Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 39 ✝ Anna Helga Hjör-leifsdóttir fædd- ist á Akranesi 2. júlí 1933. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hjör- leifur Guðmundsson, f. 21.8. 1905, d. 4.4. 1995, verkamaður og síðar húsvörður í Ís- aksskóla í Reykjavík, og Guðrún Gunnars- dóttir, f. 27.6 1904, dáin 1.4. 1996. For- eldrar Hjörleifs voru Guðmundur Narfason (1865– 1923), bóndi á Sólmundarhöfða (Brúarsporði), og Ágústína Björnsdóttir (1873–1948). For- eldrar Guðrúnar voru Gunnar Bjarnason (1878–1943), bóndi í Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi, og Þórdís Halldórsdóttir, f. 1878. Móðursystur Önnu voru Halldóra, Sigríður Lilja, Jóna Fanney, Ársól Gróa og Guðný Lára. Þau Guðrún og Hjörleifur bjuggu um allmörg ár á Suðurgötu 48 á Akranesi, eignuðust saman fjögur börn og er Anna Helga elst þeirra al- systra. Þær eru og búa allar á Akranesi: Erla Aðalheiður, f. 29. des. 1934, gift Daða Kristjánssyni frá Litlabæ í Skötufirði við Ísa- fjarðardjúp; Ágústína, f. 18. jan. 1936, gift Sigvalda Loftssyni, Akranesi; Hjördís, f. 28. júlí 1940, gift Sveini Þorlákssyni frá Siglu- firði. Ein hálfsystir sammæðra, Vigdís Magnúsdóttir, var eldri, f. 2. sept. 1925, d. 23.12. 1997. Hinn 13.9. 1954 giftist Anna Helga Ingiberg Jens Sig- urði Guðjónssyni, f. 13.9. 1925 á Ísafirði. Móðir hans hét Sesselía Jónsdóttir (1903–1942) sem lét drenginn frá sér vegna vanheilsu. Tóku barnlaus hjón, Guðjón Bergur Júl- íus Kristjánsson (1894–1936) og Guð- munda Ísleifsdóttir (1898–1968), hann að sér og ættleiddu. Jens dó 27.12. 1975. Börn þeirra eru: 1) Guðjón Sigþór, f. 24. júlí 1952, bókasafnsfræðingur og leið- sögumaður, kvæntur Úrsúlu El- ísabetu Jünemann, frá Rínarsveit (Rheingau) í Þýskalandi. Þau eiga tvo syni: Jens Bernward, mennta- skóla- og tónlistarskólanema, f. 8. júlí 1983, og Pál Helmút, nemanda í Varmárskóla, f. 17. mars 1986. Þau búa í Mosfellsbæ. 2) Elísabet Jensdóttir, húsmóðir, f. 7. sept. 1956, í sambúð með Kristjáni Bjarnasyni. Þau búa í Reykjavík. Dóttir Elísabetar er Mónika Mar- grét Johannessen, f. 20. des. 1980, verkfræðinemi við háskólann í Þrándheimi. 3) Páll Viðar Jens- son, f. 7. júlí 1962, í sambúð með Elísabetu Rósmundsdóttur. Þau búa í Reykjavík. Börn Páls eru: Ævar Ingi, f. 30. júlí 1983, og Hekla Karen, f. 23. ágúst 1991. Útför Önnu Helgu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Í sögu rússneska rithöfundarins Leós Tolstoys, Anna Karenína, segir að hamingjusamar fjölskyld- ur séu hver annarri líkar. Þær óhamingjusömu séu hver annarri ólíkar. Mikil örlög spinna saman fólk frá ýmsum landshornum. Fólk ann hvað öðru, elskar, lifir og deyr. Og allt í einu er komið að leiðarlok- um. Móðir mín, Anna Helga Hjör- leifsdóttir, fæddist 2. júlí 1933 á Akranesi, í sömu viku og ítalski leiðangurinn mikli kom flugleiðis til Íslands. Hún var skírð í höfuðið á tveim kvenhetjum íslenskra bók- mennta sem ömmu minni voru sér- lega hugstæðar: Önnu á Stóruborg eftir Jón Trausta og Helgu sem synti með drengina sína úr Geirs- hólma í Hvalfirði og segir frá í Harðar sögu og Hólmverja. Ólst móðir mín upp á Akranesi við lítil veraldleg efni. Faðir hennar yfirgaf heimilið og fór suður til Reykjavíkur. Guðrún amma ól upp fimm dætur á erfiðum tímum. Hún vann mikið einkum við fiskverkun, þvotta af sjómönnum ásamt ýmsu öðru sem til féll á þessum árum. Síðustu áratugina meðan hún hélt heilsu starfaði hún við ræstingar, bæði í verslunum og á skrifstofum. Hún var mjög bókelsk. Á hverju kvöldi eftir að önnum dagsins lauk, las hún mikið, ljóð, sögur og þjóð- legur fróðleikur var ávallt í miklum metum hjá henni. Amma var stál- minnug, kunni feiknin öll af kvæð- um aftan úr grárri forneskju og sagði ágætlega frá. Móðir mín fór snemma að vinna fyrir sér með ýmsu móti, til að létta undir heima fyrir. Það var stolt ung stúlka sem taldi sig vera orðna að matvinnungi en mikil voru von- brigðin þegar hún komst að því hversu vinnuframlag hennar var lágt metið. Einu sinni í viku mátti hún sækja fisk í soðið til heimilisins niður á Breið. Meira fékkst ekki enda peningar sjaldséðir meðal al- þýðu um þær mundir. Hún ákvað því að fara snemma að heiman. Að- eins 14 ára gömul fór hún suður til Reykjavíkur í vist eins og það var nefnt. Móðir mín ílentist hjá ýmsu fólki í Reykjavík sem vinnukona. Á þessum árum kynntist móðir mín föður mínum. Snemma á stríðsárunum fluttist Jens faðir minn alfarinn suður til Reykjavíkur. Ók hann vörubíl með möl úr Rauðhólum m.a. í Reykja- víkurflugvöll. Var það bæði erfið vinna og harðsótt einkum yfir vetr- armánuðina. Vörubílunum var ekið langt fram á kvöld, sofið var í bíl- unum uppi í Rauðhólum til þess að fá ámokstur strax morguninn eftir. Var þetta eðlilega til þess að ná sem flestum ferðum en bílstjórar fengu greitt fyrir hverja ferð. Svona gekk þetta fyrir sig um nokkra hríð. Þá vann faðir minn við ýmislegt annað, t.d. í steinullar- verksmiðju við Geitháls. Hefur vinna þessi verið bæði erfið og örugglega ekki holl. Undir lok stríðsáranna hóf faðir minn akstur leigubifreiða, fyrst á Litlu-bílastöð- inni, síðar Hreyfli og varð það aðal- atvinna hans allar götur síðan uns hann féll frá á besta aldri um jóla- leytið 1975, einungis rétt rúmlega fimmtugur að aldri. Foreldrar mínir gengu í hjóna- band hinn 13. september 1954. Tveim árum áður höfðu þau eignast barn saman, undirritaðan. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Austurbæ Reykjavíkur. Þegar þessi litla fjölskylda, ung hjón með lítið barn, festi kaup á húsi í byggingu austur í Selási, voru efnin ekki mikil. Húsið var rétt fokhelt, ekki var til eitt né neitt til að létta undir lífsafkomunni, hvorki kalt né heitt vatn. Enginn sími eða nein þægindi voru til stað- ar, einungis rafmagn sem notað var bæði til ljóss og hita. Foreldrar mínir áttu sér þann draum að eign- ast fagurt heimili í fögru umhverfi skammt utan við Reykjavík. En vonir verða stundum ekki nema bjartir draumar um fagrar rósir sem fölna með fyrstu haust- nóttunum. Eg minnist nokkurra atburða sem tengdust dvöl okkar þarna. Gríðarlega stórt land fylgdi þessu húsi. Stundum lásum við móðir mín ber og lékum okkur í móunum. Mikið fuglalíf prýddi tilveruna og á einum stað höfðu þrastarhjón hafið búskap. Einu sinni knýtti móðir mín mér fagran vönd úr blómum sem hún tíndi í hlaðvarpanum. Já, það var mikill sælureitur þarna þegar veður var gott á sumrin. Á veturna breyttist þetta, vindurinn gnauðaði og kuldinn smó inn um hverja rifu. Og það var ekki aðeins kuldinn, sem olli óþægindum held- ur mátti heyra ýms nagdýr vera á ferð um híbýlin. Móðir mín minntist þess hve þetta hefði verið erfitt tímabil. Þetta hús hefði verið það alversta sem hún nokkru sinni hefði átt heima í. Meðan við áttum heima í þessu kalda og illa einangraða húsi veiktist faðir minn mjög alvarlega af nýrnasjúkdómi. Móðir mín fór daglega ásamt ungu barni sínu með Lækjarbotnavagninum, eina stræt- isvagninum sem þá ók um Árbæj- arhverfið, til að heimsækja eigin- manninn á sjúkrabeðinn. Og ferðin var notuð til að kaupa það sem til þurfti til heimilisins. Þetta var löng og strembin leið fyrir unga og veik- burða konu með lítið barn þar sem hún auk þess var vanfær. Seinna eftir þessa dvöl í þessari köldu vetrarhöll áttum við heima á fjórum öðrum stöðum í Austurbæn- um. Við fluttum í hornið hjá fóstru föður míns, Guðmundu Ísleifsdótt- ur og síðari manni hennar, Ragnari Veturliðasyni. Þau bjuggu í örlitlu íbúðarhúsi sem var hluti af hænsnabúi því sem bakarar ráku í Herskálakampi við Suðurlands- braut og Einar Tönsberg veitti for- stöðu. Þá bjuggum við á tveim stöðum í Vogahverfinu. Þaðan eru einhverj- ar fegurstu minningar bernsku minnar. Eg minnist þess með hlýju, þegar eg sem lítill drengur held fast í kerruna sem nýfædd litla systir mín, Elísabet liggur í og mamma okkar ekur eftir malborn- um veginum. Á fögrum sólardegi er stefnan tekin austur á bóginn, inn í Elliðaárdal, einn fegursta sælureit Reykjavíkur. Svo festa foreldrar mínir kaup á lítilli íbúð í verkamannabústöðun- um við Stigahlíð um 1960. Ekki man eg hvert tilefnið var, en einn dag tekur faðir minn mig á eintal og segir mér að mamma sé veik og eg verði að vera góður við hana. Lengi áttaði eg mig ekki á þessu. Ekki leit hún sérlega veiklulega út. Hún var fallega góða mamman okk- ar barnanna. Löngu seinna heyrði eg, að hún hefði farið til einhvers læknis til að fá umdeild megrunar- lyf eins og margar konur. Það hafði mikil og afdrifarík áhrif. Móðir mín breyttist smám sam- an, varð dálítið einkennileg, var meira með sjálfri sér en áður og vildi sjaldnar fara út. Veikindin mörkuðu allt líf móður minnar mjög mikið upp úr þessu. Hún var stundum um lengri tíma á sjúkra- húsum til rannsókna og meðferðar. Brátt kom að því, að bróðir minn Páll fæddist og það var mikil gleði sem fylgdi því. En stundum var okkur öllum þrem komið til dvalar um lengri eða styttri tíma hjá ömm- unum okkar, uppi á Akranesi eða í Herskálakampnum. Á Akranesi vorum við mjög oft einkum á sumr- in eftir að skólaaldri var náð. Þar var alltaf gaman að vera. Þar gleymdum við mótlætinu og geng- um glöð til leiks með öðrum jafn- öldrum okkar. Á þessum árum drýgðum við krakkarnir sjálfsaflafé okkar með því að bera út Morgunblaðið. Það var að mörgu leyti góður skóli en oft erfiður. Þá vorum við eldri systkinin send í sveit á sumrin en Palli bróðir var mjög oft hjá ömmu okkar á Akranesi. Hjónaband foreldra minna stóð í rúm 20 ár og var það stundum mjög stormasamt, einkum síðari árin. Foreldrar mínir voru um margt ákaflega ólík. Þau fóru bæði mjög snemma að heiman, ólu sig að mestu upp sjálf. Eftir að þau kynntust áttu þau góð ár en eftir því sem lengra leið og andlegur sjúkdómur móður minnar ágerðist, myndaðist ofur- djúp gjá á milli þeirra. Um jólaleytið 1975 féll faðir minn skyndilega frá vegna hjartabilunar, rétt liðlega fimmtugur að aldri. Hann varð bráðkvaddur í bíl sínum skömmu eftir að hafa ekið síðasta farþeganum sínum heim. Var nú mikill harmur í fjölskyldunni eins og rétt má geta sér nærri. Móðir mín stóð uppi sem sjúklingur með þrjú börn, það yngsta einungis 13 ára að aldri. Á þessum árum hélt Anna heimili ásamt sonum sínum en dóttir hennar ákvað að freista gæfunnar og fluttist til Noregs og dvaldi þar um nokkurra ára skeið. Móðir mín dvaldi síðustu 20 árin vegna vanheilsu sinnar á ýmsum heilbrigðis- og sjúkrastofnunum. Síðustu árin naut hún prýðilegrar umönnunar á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík. Þar kunni hún vel við sig og einhverju sinni lýsti hún viðhorfi sínu á þessa leið, að af öllum þeim stofnunum og sjúkrahúsum sem hún hefði dvalið á, liði henni þarna einna best og rökstuddi það þannig: Hér er kom- ið fram við mann eins og mann- eskju. Og þarna fann hún sig aftur, að miklu leyti höfðu áhrif andlega sjúkdómsins gengið til baka, en lík- aminn var illa farinn eftir stöðuga og langvarandi lyfjameðferð sem og miklar reykingar. Anna var fremur lágvaxin og þybbin með mikið og þykkt dökkt hár sem var farið grána og þynnast undir ævikvöldið. Ung að árum var hún mjög áræðin og dugleg, tók oft af skarið þegar þess þurfti við. Hún átti til að vera ákveðin og nokkuð föst fyrir. Þótt hún ætti oft lengi við þunglyndi að stríða eftir að lang- varandi veikindi hrjáðu hana, var oft stutt í gamansemi og skemmti- legar umræður. Þá mátti hún hvergi aumt sjá og var ætíð viðbúin að veita öðrum alla þá aðstoð sem hún gat veitt af veikum mætti sín- um. Móðir mín fór einu sinni utan. Það var um mánaðamótin apríl-maí 1995 að hún flaug ásamt Elísabetu systur og mér til Norður-Noregs. Flogið var í nær tómri vél til flug- vallarins Evernes hjá Narvik aust- an við Lofoten í Norður-Noregi. Tilgangur ferðarinnar var að heim- sækja elsta barnabarnið, Móníku dóttur Elísabetar, sem fermdist um þetta leyti. Þessi ferð tókst frábær- lega vel og var lengi í minnum höfð. Á síðustu misserum hef eg verið að draga saman ýmsan fróðleik sem tengist áum mínum og skráð niður. Hafði eg sýnt móður minni jafn- óðum og borið undir hana ýmislegt. Jók hún nokkru við en nú verður að sækja nánari fróðleik eftir öðrum og torsóttari leiðum. Var mjög gaman að vinna úr þessu með henni og tengdi þetta okkur enn betur saman en áður. Starfsfólki Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar við Hringbraut í Reykjavík er þökkuð góð umönn- un og veitt samúð á tregastund. Við eigum góðar minningar um góða konu sem vildi öllum vel. Guðjón Jensson. ANNA HELGA HJÖRLEIFSDÓTTIR veraldlegt þ.e.a.s. hlutir sem mölur og ryð fá grandað. Dóa var Reykjavíkurbarn, nánar tiltekið barn gömlu Reykjavíkur sem þurfti ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Heima var best og helst að börn og barnabörn væru þar. Henni nægði eiginlega Vesturbærinn síðustu áratugina, þótt hún ælist upp a.m.k. að hluta til austan Lækjar. Mér þykir eftirfarandi vísa Þor- steins Erlingssonar eiga að ýmsu leyti vel við um líf þessarar konu og hennar sigra: Enginn ratar ævibraut öllum sorgum fjærri; sigurinn er: að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. Að hugsa sér. Himnesk fegurð! Komið og sjáið! Hvergi á jarðríki hef ég séð nokkurn tímann séð nokkuð jafn fallegt um ævidaga daga minna, sagði hún stundum þegar hún leit úr svefnherbergisglugganum sínum út yfir vesturhöfnina með báta og hvíta öldufalda og særok á Sundunum. Annað eins er ekki til! Og hlustið’i á vindinn gnauða. Þannig sá hún Dóa fegurðina í smáu jafnt sem stóru og listræn var þótt hún flíkaði því ekki frekar en öðru er snerti hana sjálfa. Dró æv- inlega úr ágæti sínu en magnaði í orði hitt er henni þótti lítilsvert hjá sjálfri sér. Þessu var á hinn bóginn þver- öfugt farið ættu eiginmaðurinn eða afkomendurnir í hlut. Þeim var ekk- ert of gott, aldrei. Góður er hver genginn segir ein- hvers staðar, en þetta með annað og æðra tilverustig ræðst. En hverjum deyr maður? Það er sú eilífðar spurning sem einhvern tím- ann á lífsleiðinni sækir á flesta. Dóa var viss um að þau Mummi hittust fyrir hinum megin og gætu þar í gleði gengið þann veg er þau lysti. Hvernig svo sem það vill verkast er ég þess fullviss að Dóa muni lifa í minningu afkomenda sinna, annarra skyld- menna og vina sem skemmtileg og umfram allt ráðagóð og hjartahlý og þannig er best að lifa. Við Dóa héld- um ljúfri vináttu meðan bæði lifðu og kannski tökum við upp þráð þar sem hann tímabundið slitnaði. Ég mun minnast Dóu er ég heyri góðrar konu getið og votta öllum er hennar sakna samúð mína og kveð þessa fyrrverandi tengdamóður mína og velunnara með enn einni vísu Þor- steins Erlingssonar. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. Pálmi. Elsku Jón, Beggi og synir, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku Gyða mín, hafðu þökk fyrir allt. Þín vinkona, Þorbjörg. Við Gyða kynntumst fyrir rúmlega 55 árum er ég hóf skólagöngu mína í Laugarnesskólanum haustið 1945. Þá kom ég í bekkinn hennar, feimin og uppburðarlítil stelpa vestan af fjörð- um. Hún sat í sætinu fyrir aftan mig og bað mig að lána sér strokleður, þannig hófust okkar kynni. Gyða kom með skólarútu úr Sogamýrinni og mér fannst sem hún byggi utan við bæinn, svo langt í burtu frá borginni fannst mér Sogamýrin þá. Við Gyða ásamt Doddu vinkonu hennar urðum miklar vinkonur og systir mín Mumma slóst í hópinn. Við brölluðum margt saman. Stofnuðum saumaklúbb, fórum í hjólatúra upp í Hamrahlíð og á berjamó upp að Lögbergi, lékum okkur í margs konar leikjum. Þótt ég byggi í öðru bæjarhverfi var alltaf tilefni til sam- funda. Foreldrar Gyðu, Olga og Haraldur, sem bæði eru látin, voru miklar sóma- manneskjur. Á heimili þeirra var gott að koma. Við systurnar vorum þar umvafðar hlýju og góðvild. Alltaf var okkur stelpunum boðið í stofu í höfðinglegar veitingar. Borð var dúk- að og við nutum gestrisni, sem ég gleymi aldrei. Þegar við vinkonurnar vorum búnar að spila og spjalla sam- an og bjuggumst til heimferðar var það venja Gyðu og foreldranna að keyra okkur heim í heimilisdross- íunni. Það þótti okkur alveg toppur- inn á tilverunni að vera ekið heim að dyrum í annað borgarhverfi. Í þá daga var bílaeign fólks ekki eins al- menn og nú er. Við vinkonurnar fest- um ráð okkar eins og gerist hjá ungu fólki og alltaf héldum við miklum samskiptum með heimsóknum og símtölum og tókum eftir mætti þátt í stórum stundum í lífi hvor annarrar. Gyða giftist Jóni Torfasyni, miklum ágætismanni. Jón, sem er vélvirki að mennt, rak fyrirtækið Kælingu og starfaði Gyða með honum við skrif- stofustörf og var honum stoð og stytta í hvívetna. Gyða var yndisleg manneskja og mikill vinur vina sinna, traust, hlý og heiðarleg. Orðvör var hún og vönduð til orðs og æðis. Allir sem komu að hennar garði nutu góð- gerða hennar og hlýju. Veit ég að margir ættingjar þeirra hjóna utan af landi nutu þess sem áttu leið í borgina til lengri og skemmri dvalar. Elsku Gyða mín, það eru for- réttindi að hafa átt þig að vini, ég þakka þér fyrir allt og bið Drottin okkar og frelsara að geyma þig og blessa að eilífu. Elsku Jón, þú hefur misst mikið, þinn besta vin og lífsföru- naut. Ég bið góðan Guð að styrkja þig og leiða á þessum erfiðu tímum. Ég sendi Guðbergi bróður hennar og öðru venslafólki mínar innilegustu samúðarkveðjur. Flýt þér vinur í fegri heim krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim (J.H.) Þín vinkona, Karen Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.