Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 5

Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 5
Hafi fólk hug á að fara í skemmtisiglingu frá Amst- erdam til Prag er hægt að fá upplýsingar á slóðinni www.uniqueworldcruises.com UM síðustu helgi var formlega opn- aður vetrargarður við byggðina í horni vatnsins á Ólafsfirði. „Síðastliðin tvö ár höfum við verið að kynna Ólafsfjörð sem vetrarpara- dís og bjóða upp á ýmsa vetrarafþrey- ingu. Vetrargarðurinn er hluti af þessari stemmningu í bænum,“ segir Páll Guðmundsson ferðamálafulltrúi hjá Ólafsfjarðarbæ. Á þessu útivistarsvæði, Vetrar- garðinum, er nú skautasvell en slökkviliðið í bænum hefur aðstoðað við að halda svellinu sléttu. Búið er að skafa skautabrautir eftir vatninu. Þá er boðið upp á íshokkí og ísgolf en búið er að gera 6 holu golfvöll á ísn- um. Vélsleðaleiga er í Ólafsfirði og við Vetrargarðinn er hægt að láta draga sig á slöngu eða skíðum á ísi lögðu vatninu. Þeir sem eru áhugasamir um akst- ursíþróttir geta skellt sér á gokart- brautina en búið er að leggja sérstak- an hring á ísnum fyrir bílana sem eru á negldum dekkjum. Hvað stendur til að hafa Vetrar- garðinn opinn lengi? „Við stefnum að því að hafa hann opinn fram yfir páskana en þá erum við með fjölbreytta dagskrá fyrir heimamenn og gesti. Ef veður leyfir er meiningin að hafa hann einnig opinn þegar Skíðalands- mót Íslands stendur yfir frá 4.-7. apríl á Ólafsfirði og Dalvík og þegar Al- þjóðlega vélsleðamótið verður á Ólafsfirði dagana 12.-14. apríl næst komandi. Þá er von á keppendum frá 5-6 löndum og meðal gesta verða 20– 30 erlendir keppendur.“ Hvernig er opnunartíminn? „Við erum með opið alla daga og að- gangur er ókeypis. Á góðum degi er þetta mjög skemmtilegt útivistar- svæði en því má ekki gleyma að á Ís- landi er allra veðra von. Stundum er snjór og bylur og hina stundina 5 stiga hiti eða rigning og rok. Þetta fer því eftir veðri líka og kannski vissara að hringja á undan sér ef fólk er að koma langt að.“ Ef fólk hefur sérstak- an áhuga á gokartbílum eða sleðaleig- unni þá er hún opin um helgar og í tengslum við heimsóknir hópa og það kostar að skreppa einn hring á bíl eða að láta sleða draga sig. Hvað verður um að vera um páskana? „Skíðafélag Ólafsfjarðar verður með dagskrá í Tindaöxl sem tengist skíðum, brettum og gönguskíðaferð- um. Þá má nefna símnúmeramót, fyr- irtækjakeppni, leikjabrautir fyrir krakka og brettakeppni svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig vélsleðaferðir í boði sem Vélsleðaleiga Bigga Guðna stendur fyrir og er iðulega mikið að gera í því. Þá er fólk líka að koma með eigin sleða og fá leiðsögn um ná- grennið. Það hefur verið vinsælt að fara á vélsleðum yfir í Héðinsfjörð og Siglufjörð“. Ólafsfirðingar eru mikið á göngu- skíðum og Páll segir að á hverjum degi séu nú troðnar göngubrautir um miðbæinn, upp í fjall og niður á ísilagt Ólafsfjarðarvatn. Hann segir að bæj- arbúar hafi lengi stundað gönguskíði en nú sé unnið í því að fá ferðamenn til að nýta þessa paradís og koma til að skella sér á gönguskíði. Skipulagðar skíðagönguferðir verði farnar í lok apríl og byrjun maí yfir í Héðinsfjörð en slíkar ferðir hafi lukkast mjög vel síðast liðið ár. Þá sé siglt sjóleiðina til baka undir snarbröttum hömrum Hvanndalabjargs sem er tilkomumik- il sjón. Hvernig er með gistingu hjá ykk- ur? „Hótel Ólafsfjörður er með gist- ingu og einnig eru á þeirra vegum níu bjálkahús við Ólafsfjarðarvatn. Bjálkahúsin eru með heitum pott- um og gestir geta hoppað beint á skíð- in eða sleðana frá þeim. Hvað snertir veitingar þá erum við með tvo veitingastaði, annan á Hótel Ólafsfirði og hinn heitir Glaumbær.“ Vetrargarður opnaður á Ólafsfirði Ísgolf og gokart-bílar á nagladekkjum Vélsleðaleiga er á Ólafsfirði og einnig er hægt að fara í ferðir með leiðsögumanni. Um páskana verða búnar til leikjabrautir fyrir krakka á skíðum.  Hótel Ólafsfjörður – bjálkahús Netfang: hotel@brimnes.is Heimasíða: www. brimnes.is Sími: 4662400 Skíðafélagið Tindaöxl Heimasíða: www.simnet.is/skiol Sími: 44662527 Vélsleðaleiga Birgis Heimsíða: www.galfyr.is Sími 4662592 Vetrargarðurinn Sími: 4662151 Netfang: pall@olf.is  Nýlega tóku ferðamálayfirvöld og aðilar í ferðaþjónustu á Costa Brava á Spáni í notkun nýja vefslóð, www.- eoland.com. Á síðunni er hægt að panta gistingu og um ýmsa möguleika er að ræða, hótelherbergi, íbúðir, hús og bændagistingu. Þá er einnig greint frá ýmsum afþreyingarmöguleikum svo sem skoðunarferðum, skemmti- görðum og menningaruppákomum. Upplýsingarnar er t.d. hægt að nálgast á ensku, spænsku og þýsku. Gisting á Costa Brava pöntuð á Netinu VEFSETRIÐ www.laterooms.com er með upplýsingar um hótel víða um heim og með því að slá inn upp- lýsingar um hvaða daga óskað er gistingar er hægt að sjá hvar er laust herbergi. Stundum gefst fólki kostur á að fá sérstakan afslátt ef pantað er á síðustu stundu. Þetta vefsetur er það stærsta sinnar teg- undar en nýlega bættust um 42.000 hótel á lista þeirra þegar gerður var samningur við bandaríska fyrirtæk- ið Pegasus. Laterooms.com hefur náð mikilli útbreiðslu og fólk alls staðar úr heiminum notfærir sér þá mögu- leika sem boðið er upp á þar. Dag- lega fær vefsetrið um 20.000 heim- sóknir frá fólki í yfir 50 löndum. Þessi nýi samningur við Pegasus styrkir laterooms.com enn frekar því fyrir voru á lista 7.000 hótel. Þessi nýju 42.000 hótel þýða aukn- ingu upp á 500%. Áður gat fólk ekki bókað beint en eftir að hafa gert könnun á vilja þeirra sem heimsóttu vefsetrið var ákveðið að taka upp beint bókunar- kerfi. Þeir sem kjósa geta enn pantað herbergi með símtali eða með sím- bréfi. Þegar komið er inn á upphafssíðu laterooms.com er fólki gefinn kost- ur á að velja land og síðan er leitað að hótelum, verð kannað og hvort herbergi sé laust. Hægt er að þrengja leit með því að biðja um ódýr hótel, afsláttarhótel, fimm stjarna hótel og svo framvegis. Þá er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um hótelin og skoða myndir, fá upplýsingar um veður og gjaldmiðil viðkomandi staðar. Vefsetrið laterooms.com Úrval hótela aukið um 500% Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.845 vikan. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, smá-rútur og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., sími 456 3745. fylkirag@snerpa.is www.fylkir.is Ísland frá kr. 3.700,- á dag Danmörk frá kr. 3.500,- á dag Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag Bretland frá kr. 2.700,- á dag Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag Ítalía frá kr. 3.800,- á dag Spánn frá kr. 2.200,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A eða sambærilegan Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.