Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ súpudiska (helst ekki úr plasti). Látum ekki köld vorhretin eða póli- tísk hret draga úr okkur dug heldur einbeitum okkur að því að skynja nálægð vorsins og byggjum okkur upp með seiðandi súpum (ekki skulda þó!). Finniði ekki hvað mars- hrynjandin er sprellfjörug og kitl- andi? Steinunn Sigurðardóttir nær að koma þeirri tilfinningu vel til skila í upphafsljóði Verksummerkja (1979): Núna er mánuðurinn mars og mikið útstáelsi á dögunum þeir koma ekki inn fyrr en á kvöldin. Öðruvísi mér áður brá í skammdeginu þegar þeir rétt skruppu út um hádegið og ekkert hægt að gera. Júní verður bestur dagarnir úti allar nætur stanslaus friður og við ein heima Súpum seyðið Hvort sem þeir sem af sér brjóta gegn almenningi í landinu súpa seyðið af misgjörðum sínum er heillavænlegast fyrir okkur borgar- ana að snúa vörn í sókn og súpa sjálf á næringarríku seyði til uppbygg- ingar á líkama og sál, en ergja okk- ur ekki um of á spillingu og síauk- inni misskiptingu auðæfa landsins. Hér sannast enn og aftur hinn ís- lenski málsháttur „Fáum þykir sinn sjóður of þungur.“ Sannleiksgildi hins göfuga málsháttar „Öllum er sjófang sameiginlegt“ virðist hins vegar hafa farið forgörðum í seinni tíð. En ekki dugar að sýta Björn bónda heldur skal safna liði og hafa í huga að eigi er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Með réttu og hollu mataræði eflist athyglin og við verð- ÞÓTT við séum nú sumhver bit yfir þeim fjár-hneykslis- og spillingar-málum sem blossa upphvert af öðru í þjóðfélag- inu um þessar mundir þurfum við samt sem áður tilbreytingarríkt við- bit í hádeginu. Þá er það siðapredik- unin: Oft er freistandi fyrir önnum kafið fólk að sleppa hádegismatn- um, t.d. þegar þarf að nota hádeg- ishléið til að framlengja víxil eða bruna með skjal í þinglýsingu. Og þá er tvennt til; að vera sínartandi allan eftirmiðdaginn og hafa litla lyst á kvöldmatnum eða svelta sig fram að kvöldmat og gleypa hann í sig af svo mikilli áfergju að það skríður frá borðinu úttroðið og ör- magna og verður í litlu stuði kvöldið það (getur reyndar virkað sem ágætis deyfing fyrir fréttatíma full- an af fréttum um siðleysi og bruðl með almannafé en það er önnur saga). Hvort tveggja er skaðlegt fyrir magann og auk þess streitu- myndandi. Reynið með einhverju móti að slaka á í hádeginu, borða í róleg- heitum og safna þar með kröftum fyrir það sem eftir er dagsins. Ef þið hafið tekið með ykkur nestis- pakka að heiman þurfið þið ekki svo langan tíma til að borða dæsandi með dreymandi augu. Súpur eru einfaldur og fljótlegur kostur í há- deginu. Það er minna maus en margur heldur að útbúa kjarnmikla og nærandi heita súpu. Vinnufélag- ar geta eldað hana í sameiningu um morguninn eða jafnvel skipst á að koma með vænan súpudreitil tilbú- inn að heiman sem þá þarf bara að hita upp og ausa herlegheitunum á um meðvitaðri um umhverfi okkar og þar með betur í stakk búin til að setja hnefann í borðið er þess reyn- ist þörf, full af orku, réttlætiskennd og bjartsýni. Hvað mikilvægi hádegisverðar áhrærir skulum við vera síminnug heilræðis Adelle Davis: „Á morgn- ana skaltu borða eins og kóngur, í hádeginu eins og prins en eins og öreigi á kvöldin.“ Leikum nú prinsa og prinsessur hvað sem tautar og raular! Hér eru nokkrar uppbyggjandi, krassandi og vorlegar kuldasúpur. KJÚKLINGASÚPA MEÐ KÓKOS 2 beinlausar kjúklingabringur 1 dós kókosmjólk ¾ l kjúklingasoð 1 skalottlaukur, fínt saxaður safi úr ½ limeávexti ögn af rauðum ferskum chili 1 askja sveppir, skornir í sneiðar væn handfylli baunaspírur 1–2 þunnt sneiddir vorlaukar 1 vænt búnt af ferskum kóríander salt og pipar Steikið kjúklingabringur ásamt lauk upp úr ólífuolíu í potti eða djúpri pönnu. Setjið til hliðar og steikið sveppi og blandið svo öllu saman eftir að hafa rifið kjúklinga- bringurnar niður í mjóa strimla. Bætið kjúklingasoði saman við ásamt kókosmjólkinni, kryddi og limesafa. Látið malla í 30–40 mín. Í lok suðutímans setjið þá kóríander og baunaspírur saman við og hellið í fallegar súpuskálar. Stráið þunnum sneiðum af vorlauk yfir hvern súpu- skammt. GULRÓTARSÚPA MEÐ ENGIFER 1 kg gulrætur, skornar í bita ögn af ferskum rauðum chili (eftir smekk) ¾ l kjúklinga- eða grænmetissoð 1 dós sýrður rjómi 1 skalottlaukur 1–2 cm rifinn ferskur engifer Steikið gulrætur ásamt engifer og söxuðum lauk í ólífuolíu þar til gulræturnar eru orðnar nokkuð mjúkar. Skellið blöndunni í mat- vinnsluvél og maukið vel. Hellið í pott ásamt soði og chili og látið malla í hálftíma. Bætið sýrða rjóm- anum saman við í lokin og saltið eft- ir smekk. RAUÐ PAPRIKUSÚPA 6 rauðar paprikur 4 púrrur 2–3 hvítlauksrif 4 msk ólífuolía 3⁄4 l kjúklingasoð óreganó salt og pipar Ristið paprikurnar heilar efst í ofni í 20–30 mín. við 200°. Gott ráð til að ná hýðinu vel af er að láta paprikurnar strax að ristun lokinni í plastpoka, binda vel fyrir og láta bíða þannig í tíu mín. Eftir það ætti hýðið að renna auðveldlega af. Maukið paprikurnar því næst í mat- vinnsluvél. Mýkið sneiddar púrr- urnar upp úr ólífuolíunni en gætið þess að þær brúnist ekki. Hellið soði og paprikumauki saman við, krydd- ið og látið malla í um þrjátíu mín. Hanna Friðriksdóttir Krassandi (s)kuldasúpur Ekki spillir að sötra súpur úr fallegum skálum. Þessar eru úr smiðju Ragnheiðar Ágústsdóttur. nonas@mi.is Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir VÍNIÐ frá systkinunum þrem- ur sem stjórna hinu gamla vín- fyrirtæki Allegrini-fjölskyld- unnar er tvímælalaust með besta víni Veneto-héraðsins á Norður-Ítalíu og sumar vínteg- undir fyrirtækisins teljast með þeim allra bestu, sem framleidd- ar eru á Ítalíu. Það á t.d. við um vínið La Poja. Það er einungis fáanlegt á einstaka veitingastað hér á landi en hins vegar eru nú fáanlegar þrjár Allegrini vínteg- undir á sérlista ÁTVR, sem svo sannarlega eru þess virði að bragða. Allegrini er eitt nokk- urra fyrirtækja á Ítalíu sem hef- ur kosið að nota skilgreininguna IGT á flestar betri víntegundir sínar í stað hinna hefðbundnu skilgreininga DOC og DOCG til að hafa aukið frelsi við fram- leiðslu vínsins. Þannig er sumt vín Allegrini ekki skilgreint sem Valpolicella þó svo að það sé framleitt á Valpolicella-svæðinu heldur sem IGT. Allegrini Valpolicella Classico 2000 (1.510 kr.) er mjög mikið vín af Valpollicella að vera. Kröftugur þykkur ilmur af sæt- um, þroskuðum kirsuberjum er ríkjandi í nefi. Vínið er mikið um sig í munni með þéttum tann- ínum. Allegrini Palazzo Della Torre 1998 (2.250 kr.) er ein af betri víntegundum Allegrini og flokk- að sem IGT. Í ilmi þess er þurr og sólaður ávöxtur, í munni er vínið lipurt og mjúkt en jafn- framt tannískt með heitum og góðum ávexti. Það hefur næga sýru til að standa undir mat. Kryddað og skemmtilegt. Annar toppur frá fyrirtækinu er Allegrini La Grola 1998 (2.340 kr.) en La Grola er hlíð við vín- ekruna. Þetta vín er framleitt úr blöndu nokkurra þrúgna: Corv- ina, Rondinella, Sangiovese og Syrah. Í nefi eru steinefni og krít ásamt nýju bakkelsi. Í munni er það mjúkt sem silki og ljúft sem rjómasúkkulaði. Hreinasta afbragð. Steingrímur Sigurgeirsson Allegrini st@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.