Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 37 MORGUNBLAÐIÐ hefur um tveggja ára skeið leitað logandi ljósi að fyrirmyndum að því hvernig takmarka megi með lögum fjárfestingu og eignarhald í lána- stofnunum. Í forystu- grein 8. mars vitnar blaðið í grein sem ég skrifaði 10. júlí 2001, þar sem skýrt var frá niðurstöðum ítarlegrar skýrslu sem gerð var á vegum Kaupþings um takmarkandi lagaregl- ur í 20 helstu viðskipta- löndum okkar. Þar kemur fram að almennt eru ekki fyrir hendi takmarkanir á fjárfestingum í lánastofnunum. Sé um takmarkandi reglur að ræða eru þær í eðli sínu fyrst og fremst „flöggunar- reglur“, þ.e.a.s. kröfur um tilkynn- ingu til verðbréfaþings um viðskipti yfir ákveðnum mörkum, eða áskiln- aður um formlegt samþykki. Eftirlit og íhlutunarréttur bankaeftirlits í flestum þessara ríkja miðast við það að tryggja að fjárfestar hafi nægilega sterka fjárhagsstöðu til þess að standa við skuldbindingar sínar og treysta hag viðkomandi banka. Þetta er í góðu samræmi við aðra banka- tilskipun Evrópusambandsins nr. 89/ 646/EB. Tilhneigingin virðist vera sú að ríki lagi sig að henni og hverfi frá sérreglum. Dreifð eignaraðild Morgunblaðið heldur því fram að fámenn þjóð þoli það ekki til lengdar að nær allar eignir þjóð- arinnar færist á fárra hendur. Það má færa sterk rök fyrir þeirri skoðun eins og blaðið hefur gert. Hitt er mér meira til efs að lagaregl- ur og stjórnmálaafskipti séu betur til þess fallin að tryggja dreifða eign- araðild að bönkum og sjávarútvegsfyrirtækj- um en markaðsöflin og hlutabréfamarkaður- inn. Verðbréfamarkað- ur á Íslandi er ungur að árum og virkir þátttak- endur á honum eru ennþá tiltölulega fáir. Hann á eftir að dýpka og stækka á komandi árum og fjármálastofnunum á eftir að vaxa fiskur um hrygg. Það er eðlileg afleiðing af stækkandi markaði, öflugri fjármálafyrirtækjum og meiri alþjóðlegum umsvifum að eignarhald verði dreifðara með tím- anum eins og við sjáum merki um í grannlöndum okkar, þar sem mark- aður er stærri og þroskaðri. Það verð- ur einfaldlega of áhættusamt og of viðamikið fyrir fyrirtæki að eiga stóra hluti í fjármálastofnunum. Alþjóðleg samkeppnishæfni Pólitísk íhlutun í einkavæðingu rík- isbanka og Landssíma Íslands hefur beðið skipbrot. Skýrustu merkin um það eru þær hugmyndir að nýta fram- vegis sölukerfi Verðbréfaþings Ís- lands í einkavæðingu og taka forræði á eignarhaldi ríkisins úr höndum fag- ráðherra og fela það fjármálaráð- herra. Virkur og opinn alþjóðlegur samkeppnismarkaður, þar sem opin- ber meðgjöf og verndarmúrar eru víkjandi, mun tryggja betur dreifða eignaraðild að íslenskum og alþjóð- legum stórfyrirtækjum sem hér starfa heldur en takmarkandi reglur. Takmörkun á fjárfestingum og eign- arhaldi í fjármálastofnunum mun heldur ekki leysa stjórnendur lána- stofnana undan þeirri skyldu að sjá svo um að jafnan sé til staðar stjórn- hæfur meirihluti sem getur tekið skil- virkar ákvarðanir. Við skilyrði frjáls og opins mark- aðar verður alþjóðleg samkeppnis- hæfni mælistikan í stjórn fjármála- fyrirtækja. Ekki dugir að einblína á innlendar aðstæður, þegar flest fyr- irtæki, sem náð hafa sterkri stöðu á íslenskum markaði, eru þegar í harðri alþjóðlegri samkeppni bæði innan- lands og erlendis. Meiri markað og minni pólitík! Sigurður Einarsson Höfundur er forstjóri Kaupþings banka hf. Fjármál Eignarhald verður dreifðara, segir Sigurður Einarsson, með stækkandi mark- aði, öflugri fjármálafyr- irtækjum og meiri al- þjóðlegum umsvifum. TADEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.