Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 7 SÉRFRÆÐINGAR fjármálaráðu- neytisins telja ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að viðskiptahallinn á árinu 2002 geti orðið um eða jafnvel innan við 20 milljarða kr., eða sem nemur um 2½% af landsframleiðslu. Til samanburðar var viðskiptahall- inn fjórfalt meiri árið 1997, eða 10% af landsframleiðslu. Innflutningur fór áfram minnk- andi í febrúarmánuði og ef miðað er við fast gengi hefur innflutningur síðustu þrjá mánuði, án skipa og flugvéla, dregist saman um 20% á einu ári. Þetta kemur fram í vefriti fjár- málaráðuneytisins en þar segir að nær allar hagtölur sem birst hafa að undanförnu bendi til þess að íslenskt efnahagslíf sé að leita jafnvægis eftir einhverja mestu uppsveiflu sem á Ís- landi hefur orðið. Viðskiptahallinn gæti orðið innan við 20 milljarðar LÖGREGLAN í Borgarnesi hefurnú til rannsóknar fimm innbrot ísumarbústaði í Svarfhólslandi í Svínadal og eitt innbrot að auki í hreppslaugina í Skorradal. Talið er að innbrotin hafi verið framin á tímabilin 1. til 9. mars. Enginn ákveðinn aðili liggur undir grun vegna innbrotanna en ýmislegt þyk- ir benda til þess að sömu aðilar hafi verið að verki. Brotist var inn í bú- staðina og teknir ýmsir lausamunir og heimilistæki, s.s. sjónvarpstæki, myndbandstæki, bakaraofn og fleira. Innbrot í sumarbústaði í Svínadal TÍMAKAUP sveina í járniðn- aði hefur hækkað um 32,5% frá árinu 1998 en talsvert minna á landsbyggðinni, eða um 21%. Greitt meðaltímakaup hjá al- mennum starfsmönnum í járn- iðnaði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 17% á sama tímabili og tímakaup nema í járniðnaði á höfuðborgarsvæð- inu um 34%. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna í kjarakönn- un Félags járniðnaðarmanna sem gerð var í nóvember í fyrra. Sveiflur í heildarlaunum á umræddu tímabili eru veru- legar og þannig hefur orðið nokkru minni hækkun á heild- arlaunum en greiddu tíma- kaupi hjá sveinum og nemum. Hjá netagerðarmönnum var hækkun heildarlauna svipuð og hækkun tímakaups. Aftur á móti hækkuðu heildarlaun al- mennra starfsmanna í járniðn- aði á höfuðborgarsvæðinu meira en greitt tímakaup. Sveinar á höfuðborgarsvæðinu unnu að meðaltali ellefu stundir á viku í yfirvinnu en almennir starfsmenn í járniðnaði tíu. Tveir af hverjum þremur töldu möguleikana á að fá at- vinnu í meðallagi en um fimmt- ungur taldi möguleikana litla en meiri svartsýni um atvinnu- horfur gætti hjá svarendum á landsbyggðinni. Heildar- laun hækka minna en tímakaup Kjarakönnun Félags járn- iðnaðarmanna SKIPULAGSSTOFNUN barst ný- lega tillaga Seyðisfjarðarkaupstaðar og verkfræðistofunnar Hönnunar að áætlun vegna mats á umhverfis- áhrifum snjóflóðavarna á Bjólfs- svæði á Seyðisfirði. Stofnunin stefn- ir að því að ákvörðun um tillöguna liggi fyrir 11. apríl. Unnt er að gera athugasemdir við tillöguna til 25. mars og skulu þær sendar Skipu- lagsstofnun. Stofnunin hefur leitað umsagnar Seyðisfjarðarkaupstaðar, Byggða- stofnunar, Fornleifaverndar ríkis- ins, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Náttúruverndar ríkisins og Veður- stofu Íslands. Áætlað er að reisa snjóflóðavarn- argarð þar sem heitir Brún í Bjólfi. Framkvæmdasvæðið er í 650 til 680 m hæð yfir sjó. Er hún hluti af áætlun sem miðar að því að bæta varnir og minnka hættu á snjóflóð- um fyrir byggðina þar sem heitir Aldan og Bakkahverfi. Varnargarð- urinn mun þó ekki veita viðunandi öryggi fyrir þessi hverfi heldur verður að líta á hann sem upphaf að aðgerðum, segir m.a. í matsáætlun- inni. Kynntir eru tveir kostir þver- garðs á Brún, annars vegar 300 m langur garður og hins vegar 450 m garður. Hægt er að nálgast tillögu að áð- urnefndri matsáætlun á heimasíðu Hönnunar: www.honnun.is. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði Skipulags- stofnun skoðar matsáætlun AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.