Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 47 LÍSU-samtökin og Íslenska vatna- fræðinefndin halda hádegisráðstefnu föstudaginn 15. mars kl. 10–14 í Hvammi á Grand Hótel. Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna samstarfsverkefnið „Sam- ræmdur gagnagrunnur um náttúru Íslands“ og ræða framtíð þess eftir að vinnu að frumgerð þess með tilstyrk RANNÍS lýkur á árinu. Fundarstjóri: Geir Þórólfsson. Er- indi halda: Ágúst Ú. Sigurðsson, Kristinn Einarsson, Stefán Guðlaugs- son, Ingi Rúnar Jónsson, Þórarinn Jóhannsson, Guðmundur Guðmunds- son, Sigmar Arnar Steingrímsson, Árni Snorrason. Pallborðsumræður: Árni Snorrason, Guðbjörg Sigurðar- dóttir, Halldór Þorgeirsson, Heiðar Þ. Hallgrímsson, Jón Gunnar Ott- ósson, Magnús Guðmundsson, Snæ- björn Kristjánsson. Þátttökugjald (hádegisverður inni- falinn): félagsmenn LÍSU: kr. 5.500, aðrir: kr. 7.500, nemendur: kr. 2.000/ án hádegisv. kr. 300. Skráning þátttakenda er hjá LÍSU-samtökunum í síma og á net- fangi: lisa@aknet.is, segir í fréttatil- kynningu. Ráðstefna Gagna- grunnur um náttúru Íslands SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands mun standa fyrir námskeiðum fyrir áhugafólk um skóg- og trjárækt, ekki síst sumarhúsaeigendur. Nám- skeiðin eru hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðar- banka Íslands hf. Fyrirhuguð eru þrjú námskeið í Mörkinni 6, 20. og 21. mars, 10. og 11. apríl, og 23. og 24. apríl. Leið- beinandi verður Björn Jónsson fyrrv. skólastjóri. Skráning er hjá Skógræktarfélagi Íslands í síma eða á netfangi, skog- is.fel@simnet.is. Þátttakendafjöldi er takmarkaður á hvert námskeið, segir í fréttatil- kynningu. Skógræktar- námskeið GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins stendur fyrir námskeiði um snemmtæka íhlutun fyrir ung börn með þroskaraskanir og börn í áhættuhópum. Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi 21.–22. mars kl. 9–16 og er opið öllum sem vinna að velferð 0–6 ára barna, s.s. starfsfólki heilsugæslu og félagsþjónustu, leik- skólakennurum, þroskaþjálfum, sál- fræðingum, aðstandendum og öðr- um. Leitast verður við að veita innsýn inn í hugmyndafræði og aðferðir snemmtækrar íhlutunar og efla skilning fagfólks og foreldra á mik- ilvægi samvinnu allra aðila til að sem bestur árangur náist. Einnig verður fjallað um áhrif ýmissa ytri að- stæðna, s.s búsetu á framkvæmd og innihald íhlutunar. Lögð verður áhersla á að virkja alla þátttakendur í umræðum og hagnýtum verkefn- um. Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur og Jóna G. Ingólfsdóttir, þroska- þjálfi og sérkennari, leiðbeina á námskeiðinu ásamt fjórum öðrum sérfræðingum Greiningarstöðvar. Dagskrá og nánari upplýsingar eru á www.greining.is. Skráning stendur yfir í síma og á netfang: fraedsla- @greining.is. Námskeið um snemmtæka íhlutun GARÐYRKJUFÉLAG Íslands heldur fræðslufund í Norræna húsinu, miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 20 þar sem Sigurður Þórðarson varaformaður Garð- yrkjufélagsins flytur erindi um garðaskoðun Garðyrkjufélagsins á síðastliðnu sumri. Sex einkagarðar í Garðabæ voru opnir félagsmönnum og gestum þeirra til skoðunar. Á fundinum verður fjallað um garðana og þann gróður sem þar vex. Aðgangseyrir er 500 krónur, kaffi og te er innifalið í verðinu, segir í fréttatilkynningu. Fundur hjá Garðyrkju- félaginu AÐALFUNDUR Ættingjabandsins verður haldinn í matsal Hrafnistu í Reykjavík, mánudaginn 18. mars kl. 20. Ættingjabandið er vinasamband ættingja og vina heimilisfólksins á Hrafnistu í Reykjavík. Markmið Ættingjabandsins er að stuðla að vellíðan heimilisfólksins á sem flest- an hátt. Allir sem eiga ættingja eða vini á Hrafnistu verða sjálfkrafa meðlimir ættingjabandsins. Meðlim- ir þessa félagsskapar greiða engin félagsgjöld, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Ættingjabandsins FYRIRLESTUR á vegum IEEE á Íslandi, rafmagns- og tölvuverk- fræðiskorar verkfræðideildar Há- skóla Íslands og Rafmagnsverk- fræðideildar Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ), verður í dag, þriðju- daginn 12. mars, kl. 17.15 í húsa- kynnum Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. Hákon Guðbjartsson, Íslenskri erfðagreiningu, flytur fyrirlestur sem nefnist: Segulómsmyndataka á sveimi. Fjallað verður um segulómun á sveimi (diffusion) sem hefur rutt sér til rúms undanfarin ár þar sem þessi aðferð er sérlega góð til þess að greina heilablóðfall á byrjunarstigi. Farið verður yfir grunnatriði segul- ómunar, segulómunarmyndatöku, sveims og hvernig hægt er að gera segulómið næmt fyrir sveimi. Þá verður sérstaklega farið yfir þau verkfræðilegu vandamál sem fylgja mælingum á sveimi með segulómun- artækni og lausnir á þeim vanda- málum, segir í fréttatilkynningu. Heimasíða IEEE á Íslandi er http://www.ieee.is Fyrirlestur um segulóms- myndatöku AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í kvöldi í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Verður hann í Sverrissal og hefst stundvís- lega klukkan 20. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en að þeim loknum og kaffihléi mun Ragnheiður Skarp- héðinsdóttir landslagsarkitekt flytja erindi sem hún nefnir Borgarskógar. Að því búnu mun Herdís Friðriks- dóttir skógfræðingur fjalla um manninn og skóginn og segja frá evr- ópsku samvinnuverkefni um nýtingu skógarins. Fundinum lýkur síðan með erindi Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra um Hafnarfjörð, mann- líf og umhverfi. Félagar í Skógræktarfélaginu eru hvattir til að mæta vel á fundinn og allt áhugafólk um skóga og útivist er sérstaklega velkomið. Aðalfundur Skógræktar- félags Hafn- arfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.