Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 22
voru þá að fá ágætan afla. Hafrann- sóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE hélt ennfremur á miðin í gær. Alls hafa íslensku loðnuskipin bor- ið um 680 þúsund tonn af loðnu á land frá áramótum og er heildarafli vertíðarinnar því orðinn um 827 tonn. Þá standa eftir tæp 168 þúsund tonn af heildarkvóta vertíðarinnar. Byrjað að frysta hrogn á Japan Frysting á loðnuhrognum fyrir Japansmarkað hófst hjá Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn Þorsteins Magnússonar, verkstjóra hjá Vinnslustöðinni, hófst hrognataka í síðustu viku en þá voru fryst svokölluð iðnaðarhrogn, en það eru hrogn sem ekki eru nægilega þroskuð fyrir hina kröfuhörðu jap- önsku neytendur og eru seld á Evr- ópumarkaði. Hann segir að ekki verði fryst mikið af hrognum á þess- ari vertíð. Líkt og í fyrra séu til mikl- ar birgðir í Japan og því gæti ekki mikils áhuga hjá kaupendum. Loðna úr vestangöngu Morgunblaðið/Sigurgeir Frysting á loðnuhrognum hófst hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum í síðustu viku en í gær var byrjað að frysta hrogn fyrir Japansmarkað. STÓR loðnutorfa fannst við Snæ- fellsnes á sunnudag og telja sjómenn að þar sé um að ræða svokalla vest- angöngu. Sé þar verulegt magn á ferðinni má búast við að aukið verði við loðnukvóta vertíðarinnar þar sem vestangangan var ekki í stofn- stærðarmati sem ráðgjöf um heild- arafla er byggð á. Nótaskipið Áskell EA fann loðnu- torfuna um 12–14 sjómílur norðvest- ur af Öndverðarnesi á sunnudag og landaði skipið fullfermi, rúmum 1.000 tonnum, í Grindavík í gær en aflinn fékkst í aðeins fjórum köstum. Að sögn Guðjóns Jóhannssonar, skipstjóra, var loðnan mjög þétt fyrst í stað en dreifði sér þegar líða fór á kvöldið. „Þegar komið er fram á þennan tíma dreifir loðnan sér gjarnan á nóttunni og þá er ekki veiði allan sólarhringinn. Ég veit ekki ennþá hvort hægt er að tala um sérstaka vestangöngu, við náðum ekki að kanna stórt svæði og því erf- itt að segja til um hversu mikið magn er þarna á ferðinni. Ég er að minnsta kosti efins um að rétt sé að auka loðnukvótann vegna þessa, það má kallast gott ef vinnslan í landi hefur undan að bræða það sem nú þegar er eftir af kvótanum. Við ætt- um heldur að láta þar við sitja og njóta góðs af því sem þessi loðna gef- ur af sér. Þar fyrir utan er loðnan ekki gott hráefni þegar komið er fram á þennan tíma. Loðan sem við veiddum er þó ekki enn búinn að leysa hrogn en ég geri ráð fyrir að hún geri það mjög fljótlega,“ sagði Guðjón. Nokkur loðnuskip voru komin á loðnumiðin við Snæfellsnesi í gær og AFKOMA SÍF-samstæðunnar var 1.420 milljónum króna betri á árinu 2001 en árið áður. Hagnaður fé- lagsins í fyrra var 435 milljónir króna eftir skatta, en tap á árinu 2000 var 985 milljónir. Hagnaður SÍF fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.821 milljón króna, sem er hækkun um 1.042 milljónir frá árinu 2000. Þá skilaði rekstur samstæðunnar veltufé frá rekstri að upphæð 976 milljónir, sem var 109 milljónir fyr- ir árið 2000. Þannig hefur veltufé frá rekstri aukist um 867 milljónir milli ára. Árangur af lækkun rekstrarkostnaðar Í tilkynningu frá SÍF segir að verulegur árangur hafi náðst í lækkun á almennum rekstrar- kostnaði samstæðunnar í kjölfar þeirra samruna sem félagið hafi gengið í gegnum. Þannig nemi ann- ar rekstrarkostnaður samstæðunn- ar, þ.e. mismunurinn á heildar rekstrarkostnaði og kostnaðar- verði seldra vara, 6.617 milljónum á árinu 2001, en hann var 7.022 milljónir árið 2000. Meðalgengi helstu viðskipta- mynta samstæðunnar hefur hækk- að umtalsvert á milli umræddra tímabila, eða sem nemur rúmum 20% í evrum og um 24% í Banda- ríkjadölum. Þar sem yfir 98% rekstrargjalda samstæðunnar eru í erlendri mynt hefur því orðið um 1.880 milljóna króna raunlækkun á rekstrarkostnaði samstæðunnar. Í tilkynningunni segir að með sama hætti hafi orðið veruleg raun- lækkun á rekstrarkostnaði félags- ins á Íslandi, en hann var 804 millj- ónir króna árið 2001 en 964 milljónir árið 2000. Sé tekið mið af almennum verðlagsbreytingum og hækkun launa á árinu er raunlækk- un rekstrarkostnaðar á Íslandi um 215 milljónir króna á milli ára. Um horfur á árinu 2002 segir í tilkynningu SÍF að þær séu al- mennt góðar fyrir félagið. Mark- aðsstaða fyrirtækisins sé almennt góð og í vexti, kostnaður hafi farið ört lækkandi og verulegur árangur hafi náðst í þróun og samræmingu á stjórntækjum samstæðunnar eft- ir þá samruna og þann mótbyr sem félagið varð fyrir á árinu 2000. Áætlanir félagsins geri ráð fyrir að hagnaður og veltufé frá rekstri aukist enn frekar á árinu 2002. Ákveðið hefur verið að færa bók- hald félagsins í evrum til samræm- is við stjórnarfrumvarp þess efnis sem nú liggur fyrir Alþingi, en evr- an er sá gjaldmiðill sem skilgreind- ur hefur verið sem heimamynt fé- lagsins og vegur þyngst í rekstri þess. Einnig hefur verið ákveðið að gera upp án áhrifa verðlagsbreyt- inga frá og með ársreikningi fyrir árið 2002. Í reikningsskilum ársins 2001 er tekið tillit til áhrifa verð- lagsbreytinga hjá íslenskum fé- lögum samstæðunnar. Fram kem- ur í tilkynningu SÍF að ef mögu- legt hefði verið að gera upp rekstrarárið 2001 án tillits til verð- lagsbreytinga hefði hagnaður árs- ins verið 159 milljónum króna hærri en ella. Aðalfundur SÍF hf. fyrir starfs- árið 2001 verður haldinn 22. mars næstkomandi. Lögð verður fyrir fundinn tillaga um að greiddur verði 7% arður til hluthafa. Afkoma SÍF batnar um 1.420 milljónir milli ára      .                   .    ).  /            0      !1.  /  !     1                                                        %!+(' %!' % ! )"$'  )$"* ' " ) " ! )'# )%""   (! $$ '+!*&$  '*+ ' ,"- ',*$ )%#- #$ #"$ #"$ #$ # $ #"$ #"$ !$ #$ #%$ #"$ #$ # !$                                  VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ PERCY Barnevik, fyrrverandi for- stjóri og stjórnarformaður ABB, hefur samþykkt að endurgreiða 548 milljónir sænskra króna af 901 milljónar króna eingreiðslu sem hann fékk í samræmi við starfs- lokasamning sinn árið 1997. Barne- vik heldur því eftir sem samsvarar 3,4 milljörðum íslenskra króna. Barnevik var sakaður um spill- ingu og græðgi þegar stjórn ABB komst að því hve stór greiðslan til Barnevik var á sínum tíma og var málið í hámæli í síðasta mánuði, þegar ABB krafðist þess að Barne- vik endurgreiddi hluta. Nú rétt fyrir aðalfund ABB hefur Barnevik samþykkt það. Göran Lindahl, fyrrverandi forstjóri ABB, mun einnig endurgreiða hluta af því sem hann hefur fengið greitt vegna starfsloka og eftirlauna, eða 286 milljónir sænskra króna af alls 517 milljónum. ABB vonast til þess að sam- komulagið marki endalokin á mál- inu sem hefur verið vandræðalegt fyrir fyrirtækið og skaðað ímynd þess. Ímynd Barnevik hefur einnig skaðast, en hann naut áður mik- illar virðingar sem stjórnandi og athafnamaður. Barnevik var gert að láta af stjórnarformennsku í Investor, eignarhaldsfélagi Wall- enberg-fjölskyldunnar, vegna málsins og líklegt þykir að hann geti ekki gefið kost á sér til áfram- haldandi stjórnarsetu í Astra- Zeneca lyfjafyrirtækinu á aðal- fundi þess í apríl. Barnevik endur- greiðir hluta ÝMSAR ytri að- stæður og fortíð- ardraugar leiddu til erfiðleika í rekstri AcoTækni- vals á síðasta ári en þá varð um 1.082 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði á árinu 2002. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær. Frosti Bergsson, stjórnarfor- maður AcoTæknivals, sagði á fundinum í gær að niðursveifla í efnahagslífi hefði orðið þess valdandi að útgjöld og fjárfesting- ar fyrirtækja og einstaklinga dróg- ust saman, sem birtist m.a. í rúm- lega 20% samdrætti í tölvusölu. Gengislækkun krónunnar um 14,8% á árinu hefði haft djúpstæð áhrif á reksturinn, einkum vegna skuldsetningar félagsins í erlend- um lánum. Eins hefðu miklar breytingar á íslenskum fjármagns- markaði á árinu 2001 m.a. haft í för með sér að erfiðara en áður reyndist að fá lánsfjármagn eða nýtt hlutafé. Hagnaður á næsta ári Aco og Tæknival sameinuðust á síðasta ári og sagði Frosti að ýms- ir fortíðardraugar hefðu haft áhrif á reksturinn og nefndi m.a. af- skriftir vegna vegna kaupa Aco á raftækjadeild Japis og afskrifaðar kröfur Tæknivals vegna Íslenskrar miðlunar. Rekstraráætlanir AcoTæknivals gera ráð fyrir rúmlega 90 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 2002 og að velta félagsins verði nánast óbreytt á milli ári. Sagðist Frosti vongóður um að hægt yrði að standa við væntingar. Ekki voru gerðar athugasemdir við rekstur félagsins á fundinum í gær. Ytri aðstæður og fortíðardraugar Afl kaupir í Þormóði ramma- Sæberg AFL fjárfestingarfélag hf. hef- ur keypt 72.347.924 kr. að nafn- verði hlutafjár í Þormóði ramma-Sæberg hf. á verðinu 4,0 kr. Eignarhlutur Afls fjár- festingarfélags hf. eftir kaupin nemur 208.828.852 kr. að nafn- verði. Þorsteinn Vilhelmsson stjórnarformaður Afls er vara- maður í stjórn Þormóðs ramma-Sæbergs hf. ALLIANZ Ísland hf. hefur fengið heimild fjármálaráðuneytisins til að bjóða upp á viðbótarlífeyris- sparnað. Árni Gunnar Vigfússon, framkvæmdastjóri Allianz, segir að stefnt sé að því að undirbúningi vegna þessa sparnaðarforms verði lokið í þessum mánuði og að þá verði hafist handa við að kynna þennan kost. Einungis sé beðið eftir uppáskrift frá lögmönnum Allianz í Þýskalandi, en von sé á henni á næstu dögum. Árni Gunnar segir að helsti munurinn á viðbótarlífeyris- sparnaði Allianz og annarra sam- bærilegra sparnaðarleiða sé sá að félagið tryggi sparendum ríkis- tryggða raunvexti upp á 3,25%, sem aðrir geri ekki. Þá tryggi All- ianz viðskiptavinum sínum mán- aðarlegan lífeyri svo lengi sem viðkomandi lifir. Sá möguleiki verði fyrir hendi að viðkomandi taki viðbótarlífeyrissparnað sinn út við 60 eða 65 ára aldur, eða helminginn sem eingreiðslu og af- ganginn síðan sem mánaðarlegan ævilangan lífeyri. Þetta vanti hér á landi. „Auk þessa bjóðum við upp á að færustu sérfræðingar í heimi ávaxti milliliðalaust fé viðskipta- vinanna með sambærilegum hætti og gert er í Þýskalandi í dag, en Allianz Ísland hf. er útibú frá All- ianz í Þýskalandi, sem er ein stærsta tryggingasamsteypa í heimi,“ segir Árni Gunnar Vigfús- son. Allianz mun bjóða viðbótarlíf- eyrissparnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.