Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 35 UNGUR læknir skrifaði á dögunum um stríðsástand á Lands- spítalanum. Læknirinn bendir á að vegna þess að bið eftir vistun á hjúkrun- arrýmum aldraðra get- ur skipt mánuðum liggja aldraðir á sjúkradeildum og bráðveikir sjúklingar komast ekki inn á spít- alann þar sem fá eða engin laus pláss eru fyrir hendi. Fresta þarf aðgerðum og bið- listar lengjast. Lækn- irinn segir að öldrun- ar- og endurhæfingarþjónustan sé enn annar flöskuháls og hann bendir á að þar sem tuttugu til þrjátíu þús- und manns á höfuðborgarsvæðinu séu án heimilislæknis flytjist vanda- mál sem hægt væri að leysa innan heilsugæslunnar inn á sjúkrahúsin, á bráðamóttökur og slysadeildina. Þetta þekkjum við og þessi frá- sögn er ekki ný tíðindi en hún vekur verðskuldaða athygli vegna þess að fagmaður sem starfar á Landspít- alanum setur vandamálin þar í sam- hengi við skort á úrræðum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Í fjárlagatillögum fyrir árið 2000 var óskað eftir að ráða í tólf stöður heilsugæslulækna. Fyrir árið 2001 var óskað eftir ellefu stöðum heilsu- gæslulækna en niðurstaðan varð fimm og hálft stöðugildi. Í fjárlaga- tillögum vegna ársins 2002 er óskað eftir að ráða í fimmtán til sextán stöður en aðeins þrjátíu og sjö millj- ónum á að verja í að styrkja heilsu- gæsluna, auka þjónustu og stytta biðtíma einkum á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki er ljóst hve mikið af þeirri fjárhæð fer til að fjölga heilsugæslu- læknum en varla eru þeir margir miðað við fjárhæðina og önnur verk- efni sem verja þarf fé til. Þessar upplýsingar komu fram í svari heilbrigðisráðherra við skrif- legri fyrirspurn minni fyrir jól en svarið staðfestir gífurlegan skort á heilsugæslulæknum.Miðað við fyrr- greindar upplýsingar er meðaltal sjúklinga í Reykjavík um 2.040 á lækni og eru þá teknir með sjálf- stætt starfandi heimilislæknar í borginni, í Hafnarfirði er þessi tala um 2.100 og í Kópavogi um 2.200. Læknaskortur er orðinn tilfinnan- legur. Talið er að um tuttugu þús- und séu án heimilislæknis í Reykja- vík og í Kópavogi er talan sex þúsund manns. Útboð læknisþjónustu í Kópavogi Í skýrslu sem mér barst frá Hafn- arfirði í haust hefur skortur á stöðu- gildum og starfsaðstöðu fyrir Hafn- arfjörð og Bessastaðahrepp komið mjög niður á þjónustunni og íbúarn- ir leita á bráðavaktir í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík auk þess sem frumheilsugæslu er nú í vaxandi mæli sinnt af sérfræðingum á þeirra stofum. Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur beint til- mælum til heilbrigðis- og tryggingaráðherra vegna ófremdar- ástandsins þar. Stutt er síðan Heilsugæslan í Mjódd sagði upp öll- um Kópavogsbúum sem þar voru. Nú segir Kópavogur upp öllum sjúklingum sem bú- settir eru utan Kópavogs sennilega 2 þúsund manns og þannig flyst vandinn til á milli staða á höfuðborg- arsvæðinu en viðunandi lausn er ekki enn í sjónmáli. Opnuð hefur verið einkarekin læknastöð í Kópa- vogi. Þar borgar fólk tæplega þrjú þúsund króna mánaðargjald fyrir einstakling á mánuði fyrir aðild að stöðinni. Álag eykst á læknavaktina og bráðaþjónustur og reikna má með að ágangur á sérfræðinga hafi jafnframt aukist því við þessar að- stæður fer fólk milliliðalaust til þeirra. Áður var hægt að ganga að læknisþjónustu vísri og því að ná sambandi við sinn lækni. Að sögn mælist nú bið eftir tíma hjá heim- ilislækni í dögum og hefur á skömmum tíma farið úr þremur í allt að tíu daga í Kópavogi. Þörf er fyrir sex lækna stöð í Salahverfi en það yrði þriðja heilsugæslustöðin í Kópavogi þar sem búa tuttugu og fimm þúsund manns. Áformað er að taka húsnæði á leigu og hafa samn- ingar staðið mánuðum saman við heilbrigðisráðuneytið. Í þessari stöðu berst þeim sem talið hafa að tillögur þeirra væru í alvarlegri vinnslu í ráðuneytinu óvænt yfirlýs- ing frá heilbrigðisráðherrra um að bjóða eigi út heilsugæsluna í Sala- hverfi. Óljós stefnumörkun Á Alþingi hefur heilbrigðisráð- herra lýst yfir að verði um útboð að ræða verði allt eins og á öðrum heilsugæslustöðvum. Sinnt verði al- mennri læknisþjónustu, ungbarna- eftirliti, heimaþjónustu og krafa verði gerð um sömu upplýsingar og tengingar og eru milli stöðva t.d. í Kópavogi í dag. Tæknilega séð er flókið að útbúa slíka útboðslýsingu og það er erfitt að átta sig á hvað vinnst við útboð á læknisþjónustu í hverfi sem er í örri fjölgun. En ljóst er af umræðunni sem fram fór á Al- þingi í síðustu viku að áform um út- boð tengjast óánægju heilsugæslu- lækna með kjör sín og að heil- brigðisráðherra væntir aukinna afkasta fái heilsugæslulæknar eitt- hvað fyrir sinn snúð. Langtímastefnumörkun er grundvallaratriði. Ef tilraunir af þessu tagi eiga að leiða til þess að smám saman verði heilsugæslan öll boðin út í ábataskyni fyrir ríkið má leiða að því líkum að byrðin af rekstrinum flytjist smám saman úr ríkissjóði í vasa sjúklinga með svip- uðum hætti og gerst hefur eftir að sjálfstætt starfandi læknar komu til sögunnar. Þar hefur þróunin verið í eina átt, hlutfall samtryggingar í kostnaðinum lækkar en hlutur sjúk- linga eykst. Samfylkingin leggur höfuð- áherslu á að tryggja jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu. Að heilbrigðis- kerfið sé ekki sett undir mæliker framboðs og eftirspurnar. Undir þessi meginmarkmið tekur Fram- sóknarflokkurinn í orði. Athyglis- vert er það hlutskipti Framsóknar- flokksins að ryðja brautina fyrir einkavæðinguna sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur að markmiði. Ástæða er til að minna á útboðið á Sóltúni hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða. Gífurleg þörf er fyrir hjúkrun- arrými og frjáls félagasamtök sem reka hjúkrunarheimili víða um land hafa barist í bökkum fjárhagslega. Þau hafa ekki getað fengið sam- bærilegan samning og gerður var í kjölfar útboðs á Sóltúni. Þangað er mun meira veitt af almannafé. Enda þótti Sóltúnssamningurinn millj- ónavirði þegar til álita kom að hann yrði söluvara. Ályktun sem draga má af þeirri einkavæðingu er að þegar ríkis- stofnun eða sjálfseignarstofnun mannúðarsamtaka á í hlut er fjár- magn skorið við nögl en þegar um alvöru einkaframkvæmd er að ræða er allt annað verðlag á þjónustunni af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þessvegna er ekki hægt að taka undir það álit unga læknisins sem ég vísaði til í upphafi um að aukinn stuðningur við einkaframtakið í heilbrigðisgeiranum sé nauðsynleg- ur til lausnar vandanum. Þetta mál snýst alls ekki um formið heldur hreint og beint um fjármagn. Læknaskorturinn Rannveig Guðmundsdóttir Heilbrigðisþjónusta Samfylkingin vill tryggja jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, segir Rannveig Guðmundsdóttir, og að hún sé ekki sett undir mæliker framboðs og eftirspurnar. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjaneskjördæmi. Járn Complex FRÁ Með vítamínum og jurtum MeðGMP gæðaöryggi. H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN Aðalfundur Kaupþings banka hf. árið 2002 verður haldinn í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6, miðvikudaginn 20. mars 2002 og hefst kl. 17.00. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. ár. 2. Ársreikningur 2001 tekinn til afgreiðslu. 3. Tillaga um arðgreiðslu. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. Annars vegar lúta þær að því að fjölga stjórnar- mönnum í sjö og kjósa jafnmarga varamenn. Hins vegar er um að ræða minniháttar lag- færingar á orðalagi. 5. Stjórnarkjör. 6. Ákvörðun stjórnarlauna. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum. 9. Önnur mál. Stjórn Kaupþings banka hf. Aðalfundur Kaupþings banka hf. Kaupþing banki hf. Ármúla 13 • 108 Reykjavík sími 515 1500 • fax 515 1509 www.kaupthing.is Barcelona frá kr. 2.214,- á dag Madrid frá kr. 2.214,- á dag Reykjavík frá kr. 3.700,- á dag Alicante frá kr. 2.214,- á dag Mallorca frá kr. 2.214,- á dag Nánari uppl. í síma 591 4000 Verð miðast við flokk A eða sambærilegan Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02 Verð miðast við flokk A Lágmarksleiga 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, trygging og vsk. Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík Avis býður betur ... um allan heim Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.