Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir eru 75 ár liðin frá útkomu Vefarans mikla frá Kasmír eftir Halldór Lax- ness. Hún kom út í sjö heftum á nokkurra mánaða bili og lauk út- gáfunni vorið 1927. Eitt hundrað eintök voru gefin út tölusett á hvítan pappír en bókin var einnig gefin út á brúnum pappír og voru þau eintök ótölusett. Enn fremur var bókin gefin út í einu lagi í svo- kölluðum „klumpi“. Í Morgunblaðinu 29. apríl 1926 er sagt frá því að Halldór sé kom- inn heim með handritið að bók- inni: „Nú hafa bæjarbúar séð Kilj- an hér á götunum, langan og grannan, með gleraugun miklu og hattinn barðastóra þar sem hann stikar löngum skrefum, tærður af rýni í regindjúp mannlegrar til- veru og umfaðmandi og umlykj- andi öll hin nýjustu form í skáldlist.“ Lýsingin hefði eins get- að átt við Stein Elliða, söguhetju Vefarans mikla, en fáar íslenskar skáldsagnapersónur hafa háð jafn æðisgengna glímu við veruleikann og hann. Bókin hefur verið lesin sem leit marg- klofins nútímamanns að staðfestu og tilgangi í upplausnarástandi millistríðsáranna. Grimmilegt stríð hafði gert að engu trúna á framþróun og þroska mannsins sem kallaði á róttæka endur- skoðun á gildismati nýrrar aldar er hafði hafist sem öld framfara og bjartsýni, vísinda og tækni. Steinn Elliði leitar inn á við, burt frá þessum grimma veruleika og heitir sjálfum sér því að leyfa engu framar rúm í sál sinni „nema fögnuðinum yfir hinni andlegu fegurð hlutanna“. Hann hefur gert samning við drottin um að verða fullkomnasti maðurinn á jörðu: „Brauð mitt og vín er dýrð guðs á ásýnd hlutanna.“ Þetta er merkilegt orðalag sem er margendurtekið í bókinni. „Ásýnd hlutanna“ er yfirborðið, skynmynd veruleikans sem Steinn telur sig geta gætt merkingu og tilgangi með dýrð drottins, hinni andlegu fegurð. En ásýnd hlut- anna, þessi einfalda skynmynd veruleikans, er ekki öll þar sem hún er séð. Diljá er helsta tákn hennar í sögunni en Steinn lítur einmitt svo á að konan sé „hvorki meira né minna en hættulegasti meðbiðill guðs og keppinautur þar sem sál mannsins er í tafli“. Og ólíkt hinni ófullkomnu mynd sem Steinn gerir sér af veruleikanum er Diljá hrein og sönn og heil í ein- faldleika sínum. Af þessu misræmi stafa innri átök Steins og ástarhaturs- samband hans við Diljá. Hún er sárasta birtingarmynd veru- leikans og hins veraldlega lífs sem Steinn vill yfirgefa til að komast inn í ríki guðs og fegurðarinnar. Til þess að komast þangað þarf hann að yfirstíga þær tilfinningar sem hann ber til Diljár (veru- leikans). En Steinn er ófullkominn. Í veiklyndi sínu fellur hann fyrir freistingunni, fyrir jarðnesku afli konunnar sem dregur hann á tál- ar, sterkari en guðdómurinn og ei- líf fegurðin því hún hefur engu að tapa: „Stundin er að koma, and- varpaði hún. Síðan máttu drepa mig.“ Og Steinn viðurkennir ófull- komleika sinn, uppgjöfina fyrir hvötunum: „Ást karlmannsins til konunnar er hið eina sanna í lífinu. Alt í lífi mínu er lygi, Diljá, guð og djöfullinn, himinn og helvíti, alt lygi nema þú.“ Hann viðurkennir að hafa barist við vindmyllur og enginn nái „dýrlegra takmarki en því að vera mennskur maður eins og guð hefur skapað hann. Ég kasta ham hins yfirnáttúrlega skrímslis og hef nýtt líf, mennskur maður, þegn í ríki veruleikans, einfaldur sonur þjóðar sinnar“. En sögunni lýkur ekki hér. Í síðustu bók Vefarans mikla snýr Steinn Elliði frá einföldu yfirborð- inu og helgar sig hinni guðlegu fegurð á ásýnd hlutanna. Hann gengur í klaustur í Róm. Það virðist augljóst að líta svo á að sagan skilji við Stein sem hinn sterka einstakling sem sigrast á sjálfum sér, eins og Nietzsche tal- aði um. En það er í raun Diljá sem á síðasta leikinn í sögunni, í síð- asta kaflanum þar sem fullkomn- unarárátta Steins Elliða er af- hjúpuð: „Fullkomnunarþrá hins ófullkomna er hinn jarðneski grundvöllur drottins kirkju,“ segir þar og enn fremur: „Ef blekking- unni er svift burt og maðurinn sér sjálfan sig fer honum einsog skoff- íninu: hann uppgötvar að huggun finst hvorki á himni né jörðu, og deyr.“ Í lokakaflanum gefur sagan sterklega til kynna að Steinn Elliði hafi valið rangt í leit sinni að staðfestu og tilgangi. Það er aug- ljóslega sterk samúð með Diljá þar sem hún er niðurkomin í botn- langa veraldar, ástlaus og áttlaus: „Hana mátti einu gilda um allar leiðir. Hún var komin til Róm- arborgar, þángað sem allar leiðir liggja; nú er eingin leið framar rétt, eingin raung.“ Í Róm veltur mannkynssagan áfram „í mórauð- um öldum“ Tíberfljóts en það „er meiníngarlaus skopsaga, blönduð andatrú, sennilega eftir Arthur Conan Doyle, byrjar án upphafs og dettur botnlaus niður einsog dansleikur í kirkjugarði“. Og á leiksviði þessarar tragíkómedíu gnæfir „Péturskirkjan, hinn ógn- þrúngni minnisvarði guðs kristni“. Samkennd sögumanns með Diljá endurspeglast kannski skýrast í niðurstöðu hans um þennan guð: „Jesús Kristur er skríngilegur harðstjóri: óvinir hans krossfestu hann, og hann krossfestir vini sína í staðinn. Kirkjan er ríki kross- festra. Hvað máttu ástir vesallar skapaðrar konu gegn hinni heil- ögu kirkju Jesú Krists, sem er máttugri en sköpunarverkið?“ Með þessum lokakafla bókarinnar má aftur á móti segja að Steinn Elliði sökkvi með þungu nafni sínu af yfirborðinu ofan í dýpstu myrk- ur – steinskip á botni veruleikans. Halldór Laxness skrifaði sig frá kaþólskunni með Vefaranum mikla, eins og hann benti sjálfur á í Alþýðubókinni (1929). Með Vef- aranum mikla afneitar hann einn- ig rómantískri upphafningu á hin- um sterka einstaklingi en þess í stað kom írónísk og afhjúpandi þjóðfélagssýn sem landar hans fengu að kenna á. Steinn Elliði skensaði um að veruleikinn væri í Kjósinni. Sá veruleiki varð einmitt umfjöllunarefni Halldórs í stærstu verkum hans. Glíma Vefarans Fáar íslenskar skáldsagnapersónur hafa háð jafn æðisgengna glímu við veruleikann og Steinn Elliði. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Í DAG á tímum alls- nægta og góðrar heil- brigðisþjónustu gerum við þær kröfur að fá að líða eins vel og hægt er. Við höfum rétt á að leita til lækn- is og ýmissa meðferð- araðila innan heil- brigðiskerfisins án mikils kostnaðar og þeir sem þurfa, fá meiri niðurgreiðslu á læknis-, meðferðar- og lyfjakostnaði í gegnum Tryggingastofnun Ís- lands. Nema ef við þurfum á aðstoð að halda sem fellur ekki undir hinn hefðbundna heilbrigðisgeira, heldur fellur enn í dag undir svokölluð skottulækningalög. Það fólk sem ekki fær þann bata sem það von- aðist eftir frá okkar ágæta heil- brigðiskerfi, eða kýs af einhverjum ástæðum að leita sér hjálpar ann- ars staðar, þarf að greiða þjón- ustuna fullu verði og þar að auki virðisaukaskatt til ríkisins. Það sitja ekki allir við sama borð í okk- ar velferðarkerfi. Eða hvað? Guði sé lof fyrir vestrænar lækn- ingar og þá heilbrigðisþjónustu sem við fáum hér á Íslandi, en betur má ef duga skal. Suma sjúkdóma er ekki nóg að meðhöndla með lyfjum eða skurðaðgerð (og oft bara hrein- lega ekki hægt), það þarf að taka á líkama og sál í samhengi. Koma á jafnvægi sálar og líkama þannig að líkaminn geti unnið sjálfur á sjúk- dómnum með aðstoð viðkomandi meðhöndlara. Í fullkomnu sam- félagi myndi það sem í dag kallast hefðbundnar og óhefðbundnar læknisaðferðir vinna saman að sameiginlegu markmiði; að vinna á sjúkdómum og viðhalda heilbrigði. Það hentar mér persónulega, að geta valið um aðferðir. Stundum þarf ég að fá nudd, stundum nála- stungur eða smáskammtalækning- ar, meðfram „hefðbundnu“ aðferð- unum sem eru fólgnar í lyfjagjöf og þolin- mæði. En hvert á að leita? Það hefur verið flókið að vita hingað til. En mér til mikillar ánægju heyrði ég af félagasamtökum; Fé- lag íslenskra græðara. Þetta félag hefur 8 að- ildarfélög innanborðs sem eru: Félag ís- lenskra nuddara, Acupunkturfélag Ís- lands, Cranio-Sacral félag Íslands, Félag höfuðbeina- og spjald- hryggsjafnara, Sam- band svæða- og viðbragðsfræðinga, Félag lithimnufræðinga, Organon – félag smáskammtalækninga á Ís- landi og Svæðameðferðarfélag Ís- lands. Innan þessa félags er fagfólk sem tekur nám sitt og starf al- varlega og vill að almenningur fái góða og örugga þjónustu meðal annars með því að fá starf sitt og nám viðurkennt af yfirvöldum. Með því að öðlast viðurkenningu yfir- valda er hægt að fylgjast með að þeir sem starfa við heildrænar lækningar séu þeir sem þeir segj- ast vera. Í lögum Félags íslenskra græðara kemur fram að markmið félagsins er að vera: „ráðgefandi fagfélag fyrir íslenska græðara. Stuðla að viðurkenningu, aukinni þjónustu og gæðum græðara, al- menningi til gagns, bæði sem fyr- irbyggjandi aðgerðir og til að auka heilbrigði.“ Félag íslenskra græðara er aðili að Nordisk Samarbejdes komite for ikke-konventionell terapy (NSK), sem eru regnhlífasamtök græðara á Norðurlöndum. Í Svíþjóð bjóða allir framhaldsskólar upp á valgrein, þar sem kynnt eru meðferðarform í heildrænum lækningum (óhefð- bundnum lækningum) t.d. nudd, nálastungur, hómópatíu eða Alex- anderstækni. Karolinska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi hefur í tvo vetur boðið heilbrigðisstéttum upp á kynningu á heildrænum lækning- um. Rannsóknir í Bandaríkjunum og víðar sýna að á milli 30–50% þjóð- arinnar nýtir sér þjónustu heild- rænna lækninga og það er engin ástæða til að ætla að hlutfallið sé lægra hér á landi. Í Þýskalandi er þessi tala 65%, enda hafa heildrænar lækningar verið löglega viðurkenndar þar í áraraðir. Þegar menntaðir græðarar Ís- lands fá viðurkenningu hjá yfirvöld- um á námi sínu og störfum og nið- urfelldan virðisaukaskatt af með- ferðum, getum við, sem þurfum á þessari þjónustu að halda, treyst því að sá aðili sem við leitum til sé með trausta menntun og að við höf- um efni á meðferðinni. Þar fyrir ut- an væri alveg ómetanlegt að geta rætt meðhöndlanir græðara síns við lækninn sinn án þess að þurfa að skammast sín eða ég tala nú ekki um ef læknirinn hefði líka skilning og áhuga á meðferð græð- arans og þeir gætu samræmt að- ferðir! Með von um gagnkvæman skiln- ing á sameiginlegu takmarki: að vinna á sjúkdómum og viðhalda heilbrigði. Leitin að meðferð við sjúkdómum Ragnhildur Jónsdóttir Höfundur er myndlistarmaður. Lækningar Suma sjúkdóma er ekki nóg að meðhöndla með lyfjum eða skurðaðgerð, segir Ragnhildur Jónsdóttir, það þarf að taka á líkama og sál í samhengi. BANKAR og aðrar fjármálastofnanir keppast nú við að birta ársreikninga síðasta árs. Til að fagna niðurstöðum og góðri útkomu, er jafn- vel boðið til hátíðar með dýrum réttum og píanóundirleik. Og tölurnar eru sannar- lega glæsilegar. Hagnaður mikill og afkoman í heild góð. Stjórnendur eru bros- mildir og sælir með árangurinn. Í reikningum eins bankanna má sjá, að milljarða hagnaður byggist á vaxtatekjum. Varla eru vaxta- tekjur vegna viðskipta erlendis verulegur þáttur í hagnaðinum, enda vextir víðast hvar brot af því, sem hér viðgengst. Vaxtagróðinn gengur eins og rauður þráður í gegnum alla reikninga. Allir klappa og kætast og hluthafar fagna arði. Starfsmenn bankanna eru verðlaunaðir með launauppbót og eru áreiðanlega vel að henni komnir, ef marka má tölur um fækkun starfsfólks í þessum stofn- unum. Ég hef hins vegar hvergi séð hve mikið stjórnendur bankanna og fjármálafyrirtækjanna hafa borið úr býtum. Margir þeirra eru með afkomutengda launasamninga og hljóta að hafa fengið ögn meira en fólkið á gólfinu. Fróð- legt væri að fá fréttir af launauppbót þeirra, sem við stýrið standa. En lítum nú á hina hlið peningsins. Hvað- an koma allar þessar vaxtatekjur? Auðvitað að stærstum hluta frá innlendu viðskiptavin- unum. Þessar gífur- legu vaxtatekjur bankanna hafa orðið til í vaxtaokri, sem þekkist varla nema í bananalýðveldum. Í umtalsverðri verð- bólgu þar sem verðtrygging er víð- ast hvar í gildi, er vaxtastig ís- lenskra banka nánast óbærilegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Og hvað gerist? Vanskil aukast. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja eykst stöðugt og lífið verður mar- tröð skuldaranna, sem engum vörnum geta við komið. Gjaldþrot og upplausn, atvinnumissir og ör- vænting fylgir svo í kjölfarið. Skuldir heimilanna hafa aldrei ver- ið meiri en nú. Þær verða ekki all- ar raktar til óráðsíu og eyðslu. Skuldirnar vegna eðlilegra fjár- festinga hafa bara hækkað og hækkað og það hefst ekki undan að greiða afborganir og vexti. Í hópi þessa fólks er ekki efnt til há- tíðar. Það hefur heldur ekki verið slegið upp veislu í hópi þeirra, sem eiga peninga sína í margvíslegum bankabókum með töfrandi nöfnum. Þar er ávöxtunin neikvæð, krón- urnar hverfa og loforðin í skraut- legu auglýsingunum að engu orðin. Stórfelldur munur á út- og inn- lánum er hókusinn og pókusinn í íslenskri bankastarfsemi um þess- ar mundir. Það þarf ekki mikla snilld til að græða við þessa að- stæður. Með þjónustugjöld, sem Neyt- endasamtökin telja einhver þau hæstu í Evrópu, og vaxtastig, sem er óþekkt í nágrannalöndunum, ættu forráðamenn banka og fjár- málastofnana að hafa nokkurn hemil á gleði sinni yfir góðri af- komu; jafnvel þótt laun þeirra séu afkomutengd. Slík gleði er ekki við hæfi, því hún er á kostnað þeirra, sem vextina hafa greitt. Erlend samkeppni í bankaþjón- ustu er orðin mjög brýn. Glaðst yfir hagnaði af ofurvöxtum Árni Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Vextir Erlend samkeppni í bankaþjónustu, segir Árni Gunnarsson, er orðin mjög brýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.