Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 21 SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. hafa keypt meirihluta hlutafjár í Securitas hf. Gengið var frá samkomulagi þess efnis við eigendur Securitas á föstudag, þá Guðmund Arason, Árna Guðmundsson og Pálma Þórisson, sem allir eru lykil- stjórnendur í félaginu og munu þeir áfram eiga hlut í félaginu og starfa við rekstur þess. Um er að ræða 36,5% hlutafjár í Sec- uritas sem Sjóvá-Almennar kaupa af Búnaðarbanka Íslands, auk þess sem bankinn tryggir Sjóvá-Al- mennum kauprétt á 20% til við- bótar. Um er að ræða alla eign Bún- aðarbankans í Securitas, sem bankinn eignaðist við samruna við Gildingu fjárfestingarfélag ehf. Samkomulag er um að gefa kaup- verðið ekki upp, en að mati Bún- aðarbankans er um viðunandi verð að ræða, að því erfram kemur í fréttatilkynningu til Verðbréfa- þings Íslands. Í tilkynningu frá stjórnendum Sjóvár-Almennra er litið svo á að samstarf vátryggingafélags og ör- yggisgæslufyrirtækis skapi ávinning fyrir viðskiptavini og leiði til nýrra tækifæra hjá báðum félögum. Þjón- usta Sjóvár-Almennra og Securitas sé tengd að því leyti að í báð- um tilvikum sé verið að vernda fjárhags- lega hagsmuni og auka öryggi viðskipta- vina. Virkt forvarnar- starf og eftirlit með eignum hafi jákvæð áhrif á þróun tjóna- kostnaðar heimila og fyrirtækja. „Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. telja Sec- uritas hf. vænlegan fjárfestingar- kost til framtíðar litið og er með eignaraðild sinni að vinna í takt við stefnu sína um að vera virkur þátttakandi í atvinnulífinu með því að fjárfesta í íslenskum fyrirtækj- um.“ Securitas var stofnað árið 1979 og hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á öryggislausnum fyrir heimili og atvinnurekstur. Velta Securitas árið 2001 var á annan milljarð króna og hefur aukist verulega á síðustu árum. Hjá fyr- irtækinu starfa nú rúmlega 200 manns. Securitas á 57% eignarhlut í Securitas Akureyri. Sjóvá-Almennar eignast meiri- hluta í Securitas Búnaðarbankinn tryggir Sjóvá-Al- mennum kauprétt á 20% til viðbótar Sérblað alla sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.