Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 B 17 bíó MYNDIN var ekki síst sýning- argluggi fyrir enn einn rembings- leikinn hjá Tom Cruise, þessari sjálfs- uppteknu, yfirspenntu stjörnu sem ævinlega gengur út frá því að meira en ekki minna sé best; ef Cruise getur notað fallbyssu til að skjóta þúfutitt- ling þá gerir hann það. Handan við hamaganginn í Cruise í hlutverki til- vistarkreppts umboðsmanns íþróttafólks voru tveir kyrrlátari leikarar að vinna vinnuna sína og gerðu það með einlægari, trúverð- ugri hætti. Þetta voru Renee Zellweger, sem tókst að gera alvöru úr klisju- kenndu hlutverki einstæðrar móður, og Cuba Gooding, sem skein skærar en upplýstur Cruise-inn í hlutverki erfiðs en trygglynds ruðningsboltakappa. Þarna stigu fram tveir prýðis leik- arar, sem síðan hefur vegnað vel, Zellweger þó heldur betur en Gooding. Hann gerir allt vel sem hann gerir en hefur ekki fengið mikið af veru- lega bitastæðum hlutverkum og flest hafa þau verið grínhlutverk. Ekki hafa honum boðist mörg aðal- hlutverk, en nú um helgina má sjá hann í einu slíku í myndinni Snow Dogs. Þar leikur hann tannlækni einn á Miami, sem fær í arf hóp af sleðahundum í Alaska. Hann er ekki hrifinn af hundum yfirleitt en þarf að læra að meta arfinn svo hann komist ekki í hendur gamals fjalla- kappa (James Coburn). Cuba Gooding jr. var lengi að vinna sig upp í aðalhlutverk eða bara hlut- verk. Hann er núna 34 ára að aldri, fæddur í Bronxhverfinu í New York, en fluttist fjögurra ára til Los Angel- es. Faðir hans var tónlistarmaður og fjölskyldulífið sviptingasamt. Gooding hinn ungi varð þó snemma efnis- piltur og lét það ekki á sig fá að skipta fjórum sinnum um gagn- fræðaskóla; í þremur þeirra varð hann forseti bekkjarráðs. Fyrsta hlutverk hans var ekki í leiklist, heldur sem breikdansari í sýningu Lionels Ritchie á Ólympíu- leikunum árið 1984, þá sextán ára að aldri. En þegar umboðsmaður einn sá hann leika í gaggóleikriti fékk Gooding samning og byrjaði að leika í auglýsingum. Það leiddi til smáhlut- verks í einum þáttanna úr Hill Street Blues-syrpunni. Eftir það hóf hann að sækja leiklistarnámskeið og smám saman fjölgaði tækifærum í sjónvarpi og kvikmyndum. Fyrsta bíóhlutverkið var „strákur á rakara- stofu“ í Coming to America árið 1988 með Eddie Murphy, en fyrsta alvöru- hlutverkið var í frumraun Johns Singleton Boyz N the Hood árið 1990, sem fjallaði um uppvöxt ungra blökkumanna í ofbeldisfullu um- hverfi í Los Angeles. Þótt sæmileg hlutverk fylgdu í kjölfarið, t.d. í A Few Good Men (1992), náði Gooding ekki verulegri athygli fyrr en með Jerry Maguire. Árið eftir, 1997, mætti Gooding aftur sterkur til leiks í As Good As It Gets með Jack Nichol- son en vandaður leikur hans í hinni vemmilegu What Dreams May Come (1998) með Robin Williams fór fyrir lítið. Síðan hefur hann verið heldur óheppinn með verkefni, þótt Pearl Harbor (2001) hafi svosem far- ið víða og grínmyndin Rat Race (2001) átt sína góðu spretti. Næsta mynd hans er líka gamanmynd, Boat Trip, sem væntanleg er á árinu. Þess má geta að gamli Bond-inn Roger Moore hafði húmor fyrir því að leggja til að Cuba Gooding jr. verði arftaki Pierce Brosnan í hlutverki njósnara hennar hátignar! En svo mælti hann líka með Ewan McGregor. Hvers konar húmor er það? Svartur senuþjófur Í raun hafði Cuba Gooding jr. ekki vakið verulega athygli hins almenna bíógests fyrr en hann fékk allt í einu Óskars- verðlaunin. Það var árið 1996 og fyrir besta leik í aukahlutverki karla. Myndin var hin stórlega ofmetna Jerry Maguire eftir Christopher Crowe. Árni Þórarinsson SVIPMYND er sonur Cuba Gooding sr., sem var aðalsöngvari poppsveit- arinnar The Main Ingredient á 8. áratugnum, en hún átti smellinn Everybody Plays the Fool árið 1972. Tveimur árum eftir þann smell yfirgaf Gooding eldri fjölskyldu sína. Hann er nú flestum gleymdur, en sonurinn heldur Gooding-nafninu á lofti. Reuters Cuba Gooding jr. Aðalfundur 2002 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn þriðjudaginn 19. mars 2002 í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík og hefst kl. 16:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um að auka hlutafé félagsins um kr. 699.297.126 með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.