Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 11
gefa hugmyndir um stærð viðfangsefnisins má nefna að kostnaðurinn við tökurnar og uppihaldið hérlendis hleypur á um 30 millj- ónum króna á dag og segja má að annars kon- ar vertíð standi yfir hjá heimamönnum í Höfn og nágrannasveitum en þeir eru vanastir. Tökur hófust 25. febrúar og er áætlað að þeim ljúki 16. mars nk. Heildarkostnaðurinn verð- ur því yfir 300 milljónir kr. Það er þó aðeins lítið brot af heildarkostnaði við myndina sem er áætlaður um 100 milljónir dollara, eða um og yfir tíu milljarðar ísl. króna. En James Bond-myndirnar eru líka gullkista fyrir fram- leiðendurna. Síðustu þrjár myndir, þ.e. Goldeneye (’95), Tomorrow Never Dies (’97) og The World is Not Enough (’99), hafa skilað í aðsóknartekjur yfir einum milljarði dollara, eða sem svarar yfir 100 milljörðum ísl. króna. Reiknað er með að aðsóknartekjur af mynd- inni sem nú er verið að gera verði um 350 milljónir dollara, eða yfir 35 milljarða ÍSK. Málmlakk blandað gulli Það bar vel í veiði þegar Morgunblaðið fór á tökustað. Enginn fékk þó að fara út á ísinn fyrr en hann hafði klæðst flotgalla og úti á ísnum eru fjórir kafarar ávallt til taks ef ísinn skyldi gefa sig. Verið var að taka upp atriði þar sem óþokkinn eltir Bond á spegilsléttum ísnum á lóninu með risavaxna, bláleita ísjaka í bakgrunni. Það ríkir ávallt nokkur eftirvænting um á hvers konar bíl Bond sýnir listir sínar. Að þessu sinni eru það stoltir fulltrúar breskrar bílaframleiðslu sem fá ómælda kynningu í nýj- ustu Bond-myndinni. Farkostur óþokkans er Mikil nákvæmnisvinna var að raða upp sprengjum í ísinn. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.