Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 7
Bílasýningin í Genf Meira í boði en venjulegir fjölskyldubílar UM þrjátíu Íslendingar hafa pantað nýja lúxusjeppann Porsche Cay- enne, sem kemur á markað síð- sumars. Líklegt er að verðið á bíln- um verði frá um sex milljónum króna upp í allt að 15–17 milljónir króna eftir gerðum og búnaði. Með þessum nýja bíl má segja að Porsche setji ný viðmið fyrir þessa gerð bíla. Porsche Cayenne er með öllum þeim búnaði sem tilheyrir full- vöxnum jeppum, eins og lágu drifi fyrir torfærur og 100% driflæsingu að aftan. Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Porsche, hefur á hinn bóginn ákveðið að hanna upp á eig- in spýtur 100% driflæsingu að framan og er sú vinna farin af stað. Cayenne er stór jeppi, 4,78 m á lengd en til samanburðar má nefna að Mitsubishi Pajero er 4,79 m og Toyota Landcruiser 100 er 4,89 m. Cayenne verður boðinn í tveim- ur útfærslum, þ.e. Cayenne S og Cayenne Turbo. Turbo-bíllinn verð- ur auðþekkjanlegur á stórum loft- inntökum í framstuðara, bungu á vélarhlífinni og fjórum útblást- ursrörum. Bíllinn er í raun ný teg- und sportbíls sem er jafnframt far- artæki fyrir torfærur sé þess þörf. Í þessu skyni hefur verið hönnuð í bílinn ný gerð fjöðrunarkerfis þar sem blandað er saman kostum gormafjöðrunar og loftpúðafjöðr- unar. Hægt verður að hækka bílinn um allt að 10 cm frá jörðu innan úr bílnum. Meðal tækninýjunga sem vekja athygli er ný 4,5 lítra V8 vél. Hún skilar 340 hestöflum og hámarks- tog er 420 Nm. Í Turbo-gerðinni skilar vélin 450 hestöflum og togið er að hámarki 620 Nm. Dráttargeta bílsins er meiri en í flestum öðrum lúxusjeppum, eða 3,5 tonn. Cayenne S er sagður 7,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða en Cayenne Turbo 5,6 sekúndur. Hámarkshraði Turbo- bílsins er 266 km á klst. Turbo-bíllinn verður með sex gíra Tiptronic-skiptingu sem stað- albúnað en þetta er svipuð skipt- ing og fáanleg er í Porsche- sportbílunum. Velja má milli þess að hafa hana sjálfvirka, hálf- sjálfvirka eða beinskipta með skiptibúnaði í stýri. Báðar gerð- irnar eru með sítengt aldrif og sjálfvirkan öryggisbúnað sem tryggir hámarksveggrip, PSM, og hefur þessi útgáfa búnaðarins ver- ið þróuð sérstaklega fyrir Cayenne. PSM-búnaðurinn grípur inn í ef bíll- inn rennur til í hálku eða bleytu og stöðvar hliðarskrið. Bíllinn í lægstu stöðu. Hægt er að hækka hann innan úr bílnum. Porsche Cayenne Turbo er 5,6 sekúndur í hundrað og togið er 620 Nm. 30 manns hafa pantað Porsche Cayenne DREGIÐ hefur úr útflutningi japanskra bíla frá Japan til Evrópu síðasta áratug en á sama tíma hefur bílaframleiðsla japanskra framleið- enda í Evrópu stóraukist. Japanskir framleið- endur starfrækja nú tíu verksmiðjur í Evrópu. Toyota framleiðir Avensis og Corolla í Burn- aston í Englandi, Dyna, Hiace og Optimo í Ov- ar í Portúgal, Corolla í Adapazari í Tyrklandi og Yaris í Valenciennes í Frakklandi. Honda framleiðir Accord, Civic og CR-V í Swindon í Wales, Mitsubishi framleiðir Car- isma og Space Star í Born í Hollandi, Nissan framleiðir Patrol, Serena, Terrano II, Vanette og Almera Tino í Barcelona á Spáni og Micra, Almera og Primera í Sunderland á Englandi. Suzuki framleiðir Jimmy, Vitara og Sam- urai í Linares á Spáni og Swift og Wagon R+ í Esztergom í Ungverjalandi.              ! "# $%  %" & '! ($ " $%   ) ) ) ) ) )     *+$  ) ) ) ) ) ) )  ) Japönsk framleiðsla í Evrópu stóreykst ALLT er óvenjulegt við Bugatti EB 16–4 Veyron, sem sýndur er á bílasýningunni í Genf. Bíllinn nær 406 km hámarkshraða og hröðun úr kyrrstöðu í 300 km hraða tekur innan við 14 sekúndur. Til sam- anburðar má nefna að Lamborghini Murciélago er næstum 34 sekúndur að ná 300 km hraða. Vélin í bílnum er smíðuð úr tveimur V8-mótorum og slagrýmið er 8 lítrar. Hestöflin eru 1.001 við 6.000 snúninga og togið ekki undir 1.250 Nm. Vélin er með fjórum túrbínum, bíllinn er fjórhjóladrifinn og gírkassinn með sjö gírum. Bugatti Veyron 1.001 hestafls DAEWOO er að setja á markað nýja gerð fjöl- skyldubíls sem heitir Kalos. Hann verður fáanlegur bæði fernra og fimm dyra. Fernra dyra bíllinn verð- ur 4,24 m á lengd en fimm dyra gerðin 4,63 m. Daewoo ætlar að markaðssetja bílinn sem valkost við Toyota Yaris, Ford Fiesta og Peugeot 206. Bíll- inn verður með 1,2 og 1,4 lítra bensínvélum, 71 og 80 hestafla. Bíllinn er væntanlegur á markað hér- lendis á næsta ári, en í sumar setur Bílabúð Benna, umboðsaðili Daewoo, á markað fjölnotabílinn Tac- uma. Daewoo Kalos gegn Yaris FYRSTI Mini-bíllinn er kominn til landsins en B&L, umboðsaðili BMW sem á Mini-merkið, hefur fengið hann hingað til kynningar. Núna standa yfir samningaviðræður milli B&L og framleiðenda um verð en líklegt er að bíllinn komi á markað á þessu ári. Bíllinn sem hingað er kominn er Mini Cooper með sérstakri sportfjöðrun, leðurklæddur og sér- lega glæsilegur. Vélin er 1,6 lítra, 115 hestafla. Að sögn Guðmundar Gíslasonar hjá B&L er eftirspurn eftir bílnum meiri en framboð og hefur BMW ein- beitt sér að Evrópumarkaði og Japan fram til þessa. Innan tíðar hefst einnig markaðssetning í Bandaríkjunum. Mini Cooper kominn til landsins Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM síma. Ísetning á staðnum. Frá 1. nóvember er skylda að nota handfrjálsan farsímabúnað ef talað er í símann við akstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.