Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 16
I am Sam frumsýnd hérlendis um helgina Sean hinn snjalli leikur Sam hinn þroskahefta  WESLEY Snipes og Kris Krist- offerson fara eftir sem áður með að- alhlutverkin í Blade 2, sem væntanleg er í bíóhúsin í apríl og er framhald samnefndrar myndar sem frumsýnd var árið 1998. Leikstjórn annaðist mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro. Óvenjuleg stökkbreyting hefur orðið innan vampírusamfélagsins. Komin er fram ný vampírutegund sem er svo blóðþyrst að hún leggst ekki aðeins á mannfólkið, heldur hinar hefðbundnu blóðsugur líka og fórn- arlömbin, sem eru svo óheppin að lifa af árásir þessarar nýju tegundar, um- breytast sjálf í þessar blóðþyrstu vampírur. Illþýðinu fjölgar hratt og innan skamms verður ekki nóg af mennsku blóði í boði fyrir sælkerana. Skuggaráðið kallar til fundar gam- alkunna félaga ásamt vopnasérfræð- ingi sem taka höndum saman við hópinn Bloodpack sem samanstendur af sérþjálfuðum bardagavampírum. Blóðþyrstar vampírur  SISSY Spacek fer með hlutverk Ruth Fowler, móður ungs háskólanema sem tekur upp ástarsamband við sér eldri tveggja barna móður í kvikmynd- inni In the Bedroom sem væntanleg er í kvikmyndahúsin um miðjan mars. Eig- inmanninum fyrrverandi er lítt skemmt við að horfa upp á fyrrverandi konu sína með öðrum manni og grípur til ör- þrifaráða, sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Spacek fékk Golden Globe- verðlaunin sem besta leikkona í aðal- hlutverki í dramamynd fyrir frammi- stöðu sína í myndinni og hefur myndin verið tilnefnd til fimm Óskars- verðlauna, en Tom Wilkinson fer með hlutverk fjölskylduföðurins Matts Fowl- ers. Myndin er byggð á sögu Andre Dubus og bjó leikstjórinn Todd Field hana í kvikmyndabúning ásamt Rob Festingar, en Field er að þreyta frum- raun sína sem kvikmyndaleikstjóri. Ást og afbrýði In the Bedroom: Sissy Spacek og Tom Wilkinson.  SÖNGVARINN og laga- smiðurinn Bob Dylan, sem í fyrra hreppti Ósk- arsverðlaun fyrir besta kvikmyndalag (Things Have Changed í The Wonder Boys), ætlar ekki að láta sér nægja að leika tónlist í kvikmyndum. Nú ætlar hann að leika hlut- verk líka. Hann hefur tekið að sér aðalhlutverk í frumraun leikstjórans Larrys Charles, Masked and Anonymous. Dylan mun leika Jack Fate, söngvara sem situr í steininum en er hleypt út til að spila á lokatónleikum. Að sjálfsögðu koma við sögu einhver frumsamin lög leikarans, sem ekki hefur sést á hvíta tjaldinu í fimmtán ár, eða frá því hann lék við slakan orðstír á móti Rupert Everett í Hearts Of Fire árið 1987. Helsta leikframmistaða Dylans til þessa var í Pat Garrett And Billy the Kid eftir Sam Peckinpah. Dylan í leiklistina á ný Bob Dylan: Söngvari leikur söngvara.  LÁRUS Ýmir Óskarsson kvik- myndaleikstjóri hefur tekið við starfi kennslustjóra hjá Kvik- myndaskóla Íslands og eru ýmsar breytingar í undirbúningi til að efla skólann og námsmöguleika þar. Að sögn Lárusar Ýmis er nú stefnt að því að skólinn verði „al- vöru kvikmyndaskóli í september og bjóði upp á tveggja ára nám í kvikmyndagerð. Önnur nýjung verður framleiðslutengt nám, þar sem fólki býðst að koma hér inn með verkefni og hugmyndir, fá að- gang að tækjum, vinnuaðstöðu og ráðgjöf og ganga út með til- búna mynd.“ Lárus Ýmir Óskarsson hefur starfað lengi að kvikmyndagerð bæði hérlendis og í Svíþjóð, þar sem hann bjó um árabil. Hann er ekki ókunnugur kennslustörfum og hefur kennt kvikmyndaleik og kvik- myndagerð hérlendis, í Noregi og Svíþjóð. Hann segist fjarri því að vera hættur að gera kvikmyndir. „Ég held áfram að vinna að eigin hugmyndum og verkefnum, enda telur skólinn æskilegt að starfs- menn séu virkir í faginu. Ég hef alls ekki í huga að mosavaxa hér í kennarastólnum.“ Hann mun einn- ig starfa áfram við handritsráðgjöf fyrir Sjónvarpið, eins og undanfarin misseri. Hann segir kennslustjóra- starfið fyrstu föstu stöðuna í þrjá áratugi. „Það er góð tilfinning fyrir mig. Ég hef lengi öfundað fólk sem hefur „aðstöðu“, eins og það er kallað. Nú hef ég kontór og fæ heil- mikið „kikk“ út úr því! Annað er að eftir að hafa verið einyrki um ára- bil er gaman að koma inn í þann kraumandi pott af lífi og fólki, sem hér er.“ Nú eru 18 manns í eins árs grunnnámi við Kvikmyndaskóla Ís- lands, auk þeirra sem sækja ýmis námskeið og tengjast framleiðslu- fyrirtækinu 20 geitur sem eigandi skólans, Böðvar Bjarki Pétursson, rekur í sama húsi. „Hér er því mik- ið líf og fjör, sem frískandi er að komast í snertingu við,“ segir kennslustjórinn. Lárus Ýmir ráðinn kennslustjóri við Kvikmyndaskóla Íslands Stefnt að tveggja ára námi í haust NÝ íslensk bíómynd, Reykjavík Guesthouse – rent a bike, verður frumsýnd á skírdag, hinn 28. mars í Háskólabíói og Smára- bíói. Myndin er frumraun Unnar Aspar Stefánsdóttur og Björns Thors leiklistarnema og Barkar Sigþórssonar ljósmyndara og kvikmyndatökumanns, en í aðal- hlutverkum eru reyndir leikarar eins og Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld og Margrét Vilhjálmsdóttir. „Þetta er persónudrifin mynd, dramatísk borgarflétta,“ segir Björn Thors í samtali við Morg- unblaðið. „Hún fjallar á nokkuð raunsannan hátt um persónur sem eru dregnar skýrum drátt- um og við tökum þar dálítið mið af leikstjórum eins og Mike Leigh og Woody Allen.“ Hilmir Snær leikur Jóhann, þrítugan gistihússeiganda í mið- borg Reykjavíkur. Hann hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns, heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum, hefur skapað sér sína eigin veröld og reynir að komast hjá því að þurfa að kljást við samfélagið og samborgar- ana. Inn í hans litlu veröld flétt- ast Finnur, níu ára nágranni hans, sem á undir högg að sækja hjá jafnöldrum sínum og býr hjá rótlausri ömmu sinni. Þessar tvær einmana sálir tengjast vin- áttuböndum, sem fátt fær rofið. Á meðan Jóhann lætur sem um- heimurinn sé ekki til hallar und- an fæti í rekstri gistihússins. Brátt fer að hrikta í stoðum þeirrar tilveru sem hann hefur kosið sér. Aðstandendur mynd- arinnar segja hana fjalla um ein- staklinga og ótta þeirra. Unnur Ösp og Björn leikstýra myndinni, Börkur annast kvik- myndatöku og öll þrjú semja þau handrit og framleiða. Elísa- bet Ronaldsdóttir klippir, Sig- rún Birta Þrastardóttir sér um leikmynd og búninga, tónlist semur Daníel Bjarnason og Uss ehf. annast hljóðvinnslu. Meðal annarra leikenda eru Stefán Ei- ríksson, Kjartan Guðjónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Pét- ur Einarsson, María Sigurðar- dóttir og Baldur Trausti Hreins- son. Reykjavík Guesthouse – rent a bike frumsýnd á skírdag Dramatísk borgarflétta um einfaldan gistihússeiganda Gestalaus gistihússeigandi: Hilmir Snær í hlutverki Jóhanns. ÞEGAR slökkt var á sýningarvélum bíósins í síðasta sinn eftir að 10- sýningu á kvikmyndinni Original Sin með strípalingunum Angelinu Jol- ie og Antonio Banderas var lokið hafði kvikmyndahúsið verið órjúfanlegur hluti af menningarlífi borgarinnar í 52 ár og 5 mánuði. Í ríflega hálfa öld höfðum við gengið að því vísu að geta sótt þar sýningar á nýjum og oft á tíðum spennandi kvikmyndum – innlendum og erlendum. Það var 29. september 1949 sem fyrsta kvikmyndasýningin í hinu nýreista kvikmyndahúsi við Lauga- veg 94 fór fram. Reyndar voru sýn- ingarnar þrjár þann daginn, kl. 5, 7 og 9 (muniði eftir þessum fornald- arlegu sýningartímum?) Opn- unarmyndin var Sagan af Karli Skotaprinsi (Bannie Prince Charlie) en skv. bíóauglýsingu í Morg- unblaðinu þennan dag var þar á ferð „[e]nsk stórmynd í eðlilegum litum, um frelsisbaráttu Skota og æv- intýralega undankomu Karls prins“ og voru aðalhlutverk í höndum þeirra Davids Nivens og Margaret Leighton. Myndinni og nýja kvikmyndahúsinu var vel tekið enda mál manna að þar væri hin glæsilegasta bygging. Framkvæmdir við hana höfðu samt gengið brösult og meira að segja leg- ið niðri um tveggja ára skeið, að- allega sökum skorts á byggingarefni í landinu vegna innflutningshafta og skömmtunarstefnu yfirvalda um þær mundir. Fyrsti bíóstjórinn var Hjalti Lýðsson kaupmaður en hann stofnsetti bíóið í félagi við þá Tómas Tómasson og bræðurna Grím, Hróbjart og Harald Bjarnason. Stjörnubíó varð sjöunda kvik- myndahús borgarinnar og með því voru ríflega 3.500 sæti í boði en fyrir voru Gamla og Nýja bíó, Tjarnarbíó, Trípólíbíó, Austurbæjarbíó og Hafn- arbíó. Hin öra kvikmyndahús- afjölgun á 5. áratug síðustu aldar varð einfaldlega til þess að auka að- sókn jafnt og þétt og það var því klárt að þörf hafði verið fyrir bíóið föngu- lega á Laugaveginum. Talað hefur verið um að álög hafi hvílt á lóðinni númer 94 við Lauga- veg. Tvisvar sinnum lenti bíóið í í bruna. Í fyrra skiptið árið 1953 skemmdist það töluvert án þess þó að leggja þyrfti sýningar niður en 19. desember 1973 gereyðilagðist það í stórbruna og lágu sýningar niðri í hálft ár á meðan það var endurbyggt frá grunni. Myndavalið í Stjörnubíói í gegnum árin ber greinilegt höfuðeinkenni – það að bróðurpartur myndanna var frá Hollywood-risanum Columbia Pictures og dótturfyrirtækjum. Þar í hópi voru nokkrar af mest sóttu og þar af leiðandi eftirminnilegustu myndum síns tíma, myndir á borð við vagg og veltu-myndina Rock Around the Clock sem æsti dansþyrsta æskuna svo að armar voru rifnir af og sætin útbíuð eftir hverja sýningu, Brando- klassíkina On the Waterfront, eina af stórmyndum David Lean The Bridge Over River Kwai, stjörnum prýddan Alistair McLean-hasarinn The Guns of Navarone, Ókindareftiröpunina The Deep, dellurnar Stir Crazy með Gene Wilder og Richard Pryor, Stripes með Bill Murray og að sjálfsögðu Karate Kid, sem hafði að geyma svo rosalegan lokabardaga að önnur eins viðbrögð hjá yngri áhorfendum höfðu vart sést síðan kúrekarnir riðu um héruð á þrjú sýningunum eða jafnvel á áð- urnefndri Rock Around the Clock. Íslenskar myndir voru sýndar í Stjörnubíói allt frá upphafi starfsemi þess. Reyndar var þriðja myndin sem tekin var til sýningar þar ís- lensk, en það var Björgunarafrekið við Látrabjarg, heimildarmynd, eða öllu heldur fréttamynd, sem Óskar Gíslason gerði fyrir Slysavarnafélag Íslands. Margar íslenskar myndir voru síðan sýndar í Stjörnubíói og þá sérstaklega á tíunda áratug síðustu aldar þegar segja má að Stjörnubíó hafi á tímabili verið heimili íslenskra mynda er þar voru sýndar myndir á borð við Börn náttúrunnar, Bíódaga og Cold Fever Friðriks Þórs, Magnús og Einkalíf Þráins Bertelssonar, Eins og skepnan deyr og Tár úr steini Hilmars Oddsonar, svo einhverjar séu nefndar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að lýsa þeirri synd sem það er að þetta sögufræga bíó skuli vera liðið undir lok. Und- anfarna viku hafa margir kvatt Stjörnubíó með trega í brjósti og um leið lýst áhyggjum sínum yfir þeirri þróun að gömlu bíóin í miðborginni séu að deyja drottni sínum eitt af öðru og víkja fyrir stórum fjölsala verslunarkjarnabíóum í úthverf- unum. Þær áhyggjur eru fullkomlega skiljanlegar. Ekki bara í rómantísku tilliti, heldur einnig vegna þess að íbúar heilu hverfanna þurfa þar með að fara að leggja á sig vænar bílferðir til þess að geta sótt bíósýningar. Þró- un sem skýtur svolítið skökku við þegar hugsað er til þess að fyrsta út- hverfabíóið Bíóhöllin þjónaði að stórum hluta þeim tilgangi að færa bíóið nær borgurum sem höfðu þurft að leggja á sig vænar bílferðir til þess að geta sótt bíósýningar. Að sögn bíóstjóra hefur kvikmynda- húsareksturinn í miðbænum verið æði þungur og svo sem lítil ástæða til að rengja það, þótt mér þyki það sjálfum óskiljanlegt. En getur vand- inn ekki legið hjá bíóunum sem fyrir eru en ekki í staðsetningunni sem slíkri, að aðdráttarafl gömlu bíóanna sé horfið? Vantar ekki bara nýtísku- bíó í miðborgina? Ég veit að þetta er ofsalega óróm- antísk pæling, og er síður en svo hlyntur henni, en það verður að gera eitthvað til að bíóin hverfi ekki fyrir fullt og allt úr þessum stóra borg- arhluta. Morgunblaðið/Einar Falur Stjörnubíó árið 1989, fyrir tíma flenni- stóru veggspjaldanna, þegar enn sást í sjálfa bygginguna. Far vel Stjörnubíó Það hefur vart farið framhjá nokkrum sem fylgist með að fyrir rúmri viku, nánar til tekið 28. febrúar, var merki- legur dagur í bíósögu þjóðarinnar. Í aug- um margra sorgardagur en aðra skiptir hann nákvæmlega engu máli. Þennan dag fóru fram síðustu kvikmyndasýn- ingar í Stjörnubíói. SJÓNARHORN Skarphéðinn Guðmundsson  BRESKI leikstjórinn Mike Newell hefur lagt gjörva hönd á mörg ólík verkefni, allt frá einni vin- sælustu gamanmynd allra tíma í Bretlandi (Four Weddings And a Funeral), búningadrama (En- chanted April) til bandarískrar glæpamyndar (Donnie Brasco). Nú hættir Newell sér enn lengra inn á bandarískt yfirráðasvæði, þar sem er stór- vestri eftir handriti Johns Milius. Myndin mun kosta 80–100 milljónir dollara og gerist í villta vestrinu snemma á þessari öld. Þar segir frá hausa- veiðara, sem er hálfur indjáni og er gerður út til að fanga síðasta mikla Apache-stríðsmanninn. Breskur leikstjóri gerir stórvestra  REESE Witherspoon fylgir á þessu ári eftir vel- gengni sinni í gamanmynd- inni Legally Blonde með leik í gamansömum stelputrylli sem heitir Original Gangsta Bitches og er að hætti Hollywood lýst sem „Rush Hour hittir Thelma and Louise“. Í myndinni fer Reese með hlutverk ungrar millistéttarkonu sem sætt hefur kúgun og niðurlæg- ingu og rís upp til varnar og sóknar með aðstoð svartrar kynsystur sinnar. Eitthvað hljómar þetta líkt uppreisn ljóskunnar í Legally Blonde … Reese rís upp II Reese Wither- spoon: Hætt að láta vaða yfir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.