Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 14
Ein snúin… Hvernig egg á maður að kaupa til að vera viss um að það sé ekki stropað?  BÚI Vilhjálmur Ólason er níu ára og ekki sérlega hamingjusamur drengur, þar sem hann býr með leið- inlegum fósturforeldrum. En kvöld eitt gerast í meira lagi furðulegir atburðir og Búi kemst að því að hann er í raun ekki Búi heldur Míó prins í Landinu í fjarsk- anum! Og þegar hann loksins kemst þangað bíður hans mikilvægt verkefni og síður en svo hættulaust! Elsku Míó minn er ótrúlega spennandi og falleg bók, og er því lík annari bók eftir sama frábæra rit- höfund Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta. Viltu lita myndina þar sem Míó og besti vinur hans Jum-Jum ríða Miramis, hestinum með gullhófana og gullfaxið? Þekkið þið Míó? Prinsinn í fjarskanum Púff!  FRÚ Svava fer daglega út í búð að kaupa allt það sem heimtufreku tvíburarnir hennar, Hans og Gréta, krefjast að til sé á heimilinu. Hér sést frú Svava bæði sveitt og þreytt að bera allar vörurnar heim úr búðinni. Ef hún hefði ekki verið svo stress- uð að taka til fyrir bekkjarpartí tvíburanna hefði frú Svava kannski ekki gleymt svolitlu heima – sem leynist á einni af litlu myndunum – og þá væri hún ekki svona sveitt. Á hvaða mynd er það? Svar á næstu síðu.  BÍ bí bí! Eru þetta ekki krúttlegir ungar? Bráðum fer að líða að páskum og ekki úr vegi að byrja að föndra. Þessa litlu bómullarunga í eggja- skurn er auðvelt að gera. Hægt er að gera bara einn og skreyta með eða heilt hreiður einsog hér sést. Það sem þú þarft: 2 gulir bómullarhnoðrar Eggjaskurn af hálfu eggi Svartan föndurpappír Appelsínugulan fönd- urpappír Skæri Gatari Lím Það sem þú gerir: 1) Notaðu gatarann til að gera augu úr svarta pappírnum. 2) Klipptu út ferhyrning úr appelsínugula pappírnum, brjóttu hann í miðju á ská til að búa til gogg. 3) Límdu annan bóm- ullarhnoðrann inn í eggjaskurnina fínu. Límdu hinn hnoðr- ann ofan á, hann verður hausinn. 4) Límdu svo augun og gogginn á. Er unginn þinn ekki sætur? Fjör að föndra Páskaungar Morgunblaðið/Hildur Lofts ÞORGEIR Kristinn er 6 ára og gengur í Vesturbæjarskóla. Hann fer stundum í leikhús þótt honum finnist eiginlega skemmtilegra að fara í bíó. Hann er búinn að sjá leikritið Prumpuhólinn og það var gam- an. „Það var svo fyndið þegar Pumpuhóllinn prumpaði,“ seg- ir Þorgeir og brosir. „Það er tröllastrákur sem heitir Steini og Prumpuhóllinn er pabbi hans. Og það var svo mikill vindur og hann hnerraði og hnerraði svo mikið að nefið á honum fauk af. Og þegar hann prumpaði þá var það ótrúlega raunverulegt.“ – Er annað furðulegt sem gerist? „Já, einsog þegar Steini bjó til gítar á einni eða tveimur sekúndum og spilaði á hann mjög skemmtilegt lag. Og stelpan Hulda hún spilaði lag um Steina en söng ekkert.“ – Hver var skemmtilegasta persónan? „Prumpu- hóllinn, en hann talaði bara trölla- steinamál, og það er mús sem út- skýrir fyrir Steina hvað hann er að segja.“ – Eitthvað að lokum? „Þetta er skemmtilegt leikrit.“ M or gu nb la ði ð/ Á sd ís Þorgeir Kristinn Blöndal Krakkarýni: Prumpuhóllinn Tröllasteinamál og skemmtileg tónlist HÚN Hulda er nýflutt út í sveit með foreldrum sínum og Halla bróður. Henni líst lítið á sveitina, þar er bara náttúrufýla og stingandi gras. Henni fannst miklu skemmtilegra að búa í borginni. Svo fara þau systkinin í feluleik og þá rammvillist Hulda í náttúrunni. Og viti menn! Hulda hittir tröllastrákinn Steina og kynnist þar með pabba hans Prumpuhólnum sjálfum og mörgum ótrúlega skemmtilegum furðuverum náttúrunnar. Hér átt þú að tengja ýmis orð við annaðhvort sveit eða borg – eftir því hvar þér finnast þau betur eiga heima – og lausnin kemur í næsta blaði. Prumpuhóllinn í Möguleikhúsinu Morgunblaðið/Sverrir Hvað ætli Steini sé að sýna Huldu? Furðuverur náttúrunnar Símaklefi náttúrufýla hverastrýta dótabúð tölvuleikjastaður tröllastrákar tún strætó hellir belja á beit götuskilti hundasúrugrautur leggur og skel Kringlan bíó Ís og snjór, ís og snjór, ekkert nema ís og snjór. Þannig mætti kannski helst lýsa því hvern- ig umhorfs var á Íslandi og víðar á seinustu ísöld. Eða var kannski ekkert Ísland til fyrir 18 þúsund árum þegar þykkur ísskjöldur lá yfir þriðjungi jarðarinnar, yfir allri Norður- Evrópu, allt suður til Lundúna? Jú, Ísland er nú eldra en það. Menn veiða furðudýr En það hefur ekki verið mikið stuð að búa hér þá, allt á kafi í ís og snjó og hvergi arða að borða. En þegar ísaldarjökullinn bráðnaði síð- an, hækkaði yfirborð sjávar og víða komu í ljós fallegir dalir sem jökullinn hafði búið til. Kannski býrð þú í þannig firði? Vísindamönnum þykir ekki ólíklegt að önn- ur ísöld muni bresta á í framtíðinni – en ekki alveg á næstu dögum. Það var einmitt á þessu tímabili sem mað- urinn kemur fram – líkast til í Afríku – og dreifði sér fljótt um lönd heimsins. Og á norð- urhveli jarðar voru menn að veiða loðfíla, loðnashyrninga og sverð- ketti. (Hvernig ætli grillaður loð- nashyrningur sé á bragðið? Namm!?) En þau dýr dóu víst út fyrir alla vegana 10 þúsund árum eða svo… Gáfuleg ísaldardýr lifna við Heyrst hefur þó að þau muni lifna við á næstunni í nýrri teiknimynd sem frumsýnd verður á Íslandi 22. mars nk. Þar segir frá þessum gáfulegu ísaldardýr- um sem þú sérð hér saman komin. En þau munu þurfa að koma litlu mennsku barni aft- ur í hendur föður síns og það getur verið hættulegt þegar ísöld er yfirvofandi. Og af út- liti dýranna að dæma, mun nú eitthvað ganga á! Sjá: www.iceagemovie.com Yfirvofandi ísöld? Vinirnir þurfa að takast á við ótal hættur sem leynast alls staðar á ísöld. Letidýr, loðfíll, sverðköttur og sverðíkorni (?) gerast bestu vinir. Svar: Páskaegg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.