Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 23 Aðalfundur Húsasmiðjunnar hf. verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 16:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál sem löglega eru borin upp. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins að Súðarvogi 3, Reykjavík 7 dögum fyrir aðalfund. Ársreikningurinn og fréttatilkynning vegna birtingar hans eru einnig aðgengileg á www.husa.is. Stjórn Húsasmiðjunnar hf. www.husa.is Aðalfundur Húsasmiðjunnar hf. 2002 HOLLUSTUVERND ríkisins hefur sent sýni af 14 mismunandi matarol- íum, meðal annars ólífuolíum, til greiningar í Þýskalandi og munu nið- urstöður liggja fyrir innan nokkurra vikna. Ástæðan er endurtekin um- ræða í fjölmiðlum um PAH-gildi í ólífuolíu og nú síðast „fjöldi fyrir- spurna frá almenningi til stofnunar- innar í kjölfar umdeildra mælinga á PAH í ólífuolíum í Svíþjóð“, segir Sjöfn Sigurgísladóttir, forstöðumað- ur matvælasviðs HR. Fregnir af því að ólífuolía unnin úr hrati gæti inni- haldið of mikið magn af PAH-efna- samböndum bárust fyrst í fyrrasum- ar. Var þá um að ræða hratolíu frá Spáni, Grikklandi og Ítalíu. Einnig bárust fregnir af því að umrædd PAH-efnasambönd hefðu greinst í jómfrúrolíu í Noregi. Á ekki að finnast í jómfrúrolíu Ólífuolía er flokkuð í þrennt í gróf- um dráttum, í fyrsta lagi er kald- pressuð jómfrúrolía sem unnin er með því að merja ólífur milli valsa og pressa olíuna úr maukinu. Í öðru lagi er 100% ólífuolía, sem fæst úr ann- arri pressu á sömu ólífum og í þriðja lagi er hratolía, sem unnin er úr hrat- inu sem eftir verður. „Við pressun á olíu úr hrati þarf að nota hita og leysiefni og við þessa meðhöndlun geta PAH-efni myndast,“ segir Elín Guðmundsdóttir, fagdeildarstjóri hjá HR. „PAH-efnasamböndin myndast við ófullkominn bruna á lífrænum efnum og geta myndast við fram- leiðslu á hratolíu því mikill hiti fylgir vinnslunni,“ segir hún jafnframt og bætir við að aðrar gerðir ólífuolíu, það er aðrar en hratolía, eigi ekki að innihalda PAH-efnasambönd. Á síðasta ári afréð Hollustuvernd að stöðva innflutning á ólífuolíu, í samvinnu við tollstjóra, nema fram- leiðendur eða innflytjendur, sem flytja inn jómfrúrolíur eða hreinar ólífuolíur sýndu stofnuninni staðfest- ingu byggða á mælingum um að þær innihéldu ekki PAH-efni. „Ef um hratolíur er að ræða þurfa innflytj- endur að leggja fram rannsóknar- vottorð, sem sýnir að viðkomandi olía innihaldi ekki benz-a-pyrene, sem er eitt PAH-efnasambanda, í magni yfir 5 míkrógömm á lítra. Þessari stefnu hefur verið fylgt frá því í byrjun sept- ember 2001 og hefur engin ólífuolía verið flutt inn án þess að slíkar stað- festingar eða vottorð liggi fyrir. Holl- ustuvernd hefur ekki upplýsingar um að nokkur hratolía hafi verið flutt til landsins á þessu tímabili,“ segja Elín og Sjöfn. Viðmiðunargildið 5 míkrógrömm í hverjum lítra á við hratolíu einvörð- ungu og segja Elín og Sjöfn þá tillögu hafa verið lagða fram í vísindanefnd Evrópusambandsins, að viðmiðunar- mörkin verði lækkuð niður í 2 míkró- grömm á lítra. „Menn vilja gera enn meiri kröfur til þessarar framleiðslu og setja þessi viðmiðunarmörk í samræmi við áhættumat. Talið er að framleiðend- ur ólífuolíu eigi að geta haldið fram- leiðslu sinni innan þessara marka.“ Síaukin áhersla er lögð á að framleið- endur ábyrgist gæði framleiðslu sinnar sjálfir og að eftirlitsstofnanir veiti þeim enn frekara aðhald með vöktun á matvælum. „Einnig er sá sem flytur matvæli inn og dreifir þeim ábyrgur, samkvæmt lögum um matvæli nr. 93/1995,“ segja þær. Hollustuvernd vill að síðustu árétta, að gefnu tilefni, að stofnunin veitir innflytjendum á ólífuolíu ekki gæðatryggingar á nokkurn hátt. „Einungis er verið að tryggja öryggi olíanna þar sem stofnunin skoðar þær einungis með tilliti til PAH-efna- sambanda,“ segja Elín Guðmunds- dóttir og Sjöfn Sigurgísladóttir að lokum. Mest af PAH í blaðgrænmeti og grilluðu og reyktu kjöti og fiski PAH-efnasambönd nefnast poly- cyclic aromatic hydrocarbons og eru útbreidd í náttúrunni. Þau finnast í andrúmslofti og á láði og legi og þar af leiðandi í matvælum, segir í sam- antekt Livsmedelsverket, sænsku matvælastofnunarinnar, um PAH- efnasambönd. „Efnagreining á sænskum matvælum hefur leitt í ljós hæsta PAH-gildið í þremur gerðum matvæla, það er grilluðu og reyktu kjöti og fiski, blaðgrænmeti úr um- hverfi þar sem iðnaðar- og umferð- armengun er í miklum mæli og kræk- lingi úr menguðum sjó. Meðalhá gildi af PAH hafa fundist í smjörlíki, mat- arolíum, reyktu kjöti og fiski og blað- grænmeti sem ræktað er í umhverfi þar sem mengun er ekki á háu stigi. Lægstu gildin af PAH-efnasambönd- um finnast í öðru grænmeti en blað- grænmeti, ávöxtum, kornmeti, kaffi og te,“ segir Livsmedelsverket í Sví- þjóð. Reiknað hefur verið út hvaðan mest magn af PAH-efnasamböndum berist í líkama sænskra neytenda og er niðurstaðan sú að 34% séu úr kornmeti (þrátt fyrir hlutfallslega lágt innihald PAH-efnasambanda í korni), þar sem mikið magn matvæla er unnið úr því, 16% úr olíum og fitu, 10% úr reyktu kjöti og 10% úr blað- grænmeti og ávöxtum. „PAH-efna- sambönd í matvælum eru að mestu leyti tilkomin vegna umhverfismeng- unar. Um það bil þriðjungur er vegna matreiðsluaðferða á borð við grillun og reykingu og samanlagt innbyrðir hver manneskja í Svíþjóð um 1 milli- gram af PAH-efnasamböndum á ári úr matvælum,“ segir Livsmedels- verket. Umrædd rannsókn var gerð árið 1986 og tók til níu PAH-efna- sambanda. Sýni af ólífuolíum send utan til greiningar PAH-efnasambönd hafa fund- ist í hratólífuolíu frá Grikk- landi, Ítalíu og Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.