Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 41 ég tala fyrir hönd allra í minni fjöl- skyldu er ég segi: Hann Veddi skilur eftir stórt skarð sem vandfyllt er og verður hans sárt saknað. Minning hans er ljós í lífi okkar. Far þú í friði á vit ljóssins. Friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt. Elsku Svenna mín og fjölskylda og ástvinir allir. Ég bið Guð um styrk ykkur til handa á þessari sorgar- stundu og bið þess að okkur auðnist að sjá ljósið skína í gegnum sortann og það hjálpi okkur að takast á við líf- ið á ný. Erna og Finnbogi. Elsku Veddi minn, mig langar að kveðja þig með þessum sálmi því mig skortir orð, en samt á ég svo margar minningar um þig úr barnæsku úr Túngötunni þar sem við bjuggum hvort á sinni hæðinni og ég var hálf- gerður heimagangur hjá ykkur Svennu og stelpunum og síðan seinna úr ferðum okkar í Leirufjörð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Svenna, Amma, Olga, Sóley, Hulda Björk, Veturliði Snær, Mar- grét Inga, Gylfi,Sveinn og aðrir að- standendur. Ég veit að missir ykkar er mikill og ég bið guð að styrkja ykk- ur og styðja og hjálpa ykkur að horfa fram á veginn. Blessuð sé minning þín Veddi minn, þín systurdóttir Guðrún Steinþórsdóttir. Þegar litið er yfir farinn veg og að því spurt hvað hafi áunnist kemur í ljós að mest er um það vert að hafa eignast gott fólk að vinum. Þegar um vináttu er hugsað koma einkanlega til álita þættir eins og væntumþykja og virðing, glaðværð og hjálpsemi. Í hópi vina okkar frá Ísafjarðarár- unum standa þau Veturliði og Svein- fríður, Veddi og Svenna, okkur afar nærri, enda samskiptin margþætt og langvarandi. Og nú er Veddi farin heim til Guðs og okkur finnst hann af heimi kvadd- ur allt of snemma. Þó hljótum við að játa að eins og komið var reyndist andlátið lausn sem má þakka. Sjaldan höfum við heldur heyrt af fegurra andláti. Hann kvaddi sína og var ferðbúinn, sá látinn afa sinn kominn að fylgja sér heim og talaði um að fara að „dóla sér af stað“. Hann raulaði fal- legt trúarlag og lagði svo í hann. Margt kemur í hug þessa daga sem tengist minningunum um hann. Hjálpsemi hans ef eitthvað lá við, sanngirni og góðfýsi í annarra garð, hógværð og bjartsýni; allt hlaut að fara á besta veg. Og glaðværðin, góð- látlegt grínið, kætin yfir því sem skemmtilegt var, stríðnislegt bros, glettni í auga. Hann var rausnarlegur og stofu- hlýr gestgjafi. Þau hjónin voru sam- taka í því. Við vorum sjö hjón saman um söngæfingar á eigin heimilum með þeim Kjartani organista og Berg- ljótu, sungum mest fyrir okkur sjálf. Það fór afar vel um okkur í Fagra- holtinu hjá þeim Vedda og Svennu. Heimili þeirra var einkar fallegt og vel hirt utan sem innan, og voru þau hjón samtaka í því sem öðru. Seinna fórum við í ógleymanlega söngför til Ungverjalands með Sunnukórnum þar sem þau hjónin voru með bestu gleðigjöfunum. Við tókum okkur síðan út úr hópnum á heimleiðinni fjögur og leigðum okkur bíl og héldum um fögur héruð Aust- urríkis til Feneyja, þaðan til Bardol- ino við Gardavatnið og heim frá Salz- burg. Það var yndislegur tími sem tengdi okkur enn betur og betri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér. Þessu til viðbótar voru dætur þeirra í barna- og unglingastarfi Ísafjarðar- kirkju og urðu miklir vinir okkar einn- ig. Þær bera heimili sínu fagurt vitni allar saman og mikið var hann Veddi hreykinn af konunum sínum fjórum, og stoltur afi varð hann þegar barna- börnin komu til skjalanna. Það þótti gott við hann að eiga á vinnustað. Allra vanda vildi hann leysa. Þannig reyndist hann í öllu hið mesta ljúfmenni, enda hlýtur hann góðan orðstír af samferðamönnum sínum og enginn þeirra getur borið til hans annað en góðan hug. Við sendum Svennu og dætrunum, Huldu móður hans og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur okkar og biðj- um þeim huggunar Guðs. Jakob og Auður. Þegar okkur berst fregnin um and- lát kærs vinar setur okkur jafnan hljóð og minningarnar hrannast upp. Þannig fór mér er fregnin var flutt um andlát vinar míns Veturliða G. Veturliðasonar. Okkar fundum bar fyrst saman á vettvangi Oddfellowreglunnar á Ísa- firði en þar var hann virkur félagi langa hríð. Kunningsskapurinn breyttist í vin- áttu sem ræktaðist best þegar við tókum okkur saman ein sjö hjón og stofnuðum „Hjónakórinn“, hittumst vikulega á heimilum okkar og æfðum hin og þessi kórlög. Þessi starfsemi þjappaði okkur öll- um þétt saman og ýmsar skemmti- legar hefðir urðu til. Mörg okkar úr þessum hópi flutt- umst síðan frá Ísafirði og starfsemin lagðist af eins og gengur en eftir lifa ljúfar minningar. Veturliði var eitt mesta prúðmenni sem ég hefi kynnst, geðgóður svo af bar og persónuáhrif hans voru fyrst og fremst hlýja. Þegar fjarlægð verð- ur milli búsetu manna verða vina- fundir strjálli þeirra í millum. Þó átt- um við saman ógleymanlegar stundir sl. tvö sumur, en þá vorum við hjónin vestra og heimsóttum Veturliða og Sveinfríði. Í bæði þau skipti var Veturliði þjáður af þeim sjúkdómi sem nú hef- ur lagt hann að velli og alltof seint greindist. Við Bergljót sendum Sveinfríði og ástvinum hans öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og munum í hvert sinn er við heyrum góðs manns getið minnast Veturliða G. Veturliða- sonar. Kjartan Sigurjónsson. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 562 0200 Erfisdrykkjur   .               +8*  5    "   ( 3$  0 4  ).    *   $  "     1 *'*$ #$%%    *   9)    !$ #$%%  ' #   #$%%  1' (  #$%%  3  %!)&*47  (A  (" *      (               B ,? 4 )  % / )' /<C !7   "! "           %   7 %()  1 >1  #$%%  '!%$& /   > 7 #$%%  ' $   "    " *     0+,4 97 < (   $      5   B #   7 #$%%   /# 3  % * 6 .     (               +D  +4 ' ( %!7 )   = %EC       ( 7$ (     5      %2$  %()&$    $ 3  % #$%%   >  #$%%  $%1    B    B    #$%%   "   "//" * , )'   (     &1 8B- 4 ( )   57  #<F   3  (    )      85 )!  +      ( $9$       #     "  9  '   "     9   .       "$   : ))      $  " $   %'#$  8) %2$   1 #$%% * 6 .     (         ,&,; 4 > "% 9  %  ==   (    3  (   ( :        %   &     ' ( B *  G  *  G  B /#  /#  -#9*  G   /# *3  %!)    " *       9-43   2 $%%  3$=7  %.C 3$=7          %  $  " $  0 '#$ #$%% *  $       .  '-,D?+1  4  !$ /$  ( )0 /     "! "    ,  !    0  +       ;!           <<* ;    9   9       "   )  ,-, )  9  &$ 4$ H$ $I1 #$%%     9! 1 #$%%  B /#  /#   @ 771 #$%%  ,    !$ #$%%    %" *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.