Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 B 13 bílar Barna fjölvítamín FRÁ Tuggutöflur í formi dýra og með margvíslegu bragði. MeðGMP gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN Á BÍLASÝNINGUNNI í Genf má sjá hversu framleiðendur bjóða sí- fellt meira úrval en hinn hefð- bundna fólksbíl. Segja má að mest þróun sé í fjölnotabílum og sport- legum bílum. Fjölnotabílar eru ekki síst ætlaðir fjölskyldum með breyti- legar þarfir og sportlegu bílunum er ætlað að gefa eigendum sínum tækifæri til að ferðast víðar en um venjulega vegi án þess að þeir séu neinir ofurjeppar. Toyota sýnir í fyrsta sinn í Evr- ópu hugmyndabílinn p.o.d. og tók upp samstarf við Sony-rafeindafyr- irtækið við þessa hugmynd. Bílnum er ætlað að vera eins konar þátttak- andi í ferð ökumanns en ekki bara tæki til að flytja hann milli staða. Hann á að geta hugsað, talað og brosað og dillað rófunni í þokkabót en rófan sú er loftnetið á skottlok- inu. En aðalatriðið er að bílnum er ætlað að sýna ákveðin viðbrögð varðandi öryggi og þægindi þeirra sem í honum ferðast. Aðlagar sig hverjum bílstjóra Búnaði p.o.d. er ætlað að nema aksturslag bílstjóra síns. Kjósi hann t.d. hálfgert kappaksturslag um bugðótta vegi bregst bíllinn við með stífari fjöðrun og sneggri skiptingu sjálfskiptingarinnar. Þannig þarf bílstjórinn ekki að hreyfa við nein- um rofum til að búa bílinn undir þessa eiginleika. Kjósi hann af- slappaðan akstur launar bíllinn fyr- ir sig með sparneytni. Ekki verður sagt að p.o.d. sé laglegur bíll, hann er eins konar kassi á hjólum en inn- réttingin er lífleg. UUV er önnur nýjung frá Toyota, hugmynd sem er í útliti nokkuð venjulegur bíll. Hann er liður í þeirri þróun Toyota að finna nýja markaðsmöguleika og bjóða mönn- um bíl sem uppfyllir nýja drauma. Hann er ætlaður þéttbýlisfólki sem hefur ekið stórum fjölskyldubílum en er nýjungagjarnt. Er þetta með- al niðurstaðna markaðsrannsókna Toyota en bíllinn er hannaður í Evrópu hönnunarmiðstöð fyrirtæk- isins. Bíllinn er 4,43 m langur og 1,82 m á breidd og með aldrifi. Eins og fyrr segir er hann nokkuð venju- legur í útliti en með skemmtilega brotnum línum á hliðum. Framrúð- an er mjög hallandi og hliðarglugg- ar lágir en hjól eru stór og voldug. Skoda Superb er nýjasta viðbótin við Skoda-línuna og þar blandar fyrirtækið sér í slaginn í meðalstór- um bílum með góðum búnaði. Greinilegt er að Skoda-fyrirtækið lagði mikla áherslu á að enginn missti af þessari nýjung á bás sín- um enda bíllinn vel þess virði að gefa honum gaum. Hans er von til Íslands seinna á árinu og verður hann ekki síst álitlegur fyrir þá sök að búast má við hagstæðu verði. Það tilheyrir Skoda. Boðnar verða þrjár bensínvélar, tvær fjögurra strokka 115 og 150 hestafla, og V6 vél sem er 193 hest- öfl. Dísilvélar eru tvær, fjögurra strokka 130 hestafla vél og sex strokka 155 hestafla vél. Bíllinn er 4,8 m langur og 1,76 m breiður. Það sem er ekki síst áhugavert við Superb er plássið. Þægilegt er að setjast í fram- sem aftursætin og þar er rúmt til höfuðs og fóta. Þá hefur mælaborðið og öll innrétting bílsins á sér yfirbragð vandaðs bíls. Skoda gerir ráð fyrir að selja 35 þúsund Superb árlega, þar af 25 þúsund í löndum Vestur-Evrópu en fyrirtækið er reiðubúið að auka framleiðsluna ef eftirspurn krefst. Eins konar hliðarafsprengi Sup- erb er Skoda Tudor, fjögurra sæta sportbíll með 2,8 lítra og 260 hest- afla vél. Með þessum bíl er Skoda eingöngu að sýna dug sinn í hönnun og mögulegri framleiðslu hraðakst- ursbíls. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um fjöldaframleiðslu. Porsche-jeppinn Cayanne var sýndur á myndum í Genf og kynnt- ur lauslega á blaðamannafundi fyr- irtækisins. Bíllinn er hannaður sem sportlegur hraðakstursbíll með ald- rifi og sem jeppi. Framendinn sver sig nokkuð í ætt Porsche en að öðru leyti ber bíllinn algjörlega eigin svip. Rannsóknar- og þróunarmið- stöð Porsche í Weissach hannaði bílinn og er ráðgert að hleypa hon- um formlega af stokkunum á hausti komanda. Þá má nefna sport-hugmyndabíl- inn Yanya frá Nissan. Eins og aðrir slíkir hefur hann sinn sérstaka svip. Sætin fjögur vekja sérstaka athygli og eru mjög þunn og virðast hagnýt því þau eru á brautum sem ná eftir endilöngu innanrýminu og má því aka þeim langt fram og aftur. Þá er sérstaklega tekið fram að við hvert og eitt sæti sé búnaður til að stýra útvarpi og öðrum tækjum sem í bílnum eru en það sé ekki aðeins ætlað ökumanni eða bílstjóra í framsæti. Frá Toyota kemur hugmyndabíllinn p.o.d. sem er mjög líflegur að innan og er þeim hæfi- leika gæddur að geta lagað aksturseiginleika sína að hverjum og einum ökumanni. Porsche kynnti lúxusjeppa sinn í máli og myndum en raunveruleg að- alkynning verður í haust og sala hafin í framhaldi af henni. Morgunblaðið/jt Hér eru þeir Bogi Pálsson (t.h.) og Emil Grímsson við UUV-bílinn frá Toyota. Meira í boði en venju- legir fjölskyldubílar Sjá má úrval venjulegra bíla og hugmyndir að framtíðarbílum á bílasýningunni í Genf sem stendur til næsta sunnudags. Jóhann- es Tómasson kom þar við þar sem margt var um bíla og fólk. Von er á Skoda Superb til Íslands síðar á þessu ári. Nissan Yanya er sport-hugmyndabíll með aldrifi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.