Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó  SAGA hernaðar er sígild. Alltaf sú sama hvort sem um ræðir Tróju, Gett- ysburg, Normandy eða Ia Drang. Hún er um hermenn, flesta unga, sem fast- ir eru í orrustu til síðasta manns. Þetta öfgakennda og hræðilega eðli stríðs snertir grundvallaratriði þess að vera mannlegur ... Þetta ritar Marks Bow- dens, höfundar bókarinnar Black Hawk Down – A Story of Modern War. Bók- ar sem segir frá árásarför sérsveitarmanna úr banda- ríska hernum til Mogadishu í Sómalíu í október 1993. Árásarför sem sögð var liður í friðargæslustarfi Sameinuðu þjóðanna þar í landi. Árásarför sem átti að vera ein- föld en fór hörmulega úrskeiðis og endaði með mun meira mannfalli – 18 bandarískra hermanna og hundruða innfæddra – en ráð hafði verið gert fyrir og komst af þeim sökum fyrst og fremst í heimsfréttirnar. Yfirlýst markmið árásarferðarinnar að klekkja á stríðsherranum Moha- meds Farrah Aidid, sem Bandaríkja- menn töldu að ætti mesta sök á borg- arastyrjöldinni og hungursneyðinni sem herjaði á hið snauða Afríkuland. Scott er eins og Sviss Þessi metsölubók hefur nú verið kvikmynduð af einum farsælasta leik- stjóra Breta, Ridley Scott. Sjálfur framleiddi hann myndina ásamt Jerry Bruckheimer – sem ugglaust hefur bæði orðið henni til framdráttar og trafala því síðarnefndi hefur löngum verið vörumerki öruggrar afþreyingar og hasars en um leið mynda sem sak- aðar hafa verið um grunn, óábyrg og ótrúverðug efnistök. Ekkert sérlega gott veganesti fyrir mynd sem byggist á sögulegum atburðum svo nálægt okkur í tíma og taka á eins eldfimu viðfangsefni og hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna. En það er vel skiljanlegt hvers vegna Scott er kallaður til. Hann er fagmaður sem gengur hreint og örugglega til verks. Veltir sér ekkert alltof mikið uppúr innihaldinu – til marks um það hefur hann aldrei skrifað nein handrit sjálfur – en einblínir þeim mun frekar á útlit, ímynd, áferð, takt og allt er tengja má á einn eða annan máta ytri umgjörð. Scott er maður mynda en ekki orða. Kannski þess vegna var hann manna heppilegastur til þess að taka að sér svo eldfimt pólitískt viðfangsefni. Eng- in hætta á að hann færi að garfa of mikið í efninu, kryfja það eða reyna að komast að einhverjum sannleika eða taka einhverja afstöðu með eða á móti. Scott er eins og Sviss – tekur ekki afstöðu. Áherslurnar eru ekki lagðar á heildarmyndina, pólitíska landslagið sem getur af sér slíka mar- tröð sem árásarferðin var, heldur er vaðið beint út á vígvöllinn, með lokuð augun. „Þegar út á vígvöllinn er kom- ið, fýkur allt sem kalla má pólitík út um gluggann,“ eru orð beiskrar stríðs- hetju í myndinni og þau virðast einnig lýsa viðhorfi Scotts – þegar kvik- myndagerðin er hafin fýkur öll pólitík útum gluggann. Fróðlegt væri að vera fluga á vegg er hann ræðir þá afstöðu við kollega sinn Oliver Stone. Í raun hefur Scott lítinn áhuga á al- þjóðastjórnmálum ekki einu sinni að heyra eða sjá að hann hafi myndað sér skoðun réttmæti árásarferð- arinnar til Mogadishu. Enda virðist hann hafa forðast að svara þeirri spurningu. Telur sig í reynd ekki þurfa að gera það þótt hann hafi gert mynd um hana – ekkert frekar en að hann telur sig hafa þurft að taka afstöðu til femínisma er hann gerði Thelmu og Louise, eða hvort tæknivæðingin væri að ganga af mannkyninu dauðu er eft- irlætismynd hans, Blade Runner, átti huga hans. Hann viðurkennir þó að vera hlynntur sterku hervaldi og ber virðingu fyrir heraganum – skoðun sem hann hefur frá föður sínum sem var hátt settur í breska hernum og barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Brögðótti Bruckheimer Vinnubrögð Ridleys þykja líka bera þess merki. Hann þykir kaldranalegur og harður í horn að taka en það stenst allt sem hann segir og aldrei nokkurn tíma hefur hann farið fram úr kostn- aðar- eða tímaáætlun. Sem sagt draumur allra kvikmyndaframleið- enda. Þar með talið Bruckheimers, sem þekkir þessa kosti vel eftir að hafa unnið margoft með yngri bróður hans, Tony. Það er varla hægt að ávíta Scott fyrir að taka á eins viðkvæmum sam- tímaviðburði á svo afskiptalausan máta. Hann hefur fullan rétt til að gera svo ef honum sýnist. En Scott er ábyrgur fyrir kvikmyndagerðinni og vali leikara. Útlitið er, eins og búast má við af Scott, þaulhugsað. Bak við töku- vélina er Slawomir Idziak, fyrrverandi tökumaður Krzysztofs Kieslowskis, sem hefur náð að hrista fram úr erm- inni magnaðar loftmyndatökur og færir okkur nær vígvellinum en jafnvel Janusz Kaminski afrekaði í Saving Private Ryan. Leikaravalið er síðan sérkafli því það virkar eins og úttekt á fimmtíu föngulegustu karlleikurum samtímans. Ungir, fjallmyndarlegir gæjar, þeirra kunnastir Josh Harnett, leikur hinn eina sem veltir fyrir sér til- gangi verkefnisins, og Ewan McGregor, skrifstofublók og kaffisérfræðingur, fulltrúi hversdagsmannsins sem sýnir á sér áður óþekkta hlið hugrekkis og hetjudáðar á raunastundu. En þótt Black Hawk Down hafi fallið Bandaríkjamönnum vel í geð og hetju- dáðir hermannanna hentað vel sálar- ástandi þjóðarinnar eftir hörmung- arnar 11. september – Bruckheimer flýtti frumsýningu myndarinnar um þrjá mánuði, að eigin sögn til þess að hún kæmi til greina á komandi Ósk- arsverðlaunahátíð – þá hafa margir gagnrýnt hana m.a. fyrir þjóðern- isrembing og ofureinfaldaða og ein- hliða lýsingu á hörmulegu blóðbaði. Sú litla pólitík, sem finna má, er bókarhöf- undarins Bowdens. Ástand mála var vitanlega flóknara en gefið er í skyn í örfáum upphafsorðum myndarinnar – að stríðsherrann Aidid hafi átt meg- insök á hungursneyðinni og ófremdar- ástandinu í Sómalíu. Einnig hefur um- ræða um kynþáttafordóma viljað loða við myndina. Ekki bara vegna meintra fordóma gegn innfæddum, sem koma fyrir sjónir eins og snaróður skríll og eru kallaðir „Mjónur“ af óhefluðum hermönnunum, heldur einnig vegna þess að það er einungis einn svartur maður í sérsveitinni en allir aðrir eins og fyrr segir sem klipptir út úr tísku- blaði. Svo hafa menn tínt til eitt og annað, eins og að gerð hafi verið hetja úr persónunni sem McGregor leikur, náunga sem í reynd var seinna fund- inn sekur um að hafa áreitt stúlku undir lögaldri kynferðislega. Black Hawk Down er það sem kalla mætti hreinræktaða stríðsmynd. Framvindan á sér nær öll stað á víg- vellinum og tilgangurinn, ef einhver annar virðist vera en að bjóða upp á krassandi afþreyingu, að sýna fram á helvíti hernaðarins, hversu hörmulegt það er að vera staddur, ungur og óreyndur hermaðurinn, mitt í ban- vænni skothríðinni – kannski án þess að hafa grænan grun um hver mál- staðurinn er, hvort hann sé góðra gjalda verður eða vafasamur. Þetta er saga af hermönnum, saga sem alltaf getur gerst - í Tróju, Gettysburg, Normandy, Ia Drang eða Mogadishu. Black Hawk Down er hreinræktuð stríðsmynd þar sem ekkert svigrúm er til að velta upp orsökum eða afleiðingum. „Ég man eftir því að hafa séð myndir í fréttatíma BBC af æstum múg, sem var greinilega að misþyrma tveimur mannslíkömum. Og guð minn góður, þegar ég áttaði mig á því að þetta væru bandarískir hermenn gat ég alveg ímyndað mér hvaða áhrif það hafði á vini mína í vestri að verða vitni að þessu.“ Svona lýsir breski leikstjórinn Ridley Scott upplifun sinni af því að sjá fréttamyndir frá misheppnaðri árásarferð bandarískra sérsveitarmanna til Mogadishu í október 1993. Nú hefur hann gert um hana kvikmyndina Black Hawk Down sem frumsýnd var hér á landi um helgina. Af því tilefni þótti Skarphéðni Guðmundssyni rétt að kanna viðhorf Scotts til þessa umdeilda verkefnis og fjaðrafokið í kringum það. skarpi@mbl.is Ridley Scott Martröðin í Mogadishu RAUNAR eru fyrrnefndar efnisfor- sendur kvikmyndarinnar I Am Sam það sem nokkrar deilur hafa orðið um vestra. Annars vegar hafa ýmsir gagnrýnendur haft orð á því að al- gjörlega ótrúverðugt sé að maður með þá andlegu fötlun, sem persón- an Sam Dawson hefur, geti alið upp barn með fullnægjandi og ábyrgum hætti; aðeins afburða leikur Seans Penns geti fengið áhorfandann til að gleyma þessum ólíkindum á meðan sýning myndarinnar stendur yfir. Hins vegar hafa forsvarsmenn hagsmunabaráttu fatlaðra fagnað jákvæðri afstöðu myndarinnar til skjólstæðinga þeirra. Til dæmis segir dr. Joel Levy, stjórnandi stofnunar sem fer með málefni fatl- aðra, að I Am Sam taki á „við- kvæmu jafnvægi milli réttinda þroskaheftra til að eignast og ala upp börn og þeirrar skyldu sam- félagsins að tryggja vellíðan og ör- yggi barnanna. Túlkun Seans Penns á þroskaheftum, einstæðum föður speglar þær mannlegu tilfinningar sem eru innra með okkur öllum. Við bindum vonir við að túlkun hans og myndin sem heild muni stuðla að því að auka skilning bandarísks al- mennings á andlega fötluðu fólki og að við sem samfélag getum gert betur í að koma því til hjálpar.“ Dr. Levy segir að reynslan sé sú að njóti foreldri með slíka fötlun sterks stuðnings frá umhverfinu geti við- komandi alið upp barn með full- nægjandi hætti. „Það sem er svo ánægjulegt við I Am Sam er að per- sóna Penns deilir sömu tilfinning- um, vonum, örvæntingu og metnaði með öllum foreldrum, sem ekki búa við fötlun.“ Barn elur upp barn Staðreyndin er samt sú, að Sam Dawson er maður sem hefur þroska lítils barns og vill fá að ala upp ann- að lítið barn, sitt eigið. Hann hafði kynnst útigangskonu og getið henni barn. Þegar þau eru á leiðinni af spítalanum eftir fæðingu lítillar stúlku stingur móðirin af. Sam verð- ur að ala stúlkuna upp einn síns liðs, auk þess að vinna til hnífs og skeið- ar á kaffihúsi. Stuðningsnet hans, eins og það er víst kallað, er ná- grannakonan Annie (Dianne Wiest) og þroskaheftir félagar hans, en á pólitískri rétttrúnaðaramerísku eru þroskaheftir kallaðir „mentally challenged“ og hljóta Íslendingar að apa það eftir, eins og annað þaðan. Þrátt fyrir erfiðar kringumstæður gengur uppeldið vel hjá Sam og fé- lögum og eru miklir kærleikar með þeim feðginum. Dóttirin heitir Lucy Diamond, leikin af Dakota Fanning, sem fengið hefur hástemmt lof fyrir frammistöðu sína, ekki síður en Penn. Nafn hennar fær Sam úr lagi Bítlanna Lucy In the Sky With Diamonds, en tónlist þeirra er hon- um tilfinningalegt skjól frá ólgunni umhverfis hann. Babb kemur í bát- inn á áttunda afmælisdegi Lucy Diamond þegar barnaverndaryfir- völd taka hana frá föður sínum; hún er orðin þroskaðri en hann. Sam lætur ekki deigan síga og hefur bar- áttu fyrir réttindum föður og dóttur og nýtur hjálpar áhrifamikils lög- fræðings, sem Michelle Pfeiffer leikur. Og svo framvegis í anda vel meinandi og tilfinningaþrunginna vandamálamynda frá Hollywood. Það þykir til marks um gildi mál- staðarins, sem myndin tekur, að Sean Penn skuli hafa fallist á að leika aðalhlutverkið. Reyndar þykja hlutverk fólks, sem býr við andlegar takmarkanir eða erfiðleika af ein- hverju tagi, eftirsótt vestra og sér- lega óskarsvæn, eins og rætt var um á bíósíðum fyrir viku. Leikstjór- inn Jessie Nelson hefur aðeins leik- stýrt einni bíómynd áður, Corrinna, Corrinna, en hefur jafnframt samið handrit að myndum á borð við Step- mom og The Story Of Us, en þessar fyrri afurðir hennar hafa borið keim af sápuóperum. Hún semur hand- ritið að I Am Sam í félagi við Krist- ine Johnson. Nelson hafði skrifað Penn bréf um miðjan tíunda áratug síðustu aldar til að vekja athygli hans á verkefninu og þegar til kom stökk hann á hlutverkið, þótt hann sé þekktari fyrir að túlka útúr- reykta strandgæja, ofbeldisfulla liðsforingja og samviskulausa fanga Ég er Sean Reuters I Am Sam: Sean Penn og Dakota Fanning sem feðginin Sam Dawson og Lucy Diamond. Réttindi þroskaheftra foreldra, einkum mæðra, hafa verið til umræðu á Íslandi undanfarið. Réttur þroskahefts föður til að ala upp barn sitt er hins vegar viðfangsefni kvikmyndarinnar I Am Sam, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Sean Penn er ósk- arstilnefndur fyrir leik sinn. Árni Þórarinsson fjallar um mynd- ina og leikarann, sem helst vill ekki leika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.