Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er rík ástæða til að óska sjáv- arútvegsráðherra til hamingju með nýjar tillögur um auðlindagjald á út- gerðina. Við fyrstu sýn virðist honum nefnilega hafa tekist að fá nær alla aðila, við enda allra háborða útvegs- mála, upp á móti hinum nýja skatti. Ásamt að sjálfsögðu stjórnarand- stöðu. Það er órækt dæmi um að út- spilið gengur upp. Öðrum aðila þykir þetta reyndar of hátt gjald og hinum of lágt, en það er aukaatriði. Aðilar eru sammála um að vera ósammála ráðherra og það er nýtt í þessari óstöðvandi langrunu-hakkavél í formi ritaðs og mælts máls krossbera sannleikans um hvar réttlæti og meintar „patent“-lausnir liggi. Það er satt að segja stórmerkilegt að heyra fulltrúa smábáta, stórút- gerða og sjómanna sitjandi í spjall- þætti segjandi amen á eftir hver öðr- um. Það hélt maður nú að seint heyrðist. Ríghald réttlætis og frels- ishetja sjávarútvegsmála síðustu ár hefur verið í svokallað auðlindagjald. Það átti að tryggja réttlæti að ákveðnu marki. Hvar er þeir nú sem hrópuðu á slíkt. Og vel að merkja: fulltrúar Samfylkingar hrópuðu hæst. Sátt sjávarútvegsráðherra nú átti að vera að koma til móts við þennan kór. Er ekki kominn tími til að einhver kveiki á perunni með að meint „rétt- læti“ í íslenskri sjósókn verður aldrei til staðar svo öllum líki meðan að- gangur að auðlindinni er tak- markaður. Af hverju er aldrei deilt um síld, loðnu eða ufsa á Alþingi? Svarið er einfalt. Þær afurðir gefa ekki eins hátt kílóaverð og sá guli. Rót allrar þessarar „réttlætis“-um- ræðu er takmarkað heimsframboð af lúxusvöru sem alltaf selst. Þetta er hin stórmerka og ótrúlega fjöl- breytta saga þessarar afurðar sem heitir þorskur. Þessi saga aldanna hefur verið fest á bókfell en er sem- sagt í þessu formi árið 2002 á Íslandi. Við verðum því að sætta oss við, þó hvimleitt sé, að umræðan og deilurn- ar halda áfram um þessa mikilvægu atvinnugrein. Það breytist ekki fyrr en verðið lækkar á komandi árum eða áratugum sem útlit er fyrir nú með vaxandi eldi og ræktun. Þá er eins gott fyrir Íslendinga að hafa víðari sýn á möguleika atvinnulífsins en fel- ast í þorskkvóta, hárgreiðslustofum eða tínslu fjallagrasa. VALDIMAR GUÐJÓNSSON, bóndi, Gaulverjabæ. Sjávarútvegsnagg Frá Valdimari Guðjónssyni: ER ÞAÐ hlutverk ríkisins að styðja og vernda eitt trúfélag umfram önn- ur? Er það hlutverk ráðherra að skipa presta og forseta að skipa bisk- up? Ég hef svarað þessum spurning- um neitandi og talið að ríkisvaldið ætti ekki að vera að blanda sér með beinum hætti í trúarlíf þjóðarinnar, né taka beina afstöðu með einu trú- félagi. Þessari skoðun hef ég deilt með meirihluta landsmanna, en ítrekað hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill aðskilja ríki og kirkju. Með þessari skoðun er ég alls ekki að kasta rýrð á það ágæta starf sem unnið er í ríkiskirkjunni. Staðreyndin er sú að flest trúfélög vinna að ýmsum þjóðþrifamálum, þó svo að sum búi við þröngan fjárhag. Alþjóð veit að hvítasunnumenn hafa rétt mörgum sem standa höllum fæti hjálparhönd og við ásatrúarmenn stöndum vörð um norrænan sið og lífsgildi sem fela í sér virðingu fyrir náttúrunni. Það er deginum ljósara að trú- félögum er gróflega mismunað þegar kemur að úthlutun á opinberu fé. Töl- ur frá fjármálaráðuneytinu sýna að opinberu fé sem varið er til þeirra sem standa utan þjóðkirkjunnar er um 4% af þeim fjármunum sem ríkið veitir vegna trúfélaga á Íslandi, en þeir sem standa utan þjóðkirkjunnar á Íslandi eru um 13% landsmanna. Þetta þýðir með öðrum orðum að trú- félög sem ekki eru í beinum tengslum við rikisvaldið fá hlutfallslega þrisvar sinnum lægri upphæð en þjóðkirkjan fær á hvern meðlim. Getur þjóðkirkjan réttlætt það sið- ferðislega að hún eigi rétt á hlutfalls- lega rúmlega þrefalt hærri styrk frá hinu opinbera en önnur trúfélög? Á síðum blaðanna undanfarnar vikur hafa ýmsir starfsmenn þjóðkirkjunn- ar réttlætt þetta augljósa misrétti út frá samningi sem gerður var milli ríkiskirkjunnar og ríkisins um kirkjujarðir í tengslum við lög sem sett voru um þjóðkirkjuna árið 1997. Ef ég skil starfsmenn þjóðkirkjunnar rétt þá túlka þeir samninginn eitt- hvað á þá leið að laun og kostnaður vegna um 160 starfsmanna þjóðkirkj- unnar, presta og biskupa séu leigu- tekjur af kirkjujörðum sem eru í eigu þjóðkirkjunnar. Ég vil taka það fram að ég fellst alls ekki á þessa túlkun starfsmanna þjóðkirkjunnar, þar sem engan veginn sé hægt að segja að það hafi verið skilið á milli ríkis og kirkju. Við siðaskiptin urðu eignir klaustra að konungseign eða ríkis- eign en alls ekki eign sjálfstæðs trú- félags evangalísku kirkjunnar. Það getur varla talist réttlætanlegt að binda framtíðarskipan trúfélaga í lýðræðisríki, þannig að henni megi ekki breyta um aldur og ævi vegna þess að einhverjar jarðir voru í eigu ákveðins trúfélags, fyrir um fimm öldum. Gefum okkur þá einkennilegu nið- urstöðu að réttlætanlegt sé að líta svo á að leiga á jarðeignum sem voru í eigu kaþólsku kirkjunar fyrir 1550 réttlæti allar launagreiðslur til þjóð- kirkjunnar á 21. öld. Þrátt fyrir það skýra þessar svokölluðu leigutekjur ekki allan mun sem er á framlagi rík- isins til trúfélaga á Íslandi. Öll sam- þykkt trúfélög fá greidd sóknargjöld fyrir hvern fullorðinn meðlim trú- félagsins að upphæð kr. 6.792, en þjóðkirkjan fær aukalega greiddar ofan á þessa upphæð liðlega tvö þús- und krónur á sóknargjaldið án þess að nokkur málefnaleg rök liggi að baki því að þjóðkirkjunni beri að fá hærri gjöld á hvern meðlim en t.d. fríkirkjum. Þjóðkirkjan fær aukalega upphæð sem svarar til 29,8% af sókn- argjöldum sem renna til þjóðkirkj- unnar í sérstaka sjóði þ.e. jöfnunar- sjóð sókna og kirkjumálasjóð. Það er von mín að þessi skrif hreyfi við réttlátum þjóðkirkjumönnum og þeir taki höndum saman við okkur sem stöndum utan við þjóðkirkjunn- ar og komi því til leiðar að ríkisvaldið deili út stuðningi til trúfélaga af sanngirni. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON, Skagfirðingabraut 13, Sauðárkróki. Sanngirni Frá Sigurjóni Þórðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.