Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 6

Morgunblaðið - 10.03.2002, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög „ÞAÐ er bæði aðgengilegt og spenn- andi að ráfa um þessa yndislegu sögufrægu borg og anda að sér menningunni sem er greypt í vegg- ina alls staðar,“ segir Diddú, sem heimsækir borgina á hverju ári. Það eru tveir veitingastaðir sem hún heldur mikið upp á í Veróna, annar er við aðaltorgið, Piazza Bra, og hinn steinsnar frá torginu Piazza Erbe. „Arena-hringleikahúsið stendur við Piazza Bra og þar er gríðarlega mikið af alls konar veitingahúsum. Þar á ég einn uppáhaldsstað. Þetta er alveg dæmigerður ítalskur staður sem heitir Olivi. Það sem einkennir hann er fyrst og fremst að allt hrá- efni sem notað er í matargerðina er brakandi ferskt og verðið viðráðan- legt. Þarna er til dæmis hægt að fá frábæra pastarétti og bruschetta, sem er gjarnan grilluð ciabatta- brauðsneið með tómat- og basiliku- mauki.“ 300 ára gamall veitingastaður „Steinsnar frá hinu torginu, Pi- azza Erbe, er síðan hinn veitinga- staðurinn sem ég held upp á og hann er ævintýri út af fyrir sig. Þetta er eitt af hæst skrifuðu veitingahúsum borgarinnar og vilji fólk fara veru- lega fínt út að borða er þessi staður tilvalinn. Hann ber nafnið Postul- arnir tólf eða Dodici Apostoli. Það þarf að hringja með fyrirvara og panta borð.“ Diddú segir að Post- ularnir tólf sé tæplega 300 ára gam- all fjölskylduveitingastaður og eng- inn verði svikinn af matnum. Hún segir að torgið Erbe sé líka þess virði að skoða, það sé markaðstorg og hér áður fyrr hafi kaupmenn selt þar afurðir sínar en nú sé það orðið meira túristaglingur sem fæst þar. Diddú segir að þegar fólk ætlar að fá sér í svanginn sé spennandi að hafa augun opin fyrir skilti sem á stendur Osteria. „Ég á marga svo- leiðis uppáhaldsstaði. Þar er allt heimalagað, þetta eru eins konar vín-snakkbúllur og þarna er yfirleitt hægt að fá gott vín og góðan mat. Síðan er líka upplagt að leita að stöðum sem merktir eru Trattoria en það eru fjölskylduveitingastaðir. Þá eru það fjölskyldur sem eru með sérhefðir og sérrétti sem hafa fylgt þeim langt aftur í aldir. Fólk verður bara að prófa sig áfram. Þessir stað- ir eru ódýrari en veitingastaðir al- mennt og oftar en ekki er maturinn miklu betri. Ég varast hins vegar eins og heitan eldinn að fara á veit- ingastaði þar sem myndir af matn- um eru á skiltum fyrir utan staðina. Það lofar ekki góðu.“ Stórfenglegir vínakrar Diddú segir að ekki sé hægt að tala um mat og Veróna öðruvísi en að minnast á ísbúðirnar, þær séu frábærar. Það er engin ein sem hún vill benda á en segir að margar slík- ar séu við Piazza Bra- og Piazza Erbe-torgin svo og skemmtileg lítil kaffihús með dýrindis kökum og tertum. „Í hlíðunum umhverfis Ver- óna eru stórfenglegir vínakrar og hægt er að heimsækja vínbændur, dreypa á þeirra eðalafurðum og gæða sér á heimalöguðum kræsing- um með. Það er út af fyrir sig æv- intýri.“ Diddú segir fjölskylduna hafa ver- ið með annan fótinn í Veróna síðan hún bjó þar. „Veróna er sögufræg borg og kemur líklega næst á eftir Róm hvað varðar sögulegar menjar frá tímum Rómverja. Það er því margt að skoða, kirkjur sem eru óborganleg söfn í sjálfu sér, mergj- aðar byggingar, brýr, kastalar og sögufræg torg að ógleymdum menj- um um ástarævintýri Rómeós og Júlíu. Ættir þeirra og fjölskyldur eru frá Veróna. Hið fræga hús Júlíu er ekki langt frá Piazza Erbe. Að- alverslunargatan, sem er göngu- gata, liggur milli Piazza Erbe og Pi- azza Bra. Áin Adige umlykur gamla borgarhlutann og það eru margar áhugaverðar brýr að skoða sem reistar hafa verið yfir ána. Það er svo skrítið að þótt gengið sé milli áhugaverðra staða í borginni verður maður ekki fótalúinn því það er allt- af hægt að tylla sér á skemmtileg veitingahús og allir þessir staðir eru innan seilingar, þ.e.a.s. á svipuðum slóðum.“ Börn alls staðar velkomin Hringleikahúsið segir hún að sé þess virði að heimsækja og minnir á að þar hafi Kristján Jóhannsson sungið og að í ágúst muni Kristinn Sigmundsson syngja þar í Nabucco eftir Verdi. Þegar hún er spurð hvort auðvelt sé að vera með börn í borginni segir hún að hún sé mjög barnvæn og þess vegna hafi hún kosið að búa þar. „Ég var við nám í Mílanó en kaus að taka lest á hverjum degi og búa frekar í Veróna. Það eru margir fallegir garðar og torg í borginni sem börn hafa gaman af að spranga um í og þau eru alls staðar velkom- in.“ Diddú ætlar með fjölskylduna til Veróna í sumar og þegar hún er spurð hvort einn staður sé áhuga- verðari en annar nefnir hún litla bæi við Garda-vatnið, sem er bara í um hálftíma akstursfjarlægð frá borg- inni. Uppáhaldsstaðir Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í Veróna á Ítalíu Ævintýri að heim- sækja Postulana tólf Fyrir nokkrum árum bjó Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, í Veróna á Ítalíu ásamt fjölskyldunni en hún stundaði söngnám í Míl- anó og fór daglega á milli borganna með lest. Það er því margt að skoða í Veróna, t.d. kirkjur sem eru óborganleg söfn í sjálfu sér. Kristján Jóhannsson hefur sungið í Arena-hringleikahúsinu og í ágúst næstkomandi mun Kristinn Sigmundsson syngja þar í Nabucco eftir Verdi. Tékkland Vorferðir til Prag Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón- assonar býður í vor þrjár ferðir til Prag, 26. apríl, 3. maí og 10. maí. Prag er höfuðborg Tékklands og þar búa um 1,2 milljónir manna. Flogið verður frá Keflavík til Frankfurt og ekið þaðan til Prag. Þar verður svo gist næstu 6 nætur en á næstsíðasta degi ek- ið áleiðis til Frankfurt, með við- komu í bænum Karlovy Vary, og gist síðustu nóttina í Þýskalandi. Heimflug er svo frá Frankfurt. Verð á mann er 79.900 krónur. Innifalið í verði er flug, flugvalla- skattar, akstur milli Frankfurt og Prag, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, skoð- unarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Einnig verða í boði fleiri skoðunarferðir sem bókast og greiðast hjá far- arstjóra. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 20 manns. Færeyjar – Noregur Sextán daga rútuferð Rúta Vestfjarðaleiðar fylgir hóp um Noreg og Færeyjar í 16 daga hringferð þann 12. júní næst- komandi. Hægt er að vera 9 daga af fyrri eða seinni hluta ferðarinnar. Ekið er norður um land áleiðis til Seyðisfjarðar og gist, en síðan siglt með ferjunni M/F Norrænu til Þórshafnar í Færeyjum og komið þangað að morgni föstudags. Þar er þrem- ur dögum varið til að skoða eyj- arnar, bæði ekið og siglt, m.a. farið um Straumey, Austurey, Sandey og einnig farið á slóðir Færeyingasögu í Skúfey. Á mánudegi er siglt með Nor- rænu til Bergen með viðkomu í Leirvík á Hjaltlandi. Eftir hádegi á þriðjudegi er lagt upp frá Bergen í viku hringferð um Vest- ur- og Suður-Noreg. Meðal staða sem heimsóttir verða er Bergen, Harðangursfjörður, Ósló, Lille- hammer, Guðbrandsdalur, Ånd- dalssnes, Gullna leiðin ásamt fjörðunum Geirangerfirði og Sognfirði. Heimleiðis er haldið á þriðjudegi frá Bergen með við- komu í Færeyjum og komið til Seyðisfjarðar á fimmtudags- morgni 27. júní og ekið til Reykjavíkur. Fararstjóri er Krist- ján M. Baldursson.  Vestfjardaleid Travel Skógarhlíð 10 Sími 562 9950 Fax. 562 9912 Netfang: kristjan@vesttravel.is Heimasíða: www.vesttravel.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Diddú, Þorkell og dæturnar fara á sumrin til Veróna en þar bjuggu þau um skeið og tóku ástfóstri við borgina. Aðalverslunargatan, sem er göngugata, liggur milli torganna Piazza Erbe og Piazza Bra.  Veitingastaðurinn Dodici Apostoli Vicolo Corticella 3 37121 Verona Sími: 0045 596999 Fax: 0045 591530 Netfang: dodiciapostoli- @tiscalinet.it Heimasíða: www.12apostoli.it/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.