Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSBANKI hefur nú sett sér ný fjárhagsleg markmið eins og fram kom í máli bæði stjórnarfor- manns og forstjóra á aðalfundi bankans sem haldinn var í gær. Markmiðin eru m.a. að arðsemi eig- in fjár nemi að lágmarki vöxtum óverðtryggðra ríkisbréfa að við- bættum 6%, kostnaður sem hlutfall af tekjum verði innan við 50%, vöxt- ur í tekjum og hagnaði nemi 7–15% á ári, arðgreiðslur verði um 40% hagnaðar og heildareiginfjárhlutfall verði yfir 10%. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, sagði m.a. í ræðu sinni: „Af umfjöllun fjölmiðla að undanförnu má helst ráða, að seta í bankaráði felist aðallega í því, að bankaráðsmenn séu að taka ákvarðanir um að lána hver öðrum peninga. Þótt ég viti að óþarft sé að geta þess hér, er það er með öllu rangt. Starf bankaráðs felst í því að setja lánareglur og það hefur eft- irlitsskyldu um að eftir þeim reglum sé farið af stjórnendum bankans. Að lánamálum er ekki komið með öðrum hætti en þeim að setja lánamörk á stærstu viðskipta- vini. Bankaráð fer með reglubundn- um hætti yfir stöðu stærstu lánþega og stærstu vanskilaaðila og sinnir þar með mikilvægri eftirlitsskyldu. Ég vil einnig geta þess í þessu sam- bandi að frá því að Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins voru sameinaðir hefur aldrei komið til atkvæðagreiðslu í bankaráðinu. Öll umfjöllunarmál bankaráðs hafa verið afgreidd án ágreinings. Ég get ekki lokið máli mínu nema lýsa vonbrigðum mínum með hve seint gengur að færa ríkisviðskipta- bankana tvo úr höndum ríkisins til einkaaðila. Þótt það sé yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hluti ríkisins í bönkum gengur hvorki né rekur. Einkavæðingin er mikilvæg fyrir þróun bankakerfis- ins í heild og að mínu mati forsenda frekari hagræðingar. Vandræða- gangur þessara mála undanfarna mánuði vekur upp spurningar um hvort ekki væri rétt að ríkisstjórnin léti endurmeta og endurskipuleggja einkavæðingarferlið,“ sagði Krist- ján m.a. Á aðalfundinum var einnig rætt um stefnumótun bankans og hverju sú vinna hefði skilað en hún hófst haustið 2000 þegar sameining Ís- landsbanka og FBA var um garð gengin. Í henni fólst m.a. að skoða nafn bankans og var í gær sam- þykkt að breyta því í Íslandsbanki hf. úr Íslandsbanki-FBA hf. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, talaði um stefnumótunar- vinnuna sem fram hefur farið og kom m.a. inn á samanburð við nor- ræna banka. Í þeim samanburði stendur Íslandsbanki vel og hefur m.a. næstlægsta kostnaðarhlutfallið af þeim sex bönkum sem skoðaðir voru. Svenska Handelsbanken hef- ur það lægsta 47,5%. Aðrir bankar sem bornir voru saman eru Danske Bank, Noredea, Den norske Bank og SEB. Íslandsbanki kom best út hvað varðar eiginfjárhlutfall og arð- semi eigin fjár. Hins vegar er markmiðið að færa arðgreiðslu- stefnu Íslandsbanka nær því sem þekkist hjá hinum norrænu bönk- unum. Í máli Vals Valssonar, forstjóra Íslandsbanka, kom fram að heildar- útlán bankans jukust um 33 millj- arða króna á síðasta ári eða um 14,7%. Þar af voru tæpir 5 millj- arðar vegna aukinnar verðbólgu, 23 milljarðar vegna þess að lán í er- lendri mynt hækkuðu vegna breyt- inga á gengi íslensku krónunnar og tæpir 9 milljarðar vegna útlána- aukningar til erlendra aðila. Lán til innlendra aðila drógust hinsvegar saman um 3 milljarða á árinu og sagði Valur að þannig hefði útlána- stefna bankans stutt dyggilega við stefnu stjórnvalda og Seðlabankans um aðhald í útlánaþróun til að sporna við ofþenslu. Í bankaráð Íslandsbanka voru sjálfkjörnir þeir Einar Sveinsson, Gunnar Jónsson, Helgi Magnússon, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristján Ragnarsson, Víglundur Þorsteins- son og Þorsteinn Már Baldvinsson. Í varastjórn voru með sama hætti kjörnir þeir Einar Örn Jónsson, Ei- ríkur S. Jóhannsson, Friðrik Jó- hannsson, Guðmundur B. Ólafsson, Gunnar Felixson, Jakob Bjarnason og Örn Friðriksson. Enginn kvaddi sér hljóðs á aðal- fundinum utan forstjórar og stjórn- arformaður og allar tillögur voru samþykktar. Mætt var fyrir 51% at- kvæða þegar tekið hafði verið tillit til eigin bréfa bankans og þess að FBA-Holding hafði ekki atkvæðis- rétt á fundinum í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins sem tilkynnt var í gær. Aðalfundur án sjáanlegra átaka Aðalfundur Íslandsbanka fór fram í gær án sjáanlegra átaka þrátt fyrir að FBA- Holding hefði verið svipt atkvæðisrétti sínum og breytingar á hluthafalista væru nýafstaðnar. Nóatúnsfjölskyldan er nú einn af stærstu hluthöfum í Íslandsbanka og telur Jón Ásgeir Jóhannesson það m.a. til marks um að „sjóðaímyndin“ sé að hverfa af Íslandsbanka. Morgunblaðið/Kristinn Jón Ásgeir Jóhannesson bankaráðsmaður og Kristján Ragnarsson, for- maður bankaráðs, ræðast við á aðalfundi Íslandsbanka í gær. NÓATÚNSFJÖLSKYLDAN á nú 3,89% í Íslandsbanka eftir við- skipti í gærmorgun, fyrir aðal- fund bankans. Schilling Inc, dótturfélag Saxhóls sem er eign- arhaldsfélag Nóatúnsfjöl- skyldunnar, keypti þá hlut Jóns Ólafssonar úr Orca-hópnum, 389 milljónir að nafnverði á genginu 5, þ.e. 1.945 milljónir króna að söluverði. Jón Ólafsson seldi í gær alla hluti sína í Orca SA og hluta af eignarhlut Jóns Ólafssonar og co. sf. í bankanum. Eignarhlutur Jóns Ólafssonar og co. sf. í bankanum var um 123 milljónir að nafnverði og því 615 milljónir að söluverði. Alls seldi Jón Ólafsson því bréf fyrir 2.560 milljónir króna í gær. Hann heldur eftir 5,2 milljónum að nafnverði. Kaupþing hafði milligöngu um viðskiptin með bréf Jóns Ólafssonar og co. sf. en ekki liggur fyrir hver kaupandinn er. Dótturfélag Orca SA, FBA- Holding mun eftir að Schilling Inc. færir eignarhlut sinn út úr FBA-Holding eiga 1.166 milljónir að nafnverði í Íslandsbanka, eða 11,66%, miðað við þær tölur sem gefnar voru upp í gær um eign- arhlut FBA-Holding. Á næstu vikum mun eign- arhlutur Schilling Inc. í Íslands- banka verða færður úr Orca S.A./ FBA Holding S.A. yfir til Schilling Inc. Mun þá Schilling Inc. eiga með beinum hætti 3,89% eign- arhlut í Íslandsbanka, eins og fram kemur í tilkynningunni sem send var Verðbréfaþingi Íslands í gær til upplýsingar um viðskiptin. Einar Örn Jónsson er fram- kvæmdastjóri Saxhóls ehf. Hann tók sæti Eyjólfs Sveinssonar í bankaráði Íslandsbanka í janúar sl. þegar Eyjólfur seldi hlut sinn í bankanum og vék úr bankaráði. Einar Örn var í gær kosinn vara- maður í bankaráðið og verður varamaður Gunnars Jónssonar hrl., sem kosinn var í aðalstjórn. Gunnar var tilnefndur af Jóni Ólafssyni sem nú hefur selt sinn hlut. Aðspurður segist Einar Örn treysta öllum bankaráðsmönnum en ekki líta á neinn sérstakan sem fulltrúa Schilling eða Saxhóls. Hann segir ekki uppi áform um að auka eignarhlut Schilling í Ís- landsbanka að svo stöddu, en bankinn sé áhugavert félag og góður fjárfestingarkostur. „Ég tel mig geta unnið með öllum þessum aðilum og treysti þeim full- komlega.“ Í samtali við Morg- unblaðið segir Einar Örn einnig að Schilling kaupi þennan hlut á eigin forsendum og tilheyri ekki neinni hluthafafylkingu innan bankans. Spurður að því hvað Schilling ætli sér með hlutinn, svarar Einar Örn að það sé að hagnast. „Það er ekkert annað sem býr að baki. Við höfum fylgst með Íslandsbanka og átt gott sam- starf við hann í nokkur ár. Ég hef tröllatrú á þessu fyrirtæki.“ Einar Örn segir aðdragandann að kaup- unum hafa verið mjög stuttan og Saxhóll, þ.e. Nóatúnsfjölskyldan, standi eitt fyrirtækja að baki Schilling. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, bankaráðsmanni í Íslandsbanka, líst mjög vel á fjárfestingu Sax- hóls í Íslandsbanka, að því er hann segir í samtali við Morg- unblaðið. „Ég held að Íslands- banki verði banki atvinnulífsins og sjóðaímyndin hverfi af eign- arhaldinu, m.a. með þessari fjár- festingu.“ Hann segist vonast til þess að fleiri aðilar úr atvinnulíf- inu komi að bankanum í framtíð- inni. Nóa- túnsfjöl- skyldan á 3,89% FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ vísar í tilkynningu sinni til Íslandsbanka, um að hlutum FBA Holding S.A. í Íslandsbanka-FBA hf. fylgi ekki at- kvæðisréttur, í 10. gr. og 12. grein laga um viðskiptabanka og spari- sjóði, 113/1996. Þar kemur meðal annars fram í 10. gr.: Engar hömlur má leggja á viðskipti með hluti í hlutafélags- banka, sbr. þó 100. gr. Í samþykkt- um skal kveðið á um atkvæðisrétt sem fylgir hlutum í hlutafélags- banka og um meðferð hans. Í sam- þykktum er óheimilt að veita til- teknum hlutum aukið atkvæðagildi eða skipta hlutum með öðrum hætti í sérstaka flokka. Aðilar sem hyggj- ast eignast virkan eignarhlut í við- skiptabanka skulu leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir fram. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða at- kvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi banka. Sam- þykkis Fjármálaeftirlitsins skal enn fremur aflað þegar einstaklingur eða lögaðili eykur svo við eignarhlut sinn að bein eða óbein hlutdeild hans í eigin fé eða atkvæðisrétti fer yfir 20%, 33% eða 50% eða nemur svo stórum hluta að viðskiptabanki verði talinn dótturfyrirtæki hans. Þeir sem hyggjast eignast svo stór- an eignarhlut í viðskiptabanka sem um ræðir í 3. mgr. skulu beina skrif- legri umsókn til Fjármálaeftirlits- ins. Umsókn skulu fylgja upplýsing- ar um eftirfarandi: Nafn og heimili umsækjanda. Nafn þess viðskiptabanka sem umsækjandi hyggst fjárfesta í. Stærð þess hlutar eða atkvæðis- réttar sem umsækjandi hyggst fjár- festa í. Áform um breytingar á verkefn- um viðskiptabanka. Fjármögnun fjárfestingarinnar. Fjárhagsstöðu umsækjanda. Fyrirhuguð viðskiptatengsl um- sækjanda við viðskiptabankann. Reynslu umsækjanda af fjár- málastarfsemi. Eignarhald, stjórnarsetu eða aðra þátttöku umsækjanda í starf- semi lögaðila. Refsingar sem umsækjandi hefur verið dæmdur til að sæta og hvort hann sæti opinberri rannsókn. Náin tengsl umsækjanda við aðra lögaðila, sbr. 3. mgr. 4. gr. Aðrar upplýsingar sem Fjár- málaeftirlitið fer fram á að umsækj- andi veiti og máli skipta við mat á hæfi eigenda virkra eignarhluta. Enn fremur segir í 10. gr.: Hyggist eigandi virks eignarhlut- ar draga svo úr hlutafjáreign sinni að hann eigi ekki virkan eignarhlut eftir það skal hann tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram og einnig hver eignarhlutur hans muni verða. Fari eignarhluturinn niður fyrir 20%, 33%, 50% eða svo mikið að bankinn hættir að vera dóttur- fyrirtæki hlutaðeigandi skal það einnig tilkynnt.]1)1)L. 69/2001, 1. gr. Í 12. gr. segir:[Sé aðila, sem á virkan eignarhlut í viðskiptabanka, svo farið eða fari hann þannig með hlut sinn að skaði heilbrigðan og traustan rekstur bankans getur Fjármálaeftirlitið gripið til eftirfar- andi ráðstafana: Ákveðið að þeim hlutum fylgi ekki atkvæðisréttur. Lagt fyrir hlutaðeigandi banka að grípa til ráðstafana sem draga úr skaðlegum áhrifum hluthafans. Lagt fyrir bankaráð hlutaðeig- andi viðskiptabanka að boða til hlut- hafafundar þar sem háttsemi hlut- hafans skal tekin fyrir. Skal fulltrúa Fjármálaeftirlitsins heimilt að sækja fundinn og taka þar til máls. Við mat á því hvort gripið skuli til ráðstafana skv. 1. mgr. skal m.a. höfð hliðsjón af þeim atriðum sem greinir í 6. mgr. 10. gr. Að auki skal höfð sérstök hliðsjón af því hvort staða eða háttsemi við- komandi aðila væri til þess fallin að rýra traust almennings á hlutaðeig- andi banka, væri hún opinber. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að grípa í senn til fleiri en einnar af þeim ráðstöfunum sem tilgreindar eru í 1. mgr., þyki það nauðsyn- legt.]1) Lagaákvæði um við- skiptabanka og sparisjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.