var þá að keppa við stráka sem voru allir eldri en ég. Lífið var bara skíði, það var ekki nema fimm hundruð metra gangur frá heimili mínu upp í lyftu og maður bara fór þangað eftir skóla, kveikti á henni og fór svo ekki heim aftur fyrr en maður var búinn að vera. En hvenær varðstu fyrst Ís- landsmeistari? „1991 minnir mig, þá var ég 19 ára og varð Íslandsmeistari í stór- svigi og alpatvíkeppni. Þetta voru engir yfirburðir hjá mér í þá daga, það voru góðir skíðamenn að etja kappi við mann, Arnór Gunnarsson frá Ísafirði, Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri og Haukur Arnarson frá Reykjavík.“ Kristinn skráði sig í skíða- menntaskóla í Geilo í Noregi árið 1990 og segir það hafa verið mik- inn vendipunkt á ferlinum. „Það var alltaf takmarkað hvað hægt var að æfa heima og svo fór alltaf tími í vinnu og nám. Ég óskaði þess að geta einbeitt mér meira og betur að skíðunum. Þarna í Geilo var ég ótrúlega heppinn með bekk og þjálfara. Þar voru krakkar sem hafa verið að ná frábærum árangri á Ólympíuleikum og heimsbikar- mótum síðan. Ég hafði gott af þessu, við drógum hvert annað áfram og þarna var frábær sam- keppni. Það er mjög hollt að vera ekki alltaf og einatt bestur. Nauð- synlegt að læra að tapa líka,“ segir Kristinn um þessi ár, en alls var hann fjögur ár í skíðaskólanum í Geilo. Á Ólympíuleika Hlutirnir gerðust hratt úr þessu og 1992 var Kristinn að keppa fyr- ir Íslands hönd á Vetrarólymp- íuleikunum í Albertville. „Mér fannst ég höndla það ágætlega og líka í Lillehammer tveimur árum seinna. Ég var alls ekki upptekinn af því að vera að keppa á Ólympíu- leikum og fann ekki fyrir neinu stressi út af því. Ég var þarna bara kornungur skíðamaður og gerði mér grein fyrir að það voru engin undur líkleg.“ Margir íþróttamenn tala um Ól- ympíuleika eins og toppinn á til- verunni. „Þetta má alls ekki hljóma eins og mér þyki eitthvað lítið til Ól- ympíuleika koma. Alls ekki. Langt því frá! Ólympíugull er eitt af því stærsta sem hægt er að vinna í íþróttum. Fyrir mér var þetta hins vegar enginn lokaáfangi og ég hafði bæði fyrr og síðar fyrst og fremst einbeitt mér að því að vinna mig jafnt og þétt upp. Heimsbikarkeppnin var í sigtinu, röð móta þar sem stöðugleikinn skipti mestu máli.“ Þú fórst svo að keppa á heims- bikarmótum eða hvað? „Já, einu og einu fyrst í stað, en aðallega einbeitti ég mér að smærri mótum og reyndi þannig að bæta punktastöðuna. Mér fannst ég alltaf vera að bæta mig. Ekki hratt, en örugglega. Á HM 1996 varð ég hins vegar fyrir því að slíta hásin á æfingu og það stoppaði mig í marga mánuði. Hins vegar greru meiðslin vel og ég var svo heppinn að komast í æfingar ásamt Arnóri Gunnarssyni með nokkrum Finnum. Við vorum þjálf- aralausir en flökkuðum um Evrópu og tókum þátt í mörgum mótum. Unnum helling af þeim.“ Á verðlaunapallinn Nú fór að hilla undir stærstu af- rekin og Kristinn, sem var kominn úr 120. sætinu á heimslistanum í númer 50, var mættur á heimsbik- armót í Park City í lok nóvember 1997. Þar má segja að hann hafi komið á óvart, séð og sigrað þótt gullið hafi gengið honum naumlega úr greipum. „Ég var með 18. besta tímann í sviginu eftir fyrri ferðina sem var mjög gott, en í seinni ferðinni gerðist eitthvað. Ég keyrði af miklum krafti og allt gekk upp. Það var skrýtin tilfinn- ing að vera kominn í annað sætið eftir síðari ferðina aðeins tíu hundruðustu úr sekúndu á eftir þeim sem vann, Thomasi Stangass- inger.“ Og hvernig leið þér? „Þetta var eiginlega fáránlegt. Ég hefði verið rosaánægður með 30. sætið og vissi ekki alveg hvað ég átti að halda. Auðvitað var ég hrikalega ánægður, enda alltaf dreymt um að komast á verðlauna- pall. Ég hafði alveg trú á því að það kæmi að því, en sá það frekar fyrir mér eftir 3–4 ár. Stuttu eftir þetta, í janúar 1998 lenti ég aftur í öðru sætinu, að þessu sinni á heimsbikarmóti í Weysonnaz í Sviss. Aftur var það Stangassinger sem varð fyrstur en í þessu tilviki var munurinn ekki jafn lítill, eða áttatíu hundruðustu úr sekúndu. Ég startaði númer 29 og var fimmti eftir fyrri ferðina. Um líkt leyti sigraði ég á Evrópu- bikarmóti í svigi í Austurríki. Það var sterkt mót og einu gullverð- launin á stórmóti erlendis. Ég end- aði tímabilið í fimmtánda sæti í heimsbikarnum í svigi sem hlýtur að teljast gott. Það eru ekki marg- ir sem ná svo framarlega á árangri tveggja móta,“ segir Kristinn. Kiddi kollhnís En nú var þjóðin farin að fylgj- ast grannt með Kristni. Hann var orðinn einn af „strákunum okkar“ þótt hann kæmi ekki nálægt hand- knattleik. Á sama tíma og þjóðin tók andköf yfir verðlaunaframmi- stöðu hans, supu menn hveljur yfir því hvað hann keyrði oft út úr brautunum, féll við, eða ruddi á undan sér fánunum. Jaðraði við pirring í þjóðfélaginu þegar verst lét. Sumir segja að þú sért með villt- an stíl og þess vegna hafi þetta gerst svona oft. Kristinn glottir að þessari at- hugasemd og segir svo: „Sko, ég hef alltaf keyrt út úr brautunum, alveg frá því ég var smástrákur. Kannski má segja að mig hafi skort skynsemi, en ég hef alltaf sett á botnferð, jafnvel þegar þess hefur ekki verið þörf og skyn- semin kannski sagt manni að hægja aðeins ferðina. Ég bara er ekki þannig skíðamaður. Ég get ekkert slakað á og komið í mark langt á eftir. Ég kann ekki að skíða hægt.“ Nú þegar þú sérð skynsemina, myndir þú breyta öðru vísi í dag? „Nei, ég myndi setja á botn- ferð.“ En þér tókst ekki að fylgja eftir afrekunum á heimsbikarmótunum tveimur? „Nei, það gekk ekki eftir. Ég held svona eftirá að hyggja að ég hafi ekki náð almennilega utanum þetta. Ég var með of miklar vænt- ingar til sjálfs mín og of há mark- mið. Það leiddi bara af sér stress.“ Byrjunin á endalokunum Í september 2000 sleit Kristinn krossband í hægra hné og auk þess voru þar brjóskskemmdir. Hann fór í aðgerð og erlendur læknir með mikla reynslu tók bút af sin við neðri jaðar hnésins og Í draumnum vann ég gull Kristinn Björnsson skíðakappi frá Ólafsfirði hefur nú lagt skíðin á hilluna, aðeins tæplega þrítugur að aldri. Hann er almennt talinn besti skíðamaður sem Ísland hefur alið og hefur tvisvar farið á verðlaunapall á heimsbikarmóti. En ferillinn hefur verið brokkgengur og meiðsli sett strik í reikninginn. Guðmundur Guðjónsson settist niður með Kristni og ræddi við hann um ferilinn og framtíðina. Morgunblaðið/Sverrir Reuters Kristinn og Stangassinger á verðlaunapallinum í Park City Utah.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.