Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/RAX „Ég hélt að það væri að falla snjór af hlöðuþakinu, það var nú ekki meira en það,“ sagði Ragnhildur Gísladóttir á Lækjarbakka en hún var við mjaltir þegar snjóflóðið féll. NOKKUR allstór snjóflóð og all- margar smáspýjur féllu úr Reynis- fjalli við Vík og víðar í Mýrdalnum á sunnudag. Samtals þurftu sextán manns að yfirgefa fimm sveitabæi og tvö hús í Vík í Mýrdal vegna snjó- flóðahættu en hættuástandi var aflétt við einn bæinn í gær. Þá var talið óhætt fyrir bændur að ganga til gegn- inga á þeim bæjum sem höfðu verið rýmdir. Magnús Már Magnússon, jökla- fræðingur á Veðurstofu Íslands, kannaði ástandið í nágrenni Víkur í gær ásamt heimamönnum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að stórar snjóhengjur væru í fjöllum í nágrenni Víkur og víða hefðu fallið snjóflóð og spýjur. Hann gerði al- mannavarnanefnd grein fyrir ástand- inu á fundi sem hófst klukkan 18 í gær. Þetta var fyrsti fundur nefnd- arinnar eftir að snjóflóðið féll. Sigurður Gunnarsson, sýslumaður í Vík, sagði aðspurður að hann teldi ekki að ástæða hefði verið fyrir nefnd- ina að hittast fyrr. Nefndarmenn hefðu verið í stöðugu sambandi á sunnudag. „Síðan voru þetta afmark- aðir verkþættir sem féllu fyrst og fremst á lögreglu og björgunarsveit, þannig að við mátum það svo að það væri ekki ástæða til að hittast.“ Áður en fyrsta snjóflóðið, sem menn urðu varir við, féll við Lækj- arbakka hafði verið stanslaus hríðar- bylur í Mýrdalnum í um tvo sólar- hringa. Sigurður segir að mjög erfitt sé að meta hvort möguleiki hefði verið á að sjá hættuna fyrir. Mat heimamanna ræður „Það eru hreinar línur að það er mat heimamanna sem ræður vegna þess að almannavarnanefndir starfa sjálfstætt en á ábyrgð lögreglustjóra í hverju umdæmi,“ sagði Hafþór Jóns- son, aðalsviðsstjóri Almannavarna ríkisins, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hins vegar eru leiðbeinandi reglur þær að ef einhver sá atburður verður í umdæminu þar sem öryggi fólks eða byggðar er stefnt í hættu, þá er talið fullkomlega eðlilegt að al- mannavarnanefnd komi saman, meti aðstæður og ástand og grípi til viðeig- andi ráðstafana. Nú er ég ekki að segja að viðeigandi ráðstafanir hafi ekki verið gerðar þarna fyrir austan um helgina vegna þess að lögregla og björgunarsveit voru að störfum allan tímann og réðu vel við aðstæður.“ Þá hafi almannavarnanefndarmenn fylgst vel með aðstæðum og haft sam- band sín á milli símleiðis. Nefndin mun skila skýrslu til Almannavarna ríkisins og segir Hafþór að ef ástæða þyki til verði kallaður saman fundur með nefndinni. Ekki er snjóflóðaeftirlitsmaður í Vík í Mýrdal þar sem byggðin er ekki skilgreind sem snjóflóðabyggð líkt og allmörg byggðarlög á Norðurlandi, Vestfjörðum og Austfjörðum. „Frussaðist upp á þakið“ Fannfergi er í Mýrdal og nágrenni en um helgina féll mikill snjór í tals- verðri austanátt. Snjóinn skóf yfir Reynisfjallið og safnaðist hann saman í hlíðum vestan megin í fjallinu. Fyrsta snjóflóðið sem menn urðu var- ir við féll á íbúðarhús á Lækjarbakka í Reynishverfi á sunnudagsmorgun. Tvíbýli er á Lækjarbakka, í efra hús- inu býr Þórólfur Gíslason en íbúðar- hús Ragnhildar Gísladóttur og Guð- bergs Sigurðssonar stendur nokkru neðar og sunnar. Þau Ragnhildur og Guðbrandur voru við mjaltir þegar þau heyrðu einhverja skruðninga. „Ég hélt að það væri að falla snjór af hlöðuþakinu, það var nú ekki meira en það. Kýrnar tóku líka smákipp,“ sagði Ragnhildur. Stuttu síðar kom Þórólfur, bróðir hennar, inn í fjósið og sagði þeim að snjóflóð hefði fallið úr Bjallagili fyrir ofan bæinn. Flóðið hafði lent á efra íbúðarhúsinu og „frussaðist upp á þakið“ og fór yfir hlaðið. Flóðið hreif með sér gamlan vörubíl og tyllti honum upp á vegg á skúr sem er bak við húsið. Þá setti flóðið Mitsubishi-Pajero-jeppa á hlið- ina og ýtti Lapplander-jeppa til á hlaðinu. Stæða af rúlluböggum varð einnig fyrir flóðinu og splundraðist. Smáræði skvettist upp á þak fjóshlöð- unnar og á þak fjárhúsa frá bænum Reyni en ekki urðu þar skemmdir frekar en á íbúðarhúsinu. Ragnhildur giskar á að flóðið hafi verið um 50–60 metra breitt. Bjalla- gil, þaðan sem flóðið féll, er þröngt og hingað til hefur verið talið að gilið myndi draga svo úr krafti snjóflóða að þau myndu ekki ná að bæjarhúsunum og Ragnhildur man aðeins eftir einu tilviki þar sem snjóflóð hafa farið yfir veg sem er fyrir ofan húsin. „Það hafði verið bylur hér í hálfan annan sólarhring og snjóað mikið úr sömu áttinni og snjórinn hlóðst mikið í fjallsbrúnirnar. Það eru brattar brekkur hér upp af og þegar hrynur úr brúnunum setur það snjóinn af stað,“ sagði hún. Stórt flóð féll í mars 1968 Hinn 22. mars 1968 fórust um 130 fjár þegar mikið snjóflóð féll úr hlíð- inni fyrir ofan Lækjarbakka. Stærst- ur hluti flóðsins féll norðan við gilið og lenti á fjárhúsunum sem stóðu um 200 metra norðan við Lækjarbakka. Í frétt Morgunblaðsins af atburðinum daginn eftir kom fram að húsin færð- ust úr stað um 200–250 metra og hey- birgðirnar þeyttust mun lengra. Í húsunum voru 150 fjár og björguðust um 20 þeirra. Gísli Skaftason, faðir þeirra Ragnhildar og Þórólfs, var á leið í húsin en hafði tafist nokkuð þar sem rafmagnið hafði farið af bænum og því þurfti að handmjólka kýrnar. Hann var því seinn fyrir til gegninga í fjárhúsunum og var það talið hafa orðið honum til lífs. Síðar um daginn fórust um 80 fjár þegar snjóflóð féll á fjárhús við Prestbakka. Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk til- kynningu um að snjóflóð hefði fallið við bæina Reyni og Lækjarbakka í Reynishverfi klukkan 9.20 á sunnu- dagsmorgun. Alexander G. Alexand- ersson varðstjóri segir að eftir að lög- reglan hafði aflað upplýsinga um ástandið hafi björgunarsveitin Vík- verji verið kölluð út og sett upp stjórnstöð. Þá fylgdist almannavarna- nefnd með ástandinu. Algjörlega ófært var fyrir bíla inn á svæðið en björgunarsveitarmenn fóru þangað á vélsleðum til að kanna svæðið. Talið var að hætta væri á frekari snjóflóð- um og í samráði við íbúa var ákveðið að rýma bæina á Reyni, Efri- og Neðri-Prestshúsum og Görðum. Fluttu björgunarsveitarmenn heimil- isfólk, samtals sjö manns, í öruggt húsaskjól þar sem það dvaldi í fyrri- nótt. Stuttu síðar var ákveðið að loka Reynishverfi fyrir allri umferð. Síð- degis féll annað snjóflóð, að þessu sinni sunnan við Reyni en olli ekki tjóni. „Þetta undirstrikaði hættuna sem þarna var á ferðum,“ segir Alex- ander. Seinnipart dags féll smáspýja úr hlíð sem gengur út úr Reynisfjalli vestast í Vík í Mýrdal. Í framhaldi af því var ákveðið að rýma húsin númer 30 og 32 við Víkurbraut. Um kvöld- matarleytið á sunnudag var einnig ákveðið að rýma bæinn Skagnes í Mýrdal en þar er einn íbúi en norður af bænum höfðu fallið 3–4 allstór snjó- flóð. Hættuástandi við Skagnes var aflétt síðdegis í gær. Björgunarsveitarmenn á snjóflóðaleitaræfingu Björgunarsveitin Víkverji hafði m.a. verið að æfa björgun úr snjóflóð- um á Sólheimaheiði þegar útkallið barst. Þeir voru því með öll tæki og tól sem til þarf til leitar og björgunar vegna snjóflóða. Lögðu menn þegar af stað í Reynishverfið en björgunar- sveitarmenn úr Vík voru komnir þangað á undan þeim. Þegar komið var að Lækjarbakka og Reyni voru heimamenn langt komnir með að moka snjó af þökum en björgunar- sveitarmenn tóku einnig til hendinni. Allir á svæðinu voru látnir fá snjó- flóðaýlu, sem auðvelda mjög leit, ef ske kynni að fleiri flóð féllu úr fjallinu en Grétar Einarsson, björgunarsveit- armaður í Víkverja, segir að lítil hætta hafi verið talin á að flóð félli aft- ur á bæinn. Á sunnudag voru björg- unarsveitarmenn einnig á ferðinni við að draga upp bíla sem höfðu setið fastir í nágrenni Víkur. Snjóflóðahætta í Reynishverfi, Vík og víðar í Mýrdalnum eftir mikla snjókomu Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Magnús Már Magnússon jöklafræðingur og Leah Tracy verkfræðingur leggja mat á aðstæður við Lækjarbakka í Reynishverfi í gær. Snjóhengjur slúta fram af fjallshlíðum FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Pajero 2800 Turbo diesel, sjálfskiptur, nýskráður 28,07 1998, ekinn 102,000 km, 33 tommu breyttur, spoiler, varadekkshlíf. Ásett verð 2.790,000. Ath. skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is MAÐUR ökklabrotnaði á báðum fót- um þegar hann féll í sprungu á Svína- fellsjökli um kvöldmatarleytið á sunnudag. Var hann á leið af Hrúts- fjallstindum ásamt fjórum öðrum fjallgöngumönnum. Félagar hans náðu honum úr sprungunni og var hann síðan fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Fjallgöngumennirnir fimm áttu stutt eftir að bílum sínum við Svína- fellsjökul eftir leiðangurinn á Hrúts- fjallstinda. Þeir gengu ofan fjallið í tveimur hópum og voru Friðrik Örn Hjaltested og Aron Pétur Karlsson saman á undan hinum þremur. „Við fórum aðra leið niður en upp og mér leist ekkert á þennan stað því ég tók eftir sprungunni og sá að ef maður missti fótanna þarna rynni maður beint ofan í sprunguna,“ sagði Aron Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði hann að þegar þarna var komið hefðu þeir verið búnir að losa línuna og setja ísaxir sínar á bakpok- ana. Ákváðu þeir því að snúa við en þá skrikaði Friðriki Erni fótur og hann rann ofan í þrönga sprungu, 3–5 metra fall að mati Arons. „Ég horfði á eftir honum renna niður og hverfa of- an í sprunguna,“ segir Aron og segir það hafa verið mistök að halda þessa leið. Hann segir veður hafa verið gott, logn en kalt. Aron hljóp strax aðra leið að sprungunni og komst inn í annan enda hennar. Þeir fimmmenningar voru allir með talstöðvar og Aron var í stöðugu sambandi við Friðrik. „Ég var kominn til hans kannski rúmri mínútu síðar og komst ofan í sprung- una þar sem var mittisdjúpur snjór. Ég mokaði frá honum, gaf honum að drekka og lét hann fá dúnúlpu sem hann komst í. Það var ljóst að hann var slasaður á fótum því hann gat engan veginn staðið upp.“ Þeir skorð- uðu síðan ísöxi í sprunguveggina og þannig gat Friðrik legið hálfpartinn ofan á henni. Félagar þeirra náðu þeim rúmum 20 mínútum síðar og reyndu þeir fjórir fyrst að ná Friðriki upp úr sprungunni. Það tókst ekki strax og hélt Aron þá niður í bílana og hringdi eftir aðstoð. Á meðan héldu félagarnir áfram að ná Friðriki upp og tókst það að lokum. Var þá liðinn um klukkutími frá því hann féll í sprunguna. Einar Sigurðsson á Hofs- nesi kom fyrstur á slysstaðinn með börur og síðan komu félagar úr björgunarsveitinni Kára í Öræfum. Aðstoðuðu björgunarmennirnir við að bera Friðrik Örn niður að bílunum og á leiðinni komu félagar úr Björg- unarfélagi Hornafjarðar á móti þeim. Aron segir að þótt ekki hafi verið meira en 400 til 500 m leið að fara að bílunum hafi það verið mjög seinfarið og tekið rúmar 20 mínútur. Um mið- nætti var komið með hinn slasaða í sjúkrabílinn sem flutti hann til Reykjavíkur. Í ljós kom að Friðrik var ökklabrotinn á báðum fótum og var hann í aðgerð á Landspítala í Fossvogi í gær. Tvíökklabrotnaði við fall í jökulsprungu Ljósmynd/Bjartmar Örn Arnarson Friðrik Örn bíður þess á brún sprungunnar að vera fluttur niður af fjallinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.