Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 10.03.2002, Síða 19
að bíða aftöku. Jessie Nelson segir: „Mér fannst líklegt að maður sem er vanur að túlka yfirspenntar, myrkar tilfinningar á afar raunsæj- an, trúverðugan hátt yrði ekki síður heillandi í túlkun gleði og mann- kærleika. Sean gerir Sam í senn yndislega aðlaðandi og meingallað- an. Hann er enginn engill.“ Óþekki strákurinn í Hollywood Það gekk ekki átakalaust að hrinda framleiðslunni af stað. Lengi vel var Fox-félagið ófúst að leggja fram þær 25 milljónir dollara, sem myndin kostar, ekki síst vegna þess að Penn hafði gengið fram af ráða- mönnum þess í bréfi til þeirra þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar yfir því að hafa verið synjað um notkun flugvélar fyrirtækisins til að komast á frumsýningu á The Thin Red Line, þar sem hann lék eitt aðalhlutverkanna, árið 1998. Fé- lagið vill ekki kannast við þessa ástæðu og kveður hina réttu vera „listrænan ágreining“. Sean Penn er ekki óvanur deilum. Hann hefur löngum verið „óþekki strákurinn“ í Hollywood, jafnþekkt- ur fyrir stormasamt einkalíf og framúrskarandi leikafrek. En nú er hann 42 ára, orðinn stilltari ef ekki stilltur, ábyrgur fjölskyldumaður og metnaðargjarn listamaður, sem kýs fremur að skrifa og leikstýra eigin myndum en leika hjá öðrum, og andúð hans á Hollywoodmiðjunni hefur aldrei verið meiri. Það kemur ekki á óvart að Penn ætlar að sitja heima þegar úrslit í kjöri Holly- woodakademíunnar verða tilkynnt á óskarskvöldi. Margir vita að Sean Penn er fæddur inn í kvikmyndagerð; faðir hans Leo Penn allþekktur leikstjóri og móðirin Eileen Ryan leikkona. Bróðir hans Chris er einnig kunnur leikari, þykkari og þyngri en Sean og sést mest í aukahlutverkum, annaðhvort sem lögga eða bófi (Re- servoir Dogs t.d.). Annar bróðir, Michael, er tónskáld og söngvari, sem fengist hefur við leikstjórn. Þessir strákar ólust upp í Santa Monica innan um önnur börn frægs Hollywoodfólks, eins og syni Mart- ins Sheens, Charlie og Emilio, og léku sér gjarnan með súper 8 mm tökuvélar. Sean hugðist hins vegar leggja fyrir sig laganám, en það fór fyrir lítið þegar hann gekk til liðs við leikhóp í Los Angeles, fékk hlut- verk í sjónvarpi og hélt til New York til að leika þar á sviði. Stefnan var mörkuð. Að velja og hafna Fyrsta kvikmyndahlutverkið, sem vakti verulega athygli á honum, var árið 1982 í unglingasmelli, sem síð- an hefur orðið sígildur sinnar teg- undar. Þetta var Fast Times At Ridgemont High eftir ungan og efnilegan leikstjóra Cameron Crowe (Singles, Jerry Maguire, Almost Famous, Vanilla Sky). Penn átti stóran þátt í velgengni myndarinnar í hlutverki hasshaussins Jeffs Spi- colis. Hann hefur sagt frá því að hann hafi þegið hlutverkið eftir að hafa lesið bókina sem myndin bygg- ist á, litist vel á óvenjulega persónu- sköpun og svo leikstjórann. Síðan hefur Sean Penn notað slíkar við- miðanir á ferli sínum. Hann hefur ekki látið stýrast af peningum og öðrum gylliboðum, heldur valið verkefni og samstarfsfólk sem hon- um finnst áhugaverð og bæta ein- hverju við kvikmyndaarfinn eða eig- in reynslu. Í framhaldi af Fast Times At Ridgemont High fékk hann þannig fjölda tilboða um að leika svipaðar manngerðir og Jeff var, en hann hafnaði þeim og tók í staðinn að sér að leika í fangels- isdramanu Bad Boys (1983), has- argríni Louis Malles Crackers (1984), og rómantískri búninga- mynd, Racing With The Moon (1984). Þessar myndir voru ekki beinlínis smellir og Penn ekki sér- lega eftirminnilegur í þeim. Það var hann hins vegar sem njósnari og fyrrverandi dópsali í pólitísku spennumyndinni The Falcon and the Snowman (1985) eftir John Schlesinger og sem partur af glæpafjölskyldu Christophers Walkens í At Close Range (1985) eftir James Foley. Um þetta leyti vakti Penn jafn- mikla athygli fyrir einkalíf sitt og leik, umfram allt vegna ástarsam- bands við Madonnu og síðar hjóna- bands þeirra árið 1985 sem mikið fjölmiðlafár varð um. Lítt beislaðir skapsmunir Penns, drykkjuskapur og óbeit á Hollywoodglysinu og fjöl- miðlasirkusnum leiddu til ýmiss konar árekstra og handalögmála við ljósmyndara og loks 30 daga fang- elsisvistar. Róstursamt samband þeirra Madonnu olli því einnig að hann missti um hríð sjónar á eigin markmiðum og lék með henni í skelfilegum skelli, Shanghai Surpr- ise (1987). Nýr neisti kviknar Eftir skilnað þeirra tók Penn sér smáhlé frá störfum og hugsaði sinn gang. Hann sneri sterkur aftur í löggutryllinum Colors árið 1988 undir stjórn Dennis Hoppers og sannaði á ný dýpt sína sem leikari. Tvö metnaðarfull en miður heppnuð verk fylgdu á eftir, Casualties Of War eftir Brian DePalma og gam- anmyndin We’re No Angels (1989) með Penn og átrúnaðargoð hans Robert De Niro í hlutverkum strokufanga. Tímamót urðu á ferlinum árið 1991 þegar hann leikstýrði sinni fyrstu mynd eftir eigin handriti, The Indian Runner, með tveimur vönum aukaleikrurum í aðalhlut- verkum, Viggo Mortensen og David Morse. Titill myndarinnar er sóttur í lagið Highway Patrolman eftir Bruce Springsteen. Þótt einlægni og ástríða einkenndi lýsingu Penns á samskiptum bræðra og föður (Charles Bronson í óvenju fínu formi) í bandarísku dreifbýli var myndin býsna brokkgeng og féll í miðasölunni. En gerð hennar hafði kveikt nýjan neista í listamannssál Seans Penns. Eftir að hafa verið óborganlegur og nánast óþekkjan- legur sem lögfræðingur á ystu nöf í spennumynd DePalmas Carlito’s Way (1993) tilkynnti Penn að hann hygðist hætta að leika og snúa sér alfarið að skriftum og leikstjórn. „Mér hefur alla tíð liðið þannig,“ hefur hann sagt í viðtali við Salon, „að mér væri ætlað að segja vissa tegund af sögum, bæði sem leikari og síðar leikstjóri. Fyrir mig hefur það ekkert gildi að vinna í miðjum Hollywoodstraumnum; aðrir eru betri í því og þeir eru margir, sem það vilja. Mér hefur það fært bæði frægð og peninga, en fátt annað. Hvers konar líf er það ef verkið sem þú vinnur er heimskan uppmáluð?“ Í samtali við vikuritið Time hefur Penn viðurkennt vantraust sitt á Hollywoodveldinu, ekki síst tilraun- um þess til að innlima óháða kvik- myndagerð. „Ég treysti því jafn- mikið og ást tengdamóður.“ Þegar börn eru drepin Hollywoodpeningarnir koma sér þó vel, ef menn vilja gera eigin myndir. Penn hefur því ekki hætt að leika og notað peningana, sem hann fær fyrir að leika hjá öðrum, til að leggja í framleiðslu eigin verka. Hann þarf ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í mynd- um á borð við fangelsisdramað Dead Man Walking eftir Tim Robb- ins, sem hann var óskarstilnefndur fyrir, She’s So Lovely eftir Nick Cassavetes, þar sem hann lék á móti seinni konu sinni Robin Wright, vegatryllinum U-Turn eftir Oliver Stone, stríðsádeilu Terrence Malicks The Thin Red Line og Sweet And Lowdown eftir Woody Allen, þar sem hann fór á kostum sem næstbesti djassgítarleikari heims. Á því sviði sem skiptir Sean Penn mestu, þ.e. handritsskrifum og leik- stjórn, hefur hann ekki enn náð að skila algjörlega heilsteyptu og full- nægjandi verki. The Crossing Guard (1995) og The Pledge (2001) skörtuðu báðar Jack Nicholson í hlutverkum manna sem glíma við voveiflega dauðdaga barna og leit að þeim sem ábyrgð báru, í þeirri fyrrnefndu ölvuðum ökumanni, í þeirri síðarnefndu morðingja. Sú fyrrnefnda var metnaðarfull en fremur þunglamaleg en sú síðar- nefnda, sem hér var bæði sýnd á kvikmyndahátíð og almennum sýn- ingum, var á ýmsan hátt magnað verk og götin í söguþræðinum skyggðu ekki á vaxandi tök leik- stjórans á miðlinum, sköpun and- rúmslofts og túlkun Nicholsons á þráhyggju aðalpersónunnar. Sean Penn er til alls líklegur, beggja vegna tökuvélarinnar. Hann er sem fyrr segir kvæntur leikkon- unni Robin Wright Penn og eiga þau eina dóttur og einn son. Hann segir eiginkonuna annast bardagana á heimilinu en hann komi og stilli til friðar með ströngu vægðarleysi. „Ég ætla ekki að saka sjálfan mig um að vera hamingjusamur,“ segir hann með einkennilegu orðalagi við Time, „því bara að segja það kæmi mér í vont skap. En ég er virkur og skapandi, næ sambandi við líf mitt, sem ég gerði ekki lengi vel, að hluta til vegna þess að ég drakk mikið.“ Og þegar hann er spurður um ást- ina svarar hann: „Hún er einföld og tær tilfinning, sem spekingar hafa gert flókna. Maður verður að treysta henni sem slíkri, ekki end- urskilgreina hana eftir því hvernig hún birtist. Það gerir fólk brjálað. Ef þú leitar að sönnun fyrir ástinni ertu ekki elskhugi, heldur lögga.“ Þetta segir spekingurinn, sem Oliver Stone hefur kallað „hinn eina sanna andameríska strák“. Sean Penn er enn hinn eini sanni Sean Penn. Og nú er hann líka Sam. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 B 19 bíó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.